Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 34
. .34 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Tröllanesi, Neskaupstað, lést 19. þessa mánaðar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gils Sveinþórsscn, Guðný Sigurðardóttir, Magnús Sveinþórsson, Elísabet Jónsdóttir. Bróðir okkar, HANNIBAL Þ. GUÐMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Hulda Ólafsdóttir Getz, Kristján J. Ólafsson. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG ÓLADÓTTIR, Kleppsvegi 132, Reykjavík, lést aðfaranótt mánudagsins 28. októ- ber. Jarðarförin auglýst síðar. Hermann Sigurðsson, Adda Hermannsdóttir, Ólafur Óskarsson, Óli Jón Hermannsson, Sigurður G. Hermannsson, Hermann Hermannsson, Katrín Hermannsdóttir, EiríkurÁ. Hermannsson, Valdimar O. Hermannsson, Snorri G. Hermannsson, Örn Hermannsson, Helgi Magnús Hermannsson, Björk Baldursdóttir, Gunnar Hermannsson, Sigrún Þorbjörnsdóttir, Kristín E. Jónsdóttir, Sigrún A. Ámundadóttir, Fanney Jóhannsdóttir, Kristfn Hjálmarsdóttir, Sigurbjörg Pétursdóttir, Sjöfn Guðnadóttir, Guðlaug L. Brynjarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SVANHILDUR MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, sem andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, 21. október, verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 31. október kl. 15.00. Guðlaug Jónsdóttir, Haukur Bogason, Þorleifur Jónsson, Jenny Lind Árnadóttir, Bergur Jónsson, Gunnhildur Þorsteinsdóttir, Unnur Simonar. + Kæru ættingjar og vinir! Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ÖNNU KRISTBJARGAR KRISTINSDÓTTUR frá Höfða, Grýtubakkahreppi, Vfkurgötu 6, Stykkishólmi. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Gunnarsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu hlýhug og samúð vegna fráfalls HULDU M. JÓNASDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækn- ingadeildar 11a á Landspítalanum. Aðstandendur SVERRIR G UÐMUNDSSON + Sverrir Guðmundsson fæddist í Reykjavík 14. febr- úar 1914. Hann lést á Landspít- alanum 14. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 24. október. Þegar mér barst fregnin af and- láti Sverris Guðmundssonar, fyrr- verandi aðstoðaryfírlögregluþjóns í Reykjavík, setti að mér trega. Mér varð ljóst að enn einu sinni hafði sá sem öllu ræður tekið frá mér góðan læriföður og vin. Vinátta okkar náði aftur til árs- ins 1958 þegar ég hóf starf hjá Lögreglunni í Reykjavík. Sverrir var einstakur heiðursmaður, gædd- ur flestum þeim hæfileikum sem prýða mega góðan lögreglumann og foringja, enda greindur vel. Það kom því engum á óvart þeg- ar fyrrverandi lögreglustjóri Sigur- jón Sigurðsson valdi hann til að stýra nýstofnaðri umferðardeild við embættið í mars 1960. Hjá umferðardeild nýttust hæfí- leikar hans vel og þótti með ólíkind- um hve miklu hann kom í verk. Sverrir var lögregluforingi af gamla skólanum sem tók lögreglu- starfíð alvarlega, fullur af áhuga á því sem honum hafði verið treyst fyrir. Hann var meðvitaður um vald sitt og ábyrgð en fór einstak- lega varfærnislega með það. Sverrir stjórnaði ekki úr önd- vegi, heldur var mitt á meðal manna sinna, sem vinur, jafningi og félagi. Hann gat þó einnig verið harður í horn að taka, ef því var að skipta, og stóð þá fast á sínu. Hinsvegar var hann maður sátta og vildi leysa vanda allra. Ég ætla ekki hér að lýsa ævi- ferli Sverris, læt það öðrum eftir. Hinsvegar er margs að minnast. Sem ungan mann langaði hann m.a. að ganga menntaveginn en af því varð þó ekki. Það er heldur ekki sólskin lífsins og unaðssemdir endilega, er skapa manninn, heldur hretviðri og þraut- ir. Mótlæti á ungum aldri er oft hulin blessun. Sverrir sóttist eftir fróðleik og bætti sér þannig upp þá litlu menntun sem hann hafði hlotið í æsku. Sverrir var einstak- lega skemmtilegur félagi og vinur og naut þess að vera til. Eitt var þó framar öðru sem átti hug hans og það var golfið. Á golfvellinum var hann í essinu sínu og náði góð- um árangri í þeirri