Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MINNINGAR
Manneldisráð og
gerilsneydd mjólk
ENN er mjólkur-
dagsnefnd komin af
stað með gífurlega
auglýsingaherferð fyrir
ágæti þess að drekka
gerilsneydda mjólk.
Þegar hlustað er á
þessar auglýsingar,
eða þessi bæklingur
þeirra lesinn, kemur sú
Ifcpurning upp í hugann,
hvort landlæknisemb-
ættið og manneldisráð
séu á framfæri mjólk-
urdagsnefndar og væri
gott að fá svar við því
frá háttvirtum heil-
brigðisráðherra. Ef nú
svarið skyldi vera neik-
vætt þá skilur maður vel hvers
vegna svona mikil vandræði eru
með rekstur á heilbrigðiskerfinu
vegna peningaskorts, því neysia á
gerilsneyddum mjólkurvörum leiðir
af sér heilsuleysi.
1) Eins og allir bændur vita lifa
t.d. kálfar ekki á gerilsneyddri
mjólk, flestir deyja innan við 60
*íiaga, en þeim er jú ætlað að lifa
af mjólk mæðra sinna.
2) Þegar mjólkin er gerilsneydd
er hún hituð, en hitinn eyðileggur
efnahvata í mjólkinni, en þeirra
hlutverk er að losa um næringarefni
í mjólkinni til þess að kálfamir geti
nýtt sér þau, t.d. halda sumir því
fram að við getum aldrei nýtt nema
brot af kalkinu sem er í mjólkinni
vegna þessa.
3. Við gerilsneyðingu eyðist hluti
fituleysanlegra vítamína. Eyðing á
^atnsleysanlegum vítamínum eins
og B og C er frá 38-80%. C vítam-
ín eyðast vanalega yfir 50%.
4. Snefilefni eins og
t.d. joð eyðast vegna
uppgufunar.
5. Hvorki meira né
minna en 38 efni breyt-
ast eða eru eyðilögð við
gerilsneyðinguna, t.d.
eggjahvítuefni og
hormónar. Fitan eyði-
leggst einnig og við
getum ekki notað
eggjahvítuna til upp-
byggingar frekar en
kálfarnir.
6. Tennur barna eru
líklegri til að skemmast
ef þau fá gerilsneydda
mjólk í staðinn fyrir
ógerilsneydda.
7. Hitun á eggjahvítuefni í mjólk,
sem veldur breytingu á þeim, er ein
af aðalorsökum fyrir æðakölkun í
hjarta.
8. Kettir, sem notaðir hafa verið
sem tilraunadýr, verða sjúkir á því
að drekka gerilsneydda mjólk, fá
t.d. beinsjúkdóma, sýkingar, of-
næmi, útbrot, hjartasjúkdóma og
marga aðra hrömunarsjúkdóma
sem þekkjast vel t.d. á íslandi í dag.
9. Vitað er að enginn matur veld-
ur eins mikilli hægðatregðu og ger-
ilsneyddur mjólkurmatur. Þeir sem
aðhyllast náttúrulegar lækningar
segja einmitt að ef ristillinn starfar
ekki eðlilega er að finna orsök fyrir
95% af öllum meltingarsjúkdómum.
Ungar konur og eldra fólk sem rann-
sakað hefur verið bæta hægðimar
til mikilla muna þegar gerilsneydd
mjólk er tekin burt úr fæðu þeirra.
10. Óþol og ofnæmi fyrir geril-
sneyddum mjólkurvörum er mun
algengara en heilbrigðisyfirvöld við-
Sú spuming vaknar,
segir Hallgrímur
Magnússon, hvort
landlæknisembættið
og manneldisráð séu
á framfæri mjólkur-
dagsnefndar.
urkenna og rannsóknir hafa einmitt
sýnt slíkt, t.d. reyndust 88% barna
hafa óþol fyrir gerilsneyddum
mjólkurvömm. Einkenni geta verið
t.d. ofvirkni, erfiðleikar með lærdóm
og ýmis hegðunarvandamál.
