Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 27 Þurfa foreldrar 11 ára bama að hugsa um vímuvamir? Bandalag kvenna í Reylgavík kostar fyrir- lestra fyrir foreldra 11 ára bama í Reykjavík, þar sem fjallað er um ýmislegt sem varðar uppeldi, útivistartíma, vímuefnaneyslu og fleira. Ragnhildur Sverrisdóttir sat slíkan fund í Grafarvogskirkju. FYRIRLESARAR á fundun- um eru þau Sigrún Hv. Magnúsdóttir, félagsráð- gjafi og Jón K. Guðbergsson, fulltrúi. Þau eru sammála um að ág- ætt sé að ræða ýmis mál, sem alla jafna flokkist sem „unglingamál" við foreldra 11 ára barna. Krakkar á þeim aldri séu virk og dugleg, skoðan- ir þeirra á lífinu og tilverunni í hraðri mótun, en samt séu þau ekki enn komin á breytingaskeiðið alræmda, unglingsárin. Þau séu enn móttækileg fyrir ýmsum hugmyndum foreldranna og mikilvægt sé að foreldrarnir gefi sér tíma til að ræða við þau. Sinna þarf bömunum af kostgæfni Jón lagði mikla áherslu á að for- eldrar yrðu að sinna börnum sínum af kostgæfni. „Foreldrar lýsa því stundum yfir að börnin eyði miklu meiri tíma í skólanum en heima hjá sér og því eigi skólinn að sinna ýms- um málum betur. Það þýðir hins veg- ar ekkert að varpa ábyrgðinni á skól- ana eða félagsmiðstöðvarnar." Jón sagði að sumum foreldrum þætti ef til vill of snemmt að ræða vímuefnaneyslu við 11 ára böm. Hann rifjaði upp sögu, sem kennari í Reykja- vík sagði honum. „Kennarar við skól- ann þurfa að ganga um alla skólalóð- ina á mánudagsmorgnum, til að tína upp sprautur, nálar og pilluglös, sem liggja um allt. Ég þekki líka sögu af 11 ára strák, sem kom heim með tvær pillur, sem hann hafði fundið. Mamma hans lét lögregluna hafa pillurn- ar, sem reyndust vera E- pillur. Þetta er veruleikinn sem blasir við og hann þarf að ræða.“ Sigrún tók undir orð Jóns og benti á að forvamir byijuðu heima. „Við verðum að geta talað um tilfinningar og líðan. Foreldrar mega ekki falla í þá gryfju að segja að allt sé í himna- lagi, ef þeim líður auðsjáanlega illa, heldur útskýra fremur hvers vegna þeim líður illa. Ef tilfinningum er afneitað, þá hætta börn að skilja eig- in tilfinningar og treystá þeim ekki. Börnum er eðlislægt að vera réttsýn og þau þola oft að heyra meira en foreldrarnir halda.“ Sigrún sagði að þegar börnin færð- ust yfir á unglingsárin, þá breyttust samskipti þeirra og foreldranna. „For- eldrar verða að gera sér grein fyrir að það er eðlilegt að unglingar vilji einkalíf." Sigrún sagði að foreldrar fylltust oft óöryggi á unglingsárunum og vissu ekki hvar mörkin lægju. „Ég þekki nokkur dæmi þess að foreldrar, sem hafa grunað unglinga um fíkni- efnaneyslu, hafa brotist inn í herbergi unglinganna og fundið þar ýmis áhöld til neyslu og jafnvel fíkniefni. Þá hef- ur grunurinn verið staðfestur, en samt vefst oft mjög fyrir fólki að viður- kenna fyrir unglingnum að farið hafi verið inn í herbergi hans án hans vit- undar. Þarna verða foreldrar auðvitað að nota bijóstvitið og það innsæi sem hver og einn hefur yfir að ráða.