Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR SÚ SKOÐUN hefur um langt skeið átt miklu fylgi að fagna hér- lendis að vemdarstefna í viðskiptum hafi jákvæð áhrif á hagþróun lands- ins. Með verndarstefnu er átt við vísvitandi hindranir sem einkum er beitt gegn erlendri samkeppni. Þessi hugsunarháttur hefur jafn- framt verið áberandi þegar leikregl- ur viðskipta hér innanlands hafa * verið ákveðnar. Helstu rökin fyrir þessum skoð- unum voru annars vegar vanþróað efnahagslíf en hins vegar svokölluð sérstaða landsins. Meðan efnahags- líf landsins var einhæft og sam- keppnisstaða fyrirtækja bágborin voru færð rök fyrir því að vernda þyrfti innlenda framleiðslu fyrir erlendri samkeppni. Eftir að eðlileg rök vanþróunar og fátæktar þraut var gripið til þess að beita fyrir sig fullyrðingum um niðurgreiðslur er- lendis og óeðlileg samkeppnisskil- yrði. Sérstaða landsins, sem birtist m.a. í smæð innri markaðar, ein- angrun og erfiðu veðurfari, var 7túlkuð þannig að almennar efna- hagslegar leikreglur umheimsins giltu ýmist alls ekki eða mjög skil- yrt hér á landi. Með inngöngu í EFTA og síðar með EES-samningnum voru stigin mikilvæg skref í þá átt að draga verulega úr möguleikum þjóðríkja til að vernda eigin framleiðslu. Á evrópska efnahagssvæðinu má segja að vemdarstefnan lifi enn góðu lífi á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar en einnig í skipaiðnaði *"svo dæmi sé tekið. í viðskiptum með landbúnaðarvömr eru vernd- unarsjónarmiðin hér á landi enn sem komið er nánast allsráðandi. Það er alls ekki óeðli- legt að verslun með landbúnaðarvörur skuli vera síðasta vígi verndarstefnunnar. Landbúnaðarfram- leiðsla lýtur ekki sömu lögmálum og iðnaðar- framleiðsla og pólitísk ítök bænda eru víða mjög sterk. Með GATT-samkomulaginu var stigið fyrsta skref- ið á lengri leið til auk- ins viðskiptafrelsis á sviði landbúnaðarvara. Vonir voru bundnar við að þetta mikilvæga samkomulag yrði notað til að lækka verð á landbúnaðaraf- urðum. Það hefur ekki gengið eftir, heldur hið gagnstæða. Eðli verndarstefnu Verndarstefna er hindrun á við- skiptum gerð til að vernda hags- muni þess sem framleiðir sambæri- lega vöru. Hún hefur þann tilgang að koma í veg fyrir að innlendi framleiðandinn þurfi að lækka verð á framleiðslu sinni vegna sam- keppnisáhrifa. Verndarstefna, hvort sem hún birtist í formi tolla, innflutnings- kvóta, banna eða annarra verndar- aðgerða, leiðir af sér áþreifanlegan tilflutning á fjármunum og pólitísk- um völdum frá almenningi til þeirra sérhagsmunahópa sem beijast fyrir verndaraðgerðunum. Það sem gerir baráttuna gegn þessari stefnu svo erfíða er hve auðvelt er að benda á kosti hennar fyrir einstaka framleiðendur og at- vinnugreinar, en erfitt að benda á þann dreifða og oftast ósýni- lega kostnað sem hún hefur í för með sér. Upplýsingar eða töl- ur um þennan kostnað birtast ekki í neinum ijárlögum eða árs- reikningum. Af þessari ástæðu missir almenn- ingur getuna til að vemda sig gegn þess- ari tilfærslu valda og auðs sem er frá þeim minnimáttar til þeirra sem eru póli- tískt vel skipulagðir, ekki sjaldan í skjóli ranglátrar kjördæmaskip- unar. Það