Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 11 FRÁ bílamarkaði í Halifax. Á bflauppboði í Halifax EINN viðmælandi Morgunblaðsins, sem nýlega keypti bíl í Halifax í Kanada, segist hafa feng- ið lista yfir bílasala hjá kanadíska ræðismannin- um á íslandi. Fyrsta skrefið til þess að kaupa bíl á uppboði þar í landi er að komast í sam- band við bílasala sem hefur leyfi til þess að kaupa bíla á slíkum uppboðum þar sem viður- kennt er að bílverð er lægra en á almennum bílasölum. Hann hélt síðan utan og komst í persónuleg kynni við bílasalann. Sá hefur selt marga bíla til íslenskra kaupenda en einnig til Danmerkur og Kúbu. Þóknun á bilinu 50-170 þúsund kr. Uppboðið er haldið á þriðjudögum í stórum sal sem er opinn I báða enda og er bílunum ekið í gegnum salinn eftir tveimur akreinum, eldri bílunum eftir annarri en nýrri eftir hinni. Fast lágmarksverð er á bílunum en síðan er boðið í þá og sá bílasalinn um að bjóða í þann bíl sem viðmælandi Morgunblaðsins á endanum keypti. Milliliðurinn sér um að ganga frá öllum pappírum vegna bílakaupanna og er hinn form- legi bílkaupandi. Hann sér einnig um að koma bílnum í skip og senda hann til íslands. Yfir- leitt staðgreiðir innflytjandinn bílinn áður en hann fer í skip og þóknun milliliðsins greidd inn á reikning hans. Þóknunin sem viðmælandi Morgunblaðsins greiddi sínum millilið var 1.000 Dagsetning Staða Dagsetning Staða Munur Ein. Munur% 09.96 42.387 11.07.96 109.121 66.732 mílur 39% 09.96 23.354 31.07.96 ? mílur* 09.96 49.225 31.07.96 145.854 96.629 mílur 34% 09.96 35.833 30.07.96 85.628 49.795 mílur 42% 09.96 12.594 23.07.96 34.501 21.907 mílur 37% 09.96 43.868 31.07.96 ? mflur* 09.96 39.487 30.07.96 132.654 93.167 mílur** 30% 24.09.96 20.979 25.06.96 27.927 6.948 mílur 75% 09.96 60.855 01.08.96 145.546 84.691 mílur 42% 24.09.96 25.581 30.07.96 88.956 63.375 mílur 29% 09.96 44.371 10.06.96 125.409 81.308 mílur 35% 09.96 15.175 31.07.96 74.287 59.112 mílur 20% * Staða mælis er ógreinileg á gögnum eða gögn vantar. ** Mælir nær bara í 99.999 svo að sennilega er talan sem hann sýnir rétt að viðbættum 100 þús. mílum. Ökumælum breytt NOKKUR mál hafa risið vegna þess að akstursmælum á innfluttum bílum hefur verið breytt. Bílar sem fluttir eru inn frá Bandaríkjunum og Kanada eru flestir með svokallað Certificate of Title sem í er skráð kílómetrastaða á akstursmæli. Dæmi eru um að akstursmælar hafi verið færðir upp svo að bíll sýni meiri akstur en rétt er til þess að réttlæta lágt toilverð og síðan sé þeim breytt á hinn veginn til þess að auka söluverðmæti bílsins hérlendis. í október bárust eftirfarandi gögn um breytingar á akstursmæl- um tíu bíla til Bifreiðaskoðunar íslands. kanadískir dalir, um 50 þúsund ÍSK. Dæmi eru um að þóknunin geti orðið allt að 2.500 banda- ríkjadalir, tæpar 170 þúsund ISK. I sumum tilfellum er lagður svokallaður GST-skattur á bíla sem keyptir eru á uppboðum í Kanada, (good and service tax), sem er 7%. Samkvæmt upplýsingum frá tollayfirvöldum í Kanada fæst hann endurgreiddur til innflytj- anda bílsins svo fremi sem milliliðurinn sjái um að koma bíinum í skip. Enginn skattur er lagð- ur á bíla afkastamikilla milliliða sem eingöngu hafa milligöngu um sölu úr landi. Skipafélagið sem flytur bílinn til íslands sér um að gera tollskýrslu og annast greiðslu opin- berra gjalda af bílnum fyrir innflytjandann. Innflytjandinn þarf síðan að láta forskrá bílinn hjá Bifreiðaskoðun íslands og framvísa farm- skírteini og erlendu skráningarskírteini bílsins og fær bíllinn þá fast númer. Þá er hægt að láta tollafgreiða hann. Eftir tollafgreiðslu er billinn færður til nýskráningar sem kostar 15.325 kr. Oft á tíðum eru fluttir inn bílar sem eru ekki