11. Magakrampi hjá ungbörnum
hættir oft þegar gerilsneydd mjólk-
urvara er tekin af börnum.
Mjög margt væri hægt að tína
til um skaðsemi þess að neyta geril-
sneyddra mjólkurvara, t.d. hjá þjóð-
um sem neyta mikillar mjólkurvöru,
þar er einmitt að finna mest af bein-
sjúkdómum, en í löndum þar sem
engrar mjólkurvöru er neytt er lítið
um beinsjúkdóma.
Það er svo sem engin furða þó
að mjólkurdagsnefnd minnist ekki
á skaðsemi þess að drekka geril-
sneydda mjólk, ekki gera tóbaks-
framleiðendur það heldur, að segja
frá skaðsemi þess að reykja. En
hitt er furðulegt að hin ýmsu emb-
ætti hins obinbera ljá nafn sitt við
svona auglýsingu beint í óþökk og
á kostnað okkar þegnanna.
Höfundur er læknir.
Hallgrímur Þ.
Magnússon
Háskaleg
breytingartillaga
í Morgunblaðinu 23.
október sl. má lesa at-
hyglisverða frétt þess
efnis að nú hafi sex
þingmenn úr stjórnar-
-“•fc'ðinu lagt fram á Al-
þingi breytingartillögu
við 37. grein umferðar-
iaga þess efnis að há-
markshraði á bundnu
slitlagi utan þéttbýlis
verði 110 kílómetrar í
stað 90.
í greinargerð með
tillögunni segir að 90
kílómetra hámarks-
hraði á bundnu slitlagi
sé „barn síns tíma“.
Einnig segir að vega-
kerfi landsins hafí tekið stakka-
skiptum á síðustu 10-15 árum.
Langmestur hluti hringvegarins hafi
verið lagður bundnu slitlagi og á
sama tíma hafi aksturseiginleikum
og öryggisbúnaði fólksbifreiða
fleygt fram. Sú almenna hraðatak-
mörkun sem umferðarlögin setja við
akstur á bundnu slitlagi, það er 90
kílómetrar á klukkustund, virðist
að þeirra mati ekki lengur vera
raunhæf viðmiðun. Einnig segir:
„Lög eru sett til þess að farið sé
eftir þeim. Það slævi réttarvitund
almennings ef í gildi eru lög sem
nær óframkvæmanlegt sé fyrir lög-
gæsluna að framfýlgja. í lokin er
lagt til að ákvæðum umferðarlag-
—•anna um hámarkshraða verði beytt
með tilliti til betra vegakerfis og til
samræmis við þau hraðatakmörk
sem gilda í nágrannaríkjum okkar.“
Eftir að hafa lesið um þessa há-
skalegu breytingartillögu langar
mig að minna á að í mars 1995 lét
Þorsteinn Pálsson dóms- og kirkju-
málaráðherra gefa út hið merkasta
rit sem heitir „Umferðaröryggisá-
ætlun til ársins 2000“. í riti þessu
koma fram margar at-
hyglisverðar hugmynd-
ir og háleit markmið,
m.a. að stefnt skuli að
fækkun alvarlegra um-
ferðarslysa á vegum
landsins um 20% fram
til aldamóta. í fram-
haldi stóð umferðarráð
fyrir málþingi um
framtíðarsýn í umferð-
armálum á íslandi und-
ir kjörorðinu ekið til
nýrrar aldar.
Varla getur þessi
breytingartillaga
þ.e.a.s. ef hún verður
að lögum orðið um-
ferðaröryggisáætlun
Þorsteins Pálssonar til framdráttar.
