Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 36

Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 36
46 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MATREIÐSLUNAMSKEIÐ Indverskir grænmetisréttir Námskeið í 3 skipti: 5., 7. og 12. nóv. kJ. 19-22. Lærið að elda ljúffenga og heilsusamlega indverskai grænmetisrétti á einfalaan hátt. Þessi matur er bæði bragðgóður, heilsusamlegur og ódýr. i Leiðbeinandi verður Shabana sem er löngu 1 þekkt fyrir snilldarlega matreiðslu. j Skráning hjá Shabönu í síma 552 1465 1 Á -1 SKIPULAGSÞING Skipulagslög í 75 ár Skipulagsþirig 1. nóvember 1996 á Hótel Loftleiðum. Dagskrá 9.15-9.30. Avarp. Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra Skipulagslög í 75 ár. Margrét Heinreksdóttir, formaður skipulagsstjórnar. Mat á umhverfisáhrifum og skipulag. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur. Kaffihlé. Vegasamgöngur og ferðamál. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur. Svæðisskipulag miðhálendisins. Gísli Gíslason, landslagsarkitekt. Matarhlé. Umhverfissiðfræði. Páll Skúlason, prófessor. Maðurinn í umhverfinu. Guðbergur Bergsson, rithöfundur. Kaffihlé. ísland árið 2018. Niðurstöður úr hugmyndasamkeppni Arinbjörn Vilhjálmsson, arkitekt. 16.00-17.00. Umræður. Ráðstefnustjórar: Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og Stefán Thors, skipulagsstjóri. Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefnugjald er kr. 3.500.- og er innifalið kaffi fyrir og eftir hádegi ásamt hádegisverði. Þátttaka tiikynnist til Skipulags ríkisins fyrir 29. október 1996 í síma 562 4100 eða með símbréfi 562 4165. 9.30-10.00. 10.00-10.30. 10.30- 10.45. 10.45- 11.30. 11.30- 12.00. 12.00-13.15. 13.15- 14.00. 14.00-14.45. 14.45- 15.15 15.15- 16.00. Æfingabekkir í Hafnarfirði Þú ert í... ...betri málum ...efþú stundar líkamsþjálfun. Dúndur tilboð frá 28. okt. til 18. nóv. Sjö bekkja æfingakerfið hentar mjög vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað líkamsþjálfun lengi. Einnig þeim sem ekki geta iðkað almenna leikfimi af ýmsum ástæðum s.s. vöðvabólgu. Það liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðva þannig að ummál þeirra minnkar. Ókeypis kynningartími. OPIÐ: Mán. og mið. kl. 9.00-12.00 og 15.00-20.00. Fim. kl. 15.00-20.00, fös. kl. 9.00-14.00. Lau. kl. 10.00-13.00. Lokað þriðjud. á mánaðarkortum 12 tíma kortum (gildir í 3 mán.) 25 tíma kortum (giidir í 5 mán.) Erum með... ... Ijósabekk, þrekhjól og ritnla á staðnum betri ma í ÆFINGABEKKJUM LÆKJARGÖ11J 34a - » 565 3034 IÐNAÐARHURÐIR BÓKHALDSKERFI STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanleiki í fyrirrúmi. S] KERFISÞRÓUN HF. Fákafpfii 11 - Símí 5fia anfifi SBSBoosa aaaaöaqc ISVAL-íJORGA LMF. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 FAX 587 8751 I DAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson VESTUR gluðar út spaða- kóng gegn fjórum hjörtum, hittir makker fyrir með ás- inn og fær þriðja slaginn á stungu. Draumabyrjun fyrir vörnina. