Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Islensk margmiðlun hf. annast rekstur Stöðvar 3 Engin marktæk breyting mælist MÆLAR á Grímsvötnum sýndu í fyrradag enga mark- tæka breytingu frá þvíjþeir voru síðast athugaðir. I bæði skiptin mældist hæð vatnanna 1.509 metrar. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð- ingur segir að skekkjumörk séu um tveir metrar og að sennilega hafi fyrri mælingin verið ofarlega innan þeirra marka. Hann segir það ljóst að ennþá renni vatn í Gríms- vötn, en eftir því sem rennsl- ið minnki þurfi lengri tími að líða milli mælinga til þess að þær séu marktækar. A myndinni sést grilla í vísindamenn á Grímsfjalli við skála Jöklarannsóknarfélags- ins en þyrlan er þar fyrir neðan. I bakgrunni sjást sprungurnar í íshellunni yfir Grímsvötnum. FYRIRTÆKIÐ íslensk margmiðlun hf. hefur tekið að sér rekstur Stöðv- ar 3 með samningi við íslenska sjón- varpið hf., sem mun í dag óska formlega eftir heimild Héraðsdóms Reykjavíkur til að leita nauðasamn- inga um skuldir í tengslum við ijár- hagslega endurskipulagningu rekstrarins. Helstu hluthafar íslenskrar margmiðlunar hf. eru Sambíóin, G. Jóhannsson, Burðarás, Festing, Árvakur, Eignarhaldsfélagið Al- þýðubankinn, Þróunarfélag íslands, Vátryggingafélag íslands, íslensk endurtrygging, Skeljungur, Vífilfell og Japis. Hlutafé félagsins hefur SEX þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í gær fram þingsályktunartil- lögu, sem miðar að því að ríkis- stjórnin stuðli að því að hafnar verði markvissar rannsóknir á því hvort olía eða gas finnist á landgrunni Islands. Fyrsti flutningsmaður til- verið aukið í 160 milljónir króna í fyrsta áfanga hlutafjáraukningar. Samið um nýja myndlykla íslenska sjónvarpið hf. hefur átt í rekstrarerfiðleikum undanfarna mánuði vegna vanefnda amerísks framleiðanda á myndlyklum fyrir sjónvarpsreksturinn. Samningnum var rift í ágúst sl. og hefur verið krafist bóta af framleiðandanum. Pantað hefur verið nýtt myndlykla- kerfi, sem gefur áhorfendum kost á að velja sér kvikmyndir eða þætti, svokallað „pay-per-view“ kerfi. íslenska sjónvarpið hf. hefur lagt fram frumvarp að nauðasamning- lögunnar er Guðmundur Hallvarðs- son. í tillögunni er gert ráð fyrir, að einkum verði horft til þeirra svæða á landgrunninu sem fyrri rannsóknir bendi til að séu líklegust til að geyma slíkar auðlindir og samstarfs verði um, sem miðast við að 35% krafna verði greidd. Þegar hafa safnast tilskilin meðmæli frá kröfuhöfum fyrir heimild til nauðasamningsum- leitana og liggur fýrir jákvæð af- staða tilskilins fjölda kröfuhafa til að heimild til nauðasamninga fáist. Nýjum myndlyklum verður dreift í desember, en þangað til hafa allir með örbylgjuloftnet að- gang að efni Stöðvar 3. Auk dag- skrár Stöðvar 3 og sérstakra val- rása hafa áskrifendur Stöðvar 3 áfram aðgang að útsendingum er- lendu sjónvarpsrásanna CNN, Eurosport, MTV, Discovery Channel og Cartoon Network. leitað við erlenda aðila um rannsókn- irnar. Tillöguflytjendur vilja að einskis skuli látið ófrestað að ná samningum við erlenda aðila um frekari rann- sóknir þar sem fyllstu aðgæzlu verði gætt með tilliti til náttúruverndar. Vilja auka öryggi í Óshlíð ísafirði. Morgunblaðið. BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur ákvað á fundi fyrir stuttu að skora á samgönguráðherra og samgöngu- nefnd Alþingis að láta fara fram úttekt á umferðaröryggi um Óshlíð- arveg sem og að gera tillögur til úrbóta. Jafnframt hefur bæjar- stjómin óskað eftir því við sömu aðila að þeir sjái til þess að tryggja fjármagn til nauðsynlegra úrbóta. Áskorunin er send í kjölfar aukinna skriðufalla á afmörkuðum hluta Óshlíðarvegar en björg