Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 GUÐMUNDUR S. Sveinsson er framkvæmdastjóri Héðins Smiðju hf. í Garðabæ. Morgunblaflið/Golli VELGENGNIBYGGÐ Á VAND VIRKNI eftir Guðna Einarsson. HÉÐINN Smiðja hf. er tæplega tveggja ára gamalt fyrirtæki sem byggist á gömlum grunni Vélsmiðjunnar Héðins. Reksturinn hefur blómstrað und- anfarið og notið góðs af upp- sveiflu í sjávarútvegi og miklu framkvæmdafjöri í fískimjölsiðn- aðinum. Reiknað er með að velta fyrirtækisins á þessu ári verði nær 700 milljónir króna, eða rúmlega þriðjungi meiri en í fyrra þegar hún var 520 milljónir. Árið 1994 velti Héðinn Smiðja hf. um 274 milljónum króna. Héðinsmenn rekja sögu fyrir- tækisins allt aftur til ársins 1892 að Sigurður Jónsson járnsmiður keypti lóðina Aðalstræti 6 og reisti þar járnsmiðju 1895. Bjarnhéðinn Jónsson, lærisveinn Sigurðar, keypti síðan smiðjuna árið 1900 og rak hana til dauðadags árið 1920. Árið 1922 stofnuðu þeir Markús ívarsson og Bjami Þor- steinsson fyrirtæki sem keypti smiðjuna og tók til við rekstur hennar. Fyrirtækið var nefnt Vél- smiðjan Héðinn í höfuðið á Bjarn- héðni járnsmið. Helstu verkefni á þeim árum voru skipaviðgerðir og björgun strandaðra skipa auk ný- smíði af ýmsu tagi. Fyrirtækinu skipt upp Vélsmíði af öllu tagi hefur verið burðarásinn í starfsemi Héðins allt frá byrjun. Fyrirtækið hefur smíðað fyrir frysti- og saltfískiðn- aðinn, útgerðina og fískimjöls- verksmiðjurnar, einnig heyblás- ara, heimilisþvottavélar og lyftur, svo nokkuð sé nefnt. Nýjar greinar bættust á þann meið sem vélsmiðj- an var og fyrirtækið þróaðist í þijár megindeildir. Héðinn Smiðja annaðist málmsmíði og þjónustu við sjávarútveg og fískiðnað, Héð- VIÐSKIPnAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI Guðmundur Sveínsson, framkvæmdastjóri Héðins Smiðju hf. í Garðabæ er fæddur árið 1954. Að loknu verslunar- prófi frá Verzlunarskóla íslands fór Guðmundur til náms í Vélskóla íslands og lauk þaðan 4. stigs prófi vélstjóra. Á skólaárunum vann Guðmundur á sumrin í Héðni, tók þar smiðjutíma og öðlaðist vélvirkjaréttindi. Að námi loknu vann hann sem verkstjóri í Héðni þar til hann tók við starfi framkvæmdastjóra árið 1985. Úr rekstri Héðins Smiðju hf. 1994-96 Skipting starfsemi 1995 Fiskimjöls- - iðnaður B 44% \ . Utgerð, fiskvinnsla Annað Veltan 1994-96 1994 1995 1996 inn Verslun seldi meðal annars hitastýribúnað, rafsuðuvélar, mót- ora og dælur, Héðinn Garðastál framleiddi efni til húsaklæðninga. Guðmundur segir að deildirnar hafí með árunum vaxið hver frá annarri og öðlast sjálfstæða til- veru. Um áramótin 1994-95 var deildunum breytt í þijú aðskilin hlutafélög. Enn sem komið er sitja sömu aðilar í stjómum félaganna þriggja en hvert um sig hefur sinn framkvæmdastjóra. Að sögn Guð- mundar var svo búið um hnútana að Héðins-fyrirtækin þijú færu af stað með traustan rekstrargrund- völl og öruggan fjárhag. Héðinn hf. var lengstum fjölskyldufyrir- tæki en hömlum var létt af sölu hlutabréfa fyrir 10 áram. Nú er Héðinn Smiðja hf. skráður á Opna tilboðsmarkaðnum og hafa hluta- bréf í fyrirtækinu undanfarið selst á fímmföldu nafnverði. Þróunarfé- lag íslands er nýlega orðið hlut- hafí í Héðni Smiðju hf. Tveir aðalmarkhópar Langt er liðið á annað rekstrar- ár Héðins Smiðju hf. sem sjálf- stæðs hlutafélags. Að sögn Guð- mundar gengur reksturinn vel og hafa umsvif aukist mikið á milli ára. „Við ákváðum fyrir fímm áram að einbeita okkur að tveimur markhópum,“ sagði Guðmundur. „Annars vegar fískiskipaflotanum og'hins vegar fiskimjölsiðnaðinum. Við gengum til samstarfs við tvö virt norsk fyrirtæki, hvort á sínu sviði. Varðandi fískiskipaflotann erum við í samstarfí við Ulstein samsteypuna og eram bæði um- boðsmenn hennar og þjónustuaðil- ar. Þeir eiga skipasmíðastöðvar og vélbúnaðarfyrirtæki af ýmsu tagi. Gegnum þetta samstarf get- um við útvegað vélbúnað í skip, aðalvélar, gíra, spil og skrúfur. Megnið af umfanginu liggur ekki í sölu búnaðarins heldur þjónustu og viðhaldi og þar liggur styrkur okkar. Það er bráðnauðsynlegt fyrir fiskiskipaflotann að njóta góðrar þjónustu. Við sendum menn bæði út á land