“ Naumur tími en nauðsynlegt að talast við Sigrún sagði að íslenskir foreldrar hefðu oft nauman tíma til að sinna börnum sínum, því þeir væru að vinna allan daginn. „Það er samt mikilvægt að eiga góðar samræður við börnin og hlusta vel á það sem þau hafa að segja. Og það er líka mikilvægt að foreldrar og börn geri hluti saman. Það er ekki nauð- synlegt að fjölskyldan fari í skíðaferð til útlanda. Það er nóg að elda sam- an, horfa saman á sjónvarpið, fara saman í heimsókn, hafa það skemmti- legt.“ Þegar barnið færist yfir á unglings- ár er nauðsynlegt að bijóta upp gaml- ar venjur, því ekki á hið sama við um börn og unglinga. „Fólk má samt ekki falla í þá gryfju að setja ungl- inga undir sama hatt og fullorðna. Hvers vegna fá foreldrar samviskubit og telja að þeir verði að umbera reyk- ingar og áfengisneyslu unglinga, af því að þeir reykja og drekka sjálfír? Það gilda ekki sömu reglur." Áfengi og kynlíf fylgist að í máli Sigrúnar kom fram, að þeg- ar unglingur byrjar að nota áfengi, þá byijar hann jafnframt að lifa kyn- lífi. „Þetta helst alltaf í hendur og ef unglingur byijar snemma að nota áfengi, til dæmis 13 ára, þá hefur hann alls ekki þroska til að takast á við þær tilfinningar, sem fylgja kyn- lífi.“ Á fundinum kom fram sú trú með- al frummælenda og foreldra, að ef allir foreldrar tækju ákveðna afstöðu gegn því að kaupa áfengi fyrir börn sín hefði slíkt áhrif. Sigrún sagði að áfengi væri ekki bannað unglingum að ástæðulausu, heldur vegna þess að þeir hefðu ekki þroska til neyslunn- ar. Skýr afstaða foreldra myndi út- rýma umburðarlyndi gagnvart ungl- ingadrykkju. 17% 12-13 ára barna hafa neytt áfengis Foreldrunum brá nokkuð í brún þegar Jón kynnti þeim nokkrar niðurstöður könn- unar á áfengisneyslu ungl- inga. Könnunin, sem er að vísu nokkurra ára gömul, sýndi að 17% 12-13 ára barna höfðu einhvern tíma neytt áfengis. Þetta hlutfall var komið í 88,3% hjá 16-17 ára unglingum. Jón benti á, að þrátt fyrir að bölsótast væri yfir landanum og bjórnum, þá kæmi í ljós að 58% unglinga byijuðu neyslu sína á að drekka sterkt áfengi, en 5% byijuðu í landa. Þá sögðu 18,8% unglinganna að foreldrarnir keyptu áfengi fyrir þá. Töluverðar umræður urðu meðal foreldranna í salnum í kjölfar þessara upplýsinga. Þeir töldu m.a. að lélegri sjálfsmynd foreldra væri oft um að kenna, ef unglingar drykkju. Foreldr- ar hefðu sjálfir notað áfengi sem unglingar og treystu sér því ekki til að banna börnum sínum það. Sumir sögðu, að vissulega giltu ekki sömu reglur um unglinga og fullorðna, en samt væri mikill tvískinnungur fólg- inn í því, að fólk hellti í sig áfengi fyrir framan börn. Foreldrarnir sögðu að víða væfí pottur brotinn hjá íþróttafélögum, sem leyfðu jafnvel stuðningsmönnum sínum að þjóra áfengan bjór í íþrótta- húsunum fyrir leiki. Unglingarnir héldu því sumir sjálfir fram, að miklu betri „mórall" væri í liðum sem „dyttu í það“ saman. Einkenni neyslu og viðbrögð foreldra Sigrún gerði foreldrunum grein fyrir einkennum vímuefnaneyslu unglinga, sem eru þessi helst: Nýir félagar, slakari námsárangur, ein- angrun frá fjölskyldu, dularfull sím- töl, deyfð eða óútskýrð reiði, andfé- lagslegar skoðanir, nýtt orðbragð, hirðuleysi í klæðaburði, brot á útivi^A arreglum, lygar og vanlíðan. Sigrún sagði, að þessi lýsing gæti að vísu hljómað eins og hún ætti almennt við um breytingar unglingsáranna, hvort sem vímuefni kæmu þar til sögunnar. eða