Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 21 LISTIR Stolin verk til sýnis OLIUMÁLVERK af tveimur börnum sem halda utan um hvort annað og horfa út yfir draumkennt landslag kallast „Að eilifu ykkar, pabbi og mamma". „Þetta hékk örugg- lega yfir sófanum í setustof- unni,“ segir sjö- tug kona sem er ein af fjölmörg- um gestum sem hefur skoðað sýningu sem nú stendur yfir í Vín í Austurríki á listaverkum sem nasistar rændu af gyð- ingum í heims- styrjöldinni síð- ari. Enginn hefur gert kröfur til verkanna og ólíklegt er talið að nokkrir úr þeim fjölskyld- um sem áttu verkin hafi lifað helförina af. Áðurnefnt lista- verk á það sam- merkt með mörgum verkanna að það er ómerkt. Alls eru þau um 8.000 og verða boðin upp í lok október. Er búist við að allt að 570 milljónir ísl. króna muni fást fyrir verkin en féð á að Reuter VERK Friedrich von Amerling, „Stúlka frá Austurlöndum“ er metið á 3,2 - 4,9 miljjónir ísl. króna. renna til austurrískra fómar- lamba helfararinnar, en ekki er aðeins um gyðinga að ræða, heldur einnig kommúnista, sí- gauna og homma. Peter Növer, forstöðumaður nytjalistasafnsins í Vín, þar sem sýningin er haldin, lýsir listaverkunum sem „stolinni list fólks sem var rænt lífinu“. Flest eru verkin máluð á síðustu öld og em hug- ljúfar landslags- og fjölskyldu- myndir og það hefur snert við- kvæma strengi í bijósti margra safngesta. Dýr- asta verkið er frá 15. öld og eftir málarann Pietro di Franc- esco degli Ori- oli, en búist er við að rúmar sjö milljónir ísl. króna fáist fyrir það. Verkin teljast þó tæpast mjög verðmæt, því dýmstu verkin voru merkt „leiðtogan- um“ og send til Linz, þar sem Hitler hugðist koma á fót miklu listasafni. Reuter ,KARAFLA“ eftir Alexander Archipenko er metin á allt að 6,2 milljónir ísl. króna. Verkið er unnið í olíu og pappír á við. Norðmenn deila hart um Hoeg HARÐAR ritdeilur hafa risið í Noregi vegna bókar Danans Pet- ers Hoegs, „Kvinden og aben“ (Konan og apinn) en hún er vænt- anleg í islenskri þýðingu. Dansk- ir gagnrýnendur voru ekki á eitt sáttir um ágæti bókarinnar er hún kom út í vor en viðbrögðin vom þó ekkert í líkingu við deil- urnar í Noregi, sem risu eftir að Linn Ullmann, ein af bók- menntagagn- rýnendum Dagbladet fann bók- inni allt til foráttu. Segir Ullmann bókina innan- tóma, hún sé nánast neyðarlega barnaleg þar sem sett sé fram hver sjálfhverfa staðhæfingin um náttúru og menningu á fætur annarri. I bókinni segir af konu sem verður ástfangin af hálf- mennskum apa og saman leggja þau á flótta undan þeim sem vilja komast yfir apann í rannsóknar- og hagnaðarskyni. Þetta vakti ýmsa til reiði og fór þar fremstur í flokki rithöf- undurinn Jan Kjærstad. Hann telur Ullmann vera undir of mikl- um áhrifum af gagnrýninni sem fram kom í Danmörku og að hún skiþ'i ekki um hvað verk Hoegs snúist. Sögur hans gangi ekki upp enda hafi hann aldrei leitað fullkomnunar, heldur hins ómögulega. KVIKMYNPIR Stjörnubíó AMERÍKA ★ ★ ★ ★ NÝJASTA verk ítalska leikstjór- ans Giovanni Amelio (Stolnu börnirí) er ein þeirra mynda sem víkja ekki svo glatt frá manni. Ameríka er merkileg mynd í flesta staði, e.k. pólitísk vegamynd sem er engri lík. Eftir fall Hoxha, 1991, blasti við enn einn bautasteinn kommúnismans, líkt og önnur austantjaldsríki var þetta „óskaland“ ein ijúkandi rúst eftir fall einræðisherrans, viðskilnað- urinn ömurlegur á allan máta. Alban- ía lá því vel við höggi