Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Leifar Lili herja á Evrópu Manntjón og hætta á flóðum London. Reuter. ÓVEÐUR, sem breskir veðurfræð- ingar telja að hafi verið leifar felli- bylsins Lili, fór yfir Bretland og norðurströnd meginlands Evrópu aðfaranótt þriðjudags. Er vitað um fímm manns er létu lífíð í slysum er tengdust hamförun- um, einkum er bílum var ekið á tré sem fallið höfðu á vegi. Síðdegis í gær þokaðist óveðrið í austurátt yfír norðurhluta Þýskalands og vöruðu yfírvöld á Frísnesku eyjunum við því að sjávarhæð væri orðin ískyggilega há. Stjórnvöld í Hollandi gerðu í gær ráðstafanir til að láta fylgjast vel með sjávarhæð við flóðvarnargarða við Zeeland. 15 ára gamall, franskur drengur, sem var á reiðhjóli sínu á stíg við ströndina rétt hjá borginni St. Malo fórst er flóðalda hreif hann með sér. Veðurhamurinn er hinn mesti sem orðið hefur í Bretlandi síðan 1987, var vindhraðinn allt að 145 km á klukkustund á suðurströndinni. Olíu- borpallur á Norðursjónum slitnaði frá festum sínum en ekkert amaði að 69 mönnum um borð. Miklar truflanir urðu á fetju- og járnbrautasamgöngum. Farþegar og áhöfn Ermarsundsfeiju lentu í af- takaveðri og stórsjó, ölduhæðin var mest um 10 metrar og var skipið um 10 stundir á leiðinni frá Calais í Frakklandi til Dover í Englandi. Venjulega tekur ferðin um 75 mínút- ur. Landfestar skipa og smábáta slitnuðu, rafmagnsiaust varð á þús- undum breskra heimila. ERLENT Vilja landvist LIÐSMENN óeirðalögreglu í París handtaka þátttakanda í mótmælum sem fram fóru við aðalstöðvar lögreglunnar í gær. Fólkið, sem er úr röðum ólög- legra innflytjenda, krafðist þess að fá landvistarleyfi og jafn- framt að hætt yrði að reka ólög- lega innflytjendur úr landi. Flest- ir innflytjendur eru frá löndum múslima í Norður-Afríku og eru réttindi þeirra mikið hitamál í Frakklandi. --------------------------------------- i Föroya Fiskavirking stefnir í gjaldþrot j Ráðherrar deila um kauptilboð ; Færeyjum. Morgunblaðið. EIGENDUR Föroya Fiskavirking, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Færeyja, með nítján fiskvinnslu- stöðvar innan sinna vébanda, höfnuðu á mánudag tilboði hóps atvinnurekenda sem höfðu falað það fyrir jafnvirði um 480 millj. ísl. króna. Fyrirtækið sem er í eigu Fær- eyjabanka og þriggja danskra fjár- festingarfélaga er komið í greiðslustöðvun og ef svo heldur fram sem horfir og það verður lýst gjaldþrota munu um 660 manns missa vinnuna. Nýlega komu fram upplýsingar um hagsmunatengsl sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, Johns Peters- ens, við atvinnurekendurna en hann vildi að fyrirtækið yrði selt þeim. Lögmaður Færeyja, Ed- mund Joensen, og sjávarútvegs- ráðherrann hafa deilt hart um framtíð fyrirtækisins að undan- fömu, ekki síst vegna þessara tengsla. Haft var eftir lögmannin- um í dagblaðinu Dimmalætting á laugardag að málið snerist ekki um lögfræði, heldur pólitík og sið- gæði. Lögmaðurinn vill að atvinnuþró- unarsjóður Færeyja kaupi fyrir- tækið og hefur sjóðurinn boðið jafnvirði 450 millj. ísl. króna. í gær var enn ekki ljóst hvort því tilboði yrði tekið. Reuter LEIÐTOGAFUNDUR ESB í Madríd lýsti