ekki, en foreidrar gætu greint muninn. Viðbrögð foreldra við neyslunni eru oftast á einn veg, sagði Sigrún. Fyrst kvikna grunsemdir, en foreldrar trúa ekki tilfínningum sínum. Þeir fá sam- viskubit, afneita ástandinu eða fyllast vonleysi, verða óöruggir í uppalenda- hlutverkinu og leita að orsökum vand- ans. Álagið á heimilin verður oft svo mikið að til skilnaðar kem- ur. En hvað geta foreldAs? gert? Þeir eiga að leita sér hjálpar og fræðslu, vera ákveðin og taka á málum af ábyrgð, að sögn Sigrúnar. Foreldrar á fundinum sögðu að áróður gegn reykingum, drykkju og fíkniefnum skorti í grunnskóla. Það þyrfti að sannfæra krakkana um að það væri fínt að vera vímulaus. For- eldrarnir voru hins vegar sammála um að forvarnir væru fyrst og fremst á þeirra verksviði. „Við verðum að tala við börnin okkar, hrósa þeim oft og mikið og elska þau eins og þau eru. Þá verður sjálfsmynd þeirra sterk og þau geta tekist á við heiminn," var niðurstaða foreldranna. Jón K. Guðbergsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir halda fyrirlestra fyrir foreldra 11 ára barna öll kvöld næstu viku, vítt og breitt um Reykjavík. Börnin fá tilkynningu um fundarstað afhenta í skólunum. Forvarnir byrja inni á heimilunum Eiskum börn- ín okkar eins og þau eru JÓN K. Guðbergsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir fræða foreldra 11 ára barna um vímuvarnir. Morgunblaðið/Halldór Jttagmifrlajfrffe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KAUPHÆKKANIR OG STÖÐUGLEIKI SEÐLABANKI íslands hefur birt haustskýrslu sína og segir þar, að verði launahækkanir ekki meiri en í helztu viðskiptalöndum íslendinga eða á bilinu 3,5 til 4%, muni raungengi haldast stöðugt og verðbólga hér- lendis verða svipuð og í viðskiptalöndunum. Ennfremur leggur bankinn áherzlu á, að jafnvægi náist í ríkisfjármál- um, að forsendur geti skapazt fyrir slökun í peningamál- um á sama tíma og þjóðhagslegur sparnaður aukist og viðskiptahalli minnki. Nauðsynlegt sé að afgreiða fjárlög með afgangi á næsta ári. Þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir á árinu 1990 eða fyrir 6 árum. Þeir voru forsenda þess að unnt var að koma stöðugleika á efnahagsmálin hérlendis. Fyrir þá hafði ríkt óðaverðbólga, sem skekkti allt verðmætamat almennings og aðilar, sem stóðu í fjárfestingum með lánsfé urðu margir illa úti og hafa jafnvel ekki enn náð sér á strik eftir hrikalega útreið verðbólgunnar á fjárhag þeirra. Áreiðanlegt er, að verkalýðsforingjar sem aðrir hafa á þeim árum sem liðin eru öðlast dýrmæta reynslu, sem breytir mati þeirra á aðstæðum. Þjóðarsáttartíminn hefur kennt mönnum að meta stöðugleikann. Þótt kaup- hækkunartölur hafi ekki verið háar, hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukizt töluvert hin síðustu misseri eða samkvæmt þjóðhagsáætlun fyrir árið 1997 um 9% á árun- um 1995 og 1996 og er það um það bil tvöfalt meiri aukning en í öðrum OECD-ríkjum. í kjölfar þjóðarsáttarsamninganna voru gerðar ýmsar breytingar á skattalögum. Sköttum var létt af fyrirtækj- um til þess að bæta samkeppnisstöðu þeirra út á við, en skattar voru hins vegar hækkaðir á einstaklingum. Skuldir heimilanna hafa aukizt um 120 milljarða króna að