Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996. 13 Pedromyndir Morgunblaðið/Margrét Þóra JAKOB og Þröstur undirrita samning um afnot Gilfélagsins af Ketilhúsinu í Grófargili. Akureyrarbær leggur 9 milljónir króna til endurbóta á Ketilhúsi Fjölbreytt listastarf- semi verður í húsinu Nýr öflugur prentari PEDROMYNDIR á Akureyri tóku nýlega í notkun 90 sentímetra breið- an bleksprautuprentara af gerðinni Laser Master. Prentarinn prentar í 300 punkta upplausn og skilar út- prentunum mjög líkum ljósmyndum. Hægt er að prenta á mörg mismun- andi efni, t.d. glansandi og mattan pappír, límdúk, ljósakassafilmu, striga og fleira. Myndirnar geta ver- ið 90 sentímetra breiðar og allt að 16 metra langar. Prentarinn opnar nýja möguleika fyrir auglýsendur á Norðurlandi sem þörf hafa fyrir stór- ar útprentanir, t.d. I götuskilti, glugga, auglýsingar, sölubása og veggspjöld. SUMARLIÐI E. Daðason, starfsmaður Pedromynda, við fyrstu myndina sem prentuð var á nýja prentaranum. JAKOB Björnsson bæjarstjóri og Þröstur Ásmundsson formaður Gil- félagsins undirrituðu nýlega samn- ing um afnot Gilfélagsins af Ketil- húsinu svonefnda við Kaupvangs- stræti, en hann gildir til ársloka 1998. Akureyrarbær leggur fram 9 milljónir króna á samningstímanum til nauðsynlegra endurbóta á hús- næðinu. Til vibótar er gert ráð fyrir að bærinn greiði 3 milljónir króna árið 1999, ef íjárframlag ríkisins til bæjarins sem reynslusveitarfélags verður ekki lægra en núgildandi samningur gerir ráð fyrir. Margskonar listastarfsemi verður í Ketilhúsinu, tónleikar, gestasýn- ingar, tilraunaleikhús, ráðstefnur og fundir. Endurbætur í fjórum áföngum Gilfélagið mun sjá um endurbætur á húsinu og hefur verkinu verið skipt niður í íjóra áfanga, en gert er ráð fyrir að framkvæmdir verði at- vinnuátaksverkefni á vegum Ak- ureyrarbæjar. Kostnaðaráætlun við 1. áfanga, sem er á þessu ári, er 2,1 milljón króna, 2. og 3. áfangi verksins verða unnir á næsta og þar næsta ári, en þeir eru áætlaðir 4 milljónir króna hvort ár. Árið 1999 verður svo ráðist í 4. og síðasta áfanga endurbótanna og er kostnað- ur áætlaður um 3,5 milljónir króna. Samhliða samningi bæjarins og Gilfélagsins hefur verið gerður sér- stakur samningur milli Tónlistar- skólans á Akureyri og Gilfélagsins um afnot skólans af Ketilhúsinu. Slægjufundur Mývetninga Mývatnssveit. Morgnnblaðið. MÝVETNINGAR héldu hefðbund- inn slægjufund í Skjólbrekku á sunnudaginn, annan dag vetrar. Hófst hann með góðum veiting- um og meðlæti. Kynnir var Bryndís Kristjánsdóttir. Þá söng Tjarnar- kvartettinn úr Svarfaðardal við frá- bærar viðtökur fundargesta. Þor- lákur Jónasson í Vogum flutti ræðu dagsins, slægjuræðuna. Friðrik Steingrímsson hagyrðingur með meiru fór með gamanþátt í bundnu máli. Síðast var söngur og í lokin almennur söngur svo sem venja er og endað á Fjalladrottning móðir mín. Fjölmenni var. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 1988-3.fl.D. 8 ár 01.11.96 -01.05.97 12.11.96 - 12.05.97 10.11.96 kr. 72.927,70 kr. 94.605,90 kr. 26.855,00 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextii; vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar urn skírteinin. Reykjavík, 30. október 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS tvöfaldur POTTUR < v»g«lottóim' Hvad mundir þú gera ef þú ynnir lOO milljónir á miðvikudaginn? V I K I N G A um m b Til mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrirkl. 17.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.