hverskyns svikahrappa sem nýttu sér ástandið til að hafa fé útúr ítalska ríkinu undir yfirskini uppbyggingar. í þeirra hópi eru tveir bragðarefír, Fiore (Michele Placido) og ungur aðstoðarmaður hans, Gino (Enrico Lo Verso). Þeir þykjast ætla að reisa skóverksmiðju, eru komnir með að- gang að mútuþægum albönskum embættismanni, samkvæmt lögum vantar aðeins einn innfæddan til að bera forstjóratitilinn og lánasjóðir Evrópu standa kumpánunum opnir. Þeir fínna dírektörinn á hæli, Spiro (Carmelo Di Mazarelli) er elliær, fyrrum pólitískur fangi. Þegar hann svo sleppur úr höndum ítalanna verð- Ef værir þú til Albaníu ur Gino að hafa uppá honum langt inní landi og spilaborgin hrynur. Það þarf örlítið að kynna sér sögu þessa litla og óhamingjusama lands til að skilja betur efni Ameríku. ítal- ir og Þjóðveijar hemámu það á tím- um fyrri heimsstyijaldarinnar, það fór svo úr öskunni í eldinn er það tók upp sósíalisma 1944. Á þeim tíma sem möndulveldin réðu ríkjum flutti stór hópur ítala tii Albaníu og varð þar innlyksa í stríðslok. Spiro karlinn er einn þeirra. Samskipti hans og Ginos eru kjami myndarinnar. Það er upplifun að fylgjast með umbreyt- ingunum á Gino, úr samviskulausu uppatötri í mannlegan hrakfallabálk. í eltingaleiknum við Spiro tapar hann smám saman öllum fyrri einkennum, ytri sem innri, í lokin eru þeir félag- ar báðir í ferð án fyrirheits til óska- landsins Ítalíu, nú er hann einn af múgnum. Það væri hægt að fylla heilt dagblað af hugleiðingum um innihald Ameríku, sem er kaldhæðin ádeila á fortíð og nútíð, kommúnisma og kapítalisma. Þá beinir Amelio spjótum sínum ekki síður að afstöðu hins „fijálsa heims“_til hins þriðja. Nú er öldin önnur á Ítalíu en er þeir flykktust til draumalandsins Amer- íku. Nú standa landsmenn keikir á vakt við harðlokuð landamærin og veija sinn sívaxandi þjóðarauð og hagsæld fyrir allslausum smælingj- um í sporum forfeðra þeirra. Ferð til Albaníu virðist ekki kræsileg, óskandi að fólkinu, langþjáðu í helkr- umlum komma, sé farið líða betur og það sé á varðbergi gegn atlögum vestrænna blekkingamanna. Ekki er hægt að skilja við Amer- íku, bestu mynd sem ég hef séð á hátíðinni til þessa, án þess að minn- ast á gamla sikileyska sjóarann Car- melo Di Mazarelli, sem sá snjalli leik- stjóri og handritshöfundur Amelio uppgötvaði og skellti beint í annað áleið aðalhlutverk Ameriku. Amelio veðj- aði rétt, ekki síst með hjálp Mazarell- is nær hann heimildarmyndarlegu, allt að því nýraunsæislegu yfirbragði á Ameríku og fullvíst að svipur, fas og senílsk heim- speki öldungsins er það sem mun sitja lengst i minningunni um mynd sem enginn áhugamaður um góðar kvikmynd- ir á að láta fara framhjá sér. Stjörnubíó KOLYA ★ ★ ★ SELLÓLEIKARINN Louka er ró- lyndur kvenna- og listamaður sem líkar vel líf piparsveinsins. Langar þó í Trabant - sem var draumsýn í Austur-Evrópu á timum myndar- innar (1988). Sovétið er ekki fallið en riðar. Þessi löngun hans verður til þess að Louka lætur hafa sig útí pappírsgiftingu svo rússnesk stúlka fái tékkneskt vegabréf. Giftingunni er ekki fyrr lokið en hún stingur af til V-Þýskalands en skilur fimm ára son sinn eftir hjá hljómlistar- manninum. Samband þessara ólíku persóna er meginumfjöllunarefni þessarar litlu og sætu myndar, og það er fram- úrskarandi vei gert. Við fylgjumst með því hvemig kuldalegt og ergi- legt viðmót Louka breytist í ást á drengnum, sem endurgeldur