Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ ORRIMOLLER EINARSSON + Orri Möller Ein- 1 arsson var fæddur í Reykjavík 13. mai 1976. Hann lézt 17. október á Gjörgæsludeild Landsspítalans eft- ir rúmlega árs bar- áttu við krabba- mein. Orri var son- ur Súsönnu Jónu Möller, starfs- manns Slippstöðv- arinnar á Akureyri, f. 7. sept. 1943, og Einars Guðnason- ar, viðskiptafræðings í Reykja- vík, f. 13. aprfl 1939. Orri var einkabarn foreldra sinna. For- eldrar Súsönnu J. Möller voru Alfreð Möller, forstjóri á Akur- eyri, f. 30. sept. 1909, d. 10. janúar 1994, og Friðný S. Bald- vinsdóttir Möller, f. 16. október 1918, d. 22. aprfl 1988. Foreldr- ar Einars Guðnasonar voru Guðni Jónsson, prófessor, f. 22. júli 1901, d. 4. mars 1974, og Sigríður H. Einarsdóttir frá Hví grátið þér þanns í gröf hvílir ungan elskuson? Örðug ganga var oftar geymd mörgum mæðudögum. (Jónas Hallgrímsson.) Rúmt ár er nú liðið síðan Orri frændi kom veikur heim úr skóla- ferðalagi frá Portúgal. Þá hóf hann baráttu, sem við flölskylda hans hér sunnan heiða, tókum þátt í eftir mætti. Orri fiuttist komungur til Akureyrar með foreldrum sínum og því höguðu örlögin því svo að sam- skipti okkar við Orra og hans nán- ustu urðu minni en ella hefði orðið. Foreldrar hans skildu þegar Orri var 10 ára gamall og þarf vart að taka fram hve djúp áhrif það hafði á pilt- inn. Samband okkar, föðurfólks hans, varð eðli málsins samkvæmt enn minna eftir skilnað foreldra hans. Við höfðum að sjálfsögðu spumir af Orra. Þar fór tápmikill og kröftugur strákur, sem hafði ákveðn- ar skoðanir á mönnum og málefnum. Þá sjaldan við hittumst var auðvelt að talast við. Hann var svo opinn, jafnvel frakkur, og sagði sína mein- Miðdal, f. 28. ágúst 1910, d. 18. júlí 1979. Orri fluttist kornungur til Ak- ureyrar með for- eldrum sínum og ól þar allan sinn aldur. Þegar Orri lézt var hann á síð- asta námsári í MA. Á yngri árum var Orri virkur félagi í Sundfélaginu Óðni á Akureyri. Hin síð- ari árin starfaði Orri að sumrinu hjá Slippstöðinni á Akureyri en á veturna starfaði hann sem að- stoðarljósameistari þjá Leikfé- lagi Akureyrar. Þá tók Orri virkan þátt í starfi tízkusýning- arfólks á Akureyri. Er hér fátt eitt talið sem hinn ungi maður lét sig skipta á stuttri ævi. Útför Orra Möller Einars- sonar fer fram frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 28. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. ingu umbúðalaust um allt milli him- ins og jarðar. Veikindi Orra frænda urðu svo til þess að við kynntumst honum æ betur eftir þvi sem dvöl hans lengd- ist sunnan heiða vegna dvalar hans hér til lækninga á meinum sínum. Orri og móðir hans bjuggu hjá okkur milli meðferða og urðu strax hluti af flölskyldunni. Lífsvilji hans og hugrekki var okkur undrunarefni og vakti ómælda aðdáun okkar á drengnum, sem sýndi okkur hveijum mannkostum hann var búinn undir kringumstæðum, sem urðu æ erfíð- ari eftir því sem sjúkdómurinn tók hann meiri heljartökum. Við Hjördís og synir okkar, sem nutum samvista við Orra þessa síð- ustu mánuði munum aldrei gleyma æðruleysinu, sem einkenndi alla framkomu hans. Skopskyn hans hef- ur eflaust hjálpað honum þegar þrek og útlit hans urðu tilefni til athuga- semda af hans hálfu. Aldrei fann maður til biturleika yfir napurlegum örlögum hjá honum. Hann spurði um sjúkdóm sinn í þaula, þá sem önnuð- ust hann. Hann vissi að hveiju dró og Iét sem ekkert væri. Við hin gát- um ekki annað en undrast sálarstyrk hans. SigríAur Arinbjarnardóttir, Einar Jónsson, Dóra Arinbjarnardóttir, Sigurður Gestsson, Bára Rogers, Edmund Rogers, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Jóhann H. Haraldsson, Svanhvrt Jóhannssdóttir, Þorsteinn G. Gunnarsson, Lára Jóhannsdóttir, GuAmundur Þór NorAdahl, Haraldur Jóhannsson, Snævar Þór, Lilja og Ari Gunnar. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SALÓME VETURLIÐADÓTTIR, Köldukinn S, HafnarfirAi, sem lést á St. Jósefsspítala Hafnarfirði 17. október, verður jarðsungin frá Hafn- arfjarðarkirkju 29. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent ó líknarfélög. Ástkær eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERLA ELÍNBORG SIGU RÐARDÓTTIR Frostaskjóli 51, Reykjavik, lést í Landspítalanum 18. október síð- astliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarsjóð Vífilsstaðaspítala. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Vífilsstaðaspítala, Reykjalundar og deildar 11A á Landspítalanum. Fólk kann að spyrja: Hversvegna er verið að bera slíka harmsögu á torg? Vegna þess að við, sem eftir lifum hljótum að velta fyrir okkur fjölmörgum trúarlegum spumingum þegar tvítugur maður fellur frá í blóma lífsins. Sú lífsreynsla, sem fylgir því að fylgjast með slíkri bar- áttu ungs manns, leiðir hugann að öllum þeim fjölmörgu, sem leggja ómetanlega vinnu í að Iíkna hinum sjúka. Læknar og hjúkrunarfólk á deild 11E á Landsspítala, sjúkrahús- presturinn, sálfræðingar og allir aðr- ir, sem málinu tengdust eru í huga okkar slíkt úrvalsfólk, að erfítt er að skilja það þrek, sem þetta fólk hefir til að bera. Við hjónin gleymum aldrei þeirri nærgætni og mannkær- leika, sem umvafði Orra frænda og aðstandendur hans við dánarbeð hans undir miðnættið þann 17. októ- ber og bænastundinni, sem hinn óþreytandi sjúkrahúsprestur stýrði eftir andlát Orra á gjörgæsludeild Landsspítalans. Slíkt verður seint fullþakkað. Elsku Súsanna og Einar! Við íjöl- skyldan biðjum góðan Guð um að styrkja ykkur í sorg ykkar. Vonandi eru minningar ykkar um Orra megn- ugar þess að deyfa sorgina við frá- fall hans. Guð gefi ykkur styrkinn, sem sonur ykkar hafði allt til hins síðasta. Ef við þekkjum Orra frænda rétt vill hann að þið minnist sín sem hins unga, hrausta og ljóshærða manns, sem allir vegir voru færir. Hjördís, Bergur og börn. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni Ufir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfír. (Hannes Pétursson) Þegar við ættmenni Orra frænda kveðjum hann, sem varð illvígu krabbameini að bráð aðeins tvítugur að aldri, skulum við hafa þessi orð skáldsins að leiðarljósi og huggun. Við skulum vera himnamir yfir hon- um og leitast við að gleyma ekki, heldur muna eftir öllu því sem hvert og eitt okkar geymir í hugskoti sínu um Orra. Þær minningar rista dýpst og eru dýrastar hjá foreldrum hans, Einari bróður mínum og Súsönnu sem verða að horfast í augu við þau grimmu örlög að einkabam þeirra er horfið úr þessari jarðvist fyrir fullt og allt. Hjá þeim verða himnam- ir bjartastir og víðastir. Við föðurfólkið hans áttum því miður svo allt of stutta samleið með honum, og hana mest síðasta árið þegar sjúkdómurinn krafðist þess að Orri dveldi í Reykjavík íjarri heima- högunum á Akureyri, móðurfjöl- skyldu og sínu stóra vinaliði. Þá sýndi Orri af sér hugrekki og æðmleysi sem enginn á von á hjá svo ungum manni. Það var ekki aðeins að hann léti ýmislegt flakka við hjúkmnar- fólkið sitt sem létti andrúmsloftið í kringum þjáningar hans. Hann talaði líka um sjúkdóm sinn og dauðann af alvöm og horfðist í augu við að hann myndi ekki hafa sigur í barátt- unni. Það verður mér og heimilisfólk- inu ógleymanlegt þegar hann var í heimsókn hjá okkur með móður sinni snemma á síðastliðnu sumri og ræddi