í greinargerð með breytingartillög-
unni segir að 90 kílómetra hámarks-
hraði á bundnu slitlagi sé bam síns
tíma, eins er vísað til framfara í
Vart er hægt að bera
þjóðvegakerfi okkar
saman við þjóðvegakerfi
nágrannaríkjanna, segir
Hilmar Þorbjörnsson,
þar er mikill munur á.
vegamálum sem vissulega hafa verið
miklar, auk þess sem aksturseigin-
leikum og öryggisbúnaði fólksbifriða
hefur fleygt fram. Þetta em ekki
rök. Þjóðvegakerfið okkar, eins og
það er byggt upp, gefur ekki tilefni
til hraðari aksturs en 90 kílómetra
á klukkustund og þá við allra bestu
skilyrði. Það sýna þau mörgu og al-
varlegu slys sem þegar hafa orðið.
Það hafa ekki verið slæmir akst-
Hilmar
Þorbjörnsson
urseiginleikar eða ónógur öryggis-
búnaður sem valdið hefur þeim al-
varlegu slysum sem þegar hafa orð-
ið. Veður og færð, auk vanmats
ökumanna á aðstæðum eiga þar
stærstan þátt. Vart er hægt að bera
þjóðvegakerfið okkar saman við
þjóðvegakerfi nágrannaríkja okkar,
þar er mikill munur á. í nágranna-
ríkjum okkar aka menn á aðskildum
akbrautum, þar sem ekki þarf að
hafa áhyggjur af umferð á móti.
Gott er til þess að vita að flutn-
ingsmenn breytingartillögunnar eru
meðvitaðir um að lög eru sett til
þess að farið sé eftir þeim. Hins
vegar að halda því fram sem rökum
fyrir máli sínu að löggæslan ráði
ekki við það verkefni að koma í veg
fyrir ólöglegan akstur og það slævi
réttarvitund almennings ef í gildi
eru lög sem nær óframkvæmanlegt
sé fyrir löggæsluna að framfylgja,
er mál sem löngu er tímabært að
skoða sérstaklega.
Þetta sýnir að mínu mati tvennt.
Annars vegar hvaða skoðanir flutn-
ingsmenn hafi á ufmerðarmálum
yfirleitt og í öðru lagi hvað þeir vita
lítið um löggæslumál.
Löghlýðni þeirra sem aka eftir
þjóðvegum landsins mundi ekki
breytast við það eitt að hámarks-
hraði yrði aukinn úr 90 í 110 kíló-
metra á klukkustund. Það mundi
heldur ekki á neinn hátt bæta rétt-
arvitund sömu aðila eða virðingu
þeirra fyrir lögum yfirleitt.
Virðing manna fyrir lögum mót-
ast af uppeldi þeirra, siðferði og
ekki síst sjálfsvirðingu. Því miður
er allt of stór hópur fólks sem ekki
virðir lög. Hér þarf annað og meira
að koma til.
Aukinn hraði á þjóðvegum lands-
ins mundi aðeins kalla á enn fleiri
og alvarlegri slys með öllum þeim
hörmungum sem þeim fylgja. Ég
skora á þingmenn að ýta þessari
hættulegu breytingartillögu út af
borðum Alþingis. Umferðarlögin eru
ágæt. Gallinn virðist bara vera sá
að allt of fáir virða þau.
Höfundur cr
aðstoðaryfirlögregluþjónn.
ÁSGRÍMUR
ALBERTSSON
+ Ásgrímur AI-
bertsson var
fæddur á Búðarnesi
í Súðavík við Álfta-
fjörð 9. ágúst 1914.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
22. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Albert
Einarsson, f. 29.
september 1888, d.
8. ágúst 1979, og
Þórdís Magnúsdótt-
ir, f. 14. febrúar
1888, d. 30. septem-
ber 1950. Systkini
hans eru: 1) Lúðvík Júlíus, f.
13. júlí 1912, lengi starfsmaður
Kaupfélagsins á Hellissandi, nú
látinn. Eftirlifandi kona hans
er Veronika Hermannsdóttir.
Þau bjuggu á Hellissandi. 2)
Sigríður, f. 18. júlí 1916, verka-
kona. Hún var gift Jóni Hjálm-
arssyni skósmið. Þau bjuggu á
Siglufirði. Þau eru bæði látin.
