Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 25 jltangtiiilftifetfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR I* MORGUNBLAÐINU í fyrra- dag var sagt frá nýrri bók eftir Nóbelsverðlaunahafann í hagfræði Gary S. Becker, en í formála hennar víkur hann m.a. að gjaldi fyrir réttinn til að veiða fisk og umræðum um þau mál hér á íslandi. í formála bókarinn- ar segir Nóbelsverðlaunahafinn m.a.: „Við leggum til að lagður verði skattur á afla einstakra sjó- manna í stað núverandi kvóta- kerfís þannig að fiskur standi neytendum til boða, þegar þeir vilja kaupa hann og einnig til að bæta fjárhagsstöðu sjó- manna. Þessi tillaga var tilefni Qölda bréfa, einkum frá embætt- ismönnum ríkis, blaðamönnum og hagfræðingum á íslandi, þar sem fiskveiðar eru helzta at- vinnugreinin. Greinilegt er, að nú fer fram á íslandi víðtæk og hörð deila um það, hvort betra sé að koma í veg fyrir ofveiði með því að láta hvert veiðiskip hafa kvóta eða með því að leggja skatt á afla hvers báts. Þótt tals- menn kvóta hafí sett fram ýmis góð rök í þessum skrifum erum við enn þeirrar hyggju að skattar séu betri, einkum og sér í lagi, ef auknar tekjur ríkisins af þess- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrlmur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. um sköttum verða til þess, að aðrir skattar verði lækkaðir." Hér í blaðinu sl. þriðjudag birtist frétt þess efnis, að Clinton, Bandaríkjaforseti, hefði undirritað lög sem kveða á um veiðileyfagjald. í yfirlýs- ingu forsetans um þetta efni, sagði, að lögin væru sameigin- leg tilraun repúblikana og demókrata til þess að „taka á þeim vandamálum, sem blasa við fiskveiðum þjóðarinnar ... og mun bæta mjög framtíðar- stjórnun mikilvægra sjávarút- vegsauðlinda." Og Bandaríkjaforseti bætti við: „Það að koma á gjöldum fyrir einstaka fiskveiðikvóta og kvótaáætlanir til að styrkja byggðarlög er skref í þá átt að tryggja einhveija endurgreiðslu fyrir notkun þessarar þjóðarauð- lindar.“ Löggjöf sú, sem forsetinn und- irritaði fyrir skömmu er sett á Bandaríkjaþingi og samkvæmt yfirlýsingu forsetans stóðu að henni þingmenn úr röðum beggja flokka, sem þar eiga fulltrúa. Eftirtektarvert er, að forsetinn talar sérstaklega um „einhverja endurgreiðslu fyrir notkun þess- arar þjóðarauðlindar", sem hefur einmitt verið kjarnaatriði í um- ræðum um málið hér. Hér á íslandi hefur því hvað eftir annað og ítrekað verið hald- ið fram, að veiðileyfagjald ætti eitthvað skylt við sósíalisma. Eru það sósíalistar úr röðum þing- manna repúblikana og demó- krata, sem setja slíka löggjöf í Bandaríkjunum?! Er Clinton Bandaríkjaforseti sósíalisti?! Er það sósíalisti, sem að öllum lík- indum verður endurkjörinn for- seti Bandaríkjanna eftir rúma viku?! Er Gary S. Becker, Nóbelsverðlaunahafí í hagfræði, sósíalisti?! Auðvitað á veiðileyfagjald í einhverri mynd ekkert skylt við sósíalisma. Þvert á móti byggist það í grundvallaratriðum á ómengaðri markaðshyggju. „Ókeypis hádegisverður er ekki til,“ sagði annar Nóbelsverð- launahafí, Milton Friedmann. Þeir, sem fengið hafa kvóta fyrir ekki neitt úr hendi íslenzka ríkis- ins hafa fengið gífurleg verð- mæti án endurgjalds. Þau verð- mæti eru tekin af hinum almenna borgara. í kvótaúthlutuninni er fólgin einhver mesta eignatil- færsla, sem um getur í 1100 ára sögu þjóðarinnar. Hitt er svo önnur saga, að þeir hinir sömu, sem andmæla veiðileyfagjaldi og kenna tals- menn þess við sósíalisma, hafa samþykkt grundvallarhugmynd- ina að baki því í raun m.a. með lögunum um þróunarsjóðinn. Þótt þar sé ekki gert ráð fyrir háu gjaldi er meginhugsunin samþykkt með þeirri löggjöf. Að henni stóðu m.a. allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og þ.