á markaði hérlendis. Sumir segja að þá geti verið vandkvæðum bundið að fá varahluti og þjónustu fyrir þá bíla. Viðmælandi Morgunblaðs- ins lítur ekki á þetta sem vandamál. MiIIiliður hans í Kanada mun útvega honum alla þá vara- hluti sem hann þarfnast með litlum fyrirvara. Dæmi um verð á uppboðs- bílum PPBOÐSMARKAÐIR í Kanada gefa út sérstaka verðlista þar sem lágmarksverð er uppgefið á þeim bílum sem á að bjóða upp. Eftirfarandi bílar eru valdir af handahófi af slíkum lista. Verð miðast við kanadíska dollara en gengi hans var 25. októ- ber tæpar 50 ISK. Þeir sem hafa flutt inn bíla frá Kanada segja að óhætt sé að tvöfalda kaupverðið úti til þess að fá út endanlegt bíl- verð þegar bíllinn er kominn á götuna hérlendis. Þeir segja verð- fall á eins árs gömlum bíl sé allt að þriðjungur frá verði nýs bíls. Á uppboðsmarkaði í Montréal var boðinn upp Dodge Stratus árgerð 1996, fernra dyra, ekinn 32.000 km. Meðal búnaðar er sjálfskipting, vökvastýri og afl- hemlar, útvarp, loftkæling og raf- stýrðar rúðuvindur. Hann seldist á 15.350 kanadíska doilara. Þar var líka boðinn upp Ford Probe árgerð 1990, ekinn 209 þúsund km, búinn sjálfskiptingu, vökva- stýri, aflhemlum og útvarpi. Hann seldist á 2.250 kanadíska dollara. Mercedes-Benz 320 E árgerð 1995, ekinn 24 þúsund km með ríkulegum aukabúnaði seldist á 79.500 dollara. Á uppboði í Ottawa Ford Explorer með sex strokka vél, ár- gerð 1992, ekinn 148.000 km. Auk alls hefðbundins búnaðar var hann með rafstýrðum sætastillingum. Hann seldist á 12.000 dollara. Grand Jeep Cherokee Laredo ár- gerð 1993, ekinn 171 þúsund km með sex strokka vél, sjálfskiptur með vökvastýri, aflhemlum, út- varpi, loftkælingu og rafstýrðum rúðuvindum seldist á 16.500 doll- ara. ----♦ ♦ ♦-- Nýjar reglur um skráningarferli tjóna- bifreiða Strangt eftirlit meðinn- fluttum tjónabflum OLLSTJ ÓRAEMBÆTTIÐ hefur gefið út nýjar vinnu- reglur varðandi skráningarferli tjónabifreiða. Samkvæmt þeim verður strangt eftirlit haft með bílum sem eru fluttir inn skemmd- ir en óbreytt fyrirkomulag verður með eftirliti á bílum sem hafa verið nýskráðir á íslandi og verða fyrir tjóni. Samkvæmt reglunum verður að gera á fullnægjandi hátt við bif- reið sem hefur lent í tjóni áðúr en hún er nýskráð á Islandi. Við- gerðir á að vinna samkvæmt viður- kenndum faglegum kröfum. Sér- stök viðgerðarskýrsla fylgir bif- reiðinni í gegnum viðgerðarferlið. Á henni eru kröfur til viðgerðarað- ila skilgreindar. Nöfn þeirra eru skráð neðst á blaðið ásamt heildar- kostnaði viðgerðarinnar sem einn- ig kemur fram á svonefndri að- vinnsluskýrslu. Skráður sem tjónabíll í ökutækjaskrá Að viðgerð lokinni er bifreiðin færð til skráningarskoðunar. Bif- reiðin er þó ekki nýskráð heldur eingöngu skráningarskoðuð því bíllinn hefur ekki verið tollafgreidd- ur og því óheimilt að nýskrá hana. Viðgerðarskýrslan á að fylgja bif- reiðinni til skráningarskoðunar. Þegar bifreiðin er færð til skráningarskoðunar á að fylgja henni vigtarseðill frá löggiltri vog. Með bifreiðum sem lent hafa í tjóni sem hefur áhrif á aksturseigin- leika eða akstursöryggi á að fram- vísa vottorðum um burðarvirkis- mælingu og hjólastöðu frá verk- stæðum sem hafa til þess réttindi. Á eyðublað, „Beiðni um skrán- ingu“, sem Bifreiðaskoðun gefur út og fylgir bílnum eftir að hann hefur verið forskráður, kemur fram að um tjónabíl er að ræða. Einnig er sú skráning færð inn í ökutækjaskráningu þar sem fram kemur hvers konar tjón var um að ræða. Sé bifreið í lögmæltu ástandi við skráningarskoðun fær umráða- maður skoðunarskýrslu sem sýnir að svo sé. Skoðunarskýrslu ásamt viðgerðarskýrslu framvísar hann til tollyfirvalda en einnig verða aðvinnsluskýrslur frá viðgerðarað- ilum