Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 24/4 -1/5. ► FJÁRMÁL þjóðkirkj- unnar voru mikið rædd á nýloknu kirkjuþingi. Bisk- upsstofa hefur ráðið fjár- málastjóra til að hafa eftir- lit með bókhaldi embættis- ins og voru reikningar þess fyrir árið 1995 lagðir fram í lok kirkjuþings á fimmtu- dag að ósk séra Geirs Wa- age, formanns Prestafé- lags íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem reikningar biskupsembættisins eru Iagðir fyrir kirkjuþing. Þ- EVRÓPUSAMBANDIÐ styrkir tilraunaverkefnið Karlar og fæðingarorlof, sem jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að hleypa af stokk- unum. Ætlunin er að rann- saka áhrif þess að feður taki fæðingarorlof. Sex til átta verðandi feður sem starfa hjá borginni munu eiga þess kost að taka þátt í verkefninu. Verkefnið er hugsað sem félagsleg til- raun sem veita muni mikil- væga vitneskju um áhuga og afstöðu karla til fæðing- arorlofs. Þ- BÓKMENNTAVERÐ- LAUN Halldórs Laxness voru afhent í fyrsta sinn á þriðjudag. Verðlaunin hlaut Skúli Björn Gunnars- son, ungur íslenskufræð- ingur, fyrir smásagnasafn- ið Lifsklukkan tifar. Bókin kom út hjá Vöku-Helga- felli. ► ÞESS var minnst í gær að eitt ár er liðið frá því að snjóflóð féll á Flateyri og 20 manns fórust. Minnis- merki með nöfnum hinna látnu var afhjúpað við Flat- eyrarkirkju og fólk safnað- ist saman til kyrrðarstund- ar í Flateyrarkirkju og minningarguðsþjónustu í Neskirkju í Reykjavík. Rifsnes SH-44 strand- aði við Grímsey RIFSNES SH-44, 230 tonna stálbát frá Rifi, rak upp í fjöru og strandaði í Grenivík við Grímsey í vonskuveðri aðfaranótt mánudags. Fimm manns voru í áhöfn bátsins og sakaði þá ekki. Þijú skip drógu Rifsnesið á flot, Mar- grét EA, Dagfari GK og Sæljón SU og heimabáturinn Þorleifur EA aðstoð- aði við að koma taugum á milli skip- anna. Margrét EA dró Rifsnesið til Akureyrar þar sem skémmdir voru kannaðar hjá Slippstöðinni. Ljóst er að tjónið nemur tugum milljóna króna. Jón Baldvin hættir formennsku JÓN Baldvin Hannibalsson lýsti því yfir á þriðjudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til formennsku í Alþýðu- flokknum á flokks- þinginu sem hefst 8. nóvember. Jón Bald- vin, sem hefur verið formaður í tólf ár, sagðist ekki ætla að sækjast eftir því að sitja á' Alþingi á næsta kjörtímabili. Sighvatur Björgvins- son hefur þegar til- kynnt framboð sitt til formanns en Rannveig Guðmundsdóttir og Guð- mundur Ámi Stefánsson hyggjast íhuga málin næstu daga. Víðtæk leit að rjúpna- skyttum VÍÐTÆK leit var gerð að tveimur ijúpnaskyttum á svæðinu milli Hval- fjarðar og Reykjaness aðfaranótt fimmtudags. Skyttumar, bræður úr Reykjavík, höfðu ætlað í stutta veiði- ferð en villtust í þoku, illa búnir og án áttavita og ijarskiptabúnaðar. Menn- irnir fundust heilir á húfi í Selvogi á fimmtudag. Hátt á þriðja hundrað manns úr björgunarsveitum á höfuð- borgarsvæðinu, Suðumesjum og Suð- urlandi, tók þátt í leitinni. Brundtland lætur af störfum GRO Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs og vinsælasti stjórn- málamaður landsins, skýrði frá því á miðvikudag að hún myndi láta af störfum og tók Thorbjorn Jag- land, sem varð for- maður Verka- mannaflokksins 1992, við stjórnar- forystunni á föstu- dag. Allmiklar breytingar voru gerðar á ríkis- stjóminni, m.a. vék Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra úr henni. Ákvörðun Brundtland kom á óvart en hún sagðist hafa tekið hana eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að Evr- ópusambandinu í þjóðaratkvæði fyrir tveim árum. Getum er að því leitt að Brundtland, sem er 57 ára göm- ul, hyggi á frama á alþjóðavettvangi og vilji taka við af Boutros Boutros- Ghali sem framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna. NATO verði stækkað 1999 Þ- HÆGRIFLOKKUR Vy- tautas Landsbergis, leið- toga sjálfstæðisbaráttu Lit- háa, sigraði með yfirburð- um í fyrri umferð þingkosn- inga sl. sunnudag og er búist við að flokkurinn myndi samsteypusljórn með flokki kristilegra demó- krata. Stjórnarflokkur fyrr- verandi kommúnista galt afhroð, fékk aðeins um tíu af hundraði atkvæða. ÖRVÆNTING þykir nú einkenna kosningabaráttu forsetaefnis repúblikana, Bobs Doles, í Bandaríkjun- um en Bill Clinton forseti hefur öflugt forskot í könn- unum. Fulltrúi Doles reyndi á mið vikudag að fá auðkýf- inginn Ross Perot til að draga framboð sitt til baka og styðja Dole. ^ BORÍS Jeltsín Rússlands- forseti skipaði um síðustu helgi ívan Rybkín, fyrrver- andi forseta neðri deildar þingsins, í stöðu yfirmanns öryggisráðsins í stað Alex- anders Lebeds sem var rek- inn vegna samstarfsörðug- leika fyrir nokkru. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði á þriðjudag að hann vildi að nýfijáls ríki í Mið- og Austur-Evrópu fengju aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, ekki síðar en árið 1999, á 50 ára afmæli samtakanna. Er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn setur ákveðin tímamörk um stækkunina sem er umdeild innan NATO vegna eindreginnar andstöðu rússneskra stjórnvalda er telja hana vera ógnun við sig. Þ- HUNDRUÐ þúsunda óbreyttra borgara, aðallega Hútúa sem hrakist hafa frá Rúanda og Búrundi, hafa að undanförnu flúið til norðurs frá austurhluta Zaire vegna bardaga upp- reisnarmanna af þjóðerni Tútsa við hermenn Zaire- stjórnar. Uppreisnarmenn hafa þegar tekið nokkrar borgir á svæðinu. FRÉTTIR Borgarsljóri um nýja r ammafj ár hagsáætlun Reykjavíkurborgar sem nú er í undirbúningi Stuðlar vonandi að vald- dreifingu og hagkvæmni Rekstrí Reykjavíkurborgar verður sett svo- kölluð rammafj árhagsáætlun sem taka á gíldi í tilraunaskyni um næstu áramót. „Markmiðið með þessu er að auka frelsi o g ábyrgð stjórnendanna á sinni starf- semi,“ segir borgarstjóri. Borgarstjóri og forstöðumaður ÍTR vona að þetta leiði einn- ig til skýrarí verkaskiptingar embættis- manna og stjómmálamanna. inni. Þannig verði skýrari skil milli hins pólitíska valds og starfsemi — og þá vil ég ekki tala um embættis- menn — því að mín hugmynd um þetta kerfí er að brejita hugmynd- inni um Reykjavíkurborg úr því að vera stjómvald í að vera þjónustu- fyrirtæki þar sem pólitíkusarnir setja markmiðin, skilgreina þjón- ustustigið og fylgjast svo með því að menn séu að ná árangri þannig að borgararnir fái sem mesta þjón- ustu fyrir sem minnst fé. Nefndirn- ar séu hins vegar ekki með puttana í hinum daglega rekstri heldur verði hann og fjárhagsramminn á ábyrgð forstöðumanna." Skýrari verkaskipting Ingibjörg Sólrún Ómar Einarsson Gísladóttir INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist vonast til þess að fyrsti ávinningurinn af því að taka upp rammafjárhagsáætlun fyrir rekstur Reykja- víkurborgar og þær stofnanir hennar sem fá framlög úr borgar- sjóði verði sá að fram- úrkeyrsla borgarstofn- ana úr ljárveitingum hverfi eða minnki til muna. „Ég er líka að gera mér vonir um að það verði aukin vald- dreifing þannig að við séum ekki bara að dreifa valdi úr Ráðhúsinu og frá borgarráði til forstöðumanna heldur að þeir dreifí því áfram niður innan sinna stofnana þannig að við náum valddreifmgu; aukinni þátttöku allra í rekstrinum og aukinni hag- kværnni." Ingibjörg Sólrún segir að ramma- fjárhagsáætlanir séu nýtt ferli og í því felist að borgin úthluti öllum stofnunum eða málasviðum ákveð- inni rammafjárveitingu til reksturs, sem viðkomandi verða síðan að halda sig innan. „Það er gert ráð fyrir því að þessar stofnanir skili starfsáætlun til borgarráðs þar sem gerð er grein fyrir því hvað þær ætla að gera á árinu til þess að halda sig innan rammans; líka hvaða nýbreytni þær ætla að bjóða upp á á árinu og hvaða breytingar verði hjá stofnun- inni á árinu. Síðan myndi þessar starfsáætlanir greinargerð með fjárhagsáætluninni okkar þannig að þar sé hægt að rekja sig í gegn- um það hvaða þjónustu stofnanirn- ar ætla að veita, hveiju þær ætla að breyta, hvert þjónustustigið verður og hveiju þær ætla sér að ná fram á árinu.