á m. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra. Þess vegna má segja, að ekki sé lengur ágreiningur um hugmyndina, sem slíka held- ur útfærslu hennar. Það gæti kannski þjónað einhveijum til- gangi að færa umræður um þetta mál út í þann farveg. CLINTON OG BECKER Asklok er ekki himinn ÞAÐ VAR EFTIR- minnilegt að anda að sér heimsmenning- unni í Lundúnum og París nýlega. Engir kunna að leika Oscar Wilde einsog Bretar, aldrei hef ég séð jafnfínan dansballett og í óperunni í París (Auréole P. Tayl- ors, A Suite ofDances eftir J. Robb- ins sem á sínum tíma kom hingað með dansflokk sinn, Annonciation eftir A. Preljocaj og Le Jeune homme et la Mort R. Petits), og flokkur frægasta flamengó-dansara heims nú um stundir, Cortes, var engu líkur í Albert Hall, svo nokk- urra atriða sé getið. Það skyldi þó ekki vera að nútíma-flamengó eigi eftir að breyta poppinu í veröld sem var! • Ég veit enga næringu betri en þá heimsmenningu sem unnt er að sækja til þessara borga. Maður grefur sig inní ilminn og gleymir sér einsog hunangsfluga. Á tveimur stórmerkum mál- verkasýningum í París gerði ég mér fýrst grein fyrir því að nútlmalistin hófst ekki með Kandinskí og þeim félögum suður í Bayem, heldur hafði hún vaxið af rótum impres- sjónismans undir forystu Monets. Þegar við dvöldumst í Oberammer- gau í Bayem fyrir u.þ.b. aldarfjórð- ungi þurftum við að skipta um lest í Mumau á leið til Munchen. Kand- inskí og þeir félar, Bláu riddararn- ir, áttu heima í Mumau þegar þeir vom að breyta heimslistinni. Og í grein minni um þetta breytinga- skeið sem birtist, að mig minnir, í Lesbók sagði ég að heimslistin hefði skipt um lest í Mumau. En nú gerði ég mér fulla grein fyrir því að það var í hinum stóm vatnaliljumyndum Monets í Musée de L’Orangerie og Musée Marmottan, París, sem tónn- HELGI spjall inn var sleginn. Þar birtist umhverf- ið ekki sem hlutvemleiki heldur einskonar áhrif af þessum sama veraleika, það sem áhrif umhverfis skilja eftir í huganum. Þótt hitt sé aðvísu rétt að í myndum Kandinsk- ís em þessi umhverfísáhrif horfin með öllu þótt það eimi oft eftir af þeim í afstraktlist, einsog við getum séð í Homafíarðarmyndum Svavars Guðnasonar. Með þetta í huga gæt- um við vel nefnt impressjónismann áhrifastefnu eða eitthvað þvíumlíkt. Hún fjallar um þá upplifun sem verður eftir þegar hinar klám útlín- ur veruleikans eru afmáðar. Monet málaði þessar myndir um síðustu aldamót og hafa þær þá verið tíma- mótaverk. Hann málaði einnig myndir frá Lundúnum sem vísa aft- ur til Turners, en aðrar, tilaðmynda af brezka þinghúsinu, vísa fram til óhlutkenndrar afstraktlistar. Frakkar em engum líkir hvað snertir áræði í listum. Pompidou- listasafnið í París er nútímaarki- tektúr í allri sinni dýrð án þess vera stílbijótur í gömlu umhverfi sínu. Þar var stórsýning á allskyns mynd- list, tilaðmynda sérsýning á Bacon, en eftirminnilegustu herbergin voru með verkum Chagalls og Kandinsk- 'ís sem er alltaf jafn fijáls og nýr hvortsem hann