skemmtilegu íþrótt. Sverrir lét af störfum hinn 1. janúar 1984. Hann hélt þó áfram sambandi við sína félaga og vini í lögreglunni og kom reglulega á lögreglustöðina við Hverfísgötu og verður hans saknað þar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, er orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Ég votta fjölskyldunni samúð og þakka Sverri samfylgdina í þessu lífí. Ég bið góðan guð að vernda góðan vin um alla eilífð. Hilmar Þorbjörnsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Sverrir Guðmundsson fv. aðstoð- aryfírlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík andaðist á Landspítalanum að kvöldi 14. október síðast liðins. Með honum er genginn einn mætasti maður landsins í umferðarmálum. Sverrir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1914. Hann hóf störf við lögregluna í Reykjavík 1941 á umbrotatímum. Hann var skipaður varðstjóri í lögreglunni 1952 og varð þá brautryðjandi í vegaeftirliti lögreglunnar. Sverrir stóð að stofn- un umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík árið 1960 og var þá skip- aður aðalvarðstjóri. Tók deildin til starfa í gamla Skátaheimilinu við Snorrabraut það ár og starfar enn. Árið 1966 flutti umferðardeildin með sinn mannskap, bifhjól og vegalögreglubifreiðar í hina nýju lögreglustöð við Hverfísgötu. Þá var Sverrir skipaður aðstoðaryfir- lögregluþjónn yfir umferðarmálum lögreglunnar í Reykjavík og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum og fór á eftirlaun árið 1984. Þegar ég undirritaður gekk til liðs við lögregluna í Reykjavík árið 1968, hófst ferillinn með setu á skólabekk í Lögregluskóla ríkisins. Þar kynntist ég Sverri fyrst, en hann var þar kennari. Þessi bros- hýri og skemmtilegi maður heillaði mig og enn frekar hin unga lög- regludeild hans, þar sem menn voru á tækjum í umferð á Islandi sem var í mótun og risastórt verk- efni framundan. - Vorið 1969 hóf ég starf hjá umferðarlögreglunni í Reykjavík og var settur á gamalt BMW lögreglubifhjól. Ég sætti mig ágætlega við þetta þó hjólið væri lítið og lélegt og vekti ekki al- menna hrifningu meðal borgarbúa, því ég hafði séð myndir af Sverri á allskyns skellinöðrum í þágu lög- reglunnar en fallegasta myndin af honum var á Harley Davidson lög- reglubifhjóli. Vonandi fær sú mynd góðan sess í lögreglusafninu í Árbæ. Sverrir Guðmundsson taldi í mig kjark og ég fékk til umráða nýtt og stórt lögreglubifhjól, svokallað drottningarhjól. Árin liðu, starfíð var erfítt í ört vaxandi umferð, en samstarfsmennirnir voru skemmti- legir og starfssamir. Þeir eldri sögðu mér það, að við stofnun umferðardeildarinnar hefði verið óþarfí að fletta upp í bifreiðaskrá vegna bílnúmera, því Sverrir hefði munað öll númer, eigendur, teg- undir og árgerðir allra bíla í Reykjavík. Hann hafði áður unnið lögreglustörf í tengslum við Bif- reiðaeftirlitið og hafði stálminni. - Næstu yfirmenn Sverris voru þeir Óskar Ölason yfirlögregluþjónn og Siguijón Sigurðsson lögreglustjóri. -1 miðjum hópi ungra og harðdug- legra lögreglumanna á bifhjólum og vegalögreglubifreiðum skynjaði ég alvöru lífsins, en Sverrir var tengiliður okkar við yfírstjórn lög- reglunnar, sem lét okkur ávallt fínna hve hlutverk okkar var mikil- vægt í þágu þjóðfélagsins og við unnum samkvæmt því. Þessi káti og skemmtilegi braut- ryðjandi í umferðarmálum á íslandi sýndi á sér ýmsar hliðar í sinni lögreglustjórn. Hann hafði á sínum snærum öll leyfi fyrir framkvæmd- um á eða í gatnakerfi höfuðborgar- innar og gaf grænt ljós eða rautt eftir atvikum. Sverrir gætti hags- muna borgarbúa í hvívetna og reyndi um leið að liðka til fyrir verktökum, sem oft gengu lengra en þeim var stætt á og fengu þá bágt fyrir. - Okkur lögreglumenn- ina sendi hann út og suður til ýmissa verka og krafðist skilyrðis- lausrar hlýðni og stundvísi. Eitt skipti er okkur undirmönnum hans minnisstætt, er einhver misskiln- ingur varð um mætingu bifhjóla- lögreglumanns á Kringlumýrar- braut við Hamrahlíð. Lögreglumað- urinn mætti ekki á staðinn en Sverrir hitti hann síðar um kvöldið inni á lögreglustöð. Hann ávarpaði lögreglumanninn með þessum orð- um: „Þakka þér fyrir að koma ekki.