Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 7 > - ■ > Islendingar töpuðu í átta liða urslitum og eru úr leik á Olympíumótinu í brids á Ródos Indónesar reyndust erfiðir mótherjar BRIPS Ródos, Grikklandi ÓLYMPÍUMÓTIÐ Ólympíumótíð í bríds er haldið 19. október tíl 3. nóvember. ÞAÐ var ljóst frá upphafi leiks íslands og Indónesíu í 8 liða úrslit- um Ólympíumótsins í brids í gær, að þetta yrði ekki dagur íslending- anna. Strax í fyrsta spili töpuðust 12 stig og eftir því sem leið á lot- una kom betur og betur í ljós að íslensku spilararnir voru ekki að spila eins og þeir geta best meðan þeir indónesísku gerðu fáar villur enda höfðu þeir yfír 47-16 eftir fyrstu 16 spila lotuna. Bjöm Eysteinsson fyrirliði tefldi Guðmundi Páli Amarsyni, Þorláki Jónssyni, Sævari Þorbjörnssyni og Jóni Baldurssyni fram í fyrstu lot- una í leiknum gegn Indónesíu sem stilltu upp sínum bestu pömm, Lasut og Manoppu og Sacul og Karwur. Indónesíumenn hafa mjög leik- reyndu liði á að skipa sem áður hefur komist í úrslit bæði Ólympíu- móta og heimsmeistaramóta. Þeir Henky Lasut og Danny Sacul hafa spilað í meira en tvo áratugi í indó- nesískum landsliðum og spilafélagi Lasuts, Eddy Manoppo, er einnig reyndur landsliðsmaður. Manoppo spilaði fyrir nokkram áram við tvíburabróður sinn og þeir þóttu um tíma vera besta par Indónesanna. Einkanlega þóttu þeir sleipir í útspilum og raunar svo mjög að það vakti gransemdir margra sem töldu að þeir stunduðu einhverskonar hugsanaflutning. Hæpin fórn Aðalsteinn Jörgensen og Matthí- as Þorvaldsson skiptu við Jón og Sævar í annarri lotu og þeir náðu strax 8 impum til baka í fyrsta spili þegar Indónesíumennirnir sögðu of mikið. En síðan tók við löng röð af spilum án þess að liðin næðu að skora þar til Aðalsteinn og Matthías reyndu slemmu, sem fór niður. Þar töpuðust 14 stig og áfram höfðu Indónesíumennirnir heppnina með sér, t.d. í þessu spili: Suður gefur, NS á hættu Norður 4ÁK ¥Á6 ♦ G10942 ♦ ÁG107 Vestur Austur ♦ DG9 ♦ 108762 ¥ K10984 * T32 4 D7 ♦ AK65 ♦ 864 +3 Suður ♦ 543 ¥DG5 ♦ 83 ♦ KD952 Við annað borðið opnaði Manoppo á 1 grandi, Þorlákur í austur sagði pass og Lasut í suður stökk í 3 grönd sem voru spiluð og unnust auðveldlega, 600 til In- dónesíu. Þetta voru sagnir við hitt borðið: Vestur Norður Austur Suður Karwur MÞ Sacul AJ 1 lauf 1 tígull 1 hjarta 1 spaði 3 grönd 4 spaðar dobl// Þessar sagnir líta undarlega út en eiga sér sínar skýringar. Laufopnunin sýndi sterk spil og 1 tígull sýndi annaðhvort spaða og tígul eða hjarta og lauf. 1 hjarta sýndi jafna skiptingu og undirtekt og 1 spaði sýndi stuðning við spað- ann ef austur ætti þann lit. 4 spaða fóm Saculs virðist heldur bíræfín, enda óvenjulegt að taka fóm á ekki betri trompsamlegu; að vísu tóku þeir aðra svipaða fórn síðar í leiknum. Og spil AV komu vel saman og Indónesíumennimir sluppu 300 niður og græddu 7 impa. Þeir skoraðu á endanum 35 stig gegn 23 í lotunni og staðan eftir 32 spil var því 82-39. Rússar náðu að minnka muninn gegn Frökkum og staðan í þeim leik var 86-77 fyrir