raungildi, eða um 440 þúsund krónur á hvert manns- barn, á sama tíma og fyrirtæki greiddu niður skuldir sínar um 24 milljarða króna. Launþegar tóku á sig veru- legar byrðar á sama tíma og byrðum var létt af fyrirtækj- um. Nú er batnandi hagur. Nú er komið að því að umbuna launþegum en þess verður að gæta að sú kjarabót, sem samið verður um, sé innan marka þess stöðugleika, sem nauðsynlegur er, svo allt sem unnizt hefur á þjóðarsáttar- tímabilinu sé í raun ekki unnið fyrir gýg. SAMKEPPNISSTAÐA ÍSLANDS • • ORAR breytingar og harðnandi samkeppni einkenna atvinnulíf heimsins um þessar mundir. Ný þekking og tækniþróun í fjarskiptum og samgöngum valda því, að fjarlægðir hindra lítt eða ekki fjölþjóðleg viðskipti. Flest ríki eiga því tiltölulega greiðan aðgang að alþjóðleg- um markaði. Þau leggja og vaxandi áherzlu á að nýta sér kosti þessarar heimsþróunar með því að styrkja sam- keppnisstöðu sína. Styrkt samkeppnisstaða íslenzks at- vinnulífs er og verðugt forgangsverkefni í samfélagi okkar. Raunar er hún mikilvægasta forsenda bætts at- vinnuöryggis og betri lífskjara í næstu framtíð. Hans Peter Gassmann, framkvæmdastjóri iðnaðarsviðs OECD, hefur kynnt sér samkeppnisstöðu fjölmargra þjóða á alþjóðlegum markaði. í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkru lagði hann m.a. áherzlu á eftirtalin atriði, að því er ísland varðar: 1) Fjárfestingu í menntun og þekkingu. 2) Örvun samkeppni milli innlendra fyrir- tækja, sem styrkti um leið samkeppnisstöðu okkar út á við. 3) Fordæmi Ný-Sjálendinga að því er varðar bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja, en þeir drógu úr skriff- innsku, reglugerðarfargani, einkavæddu ríkisfyrirtæki og lækkuðu skatta. Áhrifsöfl í íslenzku samfélagi þurfa að leggja út allar árar til þess að styrkja samkeppnisstöðu Islands á al- þjóðamarkaði. Á þeim vettvangi ræðst, öðrum fremur, hver verða lífskjör landsmanna í fyrirsjáanlegri framtíð. Á þeim vettvangi ræðst meðal annars að stórum hluta, hver verður geta þjóðarbúskaparins til að rísa kostnaðar- lega undir því velferðarkerfi, sem við viljum þróa til fram- tíðar. I SLAND viðurkenndi í síðustu viku að tvö ákvæði laga um vörugjald, sem giltu allt þar til í júlí síðastliðnum, hefðu brotið samninginn um Evrópskt efnahags- svæði, sem tók gildi í ársbyijun 1994. Á móti féllst Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) á að draga til baka kæru á hendur íslandi, sem EFTA-dómstóll- inn hefði ella tekið fyrir í næstu viku. Allt þetta mál hefur verið vandræða- legt fyrir íslenzk stjórnvöld, sem í fyrstu tóku ekki mark á athugasemd- um hagsmunaaðila. Síðan tók á annað ár að bregðast við athugasemdum ESA og lofuðu stjórnendur í fjármála- ráðuneytinu harla oft upp í ermina á sér á því tímabili. Málinu er enn ekki lokið; málaferli innanlands og nýjar kærur til Eftirlitsstofnunarinnar eru næst á dagskrá. Upphaf málsins er það að fjáröfl- unartollar, sem lagðir voru á ýmsar innfluttar vörur hér á landi, voru afn- umdir er EES-samningurinn tók gildi en vörugjöld lögð á í staðinn. Gildi- staka samningsins leiddi því ekki til verðlækkunar á viðkomandi vörum, eins og sumir höfðu vonazt eftir. Bæði Verzlunarráð íslands og Fé- lag