“ Áminning yfirmannsins var endanleg og náði rækilega til okkar starfsmanna hans sem gleymum þessu aldrei. Þessi athugasemd Sverris Guðmundssonar lýsir því betur en margt annað hve hispurs- laus hann var og hjartahlýr, því næsta dag hló hann með okkur að þessu klúðri gærdagsins. Sverrir stundaði sund og golf, en hafði einnig gaman af að elda mat. Ferðaðist töluvert erlendis með konu sinni og þá oft til Kanarí- eyja, en þangað sótti hann hita, gott veður, golf og góða vini. Ég hitti þennan vin minn einmitt fyrir skömmu inni á ferðaskrifstofu, þar sem hann lagði drög að ferð í góða veðrið á Kanaríeyjum. - Næst þeg- ar ég heyrði af honum var hann lagður af stað í lengri ferð. Ég sendi eiginkonu Sverris, Þór- dísi Hjaltalín Jónsdóttur, dóttur hans Sjöfn, barnabörnum, öðrum ættingjum og vinum samúðar- kveðjur. Gylfi Guðjónsson, Mosfellsbæ. Ávallt leita á hugann minningar þegar sterkur persónuleiki hverfur af jarðlífí okkar. Sverrir Guð- mundsson svili minni var sú per- sóna sem gustaði af og tekið var eftir í leik og starfi. Hann og Þór- dís voru vinir systur minnar og mágs en nánari kynni hófust þegar ég fór á fjörur við mágkonu hans Guðrúnu og við trúlofuðumst. Þá var honum efst í huga að beina huga ungs manns inn á góðar frí- stundir. Það var á stríðsárunum þegar kampar voru víðs vegar um borgina og einn af þeim var Kamp Knox þar sem í einum bragga var aðstaða til að æfa bowling og ein- hvern veginn tókst Sverri að fá tíma fyrir okkur, kannski vegna lögreglustarfsins. Þar sem ég var kominn á bílaaldur var sjálfgefið að leita til Sverris um kennslu á bifreið og kenndi hann mér undir bílpróf með ágætum 1944. Eftir að við Guðrún giftum okkur bjugg- um við á sama gangi og Sverrir og Þórdís í húsi tengdamóður okk- ar við Ásvallagötu í nokkur ár með sitthvora dótturina sem voru fædd- ar sama ár, þær Sjöfn og Ingi- björg, og reynir þá oft á einstakl- inginn í umburðarlyndi og þolin- mæði. Sverrir Guðmundsson var keppn- ismaður í starfi og leik, þegar hann byijaði á einhveiju vildi hann skila því með reisn. Við hjónin áttum þess kost að fylgjast með og verða „heiðursfélagar" í briddsklúbb sem Sverrir skipaði ásamt Gunnari Magnússyni, Jóni Guðlaugssyni og Ólafi Kristmannssyni. Þar átti ég oft kost á að leysa af fjórða mann, það var oft fjör í sögnum og mönn- um hitnaði í hamsi en ávallt var sátt um úrslit þegar upp var stað- ið. Það var margt sem klúbbfélagar höfðu áhuga á á þessum árum, meðal annars var farið í dansskóla til Hermanns Ragnars í einkatíma, svo og ógleymanlegar hálendisferð- ir og þegar maður sér á skjánum fréttir af hlaðborðum upp á jöklum, hvarflar hugurinn til þeirra ferða því þar voru hlaðborðin glæsileg er áð var meðal annars á Hveravöll- um, Landmannlaugum, Eldgjá og víðar. Ekki var látið þar við sitja í félagsstarfi klúbbsins því að á nýársdag í þó nokkur ár var farið á nýársfagnað á Hótel Sögu sem var með glæsilegustu samkomum í borginni á þeim árum. Þá kom golfíþróttin í líf þeirra hjóna og þar fann Sverrir sig vel sem og sást fljótt á því er verðlaunagripir fóru að fylla hillur og veggi á heimili þeirra. Þegar félagsstarf á huga manns í ákveðinni íþrótt verður oft minna um samgang en þá aðallega hist við mannfagnað innan fjöl- skyldunnar og ávallt mælti Sverrir til mín við þau tilefni „Hvað seg- irðu?“ eða „Hvernig hefur þú það, Jóndi minn?“ jafnvel þótt ég hafí verið kaldur í kærleikanum. Við Guðrún vottum Þórdísi, Sjöfn og barnabörnum innilegustu samúð með ósk um að hinn hæsti höfuðsmiður styrki þau og blessi. Veittu Jesú þá miskunn' mér, meinleysis skrýddur klæði, þjóni ég látlaust í tryggðum þér með trú ,von og þolinmæði. Réttlætisskrúða skartið þitt skini á sálu minni, þó líf hér linni. Eins láttu holdið einnin mitt afklæðast þijósku sinni. (H.P.) Jón Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.