“ Frelsi og ábyrgð „Markmiðið með þessu er að auka bæði frelsi og ábyrgð stjórn- endanna á sinni starfsemi. Um leið og þeir fá aukið frelsi þá fylgir því aukin ábyrgð þannig að þeir bera skýrari ábyrgð á því að halda sig innan rammans en fá líka aukið svigrúm og frelsi til að færa til inn- an rammans þannig að ef þeir geta sparað hjá sér hafa þeir þá fjár- muni til annarra hluta en tapa þeim ekki út úr rekstrinum." Borgarstjóri var spurður hvort þetta þýddi aukið svigrúm forstöðu- manna til að ákveða launagreiðslur til starfsmanna og sagði þá stefnt að því á næsta ári að „við byijum að feta okkur inn í það að forstöðu- menn hafi möguleika á að umbuna góðum starfsmönnum en það þurf- um við að ræða við stéttarfélögin. Við viljum að það séu einhveijar ákveðnar leikreglur í þessu. Hvort stéttarfélögin koma síðan að því umbunarkerfi er önnur saga.“ Hvaða áhrif hafa þessi nýju vinnubrögð á valdsvið og skilin milli ábyrgðar kjörinna fulltrúa og embættismanna? Borgarstjóri segir ráðgert að forstöðumenn kynni starfsáætlanirnar fyrir nefndum og ráðum borgarinnar. „Það eru auð- vitað nefndirnar sem eiga að skil- greina þjónustustigið og markmiðin með rekstrinum og við erum að vonast til að þetta fari í það far að nefndirnar verði meira stefnu- mótandi og í stóru línunum en for- stöðumennirnir verði í framkvæmd- Ómar Einarsson, framkvæmda- stjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, er einn þeirra for- stöðumanna borgarstofnana sem þessa dagana eru að vinna að starfsáætlun fýrir næsta ár í sam- ræmi við þær breytingar sem borg- arstjóri lýsti að ofan. Hann segir að rammafjárhagsáætlun gefí for- stöðumönnum hja ÍTR færi á að takast á við reksturinn á annan hátt en gert hefur verið. Fjárhagsáætlanir borgarinnar hafa yfírleitt verið afgreiddar í upp- hafi árs en nú er stefnt að af- greiðslu rammafjárhagsáætlunar fyrir áramót. Áætlun ITR verður fullbúin og kynnt ráðinu eftir helgi, að sögn Omars. „Þetta kallar á ný og breytt vinnubrögð, aukna ábyrgð, ný verk- efni og kannski líka agaðri vinnu- brögð stjórnmálamanna og embætt- ismanna, og vonandi skýrari verka- skiptingu milli stjórnmálamanna og embættismanna," segir hann. Hann sagði að í starfsáætlun ITR mætti vænta ýmissa nýrra hug- mynda um rekstur þeirra mann- virkja _ og þjónustustofnana sem undir ÍTR heyra, bæði um einstaka starfsþætti og almennan rekstur. „Jafnvel að rekstur sem við erum með núna verði ekki á okkar vegum á næsta ári,“ sagði Ómar en þegar hefur verið rætt um að KSI reki Laugardalsvöllinn og ÍBR reki skautasvellið. „Það er fleira í þess- um dúr sem við höfum verið að skoða.“ „Við leggjum ríka áherslu á það hér að það erum ekki bara við á þessari skrifstofu sem erum að gera þessa áætlun heldur allir þeir sem þurfa að vinna eftir henni. Þetta er skemmtilegt og ögrandi að okkar mati og við viljum að boðskapurinn sem við erum að leggja fram nái til allra okkar starfsmanna. Við munum svo heimsækja alla okkar starfsstaði, kynna starfsmönnum þessi breyttu vinnubrögð og hvetja þá til dáða,“ sagði Ómar Einarsson en að jafnaði fá um 600 manns laun greidd hjá stofnunum ITR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.