Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 48
varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna aö koma póstinum te*PÓSTUR tj3 þtnum til skila OG SÍMI 1 .... MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK GlÖggt er smiðs •-» augað VEL hefur viðrað til verklegra framkvæmda í höfuðborginni undanfarið og meðal þeirra sem notað hafa veðurbliðuna var þessi smiður sem varð á vegi ljós- myndara Morgunblaðsins í mið- bænum í vikunni. ♦ ♦ ♦---- Mosfellsbær Léttu á sér ’í hraðbanka FJÓRIR piltar voru handteknir í Mosfellsbæ í fyrrinótt fyrir að míga í hraðbanka íslandsbanka við Þver- holt. Að sögn lögreglu verður væntan- lega skrifuð skýrsla vegna máls piltanna og mega þeir því búast við sektum vegna athæfis sins. Að sögn lögreglunnar er algengt að menn séu handteknir fyrir að ,, kasta af sér vatni á Héraðsdóms- "^feúsið við Lækjartorg að næturlagi um helgar þegar fjölmenni er mikið í miðbænum, en nokkuð háar sekt- ir eru fyrir athæfi af þessu tagi. ♦ ♦ ♦---- Hellisheiði Tekinn á 153 km hraða LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði í fyrrinótt bifreið sem ekið var á 153 km hraða á Hellisheiði og var ökumaðurinn sviptur ökuréttindum ■il staðnum. Alls tók lögreglan á Selfossi 17 ökumenn fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi í fyrrinótt og tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Morgunblaðið/RAX Stóraukinn inn- flutningur á notuðum bílum INNFLUTNINGUR á notuðum bílum hefur aukist verulega undanfarið í kjölfar nýrra reglna um vörureikn- inga í samræmi við nýjan GATT- samning. Bílgreinasambandið og bílasala greinir mjög á um ágæti þessa innflutnings. Bílgreinasambandið segir að ekki sé hægt að starfa eftir reglum um innflutning notaðra bíla þar sem þær bjóði upp á svik gagnvart hinu opin- bera og íslenskum bflakaupendum. Bflasalar segja aftur á móti að frelsi eigi að ríkja á bílamarkaðnum og að hið opinbera verði að sníða agnúa af núverandi kerfí. Innflutningurinn hefur aukist jafnt og þétt frá því að nýju reglumar tóku gildi í júlí í fyrra og að undanfömu hefur innflutningur á notuðum bflum verið tæplega 20% af heildarinnflutn- ingnum. Mest hefur verið flutt inn af bflum frá Bandaríkjunum og Þýska- landi en einnig er mikið flutt inn frá Kanada. Vestanhafs er mest keypt á lokuðum uppboðsmörkuðum en við kaup á bílum í Þýskalandi reiða menn sig helst á auglýsingar í blöðum. Akstursmælum breytt Nokkur mál hafa risið vegna þess að akstursmælum í innfluttum bílum hefur verið breytt. Dæmi em um að akstursmælar hafí verið færðir upp, svo að bíll sýni meiri akstur en rétt er, til þess að réttlæta lágt tollverð og síðan sé þeim breytt aftur á hinn veginn til þess að auka söluverð- mæti bílsins hér á landi. Dæmi eru um allt að 96 þúsund mílna mismun í þessu sambandi. Tollafgreiðsla á notuðum bílum fer að mestu fram hjá embættunum þar sem stærstu hafnimar eru, þ.e. í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík en einnig er stór hluti innflutningsins tollafgreiddur á Selfossi. Sigurgeir A. Jónsson ríkistoilstjóri vill ekki tjá sig um það hvort álykta mætti af því hve margir bílar em tollafgreiddir á Selfossi að eftirlit þar væri lakara en annars staðar. Hann segir að embættið fylgist stöðugt með bilainnflutningnum. ■ Holl samkeppni eða/10-11 Hraðlest kostar tugi milljarða TALIÐ er að stofnkostnaður við hraðlest milli Reykjavíkur og Kefla- víkurflugvallar yrði 20-30 milljarðar króna ef miðað er við reynslu Finna af sambærilegu verkefni. Að sögn Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra kostar hraðlest sem tengja á nýjan flugvöll í Gardermoen við Osló um 72 milljarða íslenskra króna, en í fyrsta áfanga munu 15-16 milljónir farþega fara um flugvöllinn áriega. