Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sviptingar hjá sýningarsölum á höfuðborgarsvæðinu Tveir leggja upp laupana en einn tekur til starfa Morgunblaðið/Þorkell RAGNA Róbertsdóttir myndlistarkona fyrir framan Tehúsið í Hlaðvarpanum, nýjasta sýningarsal landsins. TVEIR sýningarsalir á höfuðborg- arsvæðinu, Gallerí Greip og Við Hamarinn, eru í þann mund að leggja upp laupana vegna örðug- leika í rekstri. Á sama tíma er nýtt myndlistarhús Hlaðvarpans, Tehús, að hefja starfsemi sína. Tinna Gunnarsdóttir sem rekið hefur Gallerí Greip á Hverfisgötu undanfarin þijú ár segir einkum tvær ástæður fyrir því að hún hyggist nú láta staðar numið. Annars vegar hafi reksturinn alla tíð verið þungur í skauti - hún hafí til að mynda aldrei fengið styrk frá menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar, þrátt fyrir ít- rekaðar umsóknir. „Eg hef einfald- lega ekki nógu mikið fé milli handa til að halda starfseminni áfram.“ Hins vegar sé hún á leið utan til framhaldsnáms í hönnun. Tinna segir að frá sínum bæjar- dyrum séð sé ekki mikil eftirsjá í Gallerí Greip enda sé erfitt að reka sýningarsal við núverandi skilyrði. „Eg er einfaldlega að losna undan kvöð.“ Margir mynd- listarmenn, einkum af yngri kyn- slóðinni, kunni hins vegar að harma þessar málalyktir, þar sem Gallerí Greip hafi jafnan kostað kapps um að gera þeim hátt und- ir höfði. Tinna útilokar hins vegar ekki að hún muni taka upp þráð- inn síðar - til þess þurfi aðstæður hins vegar að breytast. Hún tekur þó fram að hún muni áfram reka Gallerí Barm í félagi við Sigtrygg Baldvinsson. Síðasta einkasýningin stendur nú yfir í Gallerí Greip og er Jó- hann Torfason maðurinn á bak við hana. Síðasta sýningin hefst á hinn bóginn 2. nóvember, þegar allir myndlistarmennirnir sem komið hafa við sögu sýningarsal- arins, alls um 130 talsins, taka saman höndum í „eins konar minningarathöfn", svo sem Tinna kemst að orði. Lýkur henni 17. nóvember og „þar með er þetta alveg búið“. Erfitt að reka sýningarsal Sigríður Ólafsdóttir annar for- svarsmanna sýningarsalarins Við Hamarinn í Hafnarfirði segir að hann hverfí nú af sjónarsviðinu þar sem samningur við Hafnar- Qarðarbæ, sem útvegað hefur hús- næðið, sé að renna út og ekki virð- ist vera áhugi á að framlengja hann af hálfu bæjaryfirvalda. Von- ar hún hins vegar að myndlistar- skólinn sem rekinn hefur verið í sömu húsakynnum verði starf- ræktur áfram. Sigríður segir að Við Hamarinn hafí verið rekinn af hugsjón og einbeitt sér að því að koma ungum myndlistarmönnum á framfæri. „Það er erfítt að reka sýningarsal og þótt við höfum haft húsnæðið, sem er frábært, þá þurftum við á meiri stuðningi að halda. Ætli það sé ekki einfaldast að lýsa þessu með þeim hætti að við séum orðin bensínlaus." Hafnarfjarðarbær hefur að mati Sigríðar ekki sýnt Við Hamarinn mikinn áhuga en bærinn rekur Hafnarborg, auk þess sem Sigríður segir að hann styrki Listhús 39 og Straum. „Sennileg þykir þeim þetta nóg - okkur sé hreinlega ofaukið." Sigríður segir ólíklegt að þau Birgir Snæbjörn Birgisson, sem rekið hefur Við Hamarinn með henni, séu alfarin af vettvangi gallerísins. „Við höfum öðlast dýr- mæta reynslu og ef ég þekki okk- ur rétt munum við dúkka upp aft- ur þegar næsta tækifæri býðst, hvar sem það verður. Það þýðir ekkert að gefast upp.“ Síðasta sýningin í sýningarsaln- um Við Hamarinn samanstendur af verkum Helga Hjaltalíns Ey- jólfssonar og Gunnars Straum- lands. Lýkur henni 3. nóvember Ekkert óviðkomandi Á sama tíma og ofangreindir sýningarsalir eru að ganga úr skaftinu er myndlistarhús Hlað- varpans, Tehúsið, að taka til starfa. Var það vígt á fimmtudag- inn með samnefndri sýningu Rögnu Róbertsdóttur. Segir Ása Richardsdóttir framkvæmdastjóri Tehússins að starfsemin leggist ákaflega vel í aðstandendur Hlað- varpans sem njóti þess að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. „Við segjum oft hér að ekkert sé okkur óviðkomandi og nú ætlum við að láta myndlistina til okkar taka.