málar með gamla eða nýja laginu, enda er hann allra málara flinkastur. Og raunar er hann jafnflinkur og hann er fjöl- breyttur og að mínu viti á hann engan sinn líka að því leytis nema Mattise, hvaðsem Picasso líður. Og Chagall er alltaf Chagall. Það vissu Frakkar. Þeir hikuðu ekki við að biðja hann um að skreyta loftið í gömlu ópemnni og glugga dóm- kirkjunnar í Metz. Það var áræði sem enginn mun sjá eftir. M + Friðrik sophusson, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, flutti ræðu á landsfundi flokksins fyrir skömmu, sem ástæða er til að fjalla um. Þar var- aði hann flokksmenn sína við og sagði, að þeir mættu búast við gagnsókn vinstri manna. Þeir mundu sækja hugmyndir til brezka Verkamanna- flokksins og Sjálfstæðismenn yrðu að búa sig_ undir að svara þeim. í ræðu sinni vék Friðrik Sophusson að því, sem hann taldi vera mestu umskiptin, sem fylgt hefðu valdatöku Sjálfstæðis- flokksins 1991 og sagði: „En ef til vill er merkilegasti og að mörgu leyti skýrasti árangur okkar starfs síðustu fímm árin fólginn í almennri hugarfarsbreytingu. Nú líta menn ekki lengur til ríkisins um styrki og stuðning, heldur sækja hann í eigin atorku og hugvit. Smám saman hefur hugsjón sjálfsbjargarhvatar og einstak- lingshyggju verið að vinna á. Menn rasa ekki lengur eins um ráð fram og þeir gerðu, á meðan verðbólgan slævði allt verðskyn og gerði allar áætlanir óframkvæmanleg- ar. Menn sýna miklu meiri fyrirhyggju en áður. Fyrirtæki hafa verið að hagræða hjá sér, unga fólkið fer gætilegar en áður í að safna skuldum." í framhaldi af þessum ummælum benti Friðrik Sophusson á, að nú væri mikil geijun á vinstri væng stjórnmálanna og búast mætti við, að íslenzkir vinstri menn ættu eftir að sækja hugmyndir til brezka Verkamannaflokksins. Síðan sagði vara- formaður Sjálfstæðisflokksins: „Ég nefni þetta hér vegna þess, að við eigum áreiðan- lega eftir að sjá mikla hugmyndafræðilega og pólitíska geijun á vinstri væng stjórn- mála á næstu áram og þá er ég viss um, að margar hugmyndir verða sóttar til brezka Verkamannaflokksins. En þá vakn- ar stóra spurningin: hvernig eigum við að svara hinni hugmyndafræðilegu gagnsókn vinstri manna, sem framundan hlýtur að vera á íslandi eins og í Bretlandi.“ Þeirri spurningu svaraði Friðrik Sophus- son með einu orði, ábyrgð, og sagði: „Ábyrgð merkir það, að menn njóti og gjaldi verka sinna. Þeir geta ekki búizt við því að geta velt kostnaðinum af mistök- um sínum yfír á herðar annarra. Þeir verða sjálfir að bera ábyrgð á þeim. Atvinnurek- endur verða að bera ábyrgð á rekstri sínum sjálfir. Um leið merkir ábyrgð það, að menn eiga að njóta sjálfaflafjár. Þeir verða að fá að græða á því, sem þeir hafa vel gert. Ríkið má ekki sverfa að þeim með óhóflegri skattlagningu og afskiptum af öllu tagi.“ Hvað er það, sem brezki Verkamanna: flokkurinn hefur gert og fjármálaráðherra vitnar hér til? Eins og kunnugt er, hefur Verkamannaflokkurinn nú mikið forskot á íhaldsflokkinn í skoðanakönnunum og í Bretlandi virðist gengið út frá því sem vísu, að Tony Blair verði næsti forsætisráð- herra Breta. Að vísu var líka talið í síð- ustu þingkosningum í Bretlandi, að Verka- mannaflokkurinn færi með sigur af hólmi en jaunin varð önnur. Ástæðan fyrir velgengni Verkamanna- flokksins í Bretlandi um þessar mundir er hins vegar ekki sú, að flokknum hafí geng- ið svo