var athyglisvert að í sumar var þó reynt að reikna út þann beina kostnað sem verðhækkun á tollvemduðu grænmeti leiddi til í formi hækkaðra verðbóta á lán. Þar voru stórar upphæðir á ferð. Vernd- unaraðgerðir af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir verða því aldrei knúðar fram nema af aðilum sem hafa mjög sterka pólitíska stöðu, og geta beitt henni í eigin þágu. Slíkt veikir undirstöður lýðræðis- kerfisins og gerir þá kröfu háværa að takmarka enn frekar valdasvið stjórnmálamanna og fá markaðsöfl- unum í hendur meira svigrúm. Blekking öryggisins í fijálsu hagkerfi verða til bæði þeir sem vinna og tapa. Við vitum aldrei fyrirfram hver verður í hvor- um flokknum. Þeim sem tapa eða verða undir í samkeppninni er ekki bættur skaðinn með neinum hætti. Þeir verða að bíta í það súra epli að bera skarðan hlut frá borði. Þeir sterkari eða betur skipulögðu fá viðbótarsvigrúm á markaðnum. Þetta styrkir efnahagsstarfsem- ina. Þegar verndarstefnan hefur áhrif á lagasetninguna með þeim hætti að búa til hindranir eða tak- marka samkeppni er verið að verð- launa þá sem tapa og þá sem selja dýra vöru. Gömlu störfin eru varð- veitt um skamman tíma en ný fá ekki að þróast. Verið er að drepa hagkerfið í dróma. Blekking ímynd- aðs öryggis er öll á kostnað hag- vaxtarins. Þau rök hafa verið færð fram Við þurfum nýja stefnu, segir Þröstur Olafs- son og telur að íslenska landbúnaðarverndin muni ekki gagnast bændum til lengdar. fyrir verndarstefnu að hún komi í veg fyrir tilflutning starfa á milli landa. í sumar sagði talsmaður kartöflubænda að aukinn innflutn- ingur ódýrra kartaflna jafngilti að verið væri að flytja inn ódýrt vinnuafl. Bann á innflutningi kart- aflna þýddi því að íslendingar héldu störfum sem þeir ella myndu missa. Hér er fyrrnefnd blekking enn á ferðinni. í heimi vaxandi alheims- samkeppni er hagkvæmni í fram- leiðslu eina varanlega leiðin til að viðhalda eða skapa störf. Annað leiðir fyrr eða síðar til efnahagslegr- ar hnignunar. Þeir fjármunir sem notaðir hafa verið til að borga Hverjum þjónar vernd- arstefna í viðskiptum? Þröstur Ólafsson verndina verða ekki nýttir til að byggja upp nýja framtíðaratvinnu- vegi. Lág laun eru heldur engin trygg- ing fyrir góðri samkeppnisstöðu, þau bera fyrst og fremst vott um óhagkvæmt efnahagslíf. Það er heildarkostnaðarstig framleiðslunnar sem segir til um það hver er samkeppnisfær á al- heimsmarkaði og hver ekki. Ósam- keppnishæf framleiðsla getur bætt stöðu sína með lágum launum, hag- kvæm framleiðsla þolir ágætlega há laun. íslenskur landbúnaður Við Islendingar viljum ekki sjá sveitir landsins lagðar í auðn. Við viljum sjá þar blómlegar byggðir. Fullkomlega er réttlætanlegt að styrkja þar framleiðslu jafnvel til lengri tíma. í því sambandi eiga að koma til skoðunar fleiri sjónarmið en hagvöxturinn einn. í nútímalýð- ræðisþjóðfélagi er þó nauðsynlegt að þeir styrkir séu sýnilegir og að fórnarkostnaður sé útreiknanlegur. Það er hægt að styrkja innlenda búvöruframleiðslu án þess að beita verndarstefnu í formi tolla. GATT- samningurinn heimilar eimitt slíkar greiðslur. Það er freklegur yfirgangur að