3) Einar Magnús, f. 12. júlí
1923, skósmiður og póstfull-
trúi, kona hans Þórunn Guð-
mundsdóttir. 4) Guðrún, f. 18.
ágúst 1929, verkakona og skrif-
stofumaður, gift Rögnvaldi
Ásgrímur Albertsson var næst-
elstur í hópi sex systkina og ólst
upp hjá foreldrum sínum í Súðavík.
Um tíma var hann í fóstri hjá Sól-
veigu Einarsdóttur og Þórði Svein-
björnssyni í Hlíð í Álftafirði meðan
móðir hans var á berklahæli. Hann
minntist þeirra hjóna og heimilisins
í Hlíð ávallt með sérstakri hlýju.
Á æsku- og unglingsárum naut
hann þeirrar skólagöngu sem al-
þýðufólki stóð til boða á þriðja ára-
tug aldarinnar, var í barnaskóla í
Súðavík og síðan í tvö ár i héraðs-
skólanum á Núpi í Dýrafirði. Eftir
dvölina á Núpi var hann fenginn
til að kenna einn vetur í barnaskól-
anum í Súðavík.
Eldhuginn Hannibal Valdimars-
son dreif hann í verkalýðsfélagið í
Súðavík og innan við tvítugt var
hann kominn þar í forystu. í verka-
lýðsfélaginu fann hann sig kominn
í félag með tilgang og í áratugi
varði hann dijúgum hluta starfs-
krafta sinna í baráttu fyrir bættum
lífskjörum og jöfnuði.
Árið 1935 fluttist Ásgrímur til
Sigluijarðar til að læra gullsmíði.
Þar tók hann virkan þátt í verka-
Iýðs- og stjórnmálum, var strax
mættur á fund í verkamannafélag-
inu Þrótti til að leggja þeim lið sem
vildu sameina verkamannafélögin á
staðnum en þau voru tvö þessi ár-
in. Einnig ritstýrði hann um tíma
málgagni sósíalista á Siglufirði,
Mjölni. Árið 1938 dvaldist hann við
nám Svíþjóð og 1939 stóð hann
ásamt fleirum að stofnun alþýðu-
skóla á Siglufirði. Á Siglufirði
fékkst hann einnig við bókaútgáfu.
Árið 1947 tóku þau hjónin, Ás-
grímur og Anna, sig upp og flutt-
ust til Akureyrar. A Akureyri rak
hann gullsmíðaverkstæði og skart-
gripaverslun. Einnig ritstýrði hann
um skeið Verkamanninum, mál-
gagni sósíalista.
En leiðin lá suður og 1953 flytj-
ast þau í Kópavog, sem þá var varla
annað en óskipulögð sumarbústaða-
byggð. Fyrst bjuggu þau við Kárs-
nesbraut og síðan eitt ár á Álfhóls-
vegi og fluttust svo í Vogatungu,
þar sem þau hafa búið frá 1961.
Fyrstu _ árin hér fyrir sunnan
starfaði Ásgrímur við gullsmíðar
og vann á Þjóðviljanum. Einnig
vann hann á Innflutningsskrifstof-
unni en eftir að hún var lögð niður
fór hann að starfa hjá Útvegsbanka
íslands. Þar vann hann í 20 ár,
fyrst sem almennur bankaritari og
síðan sem aðalbókari í útbúi í Kefla-
vík og Kópavogi þar sem hann var
til 67 ára aldurs, síðast sem skrif-
stofustjóri.
Stopula skólagöngu bætti hann
upp með sjálfsnámi, einkum í
Rögnvaldssyni bif-
reiðasljóra. 5) Mar-
grét, f. 18. ágúst
1929, lærði gull-
smíði hjá Ásgrími,
síðan fóstra og
kennari, gift Einari
Júlíusi Hallgríms-
syni garðyrkju-
manni.