vel að endurnýja gamla sósíalíska stefnu sína á þann veg, að hún freisti kjós- enda svo mjög. Ástæðan er allt önnur. Hún er sú, að Verkamannaflokkurinn hef- ur í nokkrum meginatriðum tekið upp stefnu íhaldsflokksins. Og þegar um er að ræða tvo flokka, sem boða áþekka stefnu eða a.m.k. Verkamannaflokk, sem hræðir kjósendur ekki með úreltum stefnu- málum, hallast kjósendur að því að velja nýtt fólk, sem kemur óþreytt til starfa en íhaldsflokkurinn hefur verið við völd í Bretlandi í einn og hálfan áratug. Það er áreiðanlega rétt hjá Friðrik Soph- ussyni, að í þessari baráttuaðferð brezka Verkamannaflokksins er fólgin viss hætta fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En spumingin er hvort sú hugmyndafræðilega gagnsókn vinstri manna, sem íjármálaráðherra fjall- aði um í ræðu sinni á landsfundinum er kannski löngu hafín. Sú var tíðin fyrir a.m.k. hálfri öld, að haft var á orði manna á meðal, að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði orðið svo stór og Alþýðu- flokkurinn lítill gagnstætt þeirri þróun, sem orðið hafði hjá sósíaldemókratískum flokk- um á öðram Norðurlöndum m.a. vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt undir sig þá miðju stjómmálanna, sem bræðraflokkum Álþýðuflokksins í ná- grannalöndunum hafði tekizt að ná til sín. Á þessum áratug hafa menn aftur og aftur spurt þeirrar spurningar, hvort Al- þýðuflokkurinn undir forystu Jóns Bald- vins Hannibalssonar væri að gera tilraun til að snúa þessari þróun við og leggja undir sig ýmis málefnasvið, sem fram til þessa hafa löngum verið talin einkenna Sjálfstæðisflokkinn og stefnumál hans. Um þetta má nefna ýmis dæmi svo sem sterka áherzlu Alþýðuflokksins á frjáls- ræði á öllum sviðum atvinnu- og viðskipta- lífs svo og baráttu fiokksins fyrir aðild að Evrópusambandinu, en fram að þeim tíma hafði Sjálfstæðisflokkurinn haft alla for- ystu um mótun nýrra þátta í utanríkis- stefnu landsmanna. En jafnvel þótt færa megi að því rök, að Alþýðuflokkurinn hafí gengið á undan brezka Verkamannaflokknum í þessum efnum er ljóst, að flokkurinn hefur ekki haft erindi, sem erfiði. Þótt Sjálfstæðis- flokkurinn hafí ekki unnið stórsigra í tveimur síðustu alþingiskosningum hefur flokkurinn haldið sínu og vel það og þar með ljóst, að Alþýðuflokksmönnum hefur ekki tekizt að höggva umtalsvert skarð í raðir Sjálfstæðismanna með málfiutningi sínum. En nú kveður við nýjan tón úr óvæntri •átt, sem bendir til þess að menn eigi að staldra við orð Friðriks Sophussonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar er átt við nýjan_ og gjörbreyttan málflutning Halldórs Ásgrímssonar, formanns Fram- sóknarflokksins og utanríkisráðherra, á undanförnum vikum og mánuðum. Frumkvæði Halldórs Ás- grímssonar REYKJAVÍKLJRBREF Laugardagur 26. október •%7?; pH s - -1- . 1 0:- fifi ■ ' - ■• fi ',■ fi*1 • cr HALLDÓR ÁS- grímsson, utanrík- isráðherra, hefur tekið ákveðið póli- tískt framkvæði í þjóðmálaumræðum að undanförnu með óvæntum yfirlýsingum um fískveiðistefnuna annars vegar og Evrópumálin hins vegar. Á aðalfundi Sam- bands ísl. sparisjóða fyrir rúmri viku fjall- aði ráðherrann um myntbandalag Evrópu og hugsanleg áhrif þess á stöðu Islands á mun opnari hátt en aðrir hafa gert og wði m.a.: „Enda þótt ísland sé ekki aðili að Evr- ópusambandinu og taki þar af leiðandi ekki beinan þátt í umræddri þróun er ljóst, að hún mun hafa veruleg áhrif á það umhverfi, sem við hrærumst í á sviði efna- hags- og peningarnála. Það er því nauðsyn- legt fyrir okkur íslendinga að kynna okk- ur í tíma áformin um myntsamrunann í Evrópu og búa okkur af kostgæfni undir þau áform ... Ekki er ljóst, hvort eða á hvern hátt EFTA-ríkjunum býðst að tengj- ast þessari myntþróun en ef slík ákvörðun verður tekin verður það væntanlega að gerast með sérstökum tvíhliða samningum eða með breytingu á EES-samningnum.