um það eins og ekkert væri eðlilegra að hann teldi nú ekki að dauðinn yrði svo mjög erfiður fyrir sig sjálfan og bætti svo við: „En það verður kannski verra fyrir þá sem em eft- ir,“ og brosti kankvís, næstum striðn- islega, til mömmu sinnar. Sem betur fer átti Orri oft góðar stundir á milli þess sem hann var í læknismeðferðinni og hann naut þeirra ekki síst þegar hann fór út að borða, klæddur eins og greifi. Þessar minningar eiga þau sem fylgdu honum á slíkum gleðistund- um. Ég veit líka að pabbi hans eign- aðist dýrmætar stundir með honum á heimili Bergs bróður okkar og Hjör- dísar mágkonu minnar, en þau hlúðu að honum síðustu mánuðina eins og Orri væri einn sonanna á heimilinu. Þeir feðgar höfðu ekki verið mörgum stundum saman síðasta áratuginn, en í sumar gafst þeim tóm til að endurnýja kynnin og tengjast sterk- um böndum á nýjan leik. Þessi tími á eftir að ylja Einari um ókomin ár og bæta í himin minninganna þar sem Orri lifir. Elsku Einar og Sússý. Ég veit að þessi orð eru fátækleg frammi fyrir sorg ykkar og söknuði, en ég bið þess að Guð að gefi ykkur styrk, að Orri lifi í hjarta ykkar og minni. Jónlna Margrét Guðnadóttir. Með þessum fáu orðum kveðjum við þig, kæri frændi. Minningamar streyma um hugann, allt frá því þú varst lítill og til stundanna sem við höfum átt saman undanfama mán- uði. Þessir mánuðir voru þér erfiðir, miklar sjúkrahúslegur, hér á Akur- eyri, í Reykjavík og einnig í Stokk- hólmi. Þú varst þó alltaf jákvæður og ákveðinn í að sigrast á sjúkdómi þínum. Þú áttir þér markmið og svo marga drauma, sem áttu eftir að rætast, þegar þú varst tekinn frá okkur. Þú hugsaðir vel um foreldra þína. Þó að þú værir mikið veikur þá vildir þú að við færum rúnt á bflasöl- umar til að athuga hvort þú sæir ekki betri bfl fyrir mömmu þína. í Svíþjóð í sumar varstu ákveðinn í að kaupa skó handa pabba þínum. Við fórum í bæinn en þurftum að fara strax aftur án þess að kaupa skóna því þú varst orðinn svo þreyttur. Undanfama mánuði höfum við mikið talað saman og þú hefur leyft okkur að deila svo mörgu með þér og emm við þakklát fyrir það. Það er ekki nema rúmur mánuður síðan þú varst hér á Akureyri í nokkra daga. Það var alveg sama hvenær komið var í heimsókn, það var ailtaf fullt hús, þó þú værir slapp- ur og svæfir þá sátu vinir þínir hjá þér allan daginn. Engan gmnaði þá að aðeins einn mánuður væri eftir af jarðvist þinni. Við vomm alltaf viss um að þú mundir sigrast á sjúkdómnum en þér hefur verið ætlað annað og meira hlutverk á öðmm stað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Á morgun kveðjum við þig hinstu kveðju, elsku Orri, en minningamar um þig munu lifa. Elsku Sússí og Einar, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni og hjálpa ykkur að komast í gegnum erfiðan tíma. Góður Guð geymi drenginn ykkar. Eygló, Gígja, Teitur og Qölskyldur. Undanfarið hálft annað ár höfum við nemendur og kennarar Mennta- skólans á Akureyri fylgst með harðri baráttu ungs manns fyrir lífi sínu. Með einstöku æðraleysi hefur hann mætt hveiju áfallinu á fætur öðm og alla tíð gerði hann sér grein fyrir að bmgðið gat til beggja vona. Nú er þessari hörðu baráttu lokið og við horfum á eftir gáfuðum hæfíleika- manni með söknuði. Orri Möller var eina bam Súsönnu Möller frá Akureyri og Einars Guðnasonar frá Reykjavík. Hann var því kominn af kjammiklu dugnaðar- fólki í báðar ættir. Orri Möller hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri haustið 1992 og hefði átt að ljúka stúdentsprófi frá skólanum á liðnu vori. í utanlandsferð nemenda skól- ans í fyrrahaust veiktist Orri og lagð- ist á sjúkrahús í