baráttu fyrir jafnrétti kynjanna eitt mikilvægasta verkefni sambandsins. Það er kannski ekki að furða — erfitt er að finna dragtirnar inni á miili jakkafatanna á þessari mynd af þátttakendum í fundinum. Breyting á jafnréttistilskipun ESB vegna Kalanke-málsins Aðeins stífur og ófrávíkjan- legur kynjakvóti óheimill FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur ákveðið að leggja til breytingar á tilskipun sambandsins um jafnrétti kynjanna til að bregðast við dómi Evrópudóm- stólsins í svokölluðu Kalanke-máli, sem kveðinn var upp fyrir ári. Ýmsir hafa túlkað dóminn svo að svokölluð jákvæð mismunun og kynjakvótar við stöðuveitingar séu óheimil. Framkvæmdastjórnin lítur hins vegar svo á að dómurinn úti- loki aðeins stífan og ófrávíkjanleg- an kynjakvóta, en telur þó nauðsyn- legt að breyta jafnréttistilskipun- inni. Samkvæmt dómnum, sem kveð- inn var upp í máli sem varðaði ráðn- ingu í stöðu innan borgarkerfisins í Bremen í Þýzkalandi, ganga regl- ureinstakra aðildarríkja ESB, „sem tryggja konum algeran og skilyrðis- lausan forgang við skipun í stöðu eða stöðuhækkun", Iengra en svo að þær tryggi aðeins jöfn tækifæri. Dómurinn taldi að slíkar reglur færu út fyrir takmörk þeirrar grein- /rópa\ ar í jafnréttistilskipun ESB, sem veitir undanþágu frá meginreglunni um að óheimilt sé að mismuna ein- staklingum eftir kynferði, ef um það sé að ræða að rétta hlut kvenna. Þetta hefur verið kölluð jákvæð mismunun. Sveigjanlegur kvóti heimill í greinargerð framkvæmda- stjórnarinnar með breytingartillög- unni segir að leiðtogafundir ESB í Essen, Cannes og Madríd hafi stað- fest að baráttan fyrir jafnrétti kynj- anna sé eitt mikilvægasta verkefni ESB. Þess vegna sé mikilvægt að ítreka gildi þess að nota jákvæða mismunun þar sem það eigi við til að stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna á vinnumarkaði, einkum með því að afnema misrétti, sem nú sé við lýði og hafí áhrif á tæki- færi kvenna á vinnumarkaðnum. Framkvæmdastjórnin segir að orðalag Evrópudómstólsins bendi til að hann hafí aðeins viljað dæma ógild þau atriði í lögum Bremen- borgar, sem hafi veitt konum sjálf- krafa, algeran og skilyrðislausan rétt til ráðningar eða stöðuhækkun- ar. „Framkvæmdastjórnin tekur því þá afstöðu að eina tegund kvóta- kerfís, sem sé ólögleg, sé algerlega ósveigjanlegur kynjakvóti, sem gefí ekkert rúm fyrir mat á einstaklings- bundnum kringumstæðum," segir í greinargerð framkvæmdastjórnar- innar. „Aðildarríki og atvinnurek- endur eru þvi fijáls að því að not- ast við öll önnur form jákvæðrar mismununar, þar á meðal sveigjan- legan kvóta.“ Ekki vísað til stöðu kvenna sérstaklega Framkvæmdastjórnin segist von- ast til að þessi túlkun eyði þeirri óvissu um framkvæmd margvís- legra jafnréttisáætlana, sem Kal- anke-dómurinn hafi valdið. Hún telur þó nauðsynlegt að breyta jafn- réttistilskipuninni þannig að þau form jákvæðrar mismununar, sem Kalanke-dómurinn hafí ekki dæmd óleyfileg, verði leyfð sérstaklega. Grein 2(4) í jafnréttistilskipun ESB, er nú svohljóðandi: „Tilskipun þessi kemur ekki í veg fyrir ráðstaf- anir sem ætlað er að stuðla að því að karlar og konur hafí sömu tæki- færi, einkum með því að afnema það misrétti sem er nú við lýði og hefur áhrif á tækifæri kvenna á þeim sviðum sem um getur í 1. tölul. 