Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 27 SIGURÐUR JÓHANNESSON + Sig-urður Jó- hannesson var fæddur í Hafnar- firði 26. janúar 1932. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 21. október síðastliðinn. For- eldrar Sigurðar voru Jóhannes Þor- steinsson, bifreiða- stjóri í Hafnarfirði og síðast á Klöpp í Garði, fæddur 9. nóvember 1884 í Reykjavík, dáinn 27. nóv. 1947, og Stefanía Sigurðardóttir, bú- stýra í Hafnarfirði, fædd 20. ágúst 1901 í Garði, dáin 19. des. 1984. Sigurður var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Hulda Reg- ína Egilsdóttir, f. 19. júlí 1927 á Reynistað, d. 12. febrúar 1981, foreldrar Egill Jónsson vegaverksljóri á Reyðarfirði, f. 25. feb. 1907, d. 13. mars 1989 og kona hans Þórdís Gunnarsdóttir, f. 11. ágúst 1907, d. 16. mars 1989. Börn þeirra: Þórdís Ey- gló, f. 28. des. 1950, Stefán, f. 12. feb. 1953, Egill, f. 16. ágúst 1957 og Gunnar, f. 16. mars 1959. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Kristín Pálína Andrésdóttir, f. 13. nóvember 1938 í Reykjavík, hús- mæðrakennari. For. Andrés Sól- berg Jónsson, vél- sljóri í Reykjavík, f. 28. júní 1902 í Hergilsey á Breiðaf., d. 7. sept. 1971, og k.h. Björg Pálsdóttir, f. 11. ágúst 1906 í Flatey á Breiðaf., d. 7. júlí 1985. Börn þeirra: Anna Björg, f. 30. mars 1969, Ragnhildur Hrund og f. 26. nóv. 1972. Barnsmóðir Oktavía Stefánsdóttir. Barn þeirra: Björn Fjalar, f. 12. nóv. 1965. Utför Sigurðar fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudag- inn 28. október og hefst athöfn- in klukkan 15. Mætur samstarfsmaður og vinur, Sigurður Jóhannesson, lést eftir stutta sjúkralegu á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 21. þessa mánað- ar aðeins 64 ára að aldri. Enda þótt okkur vinnufélögum hans á Reykjalundi væri vel kunnugt um erfið veikindi hans um árabil eigum við erfitt með að sætta okkur við þá tilhugsun að Siggi raf, eins og hann var nefndur meðal vina sinna hér, sé okkur horfínn að eilífu. Einstakt geðslag hans og léttleiki hlaut að gera hann að miðdepli þess sérstaka menningarlífs sem gjarnan þrífst á kaffístofum fyrir- tækja og urðum við vinnufélagar hans fyrir léttum skotum þar sem jafnvel hin minnstu frávik frá norm- reglum mannlífsins voru krufin til mergjar með meinlausri kímni hans. Oftar en ekki beindist þó glensið að honum sjálfum, því Sigurði var gefinn sá eigjnleiki að geta gert grín að sjálfum sér og jafnaði þann- ig út þann aðstöðumun sem upp gat komið þegar félögum hans var ekki lagið að svara fyrir sig. Starfsferill Sigurðar hér á Rey- kjalundi spannar næstum 40 ár en hann kom hér fyrst til starfa á veg- um verktaka í rafvirkjun árið 1957. Árið 1958 stofnaði hann rafverk- takafyrirtækið Rafgeisla með Sig- urði Kjartanssyni og önnuðust þeir félagar rafvirkjun á staðnum um árabil upp frá því. Á þessum árum er Reykjalundur að hasla sér völl á sviði plastiðnað- ar og hafin er framleiðsla á plast- rörum fyrrir kaldavatnsveitur. Árið 1965 verða straumhvörf í þessari iðngrein þegar fram kemur hráefni gætt þeim eiginleikum. að hægt var að bræða rörin saman með full- nægjandi styrkleika. Var þetta ná- kvæmnisverk því erfitt getur verið að finna og bæta úr göllum á sam- suðu röra eftir að þau hafa verið grafin í jörðu. Sigurður byijaði afskipti af röra- suðu þegar á tilraunastigi undir stjórn Jóns Þórðarsonar fram- leiðslustjóra Reykjalundar og þetta átti eftir að verða hans verksvið og sérgrein í tvo áratugi. í hugum okkar hefur enginn náð samjöfnuði við hann í þessu fagi. Sigurður starfaði áfram sem verktaki fram til ársins 1971 þegar hann var fastráðinn sem starfsmað- ur Reykjalundar við rörasuðu. Árið 1984 hóf hann störf í í söludeild fyrirtækisins þar sem þekking hans og reynsla varð að ómetanlegum gagnabanka um vatnsveitufram- kvæmdir um land allt. Á þeim tveim áratugum sem Sig- urður starfaði í þessu fagi varð bylting í vatnsveitumálum hér á landi. Raunar má segja að Island hafí í stórum dráttum verið vatns- vætt með Reykjalundarrörum á þessu tímabili. Og Sigurður var jafnan á staðnum þar sem verkin voru unnin sem traustur ráðgjafi um það hvernig átti að veita vatni og því jafnframt vel kynntur sendi- herra Reykjalundar gagnvart við- skiptavinum. Eignaðist hann fjöl- marga vini á suðuferðum sínum um landið og margir eiga eftir að sakna góðra ráða hans, þjónustulipurðar og léttra samskipta. Ekki getum við