íslenzkra stórkaupmanna töldu gjaldtökuna ekki samrýmast EES- samningnum, en í honum eru tollar á vörur, sem samningurinn nær til, bannaðir, svo og gjöld sem hafa sömu áhrif og tollar, samkvæmt 10. grein. I 14. grein samningsins er jafnframt bannað að leggja hvers konar beinan eða óbeinan skatt innanlands á fram- leiðsluvörur ' annarra aðildarríkja samningsins, umfram það sem lagt sé beint eða óbeint á sams konar inn- lendar vörur. Ekki má heldur leggja á innfluttar vörur innlendan skatt, sem verndar óbeint aðrar framleiðslu- vörur. Fj ármálaráðuneytið svaraði því til á þessum tíma að vörugjöldin væru leyfileg og stæðust alþjóðlega samn- inga, vegna þess að þau mismunuðu ekki erlendum og innlendum framleið- endum; vörugjöld væru innheimt af báðum. Indriði H. Þorláksson, skrif- stofustjóri gjalda- og tekjuskrifstofu fjármálaráðuneytisins benti á það í Morgunblaðinu í janúar 1994, rétt eftir gildistöku EES, að íslendingum hefði áður verið heimilt að leggja vörugjöld á innfluttar vörur, jafnvel þótt sambærilegar vörur væru ekki framleiddar hér á landi. Síðar í janúarmánuði 1994 kærðu síðan bæði VÍ og FÍS vörugjöldin til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). ESA sendi fjármálaráðuneytinu athuga- semdir vegna málsins í júlí. í nóvem- ber sama ár gerði ESA síðan kunn- ugt álit sitt í málinu. Þá kom í ljós að stofnunin lagðist ekki gegn álagn- ingu vörugjaldsins sem slíkri, en taldi hins vegar tvö atriði í íslenzkri lög- gjöf um framkvæmd, álagningu og innheimtu vera til þess fallin að mis- muna erlendum og innlendum fram- leiðendum. Annars vegar var þar um að ræða ákvæði um að áætla skyldi 25% heild- söluálagningu á innfluttar -------- vörur, í stað þess að miða við raunverð eins og þegar um innlenda framleiðslu var að ræða. Hins vegar gerði ESA athugasemd við að innflytjendur þyrftu að inna vöru- gjald af hendi við tollafgreiðslu, en innlendir framleiðendur fengju fjög- urra mánaða frest á greiðslu þess. Frumvarp eftir fjórtán mánuði Þegar þetta álit ESA lá fýrir sagði Indriði H. Þorláksson að frumvarp, sem myndi koma til móts við athuga- semdir ESA, yrði lagt fram „á næstu dögurn", þ.e. í nóvember eða desem- ber 1994. Ekkert bólaði hins vegar á frum- varpi, og var skýringin, sem fjármála- ráðuneytið gaf á því eftir á, sú að það hefði verið sýnt hagsmunaaðilum og þeir lagzt gegn þeim breytingum, sem þar voru lagðar til. Hinn 20. marz 1995 sendi ESA Vandræða- lega vöru- gjaldamálið íslenzka ríkið viðurkenndi í síðustu viku að tvö ákvæði þeirra laga um vörugjald, sem giltu þar til _____ _ í sumar, hefðu brotið EES-samninginn. Olafur Þ. Stephensen segir allt þetta mál hafa verið fremur vandræðalegt fyrir stjórnvöld, sem enn hafi ekki bitið úr nálinni með það. Morgunblaðið/Kristinn VÖRUGJALD leggst m.a. á innflutt heimilis- og rafmagnstæki. Vörugjaldið sem slíkt áfram við lýði fjármálaráðuneytinu því formlegar athugasemdir, þár sem leiðréttingar á áðurnefndum tveimur atriðum í vörugjaldalöggjöfinni var krafízt. Enn gerðist ekkert af hálfu ráðuneytisins og ESA sendi því þess vegna rök- stutt álit, sem er efsta stig athuga- semda stofnunarinnar, í júní sama ár. Þar var íslenzkum stjórnvöldum gefinn