Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN taka fljótlega til sýninga kvikmyndina „Tin Cup“, með Kevin Costner, Don Johnson og Rene Russo í aðalhlutverkum. Myndin gerist á golfvellinum og meðal aukaleikara eru Corey Pavin, Craig Stadler, Fred Couples og fleiri heimsfrægir atvinnumenn. Leikstjóri er Ron Shelton. ROY „Tin Cup“ McAvoy kennir Molly Griswold (Rene Russo) undirstöðuatriði golfíþróttarinnar og ákveður þá að stinga undan fjandvini sínum Simms (Don Johnson). sem körlum geðjast að og konur falla fyrir og er uppfullur af bulli og hetjudraumum. „Roy McAvoy er hinn hold- gervingur mannsins sem er svindlari sem sífellt tapar og er eins og gæddur sérstökum hæfi- leika til að tortíma sjálfum sér,“ segir Ron Shelton. „Hann hefur líka hæfileika til þess að leika golf. En sá hæfileiki verður hvað eftir annað að víkja fyrir þeirri áráttu mannsins að vinna sjálfum sér tjón. Ég held að það sé pínulít- ill Roy McAvoy í okkur öllum. Hann er maðurinn sem alltaf verð- ur að leggja allt undir. Hann hef- ur sjálfur rómantískar hugmyndir um að það að leggja allt undir beri vott um hugrekki, það sé hetjulegt og karlmannlegt. En í raun og veru er það yfirleitt kjána- legt, jafnvel heimskulegt og sjálf- stortímandi." „Það voru gallarnir á karakt- ernum sem höfðuðu til mín þegar ég var að lesa handritið,“ segir Kevin Costner um ástæðu þess að hann tók „Tin Cup“ upp á sína arma. Kevin Costner kunni lítið í golfi þegar hann réðst í hlutverkið en hafði þó spilað af og til frá ungl- ingsárum. Maður að nafni Gary McCord var fenginn til að kenna honum listina og eftir að hafa lit- KEVIN Costner var kominn með BA- próf í viðskiptafræði áður en hann ákvað að snúa við blaðinu og leggja fyrir sig leiklist. Um nokkurra ára skeið stundaði hann leiklistarnám á kvöldin en vann sem sviðsmaður í leik- húsi í LA á daginn. Þess á miili þjónaði hann til borðs á veitingastöðum og keyrði leigubíl til að ná endum saman. Costner sást fyrst á hvíta tjaldinu árið 1981 í mynd sem hét Shadows Run Black og næstu ár lék hann hlutverk í myndunum Night Shift og Chasing Dreams og fór með smárullu í mynd- inni um ævi leikkonunnar Frances Far- mer árið 1983, þar sem Jessica Lange var í aðalhlutverki. Árið 1983 fór hann með aðalhlutverk í Stacy’s Knights. Allt fram yfir gerð þeirrar myndar vann Costner aukavinnu sem sviðsstjóri í kvikmyndastúdíói til að hafa í sig og á. I allstóru hlutverki í sjónvarpsmynd- inni „Testament", sem fjallaði um enda- lok siðmenningarinnar í kjamorku- stríði, vakti Costner athygli og skömmu síðar lágu saman leiðir hans og leik- sljórans Kevins Reynolds. Fyrsta kvik- mynd Reynolds, „Fandango", var jafn- framt fyrsta kvikmyndin þar sem Kevin Costner var í aðalhlutverki. Síðar deildu þeir heiðrinum af gerð vinsælu ævintýramyndarinnar um Hróa Hött, „Robin Hood: Prince of Thieves". Hins vegar slitnaði upp úr vinskapnum með- an þeir nafnar unnu saman dýrustu kvikmynd sögunnar, „Waterworld". Stór- stjarna áný? Reynolds stökk fyrir borð en Costner kláraði leikstjórn og klippingu og reyndi hvað hann gat til að bera sig vel meðan fjölmiðlar vestra töluðu um eitt misheppnaðasta kvikmyndaævin- týri sögunnar. Annar vinur Costners er leikstjórinn Lawrence Kasdan. Kynni tókust með þeim við gerð hinnar frægu myndar Kasdans „The Big Chill“ á þeim árum þegar Kevin Costner var að beijast við aðöðlast frægð. í „Big Chill“ lék Costner hlutverk sem Kasdan klippti út og kom aldrei fyrir almenningssjónir en hann bætti Costner það upp síðar þegar hann fól honum aðalhlutverkið í vestranum „Sil- verado“, næstu mynd Costners á eftir „Fandango”. „Silverado" varð til þess að festa Costner í sessi sem stjörnu og ekki þurfti Costner heldur að kvarta undir fjárhagslegri útkomu myndarinnar „The Bodyguard", þar sem hann lék ásamt Whitney Houston, en hún var gerð eftir handriti Kasdans. Hins vegar segir Kevin Costner í dag að hann hafi verið þessum vini sínum of góður þegar hann féllst á það á síð- astliðnu ári að leika titilhlutverkið í mynd Kasdans um „Wyatt Earp“. Mynd- in kolféll í kvikmyndahúsunum, skömmu eftir að Costner og Clint Eastwood luku við gerð „A Perfect World“, sem stóð ekki heldur undir kostnaði. í „The War“ lék Costner á móti Elijah Wood. Enn og aftur var mynd með honum gerð upp með tapi. Það er því ekki að undra að undan- farin misseri hefur ekki verið sama gósentíðin hjá Kevin Costner og var um 1990 þegar hann fékk óskarsverð- laun sem framleiðandi og leikstjóri myndarinnar Dansar við úlfa. Alls fékk myndin, sem verið hafði hugarfóstur Costners, sjö óskarsverðlaun. Þá var hann kominn á stall eftir að hafa leikið i vinsælum myndum á borð við JFK, „The Untouchables", „Bull Durham”, „No Way Out“, „American Flyers", „Field of Dreams" og „Revenge", auk þeirra sem fyrr er getið. Tin Cup hafa þess vegna margir tal- ið síðasta tækifæri Costners til að varð- veita orðspor sitt sem kvikmynda- stjarna. Og af viðtökum að dæma er ekki tímabært að afskrifa þennan kappa enn. Að duga eða drepast VANDAMÁLIÐ hjá Roy „Tin Cup“ McAvoy er að hann er alltaf að taka sénsa. Ef hann hefði valið öruggu leiðina í lífinu væri hann kannski atvinnumaður í golfí en ekki golfkennari hjá litl- um klúbbi í bænum Salome í vest- urhluta Texas. Ekki skortir hæfí- leikana. Þá væri hann kannski líka með Doreen, sem á ábatasaman skemmtistað í bænum, í staðinn fyrir að vera í hlutastarfí í fyrir- tækinu sem hann stofnaði en klúðraði svo út úr höndunum í fáránlegu veðmáli. Þá þyrfti hann kannski ekki að kyngja sjálfsvirð- ingunni með því að gerast „kaddí“ hjá David Simms, atvinnumanni, sem „Tin Cup“ hefur þekkt og hatast við árum saman. En eins og maðurinn sem þekk- ir hann best, Romeo Posar, segir þá hefur „Tin Cup“ aldrei getað stjómað púkanum inni í sér. Og púkinn tekur völdin þegar Molly Griswold mætti á golfvöllinn til að fá byijenda- kennslu í íþróttinni. „Tin Cup“ ákvað að láta sér ekki nægja að vera bara golfkennari heldur ákvað að taka áhættuna einu sinni enn og verða ástfanginn af þess- ari konu, kærustu erkiandstæð- ingsins David Simms. Til þess að vinna hjarta hennar ætlar Roy „Tin Cup“ McAvoy að setja markið hátt og vinna svo frækinn sigur að hann telur víst að hann uppskeri skilyrðislausa aðdáun konunnar takist plottið. Það eina sem hann þarf að gera til að endurheimta sjálfsvirðing- una, og hjarta konunnar sem kem- ur honum til að stama, er að vinna US Open, erfiðustu atvinnu- mannakeppni sem til er í golfi. Leikstjóri „Tin Cup“ er Ron Shelton, leikstjóri sem er þekkt- astur fyrir að gera íþróttamyndir á borð við Bull Durham, White Men Can’t Jump og Cobb. Shelton er jafnframt höfundur handritsins ásamt John Norville, en þeirfélag- ar hafa lengi spilað golf saman. Bull Durham byggði Shelton á eigin reynslu frá því að hann reyndi fyrir sér sem atvinnumaður i hafnarbolta í neðri deildunum í Bandaríkjunum og „Tin Cup“ byggir einnig ástriðu Sheltons gagnvart golfí. Samvinna þeirra Kevins Costner og Sheltons gaf góða raun í Bull Durham og per- Roy „Tin Cup“ McAvoy er skrifuð með Costner í huga. Karakt- erinn var líkur mann- inum á götunni sem hefur mikla með- fædda hæfíleika en jafnframt sinn djöful að draga; mann í HELSTU hlutverkum í „Tin Cup“ eru Kevin Costn- er, Rene Russo, Cheech Mar- in og Don Johnson. ið á sveifluna hjá leikaranum sagði hann Shelton að þeir skyldu fara að leita að varamanni, ein- hveijum með trúverðuga golf- sveiflu til að sveifla kylfunni í staðinn fyrir leikarann. En það var áður en hann fór að vinna með Costner, sem var fljótur að læra og leikur sjálfur í öllum sen- um eins og Don Johnson, sem er golfari í fyrsta flokki og passar alltaf að forgjöfin sín nái ekki tvejggja stafa tölu. I hlutverki sálfræðingsins Molly Griswold er svo Rene Russo, sem þekkt er úr myndum eins og Get Shorty, Outbreak og In The Line of Fire, Romeo Posar, besti vinur Roy „Tin Cup“ McAvoy, er leikinn af Cheech Marin, úr Cheech and Chong, sem nú leikur í hverri myndinni af annarri, síðast í The Great White Hype og From Dusk To Dawn. Þá er ógetið um það bil 30 at- vinnumanna í golfí sem koma við sögu 5 myndinni, sem eins og gef- ur að skilja gerist m.a. á US Open mótinu víðfræga. Corey Pavin, Craig Stadler, Fred Coup- les, Peter Jacobsen, eru meðal þeirra sem „Tin Cup“ þarf að sigr- ast á til þess að ná takmarki sínu. SVEIFLAN virðist í góðu lagi hjá Kevin Costner

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.