vinnufélagarnir kvatt Sigurð án þess að minnast á störf hans að félagsmálum hér á Reykjalundi. Hann stóð fyrir fyrstu árshátíð Reykjalundar 1975 og markaði þá stefnu sem ennþá stend- ur að vel skyldi til hennar vandað. Þá er ótalin forysta hans í svonefnd- um „villimannatúrum“, sem eru haustferðalög karlkyns starfs- manna inn á hálendisvegi landsins. Hér er vissulega um rangnefni að ræða því undir einráðri forystu Sig- urðar hefur þessi liðlega 30 ára ferðaklúbbur haft á sér hinn mesta menningarbrag í allri umgengni við landið og þá gististaði sem við höf- um heimsótt. Upphafið má rekja til þess þegar Sigurður eignaðist ferðabíl og bauð nokkrum vinnufé- lögum í ferðalag í Landmannalaug- ar árið 1963. Næstu tvö árin leigði hópurinn sér stóran Víbon-trukk en smám saman jókst jeppaeign Rey- kjalundarmanna og hópur villi- manna fór ört stækkandi í ferðum sem farnar hafa verið á hveiju hausti síðan. Sigurður ákvað jafnan upp á sitt eindæmi hvert skyldi haldið, hvar skyldi gist og skipti verkum með mönnum á áfangastað. Eigum við vinnufélagarnir óglejnn- anlegar minningar úr þessum ferð- um enda lá Sigurður ekki á liði sínu við að viðhalda ævintýraljóma þess- ara ferða með örlítið krydduðu ívafí á kaffistofunni langt fram á næsta ár. Við félagamir söknum þín, Siggi raf, og biðjum góðan guð að styrkja Kristínu eiginkonu þína og stóra fjölskyldu í sorg sinni. F.h. vinnufélaga á Reykjalundi, Bjöm Ástmundsson. TEINAR Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró r Islensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Revkjavik. sími: 587 1960 -fax: 587 1986 2 | I 1 8 I 8 Fersk blóm og skreytingar við öll tækifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fdíiafeni 11, sími 568 9120 2 I 5 I I I 8 t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSBJÖRN MAGNÚSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 29. október kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Tourette-samtökin 301-26-11309. Helga Guðbrandsdóttir, Lena S. Ásbjarnardóttir, Ásdís Snorradóttir, George Stroebel, Kolbrún Sígurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn, og aðrir aðstandendur. t Elskuleg sambýliskona mín, móðir, tengamóðir, amma og systir, JÓNÍNA GUÐRÚN FRIÐLEIFSDÓTTIR, Fannborg1, Kópavogi, lést í Vífilsstaðaspítala 15. október sl. Útför hennar hefur farið fram í.kyrrþey að ósk hinnar látnu. Læknum og starfsfólki Vífilsstaðaspítala eru færðar alúðarþakkir fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót við hina látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Kristján Bruun, Karólina Ósk Valgeirsdóttir, Gunnar Örn Árnason, barnabörn og systkini hinnar látnu. t Móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Stórholti 43, Reykjavík, lést á heimili sínu 25.október. Óskar J. Björnsson, Maria Óskarsdóttir, Guðmundur Óli Ólafsson, Zofia Bandel Óskarsdóttir, Margrét Sigbjörnsdóttir. Elskulegur sonur okkar, ORRI MÖLLER EINARSSON, Hrisalundi 14B, Akureyri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans að kvöldi 17. október. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. október kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega af- þökkuð en þeim, sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (sími 588 7555). Súsanna Jóna Möller, Einar Guðnason. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, ÁSGRÍMUR ALBERTSSON gullsmiður og fv. bankafulltrúi, Vogatungu 6, Kópavogi, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. októ- ber þ.m. Jarðarförin fer fram frá Digra- neskirkju miðvikudaginn 30. október kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélagið. Anna Jóhannsdóttir, Sólveig Ásgrímsdóttir, Páll Halldórsson, Hafliði Ásgrfmsson. t Áskær sambýlismaður minn, faðir, bróðir, stjúpi og frændi, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Gautlandi 15, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 14. októ- ber. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Þyri Jónsdóttir, Linda Björk B. Guðmundsdóttir, JóhannesJónsson, Jónfna Parrington, OddurJónsson, Steingerður Jónsdóttir, Sveinn Gunnlaugsson, Björg Jónsdóttir, Kristgeir Kristinsson, stjúpbörn og systkinabörn. Lokað Vegna útfarar Sigurðar Jóhannessonar, sölu- manns verður söludeild Reykjalundar lokuð frá kl. 13.00 mánudaginn 28. október. Reykjalundur, plastiðnaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.