Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR DJASS og sígild tónlist eru ósætt- anlegir pólar að margra mati, önn- ur tónlistarstefnan þrífst á snar- stefjun og frumkvæði flytjandans, en hin á akademískum aga og trún- aði við skrifaðar nótur. Ymsir hafa reynt að fella þessar tvær stefnur saman, ekki síst eftir að þær lentu í öngstrætum hvor fyrir sig; djass eftir að menn hentu öllum hefðum fyrir borð og hófu til vegs frjátsan djass, en klassíkin eftir að hún fest- ist í neti formsins og rökhyggjunn- ar. Fræg er tilraun Gunthers Schullers og fleiri til að bræða sam- an djass og klassík á sjöunda og áttunda áratugnum og Schuller kallaði þriðju bylgjuna. Sú fór út um þúfur um leið og hún hófst og áfram héldu menn inn blindgötuna þar til komið var í botn. Djasstón- listarmenn leituðu þá aftur til for- tíðar, klæddust jakkafötum ogtóku að leika gamaldags sveiflu og bíbopdjass og fjölmörg klassík tón- skáld tóku að semja „miðaldatópl- ist“ sem mest þau máttu eða sneru sér að mínimalisma eða afþreying- artónlist. Undanfarin ár hafa margir lista- menn leitað leiða úr úlfakreppunni, sumir djasstónlistarmenn hafa leit- að í átt að hljómum og hljóðum, og klassísk tónskáld hafa sömuleið- is mörg orðið æ uppteknari af hljóð- um og möguleikum rafeindatóla og tölva. Annað kvöld verða haldnir merkilegir tónleik- ar í Þjóðleikhúskjallaran- um þar sem þeir Kjartan Ólafsson og Hilmar Jens- son hyggjast flytja í sam- einingu verk eftir Kjartan, Skammdegi, en þeir koma hvor úr sinni áttinni; Hilm- ar hefur verið í fremstu röð íslenskra djasstónlistar- manna undanfarin ár og Kjartan brautryðjandi í nútímatónlist. Langur aðdragandi Samstarf þeirra Kjartans og Hilmars á sér langan aðdraganda að þeirra sögn þó það sé í fæðingarhríð- unum þegar þeir koma til spjalls um verkið og flutn- ing þess. Eins og áður seg- ir er verkið eftir Kjartan og hann segir að ákveðinn útgangspunktur i sam- starfi þeirra félaga sé að elektrónísk nútímatónlist og djass séu í kreppu. „Menn hafa leitað ýmissa leiða til að koma sér út úr kreppunni, meðal annars leitað til baka og tekið inn alls konar tónlistarstefnur, popp, leik- hústónlist eða ýmislega þjóðlega tónlist, sem stundum hefur gefist vel en í flestum tilfellum illa. Við viljum reyna að blanda ólíkri tón- list saman á staðnum í stað þess að stilla einni stefnu upp með ann- arri; við viljum bræða þessar tón- listarstefnur saman.“ Kjartan segir að Skammdegi sé raftónlist að mestu leyti, sett sam- an eftir nútíma tónsmíðalegum aðferðum, „en hluti verður hljóða- tilbúningur eins og Hilmar hefur vel á valdi sínu og hefur verið að vinna við, hljóðatilbúningur eins og ég hef verið að vinna við, djass- áhrif frá honum og klassísk áhrif og jafnvel verður að finna áhrif frá poppi. Ætlun okkar er fyrst og fremst að bræða þessa strauma Byltingarstefnur sem gamlar lummur Framaf bjarg- brúninni Annað kvöld verða óvenjulegir tónleikar í Leikhúskjallaranum því þar leiða saman hesta sína djasstónlistarmenn og klassískir í glænýju verki eftir íslenskt nútímatón- skáld. Árni Matthíasson tók tali þá Kjart- * an Olafsson, höfund verksins, og Hilmar Jensson, einn flutningsmanna, og komst að því að þeir leita leiða út úr úlfakreppu tónlistar í dag. þeir fallist í faðma þegar á reynir. Hilmar segist sannarlega vona að það verði jákvæð átök á sviðinu, „en þá frekar átök við fyrirfram- hugmyndir okkar um hvað eigi að gerast. Ég vona að þetta eigi eftir að koma mér verulega á óvart,“ segir hann ákveðinn og Kjartan bætir við að hann líti líka á verkið og flutning þess sem ákveðna áhættu. „Þetta getur orðið mjög skemmtilegt og áhugavert, sem við vissulega stefnum að, en þetta get- ur líka orðið klúður sem er örugg- lega ánægjulegt fyrir marga af samstarfsmönnum okkar-,“ segir hann og kímir, en bætir við af meiri alvöru: „Við verðum að taka áhættu því tónlistin er í kreppu." Þeir félagar segjast ekki óttast að flutningurinn fari út um þúfur; „þetta verður örugglega ekki áfall, en þetta gæti orðið venjulegt og átakalítið og það er áhætta sem við verðum að taka.