og út um heim til viðgerða og þjónustu- starfa. Nýverið hafa sérfræðingar okkar verið á vegum Ulstein í Bandaríkjunum, Kanada og Kamt- sjatka. Nú um helgina er einn að fara til Bandaríkjanna og verður að minnsta kosti í sex vikur ytra. Við setjum einnig nýjan búnað í skip og þá þarf oft að laga hann að því sem fyrir er. Eins smíðum við búnað frá grunni þegar ekki er hægt að nota staðlaðan búnað, en við getum ekki keppt við fjölda- framleiðsluna." Guðmundur segir að Héðinn Smiðja hf. hafí ein- skorðað sig við vélbúnað skipa, fyrirtækið fáist því ekki við al- mennar skipaviðgerðir eða slipp- vinnu. MORGUNBLAÐIÐ Héðinn Smiðja hf. er í sam- starfí við Stord International, sem ) er hluti af Aker-samsteypunni í Noregi, um búnað í fiskimjölsverk- smiðjur. Guðmundur segir að Héð- I inn Smiðja hf. megi smíða eftir teikningum Stord auk þess að setja upp búnað frá þeim og sinna þjónustu. Undanfarið hefur mikil uppbygging verið í fískimjölsiðn- aðinum hér á landi. Til dæmis smíðaði Héðinn Smiðja hf. mjöl- geyma, bæði geymslu- og blönd- unargeyma, fyrir Hraðfrystihús I Eskifjarðar hf. og Loðnuvinnsluna } hf. á Fáskrúðsfírði. | Nýjar verksmiðjur í ár er staðið í enn meiri fram- kvæmdum. Unnið að gagngerri endurnýjun fiskimjölsverksmiðju Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi. Héðinn Smiðja hf. er þar með alla þætti framkvæmda á sinni könnu nema jarðvinnu og k rafmagnsvinnu. Vélbúnaður verk- f smiðjunnar er nær allur endurnýj- F aður, ný tæki sett inn í gamla P verksmiðjuhúsið og reist nýtt hús yfir hluta verksmiðjunnar. Smíð- aðir verða nýir hráefnisgeymar og mjölgeymar. Afkastageta verk- smiðjunnar verður að minnsta kosti 1.000 tonn af hágæðamjöli á sólarhring. í Reykjavík er Héðinn Smiðja hf. að smíða nýja verksmiðju fyrir Faxamjöl hf. við hlið gamallar beinamjölsverksmiðju fyrirtækis- j ins á Grandagarði. Nýja verk- smiðjan mun geta framleitt 350 tonn af hágæðamjöli á sólarhring og verður henni skilað fullbúinni. Hægt verður að keyra verksmiðj- urnar saman með 500 tonna vinnslugetu á sólarhring. Oft hefur verið kvartað yfír „peningalykt" frá fiskimjölsverk- | smiðjum. Hvernig skyldi ilmurinn verða frá nýju verksmiðjunum? „Menn setja ekki upp nýjar fískimjölsverksmiðjur í dag nema leysa mengunarmálin," segir Guð- mundur. „Það er ekki lengur boðið upp á verksmiðjur sem menga heilu bæina með gúanólykt. Sé hráefnið eðlilegt þá er hægt að koma í veg fyrir lyktina." Mjölvinnsla um borð En hvað um mjölverksmiðjur um borð í frystitogurum? „Menn geta ekki horft framhjá því að í heildina er um helmingi aflans sem kemur um borð í frysti- skipin hent aftur fyrir borð. Þar á ég við hausa, bein, roð, afskurð og úrkast,“ sagði Guðmundur. „Það er annað hvort að breyta þessu í fískimjöl eða henda því. Aðferðir eins og að búa til meltu hafa ekki reynst vel. Hvað varðar siðfræðina í nýtingu sjávarafla þá er þetta engin spurning. Þetta er besta hugsanlega hráefni sem fæst til framleiðslu á fískimjöli, nýtt og ferskt. Þeir sem hafa keypt skipin með mjölverksmiðjum um borð hafa rekið þær með hagnaði, en þetta er auðvitað fjárfesting þegar um nýsmíði eða breytingar er að ræða.“ Guðmundur segir að tvö íslensk skip, Guðbjörg IS og Þerney RE, séu með mjölverk- smiðjur frá Stord og þær séu báð- ar notaðar með góðum árangri. Fiskimjölsiðnaðurinn hefur ver- ið sveiflukenndur. Vekur það eng- an ugg hjá fyrirtæki sem öðrum þræði einbeitir sér að þjónustu við þessa starfsgrein? „Það hafa alltaf verið sveiflur í fískimjölinu," segir Guðmundur. „Loðnan kemur og fer, nú er síld- in á uppleið, en það er spurning hve mikið hún verður notuð til j manneldis og hvað mikið fer í ' bræðslu. Eins hefur afurðaverðið sveiflast. En þegar maður skoðar þessa starfsgrein í til dæmis fimm ára tímabilum þá jafnast sveifiurn- ar út. Nú erum við að byggja þenn- an iðnað upp með bestu fáanlegum tækjum. Það hefur verið grátlegt að sjá að undanfarin 20 ár hafa , menn verið að kaupa úreltar verk- smiðjur sem Norðmenn hafa verið að henda. Afurðaverðið hefur ver- ið að batna í hæstu gæðaflokkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.