Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 52
<<3<3Y1JNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA ^ Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<aCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI I MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fyrsti snjórinn ^BÖRNIN glöddust í gærmorgun þegar fyrsti snjórinn gerði vart við sig á Suður- og Vestur- landi. Snjókoman markar einn- ig tímamót á hjólbarðaverk- stæðum og í gærmorgun brostu starfsmenn þar út í annað með- an þeir umfelguðu, skiptu og j afnvægisstilltu. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum um land allt voru engin dæmi um alvarleg umferðaróhöpp í gær. í Reykja- vík urðu margir smáárekstrar en ekki alvarleg slys á fólki. Það var samdóma álit lögreglu- jmanna að menn gæti sín ævin- '*"rlega þegar hálka geri fyrst vart við sig. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er útlit fyrir áframhaldandi kulda næstu daga. ísland úr leik á ÓL í brids „Einsog þeir sæju allar hend- umar“ Ródos. Morgunblaðið. ÍSLENDINGAR urðu að lúta í lægra haldi fyrir Indónesíumönn- um í átta liða úrslitum á Ólympíu- mótinu í brids. Úrslit urðu 180 -^stig gegn 115. „Við vorum hrein- 'lega yfirspilaðir og það er ekki spurning að betra liðið vann,“ sagði Jón Baldursson, einn ís- lensku spilaranna, eftir leikinn. Indónesía tók strax forystu í leiknum og jók hana jafnt og þétt, en minnstur var munurinn í loka- fjórðungnum. Björn Eysteinsson fyrirliði sagði að Indónesíumenn hefðu spilað sérstaklega vel, með- an íslenska liðið var ekki upp á sitt besta. „Þeir notuðu sömu fjóra mennina allan tímann og það var greinilegt að þetta eru þauivanir menn enda búnir að spila á fjölda Ólympíu- og heimsmeistaramóta. Þeir leystu mörg spil eins og þeir ---sæju allar hendumar.“ Getum borið höfuðið hátt Björn sagði að þrátt fyrir von- brigðin með þessi úrslit gæti ís- lenska liðið verið þokkalega sátt við árangurinn á mótinu. „Við komumst upp úr riðli þar sem á eftir okkur voru sex þjóðir, sem skarta fjölda titla og menn geta því borið höfuðið hátt.“ Jón Bald- ursson tók í sama streng og sagði gott að náðst hefði að bijóta þann ís að komast í úrslitakeppnina. ■"^.Við þurftum að spila nokkuð vel til þess, en við vorum greinilega byrjaðir að gefa eftir á móti Rúss- um á mánudag og það hélt síðan áfram gegn Indónesíu,“ sagði Jón. I undanúrslitum sem hefjast í dag spila Frakkar gegn Tævan og Danir við Indónesíumenn. ■ Indónesar erfiðir/7 Morgunblaðið/Kristinn Borgarstjóri og bæjarstjóri Akureyrar sáttir við samning um Landsvirkjun Ibúarnir nj óta eigriar sinnar INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, og Jakob Bjömsson, bæjarstjóri á Akureyri, segja að samningur eigenda Lands- virkjunar um breytingar á rekstri fyrirtækisins tryggi að íbúar þessara staða njóti loks eignar sinnar í Landsvirkjun. í samkomulaginu felst, að arðgreiðslur til eigenda Landsvirkjunar, ríkis, Reykjavíkur og Akureyrar, gætu numið allt að 600 milljónum króna á ári. Nefnd um eignarhald, rekstrar- fyrirkomulag og framtíðarskipulag Landsvirkjunar hefur skilað tillögum sínum og voru þær kynntar rík- isstjórn í gær. Þá voru þær jafnframt samþykktar í borgarráði og bæjar- ráði Akureyrar. Finnur Ingólfsson, iðnaðarráð- herra, sagði þegar samkomulagið var kynnt í gær, að breið samstaða væri um það, ekki aðeins meðal full- trúa eigenda, heldur allra stjórn- málaflokka. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóri, kvaðst sátt við niðurstöð- una. Arðgreiðslur til Reykjavíkur frá Landsvirkjun hefðu verið litlar, eða um 260 milljónir alls frá 1977. Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, tók undir þessi- orð og sagði, að ekki yrði hróflað við eignar- aðildinni um sinn, að minnsta kosti ekki fyrr en að endurskoðun sam- komulagsins kæmi. ■ Arðgreiðslur/4 Frumvarp um vinnumarkaðsaðgerðir Landið verði eitt vinnusvæði PÁLL Pétursson, félagsmálaráð- herra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær drög að tveimur frumvörpum til laga, um vinnumarkaðsaðgerðir og endurskoðun á lögum um at- vinnuleysistryggingar. Ráðherra segir lagafrumvarp um vinnumark- aðsaðgerðir afar brýnt en með því er landið gert að einu vinnusvæði og vinnumiðlanir færðar til ríkisins. Ráðherra bindur vonir við að með þessum hætti verði starf vinnumiðl- ana gert skilvirkara. Bótaréttur bundinn við 5 ár Nokkur nýmæli eru í frumvarpi um endurskoðun á lögum um at- vinnuleysistryggingar að sögn ráð- herra. Gert er ráð fyrir því að fólk stundi nám til 18 ára aldurs og fái ekki atvinnuleysisbætur fyrr nema af sérstökum ástæðum. í öðru lagi er ekki gert ráð fyrir því að menn geti verið á atvinnuleysisbótum ótímabundið en bótaréttur þess í stað bundinn við fimm ár óslitið en eftir það missi menn bætur í eitt ár. Auk breytinganna er í frumvarp- inu lögð áhersla á starfsþjálfun og fræðslu með það að markmiði að rjúfa þann vítahring sem atvinnu- laust fólk getur komist í. Úttekt gerð á þörf fyrir snjóflóðavarmr í átta sveitarfélögum Kostnaður er áætlaður um sjö milljarðar króna í ATHUGUN Veðurstofu íslands á þörf fyrir snjóflóðvarnir á átta stöð- um á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi er áætlað að kostnaður við uppbyggingu varna á hættu- svæðum sé um sjö milljarðar króna. Ef varnir gegn krapa- og aurflóðum og uppkaup á fasteignum þar sem varnii; koma ekki til greina eru tek- in með í reikninginn eru heildarút- gjöld áætluð níu milljarðar króna samkvæmt skýrslunni. Sé reiknað með skekkjumörkum vegna óvissu um umfang hættu- svæða og fleiri þátta gætu útgjöld numið 7-14 milljörðum. Heildar- verðmæti fasteigna, sem gert er ráð fyrir að vetja, er um 24 milljarðar samkvæmt brunabótamati. Veðurstofa íslands vann skýrsl- una fyrir umhverfisráðuneytið og þar kemur fram að 52 hafa farist í snjóflóðum á byggð á árunum 1974-1995, en 107 manns frá byrj- un aldarinnar. Tjón af völdum flóða í þéttbýli hefur á árunum 1974- 1995 verið um 3,8 milljarðar króna. Sé manntjón talið með í efnahags- legu tjóni, líkt og i nýrri skýrslu um tjón af völdum umferðarslysa, er heildartjón af völdum snjóflóða síðustu 22 ár sambærilegt við heild- arkostnað við gerð snjóflóðavarna sem lýst er í skýrslunni. 3.860 milljóna kostnaður í Neskaupstað og á Siglufirði í skýrslunni kemur fram að mestu þurfi að kosta til snjóflóða- varna á Siglufirði og í Neskaup- stað. í Neskaupstað er áætlað að þurfi að kosta 1.870 milljónum króna til að veija eignir sem metn- ar eru á tæplega 7,7 milljarða króna. Á Siglufirði þarf enn hærri upp- hæð til snjóflóðavarna, eða 1.990 milljónir króna. Þar eru eignir sem eru taldar í hættu metnar á rúm- lega tvo milljarða. Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri í Neskaupstað segir fyrsta verk að að forgangsraða fram- kvæmdum. „Spurningin er líka sú hvort menn ráðist í allar þessar framkvæmdir. Vandinn er auðvitað mikill en þetta gerist á lengri tíma og menn byija auðvitað þar sem byggðin er þéttust. Auk þess verð- ur áherslan lögð, hér eftir sem áður, á mjög öflugt eftirlit," segir hann. Guðmundur segir ennfremur ljóst að kostnaður við snjóflóðavarnirnar sé svo mikill að samfélagið í heild hljóti að sínu mati að þurfa að bera hann. „Sveitarfélögin ráða ekkert við sinn 10% hlut, sama hvaða sveit- arfélag af þessum átta á í hlut.“ Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði, segir Suðurbæinn á Siglufirði ofarlega á blaði því þar sé oftast rýmt. „Annars vegar þarf að forgangsraða innan hvers byggðarlags og hins vegar á lands- visu, sem er mjög flókið verkefni. Það þarf að taka tillit til margra hagsmuna," segir Björn. ■ Ofanflóðavarnir/6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.