“ „Þetta er góð og nauðsynleg áhætta," segir Kjartan eftir smá- þögn. „Nútímadjass er mjög metn- aðarfull tónlist sem krefst mikillar tækni og þeir sem eru í honum eru mjög klárir tónlistarmenn. Nútíma- tónlist er líka mjög flókin tónlist að skrifa og flytja og ekki óraun- hæft að ætla að nútímadjass geti orðið einhver litur í nútímatónlist án þess að menn heyri að þar sé nútímadjass á ferðinni. Oft skortir á í nútímatónlist að menn þori að taka áhættu; þeir eru svo sósíalíseraðir og verndaðir að það þorir enginn neitt að gera nema það sé eftir einhverjum viðurkenndum reglum.“ Fram af bjargbrúninni KJARTAN Ólafsson og Hilmar Jensson. Morgunblaðið/Emilía saman. Hilmar vill ekki leggja of mikla áherslu á tónflokkagreiningu; „Ég held að fólki standi á sama um hvort tónlist er felld undir ein- hveija tónlistarstefnu annarri fremur. Það eru svo margir að nýta sér allt sem þeir komast yfir, fólk sem hefur það eitt að stefnu að sinna sínum áhugasviðum án tillits til þess hvaða stefnu það til- heyrir. Við erum ekki að reyna að láta þessar stefnur vinna saman.“ Talið berst að áðurnefndum öng- strætum tónlistarstefnanna og leiða til að brydda upp á einhveiju nýju. Kjartan segist telja að hans kynslóð sé sú fyrsta sem ekki ber ok byltingarinnar sem varð í nú- tímatónsmíðum á sjötta áratugn- um. „Þeir sem ólust upp þegar Stockhausen og Darmstadt-skólinn stjórnuðu tónlistarstefnum í Evr- ópu eru í fjötrum þeirrar hefðar og eiga erfítt með að bijótast út úr byltingarstefnu þess tíma og tónlist þeirra er í dag bara gamlar lummur." Sumir segja tónlist þá sem Hilm- ar leikur varla djass og eins heyr- ast raddir sem segja Kjartan semja tónlist sem falli ekki að klassískri tónlist. Hilmar kímir við þessa stað- hæfingu, en segir að margt í tón- list þeirra Kartans sé ólíkt en einn- ig sé margt líkt. „Það er einmitt það sem geri samstarf okkar spennandi að mínu mati; ég vona bara að það geti ýtt okkur fram af brúninni þannig að við þurfum að fara skrefinu lengra en við ráð- um við. Ég hef vissar hugmyndir um hvað eigi eftir að gerast á tón- leikunum, en vona að það eigi samt eftir að koma mér á óvart.“ „Snar þáttur í Skammdegi er frelsi listamannanna,“ segir Kjart- an. „Eins og verkið er upp byggt af minni hálfu eru í því ákveðnar línur og ég gef vissar leiðbeining- ar, að sumu leyti fijálsar og öðru leyti leiðandi. Þær eru þó ekki strangar og því getur sitthvað gerst sem gert getur verkið að uppákomu að hluta og spennandi fyrir vikið. Frelsið er þó dáHtið hættulegt. Tímasetning er svo mikilvæg í tón- list og það getur raskað tímatilfínn- ingunni og jafnvel leitt menn út í mínimalisma sem er nokkuð sem við erum ekki að leita að,“ segir Kjartan og álit hans á mínimalisma skín í gegnum orðin. Hilmar tekur upp þykkjuna fyrir mínimalismann og segist vel kunna að meta þá hægfara þróun sem einkennir hann. „Tónlistarmenn byggja verk sín upp á ólíkum forsendum og það er bara spurning hvernig menn heyra hlutina og hvort þeir telja það hæga þróun eða hraða. Fram- vindan er alltaf nauðsynleg til að halda hlutunum gangandi en stund- um er þolinmæði líka nauðsynleg þegar hlustað er á tónverk.“ Kjart- an andmælir þessu og segist hafa heyrt mínimalíska tónlist sem hafi nánast„kálað“ honum. „Það hefur komið fyrir að maður standi upp reiður á tónleikum vegna þess að maður hefir verið að hlusta á sama hlutinn í hálftíma." „Ertu ekki að misa af kjarna verksins,“ segir Hilmar, „ef þú hlustar á sama hlut- inn í hálftíma hlýtur þú að upplifa síðustu mínútuna öðruvísi en þær fyrstu,“ segir hann en Kjartan svarar að bragði, „vissulega, ég fínn til dæmis til miklu meiri leið- inda í lok verksins en við upphaf þess,“ segir hann og þeir hlæja báðir. Átök við fyrirframhugmyndir í ljósi þessara orðaskipta má spyija hvort átök séu í vændum á sviðinu, hvort þeir eigi eftir að glíma við hljóð og hljóma eða hvort Eins og fram hefur komið leikur Hilmar nú- tímalegan djass, en segist hafa uppgötvað nútíma- tónlist fyrir tveimur árum eða svo. „Mér fannst ég komast í fjársjóð, það var svo margt spennandi sem ég var að kynnast í fyrsta sinn.