“ Ása segir að fjölmargir mynd- listarmenn hafí lokið lofsorði á Tehúsið, sem stendur í garði Hlað- varpans að Vesturgötu 3, og sagt það sniðið að þörfum myndlistar- innar. Er Tehúsið jafnframt minnsta myndlistarhús landsins, eða 15 fermetrar. Verða sýningar þar opnar einu sinni í viku, á laugardögum milli kl. 14 og 17, en þess á milli gefst fólki kostur á að virða þær fyrir sér inn um glugga Tehússins. „Það verður alltaf ljós í galleríinu." Svart/hvít furðuveröld umboðin geti boðið það gott verð að enginn hvati sé til innflutnings. „Menn hafa þó verið að flytja inn dýrari jeppa af þessum gerðum frá Þýskalandi og Explorer og Che- rokee frá Bandaríkjunum og Kanada. Menn voru að selja þá nýja á 4-500 þúsiind kr. lægra verði en umboðin. Ég er því sann- færður um að verð á nýjum bílum frá umboðunum hefur einnig lækkað vegna innflutningsins," segir Jón. Ingimar hefur flutt sjálfur inn um 10 bíla á vegum síns fyrirtæk- is. Hann segir að í einhveijum til- fellum hafí aukinn innflutningur á notuðum bílum leitt til verðlækk- ana en sú lækkun sé ekki almenn ennþá. „Það varð verðlækkun þeg- ar vörugjaldsbreytingin gekk í gegn því það er alltaf miðað við verð á nýjum bílum. Mér sýnist hins vegar vera komin stífla í sölu á öllum þessum innfluttu bílum sem gerir það e.t.v. að verkum að á næstu mánuðum lækki verðið eitthvað. Það er gríðarlegt magn til af jeppum i landinu. Samt eykst jeppasalan örugglega aftur þegar líður á haustið," sagði Ingimar. ----------♦♦ ♦---- Reglugerð vegna innflutn- ings VIÐ tollafgreiðslu verður inn- flytjandi bíls að tilgreina toll- verð bílsins og færa inn á aðflutn- ingsskýrslu. Hann verður einnig að afhenda tollstjóra frum- eða samrit af vörureikningi. Tollverð bílsins er það verð sem raunverulega er greitt fyrir hann, þ.e. kaupverð úti auk flutnings- gjalds, aukakostnaðar og vátrygg- ingar í flutningi. Við tollafgreiðslu ber tollstjóri viðskiptaverð bílsins eins og það kemur fram í aðflutn- ingsskýrslu eða fylgiskjölum sam- an við viðmiðunarverð ökutækja af sömu tegund, undirtegund og árgerð í því landi sem bfllinn var keyptur. Tollstjóri athugar hvort viðskiptaverðið sé óeðlilega lágt miðað við ástand bflsins, innflutn- ingsverð sams konar bíls sem hef- ur verið fluttur til landsins á sama tíma eða markaðsverð sambæri- legs bfls erlendis. Skýringa leitað á óeðlilegum frávikum Starfsmenn tollstjóraembætt- anna hafa undir höndum skrár frá viðurkenndum aðilum erlendis sem Ríkistollstjóri hefur aflað. Þar er skráð verð á bílum, bæði innkaups- verð og útsöluverð. Komi fram óeðlileg frávik í verði innfluttra bíla frá viðmiðunarskránni er skýr- inga á því leitað. Frávik frá verðum í skránum er þó meira ef bílar eru keyptir á lokuðum uppboðum þar sem verð er lægra en markaðsverð- ið er. Hafi tollstjóri réttmæta ástæðu til að draga í efa sannleiksgildi upplýsinga sem fram koma í að- flutningsskýrslu eða fylgiskjölum um viðskiptaverð bíls getur hann krafið innflytjanda um nánari skýringar eða gögn til sönnunar því að viðskiptaverðið sé réttilega tilgreint í gögnunum. Dugi skýr- ingar innflytjanda ekki hafnar toll- stjóri viðskiptaverðinu og ákvarðar nýtt á grundvelli viðskiptaverðs sams konar bfls eða samkvæmt 21. grein reglugerðar um tollverð og tollverðsákvörðun. Samþykki innflytjandi ekki ákvörðun toll- stjóra getur hann greitt gjöldin með fyrirvara og áfrýjað ákvörðun- inni. Fer málið þá fyrir ríkistolla- nefnd sem endanlegur úrskurðar- aðili i málinu. KVIKMYNPIR Iláskólabíó DAUÐUR ★ ★ >/2 LEIKSTJÓRINN og handritshöf- undurinn Jim Jarmusch, sem eignast hefur stóran