Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 15
LANDIÐ
Hátíðargnðs-
þjónusta í Hjarð
arholtskirkju
Búðardalur - Hátíðarguðsþjón-
usta verður í Hjarðarholtskirkju
í Dölum 3. nóvember nk. í tilefni
af því að nú er lokið viðgerðum
og endurbótum á kirkjunni, sem
staðið hafa ^yfir sl. sex ár. _
Biskup Islands, hr. Ólafur
HJARÐARHOLTSKIRKJA
í Dölum.
Skúlason, endurvígir kirkjuna og
grédikar. Sóknarpresturinn sr.
Óskar Ingi Ingason og prófastur-
inn sr. Ingiberg J. Hannesson
þjóna fyrir altari. Kirkjukór
Hjarðarholtskirkju syngur undir
stjórn Michael A. Jones. Einnig
mun Ellen Freydís Martin syngja
einsöng.
Hjarðarholtskirkja var byggð
árið 1904 og var teiknuð af Rögn-
valdi Ólafssyni, fyrsta íslenska
arkitektinum og var prófverkefni
hans. Kirkjan er krosskirkja í
sama stíl og Húsavíkurkirkja og
kirkjan á Breiðabólsstað í Fljóts-
hlíð.
Hjarðarholtskirkja hefur nú
verið færð í upprunalegt horf að
mestu leyti, þrátt fyrir að teikn-
ingar af henni hafi ekki fundist.
Af hálfu húsfriðunarnefndar
hafði umsjón með verkinu Leifur
Blumensteen, en hann lést árið
1993 og eftir það hafði Bragi
Blumensteen eftirlit með fram-
kvæmdum. Smíðavinnu annaðist
Aðalsteinn Valdimarsson og Jón
Svanur Pétursson málaði kirkjuna
utan og innan. Auk þeirra hafa
margir aðrir lagt hönd á plóginn
og þar á meðal trésmiðjan Megin
hf. í Búðardal.
Morgunblaðið/Theodór
GRUNNUR bifreiðaþjónustumiðstöðvarinnar er fyrir miðri mynd,
handan götunnar má sjá Shellstöðina Brúarnesti og Hyrnuna.
Málþing um málefni barna og ungmenna á Austurlandi
VIÐ eigum eftir að borga ER unglingaveikin sjúkdóm- VIRÐING er ekki gagnkvæm
skuldimar, sagði Rúnar ur? spurði Heiðdís Halla á milli nemenda og kennara,
Snær Reynisson. Bjamardóttir. sagði Katrín Högnadóttir.
Krafan um jafnrétti
til náms í brennidepli
Egilsstöðum - Málþing umboðs-
manns barna um málefni barna
og unglinga í Austurlandskjör-
dæmi var haldið 26. okt. sl. á
Egilsstöðum. Ungmenni mættu
til þingsins víða að af Austur-
landi og höfðu framsöguerindi
og fyrirspurnir til ráðamanna. Á
milli atriða voru skemmti- og
söngatriði flutt af unglingum.
Að framsöguerindum loknum
sátu ráðamenn fyrir svörum, en
spurningar komu frá ungmenn-
um í salnum.
Ef ég mætti ráða
Rúnar Snær Reynisson frá
Egilsstöðum gerði grein fyrir hug-
myndum sínum ef hann mætti
ráða í einn dag, og vildi hann
m.a. lækka kosningaaldur. Heið-
dís Halla Bjarnadóttir frá Egils-
stöðum flutti ráðamönnum og
fjölmiðlum þau skilaboð, að þau
væru neikvæð í garð unglinga,
því ekki ættu allir unglingar við
hegðunarvandamál að glíma.
Katrín Högnadóttir frá Fá-
skrúðsfirði fjallaði um jafnrétti
til náms í grunnskólum en þar
væri víða pottur brotinn hvað
varðar menntun kvenna. Sandra
Birgisdóttir frá Neskaupstað
ræddi um félagslegt aðstöðuleysi
16 og 17 ára unglinga. Oft og
tíðum er það gatan sem bíður.
Auður Antonsdóttir og Arnar
Birgisson frá Eskifirði veltu því
fyrir sér hvað unglingar gætu
Morgunblaðið/Ámi Margeirsson
ÞAÐ er gatan sem bíður
unglinganna, sagði Sandra
Birgisdóttir.
sjálfir gert til bóta og einnig um
einelti og leiðir gegn því.
Flestar spurningar sem lagðar
voru fyrir ráðamenn fjölluðu á
einn eða annan hátt um jafnrétti
til náms, svo sem reglur um skipt-
ingu dreifbýlisstyrks, skyldu-
námsgreinar, jafningjafræðslu í
grunnskólum og ómenntaða kenn-
ara, aðstöðu í heimavistarskólum,
dönskukennslu o.fl.