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borg- arstjórnar Reykjavíkur, telur að á vegum Reykjavíkurborgar, sam- gönguráðuneytisins og Reykjanes- bæjar ætti að gera könnun á því hver kostnaður væri við að tengja Reykjavík og Keflavíkurflugvöll með hraðlest. Eina könnunin sem gerð hefur verið á því er arðsemismat sem fjórir nemar í vélaverkfræði við Há- skóla íslands gerðu í fyrra, en sam- kvæmt arðsemismatinu yrði heildar- kostnaður við lagningu lestarteina og rekstur lestarkerfis um 7,3 millj- arðar króna. ■ Kostnaður/18 Framtíð KEA innan Útgerðarfélags Akureyringa til umræðu Rætt um aukna eignaraðild eða sölu á hlut félagsins INNAN stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga er m.a. rætt um framtíð félagsins innan Útgerðarfélags Akureyringa hf. Tvær leiðir hafa aðallega verið nefndar í því sambandi, annars vegar að stækka hlut KEA í félaginu, og þá jafnvel með því að sameina sjávarútvegssvið KEA og ÚA, eða selja rúmlega 11% hlut KEA í félaginu og hætta af- skiptum af því. Sameinað fyrirtæki KEA og ÚA hefði yfir að ráða aflaheimildum upp á tæp 60.000 tonn hérlendis og erlendis og þar af um ?5.000 þorskígildistonnum í íslenskri lögsögu. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformað- ur KEA og stjórnarmaður í ÚA, segir ljóst að KEA verði ekki til frambúðar í þeirri stöðu að eiga aðeins rúm 11% í ÚA. Hins vegar sé mik- ill áhugi meðal fjárfesta á bréfum KEA í ÚA og því sé ekki vandkvæðum bundið að selja þau. Yarðandi hugmyndir um að KEA eignist enn stærri hlut í ÚA segir Jóhannes Geir að glíkt hafi engan tilgang nema um það náist al- menn samstaða að sjávarútvegssvið KEA og ÚA hafi með sér náið samstarf, m.a. við nýtingu aflaheimilda. Opnir fyrir ýmsum leiðum Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA segist hafa heyrt af þeirri umræðu sem hefur verið innan KEA en hins vegar hafi ekk- ert verið rætt formlega um þetta mál innan stjórnar ÚA. „Við erum hins vegar onnir fyrir ýmsum leiðum til að styrkja Útgerðarfélagið og KEA hefur vissulega komið upp í þeirri um- ræðu, ekki síst vegna nálægðar okkar við það félag. Ef til þess kemur að þetta mál verði tek- ið til formlegrar umræðu, verður það að sjálf- sögðu skoðað og samvinnu við sjávarútvegssvið KEA yrði vissulega spennandi að skoða, eins og reyndar aðra möguleika. En við verðum að ná hagnaði út úr hagræðingunni.“ Útgerðarfélag Akureyringa hf. selur sínar afurðir í gegnum Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna en KEA selur í gegnum íslenskar sjávarafurðir. Aðspurður hvort í þeim hugmyndum, sem rædd- ar hafa verið, felist að færa sölumál ÚA yfir til ÍS, sagði Jóhannes Geir: „Ég get svarað því afdráttarlaust að ekkert slíkt felst í þeim hug- myndum. Það þjónaði engum tilgangi að mínu mati og myndi frekar skaða málið.“ Aflaheimildir yrðu 60 þúsund tonn Við útreikning á aflaheimildum sameinaðs fyrirtækis KEA og ÚA upp á tæp 60.000 tonn er miðað við aflareynslu félaganna og innlendra dótturfyrirtækja þeirra í ýmsum smugum, t.d. á Flæmska hattinum, í Smugunni, á Reykjanes- brygg og í síldarsmugunni. Auk þess sem Meek- lenburger Hochseefischerei, dótturfyrirtæki ÚA í Þýskalandi, á töluverðar aflaheimildir, m.a. á Reykjaneshrygg. Nú stendur yfir sala á hlut Akureyrarbæjar í ÚA upp á rúmlega 131 milljón króna að nafn- verði. Þann 30. september sl. var hlutur bæjar- ins í félaginu rúm 34% og hlutur KEA rúm 11%. Morgunblaðið/Ingvar Rændu áfengi af vegfaranda HÓPUR unglinga réðst að manni sem var á ferð fyrir utan veitinga- húsið Rauða ljónið við Eiðistorg í fyrrakvöld og rændi af honum áfengi sem hann hafði meðferðis. Lögregla var kölluð á staðinn og var einn úr hópnum handtekinn og tekinn til yfirheyrslu á lögreglustöð- inni en sleppt að henni lokinni. Að sögn lögreglunnar var mikið fjöl- menni í miðbæ Reykjavikur í fyrri- nótt en engin teljandi óhöpp urðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.