hafa fallið frá efstu brún fjallsins og niður á veginn og gert hann óökufæran. I bókun bæjarstjórnar Bolungar- víkur vegna þessa máls segir enn fremur að öllum megi vera ljós sú hætta sem þessu er samfara og að þrátt fyrir þær umbætur sem gerð- ar hafa verið á veginum á undan- fömum árum til aukins öryggis fyrir umferð sé ljóst að þær dugi engan veginn á þeim stöðum þar sem hættan er mest í dag. „Því er ljóst að grípa verður sem fyrst til framkvæmda til að efla umferðarör- yggi um þennan fjölfama veg,“ segir m.a. í bókun bæjarstjórnar. Tveir vegskálar í viðbót Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, sagði að um væri að ræða afmarkað svæði við Spor- hamra þar sem varnametin eru. „Það hefur verið óvanalega mikið um gijóthrun á þessu svæði í sumar og þrátt fyrir miklar vegaumbætur og aðgerðir til öryggismála á vegin- um búum við við þá hættu að þama koma stakir steinar niður. Við erum frekar ósáttir við að ekkert sé gert til að minnka hættuna á þessu svæði. Mín skoðun er sú að byggja þurfi tvo vegskála til viðbótar á hlíðinni,“ sagði Olafur. ------♦ ♦ ♦----- Hábergið með Siglu SI í togi HÁBERG GK 299 kom áhöfn Siglu SI 50 til aðstoðar um 60 mílur norð- ur af Straumnesi eftir að skipið fékk í skrúfuna. Hábergið tók Siglu í tog og að sögn skipveija á Háberg- inu var búist var við því í gær- kvöldi að skipin kæmu til hafnar á ísafirði um klukkan þijú í nótt. Átta vindstig voru í norðaustan- átt í gærmorgun þegar atvikið varð en aldrei var talin hætta á ferðum. Nokkuð erfíðlega gekk að draga skipið þar sem eitthvað af nót Siglu var úti og flæktist fy'rir. __ A Tillaga um olíuleit við Island Boð frá Tjaldi II einsdæmi í sögu tilkynningaskyldu Send 3.900 mflur frá íslandi MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögnrra síðna auglýsinga- blað frá BYKO. TJALDURII frá Rifi gerði tilkynningaskyldunni vart við sig rétt fyrir hádegi í gær og átti þá skamma leið ófarna að miðbaug. Ólafur Ársælsson varðstjóri hjá tilkynninga- skyldunni segir íslenskt skip aldrei hafa sinnt þessari skyldu eins fjarri íslandi og Tjaldur nú. Yfir miðbaug ígær Tjaldur er á leið til Falk- landseyja til að taka þar þátt í samvinnuverkefni með heimamönnum þar. Hann hélt úr höfn hérlendis að kvöldi 10. þessa mánaðar, hafði viðkomu á Kanaríeyjum þann 20. síðast- liðinn til að sækja vistir og eldsneyti og var búinn að leggja að baki um 3.900 sjómíl- ur þegar hann tilkynnti um ferðir sínar í gær. I skeyti frá skipinu er greint frá því að búist var við að skip- ið héldi yfir miðbaug um klukkan 13 í gær. Skipið á rúmlega 3.000 sjómílna ferð til Falklandseyja fyrir höndum, og er hún því um það bil hálfn- uð. „Skip á siglingu svo sunnar- lega á hnettinum hefur aldrei sinnt tilkynningaskyldu fyrr, og skip sem eru á Flæmska hattinum eða í Smugunni eru miklu nær. Þetta er því eins- dæmi, en sýnir hversu vel Tjaldur bregst við og hvað tæknin er orðin þróuð til send- inga,“ segir Ólafur. Boðin eru send gegnum tölvu skipsins um gervihnött með InmarSat Standard C fjarskiptakerfi og þaðan send- ir hnötturinn þau til jarðstöðv- ar, þaðan sem boðin berast til tölvu tilkynningaskyldunnar. Fjölskyldur skipverja fylgjastmeð Tjaldur hefur látið vita af sér óslitið frá því hann hélt úr höfn, tvisvar á sólarhring. Ólafur segir aðstandendur áhafnarinnar á Tjaldi fylgjast með ferðum skipsins með milli- göngu tilkynningaskyldunnar og útgerðin einnig. „Fólkið hér heima er mjög ánægt með bæði samviskusemi áhafnarinnar og þjónustu okk- ar að þessu leyti, því að öðrum kosti gæti reynst torvelt fyrir það að fylgjast með hvernig skipinu miðar og að öllu sé óhætt,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.