að hafa borist tollyfirvöldum. Þá getur álagning vegna bílsins farið fram. Eftir að álagning hefur átt sér stað og gjöldin að fullu greidd er heimilt að nýskrá bílinn. Hægt er að greiða öll opinber gjöld hjá Bifreiðaskoðun íslands um leið og greitt er fyrir nýskráninguna. Kostnaður við nýskráningu er 15.325 kr. Innifalin er skráningar- skoðun, númeraplötur og um- ferðaröryggisgjald. Unnið að tillögum vegna innlendra tjónabíla Óskar Eyjólfsson hjá Bifreiða- skoðun íslands segir að verið sé að vinna að tillögum um hvernig verði tekið á tjópabílum sem hafa verið skráðir á Islandi. Nú háttar þannig til að eigandi bíls sem lendir í tjóni og er í rétti fær yfirleitt bætur frá tryggingafé- lagi sínu, annaðhvort í formi fulln- aðargreiðslu eða viðgerðar á biln- um. Sé það í formi fullnaðar- greiðslu lætur tryggingafélagið annaðhvort afskrá bílinn eða gera við hann. Sé gert við bílinn fer hann í nýskráningu að lokinni við- gerð en gengur ekki í gegnum skráningarferli tjónabíla sem ekki hafa verið nýskráðir á íslandi. Eig- anda hins bílsins sem er í órétti er í sjálfsvald sett hvort hann lætur afskrá bílinn, hlutar hann í parta og selur eða lætur gera við hann. Ekkert eftirlit er með slíkum bílum og hvergi kemur fram að um tjóna- bíla sé að ræða. Ingimar Sigurðsson, formaður Félags löggiltra bifreiðasala, segir að komið hafi fram hugmyndir um að skráningamúmer séu tekin af bílum sem skemmast mikið í árekstrum á slysstað. „Spurningin snýst í þessu tilviki um það hversu virkt Bílgreinasambandið sé. Ég segi að það séu lömuð samtök af þessum ástæðum, til dæmis,“ segir Ingimar. Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, segir að nauðsynlegt sé að útvíkka það kerfi sem komið er á með skoðun á innfluttum tjónabíl- um yfir á innlenda tjónabíla. Bíl- greinasambandið hafi lagt fram tillögur um slíkt kerfi fyrir meira en tíu árum. Sérstakt fyrirkomulag hafi lengi verið í gildi varðandi afskráningu tjónabíla sem komið hafi verið á fyrir tilstuðlan trygg- ingaráðherra á sínum tíma en það kerfi sé nú aflagt. „Nauðsynlegt er að eftirlit með tjónabílum nái til allra tjónabíla, bæði þeirra sem fara um hendur tryggingafélaga og þeirra sem eru í órétti. Ef það er ekki eru upplýs- ingar úr ferilskrá bifreiða við sölu notaðra bíla alveg ómarktækar," segir Jónas. ------♦ ♦ «------ Verð hefur lækkað á notuðum bílum TÍU til fimmtán prósent verð- lækkun hefur orðið á notuð- um Mercedes-Benz-bilum í kjölfar aukins innflutnings, að mati Jóns Ragnarssonar, eiganda Bílahallar- innar. Bílasala, sem Morgunblaðið ræddi við, greinir á um hvort al- menn verðlækkun hafi orðið á notuðum bílum vegna aukins inn- flutnings. Ingimar Sigurðsson, eigandi Nýju bílahallarinnar og formaður Félags löggiltra bif- reiðasala, segir að mestu verð- lækkanirnar séu vegna breytinga og fækkunar vörugjaldsflokka. Hann segir að stífla sé í sölu margra bíla og væntir þess að það komi fram í verðlækkunum á næstunni. Jón segir að mesta verðlækkun- in hafi orðið á Mercedes-Benz, á bilinu 10-15% frá markaðsverði, vegna aukins innflutnings í kjölfar þess að reglum um tollaafgreiðslu var breytt í júlí 1995. „Það hefur örugglega einnig lækkað eitthvað í öllum öðrum gerðum. Það eru margir að flytja inn bíla og sumir þurfa að taka lán fyrir kaupunum úti. Síðan setja þeir markaðsverð á bílana en þeir seljast ekki. Séu menn komnir í vandræði eru þeir tilbúnir að lækka verðið um e.t.v. 100 þúsund kr. frá markaðsverði. Þannig kemur þrýstingur á verð- lækkanir,“ segir Jón. Enn frekari lækkun á næstu mánuðum Jón bendir á að lítið hafi verið flutt inn af notuðum Toyota-bílum og Mitsubishi og svo virðist sem SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.