Frakka. ítalir höfðu 97 stig gegn 56 stigum Dána og Tævan- menn héldu enn forastu gegn Pól- vetjum, 66-56. Klórað í bakkann I þriðju lotunni komu Jón og Sævar aftur inn fyrir Aðalstein og Matthías. Vonir íslendinga um að leikurinn myndi snúast við, urðu að engu þegar Indónesíumennirnir fengu tvær stórar sveiflur snemma í leiknum og forusta þeirra var um tíma 69 impar. En þá náðu ís- lensku spilararnir að klóra aðeins í bakkann: Austur gefur, allir á hættu Norður ♦ Á2 ¥ÁD3 ♦ D85 ♦ ÁD986 Vestur Austur ♦ KG10965 ♦ D87 ♦ K2 ¥ G1095 ♦ K432 ♦ 109 ♦ K ♦10542 Suður ♦ 43 ¥8764 ♦ ÁG76 ♦ G73 Við annað borðið opnaði Þorlák- ur í vestur á 1 spaða, norður sagði 1 grand sem var passað til Þor- láks. Hann sagði 2 spaða, fékk að spila þá og vann 9 slagi, 140 til íslands. Vestur Norður Austur Suður Lasut JB Man. SÞ 1 spaði dobl pass 1 grand pass 2 grönd pass 3 spaðar dobl 3 grönd dobl// 1 grand Sævars var afmelding og Jón sýndi 18-20 punkta með 2 gröndum. Sævar sýndi 4-lit í hjarta með 3 spöðum og Jón breytti í 3 grönd. Þá doblaði Manoppo og skýrði doblið sem sekt. Eftir tals- vert þref fékkst það upplýst að doblið bað vestur einnig að spila út spaða. Því hlýddi Lasut og Sævar drap með spaðaás. Hann fór heim á tíg- ulás og spilaði litlu laufi, kóngur og ás. Nú þurfti Sævar að ákveða hvort vestur hafði átt kónginn stakan eða stungið upp kóng með K10. Hann ákvað loks að spila með líkunum, spilaði laufí á sjöuna heima og svínaði síðan hjarta- drottningu. 9 slagir, 750 til íslands og 13 impar. En þetta dugði skammt og loka- tölur lotunnar vora 39-58 fyrir Indónesíu og 140-78 alls. Danir náðu hins vegar að snúa leiknum gegn Ítalíu algerlega við og leiddu, með 132 stigum gegn 108 eftir 48 spil. Tævan hafði nauma for- ustu gegn Pólveijum, 95-90, en Frakkar höfðu nokkuð örugga for- ustu gegn Rússum, 143-99. Guðm. Sv. Hermannsson /\CA(/^KXyxV - Gœðavan Gjafavara matar oq kalfistell. Heim Allir verófiokkai. m.a. ( 5\iv^/)>K\Y\ý VERSLUNIN - ■ Lilugavegi 52, s. 562 4244. Heiinsfrægir hönnuðir in.a. Gianni Versate. Nýja kynslóðin Dómur er fallin Ford Fiesta í h a g ! Ford Fiesta er stórkostlegur, nýr smábíll frá Ford. Um það eru öll virtustu bílablöð í heiminum sammála. Fiesta fær toppeinkunn fyrir a111 sem \ skiptir máli í hverjum bll: Innréttingin er sögð bera af, sömuleiðis aksturseiginleikar og vélarorka. Hann er búinn vökvastýri og 75 hestafla vél sem skilar einstaklega mikilli orku á lágum snúningi og er með eindæmum sparneytin. Gæði bílsins eru tryggð með vandaðri framleiðslu hans ( Þýskalandi en verðið er þó lægra en á keppinautum hans í sama stærðarf Iokki. Aukabúnaður a mynd: Alfelgur. þokuljós og samlitir speglar. - fyriralla! Helsti búnaður: Vökvastýri, útvarp, segulband, upphituð framrúða, upphitaðir speglar, rafknúnir speglar, kraftmikil 16 ventla vél, bein innspýting, falleg innrétting, fellanlegt aftursætisbak og skipt(60/40), fullur bensfntankur, snúnlngshraðamælir og fl. Verð f r á pTgTB^"000" k r'. | s t g r. á götuna BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.