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ G8754 V ÁK ♦ Á105 ♦ 1076 Vestur ♦ K2 y 3 ♦ K87 ♦ D985432 Austur ♦ Á109 y G864 ♦ G6432 ♦ G Suður ♦ D63 V D109752 ♦ D9 ♦ ÁK Vestur Norður Austur Suður 3 lauf Pass Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur spilar síðan laufi í fjórða slag. Sagnhafí fer í trompið, en staldrar við þeg- ar vestur hendir laufi. Hvað er til ráða? Einhvem veginn verður að ná trompbragði á austur. Fn'spaða er spilað úr borði og tígli hent ef austur neitar að trompa. Aftur kemur spaði og nú er hálaufi kastað ef austur trompar ekki. Síðan er lauf stungið, tígulás tek- inn og tígull trompaður. Loks er hjarta spilað á kóng og blindur á út í tveggja spila endastöðu þar sem austur er með G8 í trompi en suður DIO. En hvað gerist ef aust- ur trompar fjórða spaðann? Suður yfirtrompar, fer inn á borð á tromp og spilar enn spaða. Aftur trompar austur og suður trompar yfir. Sagn- hafi tekur nú laufkóng og spilar síðasta trompinu. Þetta er þriggja spila enda- staða, þar sem suður á eitt tromp og D9 í tígli, en blind- ur A10 í tígli og lauftíu. Vestur situr með K8 í tígli og laufdrottningu og verður að játa sig sigraðan. Ovenjulegt spil. Vömin getur valið um hvort hún lætur sagnhafa svíða af sér slag með trompbragði eða kastþröng. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Hvimleið keðjubréf FYRIR skömmu fékk ung kona sent heim óþverralegt keðjubréf og fannst henni ástæða til að hvetja fólk til að hunsa slík bréf. Inni- haldið var á þá leið að ef móttakandi sendi ekki a.m.k. tuttugu samskonar bréf innan einhvers ákveð- ins tíma þá gæti eitthvað hræðilegt komið fyrir hann. Lánið leiki hins vegar við hann sendi hann innan tímamarkanna. Málinu til stuðnings er annars vegar bent á stóra lottóvinninga og hins vegar skelfileg ör- lög, eða jafnvel dauðsföll. Eitthvað hlýtur að eima eftir af hjátrúnni, nú í lok 20. aldar, fyrst fólk hefur fyrir því að ljósrita tuttugu svona bréf, kaupa á þau frimerki og láta póstinn sjá um að koma vitleysunni til skila. Þjónusta við aldraða MARGRÉT hringdi eftir að hafa hlustað á frétt í útvarpi um að bóiusetja ætti við flensu sem gæti komið hingað til landsins. Hún segist hafa búið í Ameríku í einhver ár og vann þá sem aðstoðarkona hjá lækni. Sá góði læknir bauð sjúklingum sínum ekki einungis þá þjónustu að bólusetja þá þeim að kostnaðarlausu, heldur heimsótti hann þá sem áttu illa heimangengt og sprautaði þá þar. Margréti finnst að heilsugæsluiæknar ættu að huga að þessu því það hljóti að vera ódýrara fyr- ir þjóðfélagið að koma í veg fyrir flensu með þess- um hætti, heldur en þurfa að vista fólk á sjúkrahús- Þakkar góða þjónustu HAFLIÐI Helgason hringdi til að þakka fyrir þá góðu þjónustu sem hann fékk á hársnyrtistof- unni „Galtará“ við Hraun- berg í Breiðholti. Sú þjón- usta var framúrskarandi og til fyrirmyndar. Tapað/fundið Kvenfrakki tapaðist DÖKKGRÁR kvenfrakki var tekinn í misgripum á dansleik hjá Félagi eldri borgara, Sóltúni 3 (áður Sigtúni) sunnudaginn 8. september sl. Sá sem hef- ur þennan frakka undir höndum er vinsamlega beðinn að skila honum þangað aftur. HOGNIHREKKVISI y/Md&Jr!Gx£tut>lns-- II z/ —'eý í/arc& bóncL. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæ- listilkynningum og eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329 sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Víkveiji skrifar... SKATTAR eru ekki vinsælasta fyrirbæri mannlífsins. En þeg- ar grannt er gáð liggja rætur þeirra í kröfum okkar til samfélagsins, ríkis og sveitarfélaga. Skattar hafa „hijáð“ landann allar götur síðan tíund var lögleidd árið 1096 eða 1097, að forgöngu Gissurar biskups ísleifssonar. Þeir eiga því níu hundruð ára afmæli á þessu eða næsta ári. Hann á afmæli hann Skattmann! Skattsvik eru trúlega jafngömul skattheimtunni. Þau hafa og vaxið með skattheimtunni, sem hljóp í spik síðustu áratugi - og mætti feta í fótspor Gaua litla! Máski er það mannlegt, en naumast stór- mannlegt, að mati Víkverja, að þiggja alla þjónustu samfélagsins, menntun, heilbrigðisþjónustu o.sv.fv., en hlaupast undan að greiða sinn hlut í kostnaðinum. í raun og sannleika eru skattsvik- arar „sveitarlimir" samtímans, sem lifa á framfæri meðborgara sinna! Nöturlegt hlutskipti atarna. ÞAÐ kom stundum fyrir - og kemur máski fyrir enn - að búfénaður bænda var í svo lélegum holdum er hann kom af fjalli að hausti, að ekki þótti svara kostnaði að fóðra hann yfir veturinn sem í hönd fór. Þá var sagt að horkrang- inn íftnni nkki n vntnr aot.iandi Þetta orðtak „að vera ekki á vetur setjandi" er í fullu gildi enn í dag og er gjarnan notað um hvað- eina, sem þykir lélegt og lítils virði. Orðtakið kom upp i huga Víkveija eitt laugardagskveld fyrif skemmstu, þegar hann horfði á meintan gamanþátt í íslenzka sjón- varpinu. Þar var nánast ekkert kjöt á beinum. Það er mesta furða hvað hægt er að hnoða saman af einber- um ömurleikanum! Brýn þörf er á því að auka og efla íslenzkt sjónvarpsefni. Það er mikilvægur þáttur nauðsynlegrar málverndar. Það má hins vegar ekki kasta svo höndum til slíks efn- is að óorð setji á íslenzka dagskrár- gerð. Það er betur heima setið en af stað farið með ýmislegt undir- málsefni sem alltof oft hefur verið á borð borið í sjónvarpsstöðvunum. xxx FJÖLMIÐLAR sögðu frá því í síðustu viku að sveitarstjóri Kjalarneshrepps ætti í viðræðum við nágrannasveitarfélög, Mos- fellsbæ og Reykjavíkurborg, um aukið samstarf vegna bágrar fjár- hagsstöðu hreppsins. Sameining verður trúlega viðruð í þeim sam- ræðum. Hreppurinn býr við erfiða sam- keppnisstöðu gagnvart stórum o-rnnnsvpitarfplncriim pinkum á þjónustusviðum. Það er höfuðvandi fjölmargra minni sveitarfélaga víðs vegar um landið. Víkveiji dagsins fær ekki betur séð en að sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu séu nánast samvaxin í eina byggð, eitt atvinnusvæði: Hafn- arfjörð, Garðabæ, Kópavog, Reykja- vík, Seltjamames og Mosfellsbæ. Er ekki þjóðráð að viðurkenna þenn- an viðblasandi samvöxt - og sam- eina þessi sveitarfélög í eitt? xxx AÐSKILNAÐUR höfuðborgar- svæðisins í mörg sveitarfélög kann að styðjast við einhver „sögu- leg“ rök. Þau ber að skoða sem önnur. Ræturnar, sem standa djúpt í fortíðinni, iáta ekki að sér hæða. En til framtíðar, þangað sem leiðin iiggur, verður að horfa. Ekki verður fram hjá því komizt, að öll meginrök úm hagkvæmni, hagræðingu og sparnað, sem landsfeður tjalda svo mjög þegar ýtt er undir sameiningu sveitarfé- laga á landsbyggðinni, eiga jafnvel og máski enn betur við um höfuð- borgarsvæðið. Munurin er sá einn að þar gæti sameiningin skilað margfalt meiru, reyndar feiknmikium fjármunum, bæði í umtalsvert ódýrari yfirstjórn og samnýtingu. - Var einhver að tala um Ivkil að Ifpptí ska.ttheimtu?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.