Nokkrar fyrirspurnir snertu
útivistarreglur og hvers vegna
þær væru mismunandi á milli
byggðarlaga. Af hveiju 6% skatt-
ÞAÐ er minna um eiturlyf
á Austurlandi, sögðu Auður
Antonsdóttir og Arnar
Birgisson.
ur á tekjur unglinga væri ekki
notaður í þágu unglinga. Af
hveiju gæti tekið nærri hálft ár
fyrir foreldra að fá umönnunar-
bætur frá Tryggingastofnun, ef
unglingur slasast alvarlega.
Þau sem sátu fyrir svörum
ungmennanna voru Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra, Arn-
grímur Blöndahl bæjarstjóri á
Eskifirði, Arnbjörg Sveinsdóttir
alþingismaður, Helgi Halldórsson
bæjarstjóri á Egilsstöðum og
Þuríður Backman varaþingamð-
ur.
Ný bensín-
stöð við
Brúartorg
Borgarnesi - Hafin er bygg-
ing nýrrar bensín-, smur- og
hjólbarðastöðvar við Brúart-
org í Borgarnesi. Er það Hjól-
barðaþjónustan í Borgarnesi
sem verður eigandi hússins
en fyrirhugað er að leigja út
hluta þess fyrir bensínstöð.
Að sögn Björns Leifssonar,
forsvarsmanns Hjólbarða-
þjónustunnar í Borgarnesi,
er gert ráð fyrir því að flutt
verði í húsið fyrir 1. mars
1997. Húsið er um 400 fer-
metrar að flatarmáli og byggt
úr forsteyptum einingum frá
Loftorku í Borgarnesi. Sagði
Björn að þarna yrði Hjól-
barðaþjónustan tilhúsa og
einnig yrði þarna smurstöð
og bensín- og olíuafgreiðsla.
Átakí
Selfossi - Bæjarstjórinn á Selfossi,
Karl Björnsson, embættismenn,
framkvæmdastjóri verslana KÁ og
starfsmenn Verkfræðistofu Suður-
lands fengu að upplifa þá reynslu
að fara um götur bæjarins með
bundið fyrir augun en í fylgd ráð-
gjafa um ferlimál blindra. Þessi til-
raun ver liður í átaksverkefni sem
nú stendur yfir á Selfossi og mið-
ast að því að bæta aðgengi fatlaðra
um bæinn.
Verkefnið er unnið í samstarfi
bæjaryfii-valda og svæðisskrifstofu
um málefni fatlaðra og felst I því
að gera athugun á því hvar úrbóta
er þörf og koma úrbótum í fram-
kvæmd.
Markmiðið með þessari vinnu er
gera aðstæður þannig úr garði að
fatlað fólk eigi greiða leið um götur
bæjarins. Fyrsta skrefið í þessa átt
var tekið með gerð hringtorgs við
Ölfusárbrú, en það hefur hlotið
sérstaka viðurkenningu fyrir frá-
gang. Svæðisskrifstofan og Sel-
fossbær stóðu saman að uppsetn-
ferlimálum fatlaðra
nýframkvæmda og við allar gatna-
framkvæmdir. Ennfremur verður
þess gætt að gefa einkaaðilum
ábendingar um það sem betur má
fara. Þær ábendingar sem ráðgjafi
um ferlimál blindra benti á voru
ýmis einföld atriði sem hafa þarf í
huga við hönnun og frágang mann-
virkja. Má í því sambandi nefna
stefnugefandi rendur í gangstétt-
um og þveranir þar sem gangbraut-
ir eru og inngangar í verslanir til
þess að sá blindi geti auðveldar
tekið rétta stefnu s.s. yfir stór
bílaplön.
Þá var bent á að nauðsynlegt er
að hafa tröppubrúnir með áberandi
gulum köntum svo sjóndaprir komi
auga á þær. Bent var á ýmis önnur
atriði en áhersla lögð á nauðsyn
þess að hafa þarfir hinna fötluðu
í huga við hönnun og frágang hvers
kyns mannvirkja. Ljóst er að ekki
er um aukinn kostnað að ræða
heldur eingöngu það að hafa þessi
atriði með frá upphafi við undirbún-
ing verka.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
KARL Björnsson bæjarstjóri, Bárður Guðmundsson bygginga-
fulltrúi, Jón Guðbjörnsson forstöðumaður tæknideildar og Sig-
urður H. Teitsson framkvæmdastjóri verslana KÁ með bundið
fyrir augun og búnir blindrastaf áður en lagt var af stað.
ingu lyftu í Sólvallaskóla á Selfossi og í félagsmiðstöð í kjallara.
sem gerir fötluðum kleift að kom- Að þessu verkefni verður unnið
ast á auðveldan hátt í íþróttahúsið jöfnum höndum, við undirbúning