Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 18
HRAÐLEST eins og tengja mun nýjan flugvöll í Gardermoen í Noregi og Osló. Hugmyndir um hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar Kostnaður gæti orðið tugir millj- arða króna Hugmyndin um hraðlest milli Reylqavíkur og Keflavíkurflugvallar hefur komið til um- ræðu á nýjan leik í tengslum við yfírlýsingu samgönguráðherra um að ráðist verði í end- urbyggingu Reykjavíkurflugvallar á næstu þremur árum. UÐRÚN Ágústsdóttir, forseti borgarstjómar, hefur lýst því yfir að tómt mál sé að tala um að flytja Reykjavíkurflugvöll fyrr en komin sé hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, en þá væri hægt að flytja innanlandsflugið þangað. Guðrún sagði í samtali við Morg- unblaðið að fróðlegt væri ef gerð yrði könnun t.d. á vegum Reykja- víkurborgar, samgönguráðuneytis- ins og Reykjanesbæjar á því hver kostnaður væri við að tengja Reykjavík og Keflavíkurflugvöll með hraðlest, en Reykjavíkurborg hefði hins vegar ekki tekið neina ákvörðun í þessu sambandi. „Það er hins vegar fróðlegt að gera kannanir á umhverfisvænum ferðamáta hér á íslandi, og þá er ég að tala um sporvagna, lestar, einteinunga og allt mögulegt,“ sagði Guðrún. „Við þurfum að fylgj- ast með nýjungum á öllum sviðum og þessar tegundir samgangna þykja sjálfsagðar alls staðar í ná- grannalöndunum. Þetta kann að vera framtíðin en nú er verið að tala um að fara í endurbyggingu á Reykjavíkurflugvelli, og það verður gert samkvæmt yfirlýsingu sam- gönguráðherra. Það verður farið í það á næstu þremur árum og við fögnum því.“ Sjálfsagt að kanna kostnaðinn Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hefur bent á að miðað við reynslu- tölur frá Finnlandi mætti gera ráð fyrir að stofnkostnaður við hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur- flugvallar yrði 20-30 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að áætlaður kostnaður við tvöföldun Reykjanesbrautar er um 1,3 millj- arður króna. Um brautina fara á hveiju ári um tvær milljónir bíla og um fimm milljónir manna. Þorgeir sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði nýlega feng- ið fregnir af því að hraðlest sem tengja á nýjan flugvöll í Gardermo- en og Osló myndi kosta um 72 milljarða íslenskra króna, en flug- völlur sem verið er að byggja upp í Gardermoen á að taka við af Fornebuflugvelli sem verður lokað 1998. Vegalengdin milli Gardermo- en og Osló er 48 km og á hraðlest- in að fara á 19 mínútum þessa vegalengd. Þá væri einnig verið að byggja hraðlest í Sviþjóð á milli flugvallarins í Arlanda og Stokk- hólms, en Þorgeir sagði að sér væri ekki kunnugt um hver kostn- aðurinn við það væri. „Umferðin um Fornebu er um 10 milljónir farþegar á ári, en það eru tífalt meiri flutningar heldur en eru um Keflavíkurflugvöll. Þar með er umferðin um Fornebu kom- in í hámark og flugvöllurinn getur ekki tekið við meiri umferð. í fyrsta áfanga verða afköst þessa nýja flugvallar við Gardermoen 15-16 milljónir farþegar á ári, og í fram- tíðinni verður hægt að auka afköst- in upp í 30 milljónir farþega á ári. Stærðargráðumar þama em því svolítið aðrar en hér á landi,“ sagði Þorgeir. Hann sagðist telja sjálfsagt að kanna hver kostnaðurinn yrði við að koma upp hraðlest milli Reykja- víkur og Keflavíkurflugvallar, en hins vegar teldi hann að ekki þyrfti að fara út í ýtarlega könnun vegna þess að kostnaðurinn við hvern km væri orðin mjög þekktur t.d. annars staðar á Norðuriöndum. „Ef við emm að tala um eitthvað sem er á stærðargráðunni 20-30 milljarðar króna þá þurfum við hins vegar ekki mikið að horfa á þetta. Við emm að tala um framkvæmdir við endurbyggingu á Reykjavíkur- flugvelli sem kannski er innan við 1,3 milljarðar, og við vitum að bygging á nýjum flugvelli í Kapellu- hrauni sem gæti tekið að sér innan- landsflugið myndi kosta kannski 5,5-6 milljarða. Samanburður á þessum fjárfestingum hlýtur því augljóslega að vera hagstæður Reykjavíkurflugvelli,“ sagði Þor- geir. Ein könnun verið gerð Eina könnunin sem gerð hefur verið á því að koma upp hraðlestar- kerfi milli Reykjavíkur og Keflavík- urflugvallar er arðsemismat sem fjórir nemar í vélaverkfræði við Háskóla íslands, þeir Guðjón Ás- mundsson, Pétur Örn Richter, Reynir Leví Guðmundsson og Sveinn Stefán Hannesson, unnu í fyrra fyrir Nýsköpunarsjóð náms- manna. í arðsemismatinu reyndu þeir að meta þá fjárfestingu sem stofna þyrfti til, farþegaspá var unnin og rekstrarkostnaður metinn. Samkvæmt arðsemismatinu yrði heildarkostnaður við lagningu lest- arteina og rekstur lestarkerfis um 7,3 milljarðar króna, og þar af myndi lagning lestarteina ásamt fylgihlutum kosta 5,09 milljarða og heildarfjárfesting í rafmagnslestum og vögnum yrði um tveir milljarð- ar. Gert er ráð fyrir að kostnaður við byggingu endastöðva í Mjódd og við Leifsstöð, einni stoppistöð í Hafnarfírði og viðhaldsskála yrði samtals 215 milljónir króna og ann- ar stofnkostnaður 70 milljónir. Hvað rekstrarkostnað lestarkerf- isins varðar þá er í arðsemismatinu gert ráð fyrir að kostnaður við við- hald á teinum yrði 140 milljónir króna á ári, heildarkostnaður vegna rafmagns yrði 77 milljónir, launa- kostnaður 117 milljónir, trygginga- kostnaður 40 milljónir og annar rekstrarkostnaður 19 milljónir króna. I verkefninu var ekki gert ráð fyrir að Reykjavíkurflugvöllur yrði lagður niður og benda höfundar arðsemismatsins á að ef það yrði gert og innanlandsflugið flutt til Keflavíkurflugvallar myndi umferð um Reykjanesbraut aukast til muna frá því sem nú er og allar forsend- ur arðsemismatsins gjörbreytast. I matinu er miðað við að farnar yrðu fjórar ferðir á klukkustund, tvær frá Reykjavík og tvær frá Keflavík- urflugvelli, og heildartími hverrar ferðar áætlaður 25-30 mínútur. Gert var ráð fyrir að um 40% þeirra farþega sem færu um Reykjanes- brautina myndu notfæra sér lestina og hlutdeild hennar í vöruflutning- um yrði 40% og hlutdeild í olíuflutn- ingum 30%. Miðað var við að far- gjald í lestina yrði 700 kr., vöru- flutningur kostaði 3.550 kr. á tonn- ið og verð á olíuflutningum yrði tvær krónur á hvern lítra. Með þeim forsendum sem höf- undar arðsemismatsins gefa sér komast þeir að þeirri niðurstöðu að fjárfesting af þessu tagi geti borið sig, en benda á að áhættan af fjár- festingunni sé mjög mikil og arð- semin lítil. í I I » f)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.