“ Og síðan sagði utanríkisráðherra: „Við íslendingar getum ekki horft fram hjá þessum þætti í samstarfi Evrópuríkja enda þótt við tökum ekki beinan þátt í atburða- rásinni. Það er að mínu mati brýnt að við höldum áfram að fylgjast grannt með framvindu þessa máls í Evrópu og ekki síður huga að þeim kostum, sem lönd utan myntsamranans standa frammi fyrir ... Þróunin í Evrópu mun hafa mikil áhrif á okkar hag, hvaða skoðun, sem menn hafa á tengslum okkar við Evrópusambandið. Við verðum að vera á varðbergi í því skyni að geta tekið skjótar ákvarðanir sem við teljum þjóna bezt hagsmunum landsins í bráð og lengd." HAUST í KERLINGARFJÖLLUM. Ljósmynd/Snorri Snorrason Enginn vafi leikur á því, að við íslend- ingar stöndum frammi fyrir nýjum viðhorf- um í samstarfi Evrópuríkja, þegar mynt- bandalagið verður að veruleika. Það er mikið álitamál, hvort við getum búið við íslenzku krónuna á sama tíma og flestar Evrópuþjóðir taka upp sameiginlegan gjaldmiðil. Óhætt er að fullyrða, að stuðn- ingur við þessi sjónarmið er umtalsverður á vettvangi atvinnulífsins, sem gæti lent í erfiðri samkeppnisstöðu að óbreyttu. Af sjálfu leiðir að þennan stuðning er þá einn- ig að finna meðal áhrifamanna í Sjálfstæð- isflokknum. Með málflutningi af því tagi, sem Halldór Ásgrímsson hafði uppi á aðal- fundi Sambands ísl. sparisjóða er formaður Framsóknarflokksins að höfða beint til þeirra. Daginn eftir að landsfundur Sjálfstæðis- flokksins var settur, efndu Framsóknar- menn til fundar á Hótel Borg. Það kann að hafa verið tilviljun en alla vega tókst þeim að draga að sér töluverða athygli með þeim fundi. Þar gaf Halldór Ásgríms- son yfirlýsingar um fiskveiðistjórnunina, sem komu mönnum í opna skjöldu, ekki sízt vegna þess, að þar talaði einn helzti höfundur núverandi kvótakerfís. í ræðu sinni á þeim fundi sagði formaður Fram- sóknarflokksins m.a.: „Ég heyri mikla undiröldu í þjóðfélaginu út af fískveiði- stjórnuninni. Menn telja, að nú sé kominn tími til að breyta. Það særir réttlætiskennd margra, hvernig þar er haldið á málum. Það hlýtur að sjálfsögðu að vera nokkurt áhyggjuefni fyrir þá, sem hafa staðið að því að byggja þetta kerfí upp og hugsað um það í langan tíma. Ég kemst ekki undan því að vera talinn einn aðalábyrgð- annaðurinn fyrir fískveiðistjórnunarkerf- inu enda vil ég ekki víkja mér undan þeirri ábyrgð ... Er hagnaðurinn virkilega svona mikill í sjávarútvegi? Nei, hann er það ekki. Atvinnugreinin er að byija að geta staðið á fæturna. Hún er að borga upp skuldir sínar. Það er verið að byggja upp fískistofnana og við eigum að nýta svig- rúmið til þess. Þegar við höfum skilað þeim árangri er allt í lagi að fara að tala um að skattleggja þessa grein meira.