1. gr.“ Samkvæmt breytingartillögu framkvæmdastjómarinnar verður ekki framar vísað til stöðu kvenna sérstaklega í þessari grein, sem á að hljóða svo í lauslegri þýðingu: „Tilskipun þessi kemur ekki í veg fyrir ráðstafanir sem ætlað er að stuðla að því að karlar og konur hafi sömu tækifæri, einkum með þvi að afnema það misrétti sem er nú við lýði og hefur áhrif á tæki- færi þess kyns, sem er í minni- hluta, á þeim sviðum sem um getur í 1. tölul. 1. gr. Aðgerðir, sem koma til greina, eru meðal annars for- gangur einstaklings ' af því kyni, sem er í minnihluta, við ráðningu eða stöðuhækkun, að því tilskildu að slíkar aðgerðir útiloki ekki mat á sérstökum aðstæðum í hverju máli. “ Gildir á íslandi Samþykki ráðherraráð ESB breytinguna á tilskipuninni, mun breytingin einnig taka gildi á ís- landi og í Noregi, þar sem jafnrétt- istilskipunin er hluti EES-samn- ingsins. :js|= Reykjavíkurborg ^ * ■ ’ - * * | • & i wEm •>y#AVAvAVji m m m á Iniernetinu I Mótleikur ESB gegn bandarískum lögum „Gúmmí- greininu stóð 1 | Dönum Kaupmannahöfn. Morgunblaóið. Á SÍÐUSTU stundu tókst utanríkis- ráðhermm Evrópusambandsríkjanna á mánudagskvöld að fínna Dönum ástæðu til að hætta við að beita neit- unarvaldi sínu og hindra þannig | mótleik ESB gegn bandarískum verslunarlögum, svokölluðum Helms- I Burton lögum. Danska afstaðan j vakti mikið ergelsi meðal hinna ESB- landanna, sem álitu bæði að danska stjómin hefði hótað neitunarvaldi of seint og eins að samþykkt ráðherr- anna væri sterkur leikur til að undir- strika evrópskan styrk. I upphaflegri samþykkt ráðherr- anna var vísað til 235. greinar Róm- ar-sáttmálans, svokallaðrar gúmmí- . greinar, þar sem tiltekið er að ESB geti samþykkt reglur á sviðum, sem f ekki eru tiltekin í sáttmálanum. í dönskum fjölmiðlum er þó álykt- I að að vegna máls fyrir dönskum dómsstólum um að danska stjómin hafí afsalað sér meiri völdum til ESB en stjómarskráin geri ráð fyrir, með- al annars vegna áðurnefndrar grein- ar, vilji stjórnin ógjaman að greinin sé notuð. Lausnin fólst svo í að í mótleik ESB er dregið úr mikilvægi 235. greinar og vísað til fyrri for- dæma. Danmörk gat því samþykkt aðgerðirnar. Danir ekki mótfallnir aðgerðunum sem slíkum Bandarísku lögin miða að því að hægt verði að lögsækja fyrirtæki, bandarísk og erlend, sem á einhvern hátt nýta eignir, sem Bandaríkja- menn áttu á Kúbu fyrir valdatíma Fidels Castros 1959. ESB hyggst láta koma krók á móti bragði og gera evrópskum fyrirtækjum kleift að leita réttar sína fyrir evrópskum . dómstólum, verði þau fyrir banda- rískum lögunum. Danska stjórnin var í raun ekki mótfallin aðgerðunum og með hiki sínu bakaði hún sér ómælt ergelsi hinna ESB-landanna, sem álitu af- stöðu Dana aðeins enn eitt dæmi um venjulegan danskan ESB-efa. Sam- þykkt ráðherranna var mörgum lönd- um metnaðarmál til að sýna sjálf- | stæði gagnvart Bandaríkjunum á i viðskiptasviðinu, en ESB hefur þegar ® mótmælt bandarísku lögunum við | Heimsviðskiptastofnunina, WTO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.