hóp aðdáenda í öllum heimshomum fyrir sínar persónulegu gálgahúmorsmyndir, leggur undir sig nýtt land og tíma í Dauður. Will- iam Blake (Johnny Depp) heldur á endastöð járnbrautanna í hinu villta vestri á ofanverðri síðustu öld, smá- bæjarins Machine. Eftir að hafa ver- ið svikinn um vinnu verður Blake óviljandi mannsbani, fé er sett til höfuðs honum og fyrr en varir er þessi fyrrum friðsæli bókari orðinn byssubófí og manndrápari. Honum til fulltingis á einskismannslandi eft- irlýstra og mannaveiðara er indján- inn Nobody (Gary Farmer). Villta vestrið var aldrei þessu líkt í myndunum hans Johns Wayne, svo mikið er víst. Nú erum við stödd í svart/hvítu umhverfi, listilega teknu af Robby Mueller (sem gerir jafnvel enn betri hluti í annarri hátíðar- mynd, Brimbrot), hráslagalegu og skjóllausu. Til að undirstrika það enn betur slær meistari Neil Young sína rafmögnuðu gítarstrengi, en mætti gjarnan senda frá sér fleiri tóna. Sama gildir um Jarmusch. Dauður er oft á tíðum veisla fyrir auga og eyra, en langdregin í sínum eintóna stíl og skammt á milli subbulegs of- beldis og gráglettninnar sem jafnan hefur berið vörumerki Ieikstjórans. Myndin er prýdd mislitum og for- vitnilegum leikhóp sem lífgar óneit- anlega uppá hlutina. Depp er á kunn- uglegum slóðum sem bókarinn sem flýtur að sínum feigðarósi - í orðsins fyllstu merkingu, Gary Farmer er óborganlegur sem Nobody, Iggy Pop, Lance Henriksen, John Hurt og Crispin Glover eru litríkt krydd í þessa svart/hvítu furðuveröld. Iláskólabíó TVÆR ÁSTFANGNAR STÚLKUR ★ ★ BEKKJARSYSTURNAR Randy (Laurel Holloman) og Evie (Nicole Parker) virðast eiga fátt sameigin- legt. Randy elst upp við kröpp kjör hjá lesbískri frænku og ástkonum hennar, vinnur sér inn vasapening á bensínstöð, geysist um á hjólaskaut- um, er hornreka í skólanum þar sem fer óorð af henni, sækist illa námið, hlustar á rokk. Evie er hinsvegar af efnuðu menntafólki, ekur um á Range Rover, er vinsæl og fögur, hlustar á Vivaldi. Stelpurnar verða þó ástfangnar upp fyrir haus, hvor af annarri, vel að merkja. Efnisþráðurinn er þekktur úr tug- um unglingamynda, munurinn sá að hér eru aðalpersónurnar samkyn- hneigðar, það er tímanna tákn og nánast það eina sem gerir þessa smámynd áhugaverða. Það er því skaði að leikkonunum ungu tekst ekki að tendra trúverðugt samband þeirra á milli og þar með er botninn suður í Borgarfirði. Leikstjórinn, Maria Maggetti, er blankur og óreyndur og það leynir sér því miður ekki. Myndin virðist vera að sigla í strand undir lokin en þá bjargar húmoristinn Maggetti málunum fyrir horn með því að snúa lokakaflanum uppí farsa þar sem allir koma við sögu. Það lukkast prýðilega svo út- koman er óvenjuleg, oft lagleg smá- mynd þar sem nokkrir aukaleikarar setja skemmtilegt mark á myndina. Sæbjörn Valdimarsson Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Undir huliðshjálmi - Sagan afBenedikt eftir Dóru S. Bjarnason. Þetta er sönn saga af móður og syni, þeim Dóru og Benedikt og lífshlaupi þeirra um fimmt- án ára skeið. „Sonurinn er að vísu enginn venju- legur drengur því hann er mikið fatl- aður, bæði and- lega og líkamlega. Móðirin er sann- færð um að fatl- aðir eigi heima með ófötluðum í leik og starfi en ekki ósýnilegir undir hulishjálmi í sérstökum heimi og er reiðubúin að leggja ýmislegt á sig fyrir þá sannfæringu," segir í kynningu. Bókin segir bæði frá skini og skúrum í lífi þeirra mæðgina hér heima og frá ferðum þeirra vítt og breitt um heiminn. „Þessi saga er í sjálfu sér háalvarleg en hún er skrifuð af miklu fjöri og kímni,“ segir ennfremur. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 200 bls. með 50 Ijósmynd- um. Kápan er unnin hjá Fíton en bókin er prentuð í Svíþjóð. Verð kr. 2.980 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.