“ Síðan sagði utanríkisráðherra: „Það hefur aldrei verið hugmyndin að það (físk- veiðistjórnunarkerfíð) yrði skapað í eitt skipti fyrir öll. Þetta er okkar auðlind. Við eigum hana öll. Útvegsmenn hafa afnota- réttinn af henni og það er okkar að ákveða, hvort við tökum hann frá þeim. Þeir verða að gera sér grein fyrir því, að það getur orðið, ef þeir haga sér svo óskynsamlega að það gangi fram af allri þjóðinni. Þá verður þessu breytt og það eiga þeir að vita. Þess vegna þurfum við alltaf að hafa þetta til endurskoðunar en við verðum að gera það af skynsemi og réttsýni." Á fundinum var Halldór Ásgrímsson spurður nánar út í þessi ummæli og sagði hann þá, að stjómvöld hefðu allar heimild- ir til að breyta kvótaúthlutuninni og bætti við: „Það verða allir að geta treyst því að þetta eigi að gilda til einhverra ára. En ef okkur finnst að þetta gangi ekki leng- ur, tel ég að við getum gert það.“ Hinn breytti tónn í umfjöllun Halldórs Ásgrímssonar um fiskveiðistefnuna stað- festir, að innan Framsóknarflokksins eru ný viðhorf að ryðja sér til rúms. Með því nær Framsóknarflokkurinn tvíþættum ár- angri. Annars vegar nær hann til þess stóra hóps almennra kjósenda, sem sættir sig ekki við óbreytt kerfí. Hins vegar nálg- ast hann þau sjónarmið, sem nú eru sterkt uppi í málflutningi talsmanna Alþýðu- flokks, Þjóðvaka og Kvennalista og að nokkru leyti Alþýðubandalags. Jafnframt er formaður Framsóknar- flokksins að fjalla efnislega um tvö stór mál, sem mörgum landsmanna fínnst of lítið rætt um á vettvangi stjórnmálanna. Er gagn- sóknin þeg- ar hafin? ÞEGAR HORFT ER annars vegar til málflutnings Al- þýðuflokksmanna undanfarin ár og hins vegar til orða Halldórs Ásgrímssonar síðustu vikur er ekki fráleitt að spyija, hvort sú hugmynda- fræðilega gagnsókn vinstri manna, sem Friðrik Sophusson fjallaði um í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sé þegar hafín. Margt bendir til, að svo sé. Allavega er ljóst, að í báðum tilvikum höfða Fram- sóknarmenn og Alþýðuflokksmenn sterkt til fjölmennra kjósendahópa Sjálfstæðis- flokksins. Styrkur Sjálfstæðisflokksins er hins vegar mikill. Frá gamalli tíð er holl- usta og trúnaður við flokk og forystu mik- ill í Sjálfstæðisflokknum. Stuðningsmenn flokksins eru stoltir yfír leiðsögn hans á síðustu hálfri öld á erfiðum tímum kalda stríðsins, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var það bjarg, sem allar öldur brotnuðu á en aðrir flokkar sveifluðust til eins og strá í vindi, eftir því hvemig vindurinn blés hveiju sinni. Kjarninn í kjósendafylgi Sjálf- stæðisflokksins er mjög sterkur. Hugmyndir Friðriks Sophussonar um að svara gagnsókn vinstri manna með því að undirstrika ábyrgð hvers og eins þjóðfé- lagsþegns á sjálfum sér og gerðum sínum era góðra gjalda verða og í fullu samræmi við grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins, eins og hún hefur verið frá upphafi. En meira þarf til að koma. Hin stóru mál líð- andi stundar kalla á miklu víðtækari um- ræður af hálfu Sjálfstæðismanna en raun hefur orðið á. Það má ekki láta jafnaðar- menn og Framsóknarmenn einoka þær. „En nú kveður við nýjan tón úr óvæntri átt, sem bendir til þess að menn eigi að staldra við orð Friðriks Sophus- sonar á lands- fundi Sjálfstæðis- flokksins. Þar er átt við nýjan og gjörbreyttan mál- flutning Halldórs Ásgrímssonar, formanns Fram- sóknarflokksins og utanríkisráð- herra, á undan- förnum vikum og mánuðum.“ <í “f=t—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.