tilfínn- ingarnar. Kolya er bæði óvenju vel skrifuð og leikin mynd með hlýjum tilfinning- um í bland við góðlátlegt grín að ástandinu í Tékkó á þessum umrótstímum. Þeir Andreij Chalimon og Zdenek Sverak sem drengurinn og tónlistar- maðurinn eru báðir sannfærandi. Handrit þess síðarnefnda (sem gæti, samkv. útlitinu verið slavneskur frændi Sean Connerys) er alvarlegt og fyndið í bland og leikstjórnin óað- finnanleg. Sæbjörn Valdimarsson yiKmNPAHATIP 24.oktáber - 3.návember 1996. Meiri vonir og væntingar Stjörnu- • •• /»• gjofin Ameríka ★ ★ ★ ★ Brimbrot ★ ★ ★ 'h Chabert ofursti ★ ★ ★ 'h Daður ★ ★ Dauður ★ ★ 'h Fortölur og fullvissa ★ ★ ★ Heima er verst ★ ★ ‘/2 Hringrás tímans ★ ★ Hvíta blaðran ★ ★ ★ ‘/2 Kolya ★ ★ ★ Kristín Lafranzdóttir ★ ★ Kyrrstaða ★ 'h Litla systir ★ ★ Nanette og Boni ★ ★ Núll á kelvin ★ ★ ★ Tvær ástfangnar stúlkur ★ ★ Örlög ★ ★ KVTKMYNPIR Bíóborgin FORTÖLUR OG FULL- VISSA ★ ★ ★ UNNENDUR breska 19. aldar höfundarins Jane Austen geta varla kvartað undan áhugaleysi kvik- myndagerðarmanna á verkum henn- ar. Hver bókin á fætur annarri verður nú að kvikmynd eða sjónvarpsþáttum sem njóta mikilla vinsælda. Er skemmst að minnast hinna frábæru þátta sem gerðir voru eftir Hroka og hleypidómum og ríkissjónvarpið sýndi ekki alls fyrir löngu. Hátíðarmyndin Fortölur og fullvissa er gerð á vegum breska ríkissjónvarpsins og er ekki jafn yndislega skopleg og Hroki og hleypidómar en hún ber handbragði höfundarins fagurt vitni og er bráð- vel heppnuð og skemmtileg og vel leikin og skyldu aðdáendur skáldkon- unnar ekki láta hana framhjá sér fara. Eins og í öðrum sögum sínum fjall- ar Austen hér um samslátt unga fólksins, sem alltaf á sér mikinn og skondinn en jafnframt alvöruþrung- inn aðdraganda, þar sem fram kemur hnyttin lýsing á samfélagsgerð og persónum efri millistéttarinnar í Bretlandi og ekki síst stöðu konunn- ar þegar hjúskaparmál eru annars vegar. Sem fyrr er sagan full af inn- sæi og skilningi og húmor. Anna er í miðpunkti Fortalna og fullvissu. Hún er einskonar Öskubuska við hlið ýmist skapstirðra eða veikgeðja systra sinna en góður sálfræðingur í leiðinni og hvers manns hugljúfi. Enginn gerir ráð fyrir að hún eigi sér vonir og væntingar en þó er ást- in á næsta leiti í búningi sjóliðsfor- ingja. Varúð: Þeir sem ekki þekkja söguna en ætla að sjá myndina ættu ekki að skoða auglýsingaplaggatið of nákvæmlega. Þar blasir niðurstað- an við. Stjörnubíó NENETTE OG BONI ★ ★ NÝJASTA mynd Claire Denis, Nenette og Boni, er nærmynd af samnefndum systkinum sem eiga ekkert sameiginlegt nema að búa við nöturlegar aðstæður tilfinningalega. Móðirin er látin, föðurinn hata þau bæði ogengin hlýja ríkir á milli þeirra sjálfra heldur þvert á móti sifelld styijöld. Denis fjallar um sambands- leysið og rótleysið sem skapast við upplausn fjölskyldunnar og tekst að draga fram dapurlega mynd af lífi í brotum. Höfundurinn er ekki að skýra hlut- ina eða skilgreina. Við dettum inn í atburðarásina miðja og útúr henni aftur skömmu síðar og fáum aldrei nema part af sögunni. Bróðirinn læt- ur sig dreyma um konu bakarans á mjög kynferðislegum nótum og er það einasti kómíski léttirinn í mynd- inni en kornung systirin hefur strok- ið ólétt af stofnun og vill ekki sjá að eiga barnið. Eiga þau framtíð saman? Nenette og Boni er ekki sér- lega uppörvandi mynd en það glittir í vonina samt. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.