Reykjavík þegar heim kom og greindist þá með illkynj- aðan sjúkdóm. En lífsvilji hans var mikill og æðraleysi hans einstakt. í fyrravetur sótti hann skóla eftir því sem hann megnaði en ljóst var að hann tefðist við nám sitt vegna sjúk- dóms síns. Öll vonuðum við þó að unnt yrði að vinna bug á vágestinum, en von okkar brást. Snemmsumars fór Orri til Svíþjóðar til þess að reyna að drepa vágestinn en undir haust var ljóst að hetjuleg barátta hans var töpuð. Ekki dugir að spyija hvers vegna, því að það fæst ekkert svar, enda em vegir guðs órannsakanlegir og máttur okkar dauðlegra manna svo lítill, svo lítill og skilningur enn minni, enda þótt við þylg'ust vita og neitum stundum að viðurkenna að gátur hins mikla lífs verða aldrei ráðnar. En minningin um góðan dreng í blóma lífsins lifir með okkur sem þekktum Orra Einarsson Möller. Nemendur, kennarar og starfs- menn Menntaskólans á Akureyri senda móður og föður dýpstu og inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Orra Einars- sonar Möller og megi almáttugur Guð vera okkur náðugur. Tryggvi Gíslason. Það var erfitt og sárt að heyra að Orri frændi okkar væri farinn frá okkur. Við lifðum í þeirri von að hann fengi að vera með okkur leng- ur. Hann sem var alltaf svo hress og skemmtilegur. Þegar við systkina- börnin hittumst og skemmtum okkur saman var Orri hrókur alls fagnað- ar. Hans verður sárt saknað úr hópn- um okkar. Kæri Orri, minning þín er ljós í lífi okkar. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hröðum nú hverfí ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar masdda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Elsku Sússý og Einar, sorg ykk- ar er mikil en minningin um ljúfan dreng lifir. Þín frændsystkini, Helga, Halla, Friðný, Arna, Alfreð og fjölskyldur. Elsku Orri. Það var sárt að heyra að þú vær- ir farinn eftir hetjulega baráttu við þennan illviga sjúkdóm. Þú sem varst alltaf svo hress og kátur á meðal okkar skilur eftir stórt skarð í hópn- um. Við viljum þakka þér fyrir tím- ann sem við áttum með þér. „Þú leitar að leyndardómi dauð- ans. En hvemig ættir þú að finna hann ef þú leitar hans ekki í æðaslög- um lífsins? Uglan, sem sér í myrkri, en blindast af dagsbirtunni, ræður ekki gátu ljóssins." (Úr Spámanninum) Minning þín mun lifa með okkur. Við vottum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Kveðja, Bekkjarsystkini úr MA 1993-1995. Óréttlæti. Það var það fyrsta sem kom upp í huga minn þegar ég frétti af veikindum þínum. Ég skil ekki hvers vegna þú hlaust þetta hlut- skipti. Það mun ég aldrei skilja. Ég þarf ekki að riíja upp allar þær stund- ir sem við áttum saman á Akureyri fyrir mörgum áram. Þó minnist ég sérstaklega fótboltaleikja á lóðinni framan við Einilundinn. Þú varst allt- af svo hraustur og sterkur og vildir alltaf vera lengur úti en mömmur okkar sögðu til um. Lífskrafturinn var svo mikill; sterkbyggður, ljós yfirlitum, nieð roða f kinnum eftir leikina og síðast en ekki síst góður vinur og félagi. Manstu þegar ég var að leiða þig í gegnum fmmskóga garðanna og sýna þér allskyns skúmaskot þar sem var gaman að leika sér? Ég man líka eftir því þeg- ar pabbi þinn kom frá útlöndum með allskyns sælgæti sem var ekki fáan- legt hér heima. Aldrei sást þú eftir því að deila með vinum þínum og einmitt það segir svo margt um þig. Þú varst svo góður drengur. Mér finnst vera svo margt sem ég þarf að segja þér, en nú þegar þú ert kominn á annan og betri stað em þau orð ef til vill léttvæg. En Orri minn, við hittumst bara seinna og þá leiðir þú mig um staðinn sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.