Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Grænir tómatar Nú ætlar Kristín Gestsdóttir að gera það sem hún hefur aldrei gert áður, en það er að sulta græna tómata. - a ÉG RAKST á græna fallega tómata í stórmarkaði og setti strax tvo poka í innkaupagrind- ina. Þegar að kassanum kom leit ég á verðið - 289 kr. kílóið, nokk- uð dýrt fannst mér, ekki síst þar sem ég hafði lesið í erlendum blöðum og bókum að grænir tóm- atar væru ódýrir og því tilvaldir til sultugerðar. En við erum á íslandi og þar gilda önnur lögmál með grænmetið en víðast hvar. Sem sannur íslendingur lét ég ekki verðið aftra mér þótt hátt væri en hófst handa við sultu- gerðina. Meðan ég stóð við elda- vélina fór ég að hugsa um hvort þetta borgaði sig, hvort ég væri ekki bara gamaldags - það væru allir hættir að sulta og sjóða nið- ur. Líklega er svo með flesta, en mér finnst þetta gaman og sjald- an fást sultaðir grænir tómatar þótt margt sé til. Kannski get ég laumað einni og einni krukku með í jólapakkana, svo ekki fari fyrir mér eins og kærri vinkonu minni. Hún lést í sumar, 98 ára að aldri og í minningargrein eftir sonar- dóttur hennar kemur fram að hún hafi átt um 70 ára gamlar fyrn- ingar af sultu og niðursuðuvöru í krukkum, sem voru vandlega merktar og stóðu í snyrtilegri röð á búrhillunni í kjallaranum. Ég kynntist þessari dásamlegu konu fyrir nokkrum árum, hún var glæsileg og stórkostleg kona, forkur dugleg og mjög heilsteypt manneskja. Sultan hennar hefur áreiðanlega verið góð - jafnvel eftir 70 ár. Ég hefði haft gaman af að smakka hana. Sultaðir heilir, grænir tómatar 1 kg litlir tómatar, helst ekki staerri en litlor plómur___ 5 pundskrukkur með loki Fyrri lögurinn,- 1 lítrivatn 5 'A dl edik 6 heil piparkorn 5 negulnaglar smóbiti þurrkaður engifer (fæst í kryddglösum) 'A tsk. sinnepsfræ, olls ekki meirg ferskt dill 1 þunn sneið fersk piparrót 1. Þvoið tómatana, fjarlægið stilk og lauf, látið vatnið renna vel af þeim og pikkið með prjóni eða gaffli. 2. Sjóðið saman vatn og salt (fyrri lögur). Setjið tómatana í löginn og látið vera við suðu- mark í 5 mínútur. Hellið á sigti. 3. Sjóðiðsamanalltsemfara á í síðari löginn nema piparrót, setjið tómatana út í og sjóðið við suðumark í 5 mínútur. Setjið í skál og geymið í kæliskáp í 3 sólarhringa. 4. Hellið aftur í pott og sjóðið á sama hátt í aðrar 3 mínútur. Sjóðið síðan krukkur og lok og raðið tómötunum í krukkurnar og hellið leginum yfir. Skiptið piparrótarsneiðinni jafnt í krukk- urnar. Piparrót er góð rotvörn í súra legi, en hún er mjög bragð- sterk. Græntómat-mintusulta 1 kg grænirtómatar talsvert mikið af mintublöðum, fersku eða þurrkuðu safi úr 1 sítrónu 5 dl sykur 1 msk salt Síðari lögurinn: 400 g sykur 1. Þvoið tómatana ogtakið af þeim lauf. Setjið tómata og mintulauf í kvörn (matvinnsluvél) eða hakkavél. Setjið í pott ásamt sítrónusafa og sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. Setjið helming sykurs út í og sjóðið við suðu- mark í 5 mínútur, setjið þá hinn helminginn út í og sjóðið áfram í 5 mínútur. 2. Helliðíhreinarkrukkurog lokið vel. Geymið á köldum stað. Þessa sultu má frysta, en hún er mjög góð með lambasteik. oÚtihurdir *gluggar Bíldshöföa 18 s: 5678 100, fax: 567 9080 Vélavinnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. I DAG Með morgunkaffinu Farsi ItlVWw— VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Á nótum vináttunnar KONA hringdi til Velvakanda og hafði eftirfarandi að segja: „Eg vil þakka Jónu Rúnu Kvaran og dótt- ur hennar fyrir skemmtilegan þátt, Á nótum vinátt- unnar, sem er frá kl. 22-24 á Sígildu FM á sunnu- dagskvöldum. Sérstaklega þakka ég þessa yndislegu músík.