tveggja mánaða frestur til að breyta reglum um innheimtu og álagningu vörugjalds, ella yrði Island kært til EFTA-dómstólsins. Á þessum tíma lýsti Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra því yfir að reglunum yrði breytt og upplýsti að nokkrum dögum áður en rökstudda álitið barst hefði verið sam- þykkt að setja á stofn starfshóp með fulltrúum hagsmunaaðila, m.a. FÍS og Samtaka iðnaðarins, til að endurskoða vörugjalda- löggjöfina. Ekki gekk vel að ná samkomulagi í starfshópnum. Frestur ESA rann út í ágúst og ekkert fréttist af vinnu nefndarinnar. Hinn 29. nóvember í fyrra sagði fjármálaráðherra „stefnt að nefndaráliti fyrir jól.“ Nefnd fjármálaráðherra tókst ekki að ijúka störfum fyrir jól og í desem- ber á síðasta ári ákvað ESA að kæra ísland til EFTA-dómstólsins. Friðrik Sophusson sagðist þá eiga von á að nefndin skilaði áliti snemma í janúar og ESA myndi afturkalla málið. Nefndin var áfram sundurþykk sjálfri sér og hinn 20. janúar sendi ESA málið til dómstólsins. Tillögur nefndarinnar litu ekki dagsins ljós fyrr en í febrúar — fjórtán mánuðum eftir að frumvarpi var lofað „á næstu dögum“ — og var frumvarp til breyt- inga á lögum um vörugjald lagt fyrir þingflokkana í marz. Stórkaupmenn ekki sáttir Frumvarpið tók talsverðum breyt- ingum í meðferð Alþingis. Lokanið- urstaðan varð sú að verðgjöldum á ýmsar vörur skyldi breytt í magn- gjöld. Auk þess myndi vörugjald lækka í tveimur þrepum, en tekjutap ríkissjóðs unnið upp annars vegar með því að lækka endurgreiðslu virð- isaukaskatts vegna vinnu við íbúðar- húsnæði og hins vegar með samræm- ingu tryggingagjalds. Þá var gjald- frestur innflytjenda og inn- -------------------- lendra framleiðenda sam- 800 milljóna ræmdur. króna endur- Þessar breytmgar á log- qreiðsla? unum um vörugjald tóku “ gildi 1. júlí síðastliðinn. ESA hélt málinu engu að streitu fyrir síður til EFTA-dómstólnum allt þar til í síðustu viku, er samkomulag náðist á milli íslenzka ríkisins og stofnunarinnar. ísland viðurkennir að umrædd lagaákvæði hafi brotið EES- samninginn og ESA samþykkir á móti að skrifa EFTA-dómstólnum og draga málið til baka. Eins og sjá má af því, sem hér hefur verið rakið, er málið allt fremur vandræðalegt fyrir íslenzka ríkið, þótt Verzlunarráð og stórkaupmenn hafi ekki haft fullan sigur og vöru- gjaldið sé enn við lýði. Nú er hins vegar spurningin hvert framhaldið verður. Stórkaupmenn hafa lýst því yfir að annars vegar muni einn úr þeirra hópi höfða mál á hendur ríkinu og krefjast endur- greiðslu á vörugjaldi, sem hann hafi ofgreitt vegna þess að heildsöluálagn- ing hafi verið áætluð samkvæmt lög- unum, sem voru við lýði í tvö og hálft ár eftir að EES gekk í gildi. Ríkið hafi nú viðurkennt að lögin hafí brotið EES og það styrki stöðu stórkaupmanna. Hins vegar eru stór- kaupmenn áfram ósáttir við löggjöf- ina um vörugjald, þrátt fyrir breyting- arnar, og hyggjast kæra hana til ESA á ný. Baldvin Hafsteinsson, lögfræðing- ur FÍS, segir að viðkomandi fyrir- tæki, sem hann vill ekki nafngreina enn sem komið er, telji sig hafa of- greitt vörugjald um tæplega eina og hálfa milljón króna. í dag eða á morg- un verði fjármálaráðuneytinu sent bréf, þar sem það verði