beita verndarstefnunni gegn þús- undum neytenda til að vernda einn til tvo framleiðendur eins og al- gengt er hér á landi, s.s. þegar sveppir eða pekingendur eru annars vegar, svo dæmi séu tekin. Islenska landbúnaðarverndin í því formi sem henni er beitt mun ekki gagnast bændum til lengdar. Hún er sóun á fjármunum hins opinbera og leiðir mikinn óþarfa- kostnað yfir neytendur. Við þurfum nýja stefnu sem rúmar styrki til íslensks landbúnaðar jafnframt því sem tryggt er hagstætt verð til neytenda. Höfundur er hagfræðingur. Nýkomin ódýr náttfatnaður, leikfóng oggjafavara. }læsmevjan ' leiðinni GUsibœ, s. 553 3305 IÐNAÐARHURÐIR FELLIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR ! ÍSVAL-SOKGA EHr. HÖFDABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 HEWLET r PACKARD PRENTARAR OG SKANNAR Gerið verðsamanburð Tölvu-Pósturinn Hámarksgæði Lágmarksverð GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM, SÍMI 533 4600, FAX: 533 4601 Samkomulagspunktar í Hveragerði EINS og Hvergerð- ingum er kunnugt ákvað fyrrverandi for- seti bæjarstjórnar að slíta samstarfi við und- irritaðan og bæjar- stjórann Einar Mathi- esen þann 22. ágúst síðastliðinn. Um leið var hann einnig að segja skilið við 2. og 3. mann á lista Sjálf- stæðisflokksins. Þetta gerir hann upp á sitt eindæmi án samráðs við aðra bæjarfulltrúa. Ætla má að eitthvað hafí búið að baki enda hefur hann upplýst að formaður Sjálfstæðisfélagsins hafi tekið þátt í þeim hildarleik. Með þessum samstarfsslitum var fyrirsjáanlegt að enginn meirihluti yrði í bæjarstjórninni og því engin leið að vinna áfram markvisst að þeirri uppbyggingu í bæjarfélaginu sem hófst að loknum kosningum vorið 1994. Engin samræmd stefna væri fyrir hendi og því ómögulegt að vinna skynsamlega að þeim fjöl- mörgu verkefnum sem bíða úrlausn- ar. Frá því að hann sleit samstarfínu og þangað til að þrír af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins skrifuðu undir samkomulagspunkta, sem nú hefur verið dreift í Hvera- gerði, liðu um þrír sólarhringar. Við- ræður milli þessara aðila hófust kl. 15 sunnudaginn 25. ágúst og var skrifað undir samkomulagspunkt- ana kl. 20.30 sama dag. Skipting embætta Umræddir samkomulagspunktar taka á skiptingu embætta, helstu þáttum í rekstri og framkvæmdum bæjar- ins til loka yfírstand- andi kjörtímabils eða til miðs árs 1998. Sam- komulag varð um að bæjarstjórnin yrði und- ir forsæti sjálfstæðis- manna. H-listi fengi formann bæjarráðs. Þá fengi H-listi formann veitustjórnar Hvera- gerðis. Jafnframt voru aðilar sammála um að Einar Mathiesen gegndi áfram starfi bæjarstjóra. Aðrar veigamiklar breytingar urðu ekki á skipan í helstu embætti á vegum bæjarfé- lagsins. Rekstur málaflokka Áfram verður haldið við endur- skoðun og uppstokkun á rekstri bæjarfélagsins. Úttekt á rekstri áhaldahúss hófst í apríl 1995 að frumkvæði sjálfstæðismanna og stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu á þessu ári. Á síðasta ári voru gerð- ar gagngerar skipulagsbreytingar á rekstri íþróttamannvirkja og ræst- inga á vegum bæjarfélagsins og nemur árlegur sparnaður 3-4 millj- ónum króna. Þá er stefnt að