“ Skammdegi er 15 til 20 mínútna verk eftir því hvernig tekst til við flutn- inginn, en í verkinu eru notuð elektrónísk hljóð, Calmus-forrit Kjartans býr til tónaraðir, Hilmar leikur á rafgítar, Pétur Jónasson á klassískan gítar og Matt- hías Hemstock leikur á slagverk. Tónlistin verður öll flutt lifandi og þó Kjartan styðj- ist við tölvur notar hann þær nán- ast sem hljóðfæri og segist munu breyta út af fyrir fram ákveðinni röð ef honum sýnist sem svo. Tónleikarnir verða hljóðritaðir „til skoðunar" og þeir félagar segja að þetta sé vonandi vísir að frekara samstarfi. Hilmar segir þó að slíkt samstarf sé vonandi ekki bundið því að allt gangi fullkomlega í Leik- húskjallaranum, þetta sé hugmynd sem vert sé að vinna áfram hvern- ig sem fer. „Ég vona að þetta eigi eftir að verða meira en þetta eina kvöld,“ segir Kjartan, „en maður veit aldrei, við erum að kasta okk- ur fram af bjargbrúninni og vitum ekki hvar við lendum eða hvort við látum lífið.“ Á tónleikunum í Þjóðleikhús- kjallaranum á þriðjudagskvöld, sem haldnir eru undir merkjum Lista- klúbbs Leikhúskjallarans og hefjast kl. 21, verða flutt verk ýmissa höf- unda auk Skammdegis. Einar Kristján Einarsson og Pétur Jónas- son flytja Twilight fyrir tvo gítara eftir danska tónskáldið John Frandsen, Cameractica hópurinn flytur kvartett eftir pólska tón- skáldið Krzysztof Penderecki, en hópinn skipa að þessu sinni Ár- mann Helgason klarínettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðlu- leikari, Guðmundur Kristmundsson lágfiðluleikari og Sigurður Hall- dórsson sellóleikari. Auk þessa flyt- ur Pétur Jónasson verk Kjartans Ólafssonar, Tilbrigði við jómfrú fyrir einleiksgítar. Torfi sýnir skrift NÚ stendur yfir sýning Torfa Jónssonar á skrift (kalligrafíu) í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6. Þetta er önnur einkasýning Torfa á skrift, en sú fyrsta var haldin á Flateyri fyrr í mánuð- inum. Hann hefur áður tekið þátt í flölda samsýninga bæði skriftar- og vatnslitamynda- sýningum heima og erlendis og haldið margar einkasýningar á vatnslitamyndum. Þá hafa verk eftir hann birst í ýmsum ritum. Torfi er kennari við Iðnskól- ann í Reykjavík. Sýningunni lýkur 10. nóvember og er að- gangur ókeypis. „Myrkraver- öld Sunnu“ NÚ stendur yfir sýning Sunnu Emanúeis á Nikkabar, Hraun- bergi 4. „Sunna hefur hafið^ elstu kvenréttindakonuna á íslandi til vegs og virðingar á undanf- önum árum, hýst Grýlu og hennar hyski ásamt tröllum, álfum og dvergum, m.a. í Gerð- arsafni, Perlunni og Laugar- dalshöllinni," segir í kynningu. Grýla og hennar hyski ásamt tröllum, álfum og dverg- um verða til sýnis á Nikkabar næstu vikur sem hér segir: virka daga frá kl. 17-23, föstudaga og laugardaga kl. 12-02 og sunnudaga frá kl. 12-23. Þættir fyrir brúðuleikhús ÞÝSKI brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik dvelur hér á landi frá 16. október fram í byijun nóvember og heldur sýningar fyrir fullorðna og börn. Hann sýnir í Kaffigall- eríi Amma í Réttarholti í kvöld sunnudagskvöld kl. 21. Að- gangseyrir er 800 kr. Bernd bjó á íslandi um fimm ára skeið fyrir fimm árum og býr núna í New York. Þar starfrækir hann sitt eigið brúðuleikhús og ferðast auk þess með sýningar sínar um Bandaríkin og Evrópu. Bernd smíðar allar sínar brúður sjálfur svo og leikmuni og leikmyndir. Þegar hann bjó hér á landi bjó hann meðal annars til brúðuna Pappírs- Pésa, stjómaði henni í sam- nefndri kvikmynd og mynd- skreytti bókina um þennan sama Pésa. Bernd hefur bæði boðið upp á bamasýninguna „Brúður, tónlist og hið óvænta“ og sýn- ingu fyrir fullorðna. * A vængjum vinnunnar ENDURMENNTUNAR- STOFNUN Háskóla íslands mun í samstarfi við Listasafn íslands standa fyrir námskeiði sem hefst 4. nóvember næst- komandi um Edvard Munch og verkamannamyndir hans. Um- sjón með námskeiðinu hefur Áðalsteinn Ingólfsson, list- fræðingur við Listasafn ís- lands. Á námskeiðinu verður fjall- að um Munch og samtíð hans. Rakinn verður uppruni lista- mannsins og þróun listar hans. Skoðuð verða tengsl við fram- sækna myndlist á meginlandi Evrópu og tengsl verkamanna- mynda Munchs við sams konar myndir eftir aðra listamenn og þróun þeirra og áhrif á íslenska listamenn. | \ m M í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.