krafið um endurgreiðslu á þessari upphæð. Verði ráðuneytið ekki við kröfunni verði farið í mál. Baldvin segist ekki geta áætlað hversu há endurgreiðslukrafa inn- flytjenda sé samtals, en segir menn hafa gizkað á töluna 800 milljónir króna að hámarki. Baldvin segir að FÍS hafi ekki get- að sætt sig við áðumefndar breyting- ar á vörugjaldalöggjöfinni. í fyrsta lagi sé enn óljóst hver verðgrundvöll- urinn sé. „Það er kveðið á um að vörugjöld reiknist af tollverði, en það verð er oft og tíðum með innbyggðum álögum frá útlöndum, sem er þá ver- ið að borga vörugjöld af. Þau eru því greidd af fleiru en raunvirði vörunn- ar,“ segir hann. í öðru lagi gerir FÍS athugasemdi við það kerfí, sem sett hefur verið upp til að menn njóti jafnréttis við gjaldfrest á vörugjöldum. „Skráning- arkerfið, sem komið hefur verið upp, er svo þungt í vöfum að það er nán- ast óframkvæmanlegt, auk þess sem við drögum í efa að það standist EES-samninginn að gera innflytjend- um að skrá sig hjá stjórnvöldum, en ekki öðrum,“ segir Baldvin. Bæði FÍS og Verzlunarráð telja að burtséð frá því hvort álagning vöra- gjalds sem slíks standist EES-samn- inginn, sé það ranglátur skattur, sem hækki vöruverð og komi með mis- munandi hætti niður á vörutegundum. Samtökin hyggjast því áfram beijast fyrir afnámi vörugjalds, á innanlands- vettvangi. Skaðabótaskylda ekki fyrir hendi Indriði H. Þorláksson segir að við- urkenning ríkisins á að það hafi brot- ið EES-samninginn hafi snúið að lagaákvæðunum, sem í gildi voru. Hins vegar sé ekki þar með sagt að í framkvæmdinni hafi EES-samning- urinn verið brotinn. „Lögin, eins og þau voru, fólu í sér þann möguleika að leggja meira á erlenda vöru en innlenda, en það er ekki þar með sagt að það hafi verið brotið á til- greindum eða tilgreinanlegum aðila,“ segir lndriði. „Við teljum því hvorki að til staðar sé skaðabótaskylda né að unnið hafi verið með þessu tjón, sem einn eða annar geti sótt bætur fyrir.“ Indriði segir að reglan um að áætla heildsöluálagningu á innfluttar vörur hafi verið í gildi frá 1987 og miðazt við meðaltalsálagningu. „Það vill svo til að fram að þessu voru það fyrst og fremst íslenzkir iðnvöruframleið- endur, sem kvörtuðu undan þessari reglu. Þeir töldu að hún mismunaði þeim, og í reynd væri álagningin á ---------- innflutta vöru meiri en sem næmi þessum áætluðu 25%,“ segir Indriði. „Það er ekki fyrr en þessi at- hugasemd frá ESÁ kemur, sem innflytjendur fara að líta þessa reglu hornauga.' Indriði segir að jafnvel þótt EES- samningurinn hafi verið brotinn sé mjög óljóst hvort ríkið beri einhveija skaðabótaskyldu gagnvart einum eða öðrum aðila. Það sé lögfræðilegt álita- mál og tengist meðal annars umræð- um um það hvort EES-reglur hafi bein réttaráhrif í aðildarríkjum EFTA eður ei. Þá sé spurning hver geti ver- ið málsaðili. Ekki sé víst að innlend fyrirtæki geti höfðað mál, þar sem ákvæði EES kveði á um að ekki megi halla á erlenda aðila. Loks sé spuming hver hafi orðið fyrir tjóni í málinu. Innflytjendur hafí væntan- lega velt ofgreiddum vörugjöldum, ef einhver hafi verið, út í verðlagið og þannig séu það neytendur, sem hafi orðið fyrir tjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.