lækkun skulda um 8% á kjörtímabilinu, jafnframt verður leitað leiða til að lækka fjármagnskostnað bæjar- sjóðs. Helstu framkvæmdir Samkvæmt samkomulagspunkt- unum verður fram haldið lagningu bundins slitlags á stærri íbúðar- hverfi bæjarins. í þriggja ára áætl- Það er framskylda hvers sveitarstjórnar- manns að hugsa um velferð bæjarins og íbúa hans. Gísli Páll Páls- son hvetur sjálfstæðis- menn í Hveragerði til samstöðu. uninni kemur m.a. fram að lagt verði bundið slitlag á Arnarheiði I og II, og Lyngheiði. í raun er stuðst við þá þriggja ára áætlun sem lögð var fram af fyrri meirihluta og sam- þykkt af bæjarstjóm í apríl 1995. Þar að auki verður einnig lagt bund- ið slitlag á Borgarheiði. Á þessu sést að enn meiri áhersla verður lögð á að leggja bundið slitlag á götur bæjarins, forgangsverkefni sem hefur beðið allt of lengi. Einnig má nefna að í punktunum er ákvæði um að ráðast út í veru- legt átak í lagningu gangstétta. Ráðgert er að leggja snjóbræðslu- kerfi og malbik á um 900 lengdar- metra við eina aðalgönguleið bæj- arbúa og er það einsdæmi að bæjar- félag af okkar stærðargráðu skuli leggja snjóbræðslukerfi milli bæjar- hluta. í samkomulagspunktunum er ákvæði um að ljúka framkvæmdum við núverandi skólabyggingu og hönnun á skólphreinsimannvirki og er þetta í samræmi við umrædda þriggja ára áætlun frá 1995. Einn liður í punktunum er að Gísli Páll Pálsson gerðir verða samningar við Golf- klúbb Hveragerðis og Iþróttafélagið Hamar um áframhaldandi upp- byggingu á aðstöðu þessara félaga. Þetta er mikilvægur áfangi í upp- byggingu íþróttastarfs fyrir unga sem aldna, auk þess mun þetta styrkja rekstur ferðaþjónustufyrir- tækja í Hveragerði. Á þessari upptalningu sést að áfram verður unnið markvisst að framfaramálum fyrir Hvergerðinga en grunnur þeirrar stefnumótunar var lagður fyrir rúmlega ári. Sam- komulagspunktarnir eru í samræmi við þá stefnu sem rekin hefur verið við stjórnun bæjarfélagsins síðast- liðin 2 ár. Að lokum Ljóst má vera að þessir sam- komulagspunktar hefðu ekki orðið til ef fyrrverandi forseti bæjar- stjómar hefði ekki kosið að slíta samstarfinu. Þá er það einnig ljóst að fyrrverandi forseti bæjarstjórnar hefði ekki dregið sig í hlé frá störf- um í bæjarstjórn til loka kjörtíma- bilsins, nema af því að hann beið lægri hlut í þeirri pólitísku refskák er hann hóf og fram fór í kjölfar slita hans á samstarfi sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn. Ég hvet sjálfstæðismenn í Hvera- gerði til að standa saman og halda áfram að vinna að framfaramálum í þágu Hveragerðis. Það er von mín og trú að þetta samstarf verði öllum bæjarbúum til góðs. Framkvæmdir og uppbygging bæjarfélagsins er forsenda þess að blómleg byggð nái að vaxa og dafna um ókomna tíð. Það var fyrst og fremst umhyggja fyrir bæjarfélaginu og velferð þess sem lá að baki þessari ákvörðun okkar sjálfstæðismanna um að hefja þetta samstarf. Það er frumskylda hvers sveitar- stjórnarmanns að hugsa um velferð bæjarins og íbúa hans og láta ekk- ert annað óviðkomandi trufla það starf. Höfundur erforseti bæjarstjórnar Hveragerðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.