Árið 1945 giftist
Ásgrímur Önnu Jó-
hannsdóttur. Hún
er dóttir hjónanna
Haflínu Helgadótt-
ur, f. 4. janúar 1895,
d. 21 jan. 1970, og
Jóhanns Þorsteins Friðfinns-
sonar skipstjóra, f. 6. nóv. 1891,
d. 29. okt 1942. Börn þeirra
Önnu og Ásgríms eru: 1) Sól-
veig Halldóra, sálfræðingur,
gift Páli Halldórssyni eðlis-
fræðingi. Dóttir þeirra er Hall-
gerður sagnfræðinemi og sam-
býlismaður hennar er Magnús
Egilsson sálfræðinemi. Þau
eiga eitt barn, Pál Skírni. 2)
Hafliði Jóhann líffræðingur,
ókvæntur og barnlaus.
Útför Ásgríms verður gerð
frá Digraneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
tungumálum, og hátt á sjötugsaldri
lauk hann stúdentsprófi frá öld-
ungadeild Menntaskólans í Hamra-
hlíð. Auk þess fylgdist hann vel
með því sem var að gerast í banka-
málum og dvaldi m.a. hálft ár í
Svíþjóð til að kynna sér nýjungar
á því sviði.
Eins og margir af hans kynslóð
barðist hann í húsbyggingum,
byggði þrisvar yfir fjölskyldu sína
fyrst á Siglufirði, síðan á Akureyri
og Joks í Kópavogi.
Ásamt vinnunni í bankanum
lagði hann löngum stund á smíðar.
Um árabil smíðaði hann mót til að
merkja síldartunnur og þau smíðaði
hann fyrir flestar söltunarstöðvar
sem reknar voru á fimmta, sjötta
og sjöunda áratugnum. Hluta þessa
starfs má nú sjá á síldarminjasafn-
inu á Siglufirði. Auk þessa smíðaði
hann vogir sem notaðar voru við
að fitumæla síld.
Til viðbótar þessu stundaði hann
þýðingar bæði á pólitískum bók-
menntum og fagurbókmenntum.
Síðasta verkið sem hann þýddi og
ritaði eftirmála við var Furstinn
eftir Machiavelli.
Ég kynntist Ásgrími þegar ég
byrjaðí að vera með Sólveigu dóttur
hans. Hann var þá kominn á sex-
tugsaldur, ég var innan við tvítugt.
Hann var fámáll, hlédrægur og ró-
legur í öllum háttum. Það var erfitt
að ímynda sér að þessi maður hefði
um áratugaskeið verið ötull félags-
mála- og afkastamaður. Því fór þó
fjarri að hann hefði lokið starfsævi
sinni þegar þar var komið. Hann
var látlaus og lítið gefinn fyrir pijál,
en höfðingi þegar á reyndi. Hann
var gjörhugull og næmur á hvort
menn væru heilir í orðum og gerð-
um. Yfirborðsmennska og upp-
skafningsháttur var honum ekki að
skapi. Ásgrímur var ekki allra og
það tók tíma að vinna vináttu hans.
Þeir sem urðu vinir hans nutu
trygglyndis og hjálpsemi upp frá
því. Hvors tveggja naut ég ríku-
lega. Um tvítugt tóku þau Asgrím-
ur og Anna mig inn á heimili sitt
og þar höfðum við Sólveig aðstöðu
okkar á íslandi meðan við stunduð-
um nám erlendis.
Það var bæði gaman gagnlegt að
spjalla við Ásgrím enda mörg sam-
eiginleg áhugamál einkum pólitík
og saga. Ekki vorum við alltaf sam-
mála. Framan af þóttist ég róttæk-
ari en gamli maðurinn, en ég held
að ekki hafi hallast á undir lokin.
Ásgrímur Albertsson hefur lokið
dijúgum starfsdegi, ég þakka fyrir
að hafa notið þeirrar gæfu að kynn-
ast honum og njóta vináttu hans
og hjálpsemi.
Páll Halldórsson.