“ Þakkir til Einars Loga HALLDÓRA hringdi og bað fyrir þakklæti til Ein- ars Loga, sem spilaði á Hótel Örk fyrir eldri borg- ara af Austur- og Vesturlandi. Hann kunni öll gömlu, góðu lögin, sem fara aldrei úr tísku, segir Halldóra og þakkar honum fyrir hönd allra sem þarna voru staddir. // Ounnar getur etk.L Jcom'/é / ctag, * Suo 'eg -erhér tll a&gðeta hoýsn>uno.hoo&. HÖGNI IIREKKVÍSl s>3/úns t/Uú he/otar fct epU'!0 Hver er hæfastur? SIGRÍÐUR hringdi og taldi Gunnar Inga Gunnars- son hæfastan til að taka við af Jóni Baldvin Hanni- balssyni. Leitað að skotveiðmanni SKOTVEIÐIMAÐURINN sem fékk bílfar sl. laugar- dag við Skjaldbreið er beðinn að hafa samband í síma 565-7575. Ingveldur Tapað/fundið Gleraugn töpuðust FREKAR lítil kvengler- augu í grannri bronslit- aðri umgjörð töpuðust fyrr utan Hlölla-báta að- faranótt sl. sunnudag. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 562-1966. Gæludýr Kettlingur TÁSI fæst gefins á gott heimili. Hann er svartur með hvíta bringu, háls og loppur, en eina svarta tá. Áhugasamir katta- vinir hafi samband við Þorstein Jónsson í síma 552-6163 eða í vinnu- síma (milli 9 og 18) 552-4240. Páfagaukur tapaðist LÍTILL ljósblár og hvítur páfagaukur fór að heim- an, Dalatanga 3 í Mos- fellsbæ, sl. laugardags- kvöld. Hafi einhver orðið hans var er hann beðinn að hringja í síma 566-6166 á daginn eða í síma 566-7521. Sædís. Pennavinir ÞRJÁTÍU og átta ára gamall Svisslendingur, breskur þegn, vill skrifast á við konur: Nicholas Roddy, 18 Avenue de Coll- onge, 1820 Territet, France. FJÓRTÁN ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Yumi Yamamoto, 3-2548-1, Kitatamada Hita-shi, Oita-ken, 877 Japan. Víkveiji skrifar... A IFYRRADAG flaug Víkveiji yfir gosstöðvarnar í Vatnajökli og hafði mikla ánægju af. Það má með sanni segja að oftast er sjón sögu ríkari, því þótt blaðalesendur og sjónvarpsáhorfendur hafi fengið að fylgjast mjög náið með framvindu mála á Vatnajökli, þá er það einu sinni önnur og stórbrotnari reynsla að sveima í ofurlítilli flugvél yfir endalausum ísbreiðum Vatnajökuls, þar sem heiðblár himinn og snjóhvít- ur ís renna saman í eitt úti við sjón- deildarhringinn. Salnt sem áður var það svo, að þær óhemju stærðir sem hvarvetna blöstu við komust ekki til skila í mannsins auga, skynjunin nam ekki hrikaleikann fyrr en sam- anburður var fenginn við þekktar stærðir. Það gerðist þegar Ómar Ragnarsson renndi sér á Frúnni nið- ur í gjána yfir gosstöðvarnar og flugvélin sem Víkveiji var í sveim- aði fyrir ofan. Við þann samanburð, þar sem flugvél Ómars var eins og örlítil pappírsflaug sam bar við hrikaleika íss, gufu og ösku, komust stærðirnar fyrst almennilega til skila. Sömuleiðis mátti glöggt skynja ofurstærð gjárinnar, jökulsins og sprungnanna, eftir að þyrla Þyrlu- þjónustunnar hafði tyllt sér á gjá- brúnina og á brúninni sprönguðu ofurlitlar verur, sem reyndust vera menn. Þetta tvennt kemur mjög glöggt fram á ljósmyndum RAX úr þessari flugferð, sem birtust hér í Morgunblaðinu í gær. Víkveija kæmi ekki á óvart, þótt eldstöðvamar í Vatnajökli, Grímsvötn og gjáin nýja ættu á góðviðrisdögum eftir að hafa mikið aðdráttarafl á ferðamenn og þá auðvitað einkum úr lofti. Erfitt er að gera sér í hugarlund að farið verði í ferðir að gosstöðvunum á vélsleðum í bráð, svo mjög er jökull- inn sprunginn þvers og kruss, að öll slík umferð hlýtur að vera stórhættu- leg. XXX EF VÍKVERJI á að kvarta yfir einhveiju þennan eftirminni- lega dag, þá dettur honum í hug að beina því til þeirra sem annast rekstur flugstöðvarinnar á Höfn í Hornafirði, að notalegt væri, ef þeim sem koma á flugvöllinn á litlum einkavélum (ekki með áætlunarflugi Flugleiða) stæði til boða að kaupa sér einhveija hressingu, þó ekki væri annað en samlokur og kaffi- sopi. Það er nú einu sinni svo, þegar um svona flug er að ræða, að oft er farið í loftið með skömmum fyrir- vara og jafnvel á fastandi maga. Því fannst Víkveija sem það væri heldur nöturlegt að lenda í tvígang á Höfn í Hornafirði og geta hvorki keypt vott né þurrt. Að vísu var flug- afgreiðslumaðurinn svo elskulegur að bjóða upp á kaffisopa, en væri nú ekki tilvalið fyrir Hornfirðinga að reyna að bæta þennan þátt þjón- ustu sinnar við ferðamenn? Væntan- lega ætla þeir sér stóra hluti í fram- tíðinni að því er varðar nýuppgöt- vaðan íshelli, jöklaferðirnar vinsælu og nú síðast eldstöðvarnar í Vatna- jökli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.