Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter Vitnisburður skipverja n-kóreska kafbátsins Njósnir viðurkenndar Seoul. Reuter. Verða að tvöfalda útgjöld til varnarmála Varsjá. Reuter. PÓLVERJAR verða að tvöfalda árleg útgjöld sín til vamarmála á fimm ára tímabili til þess að geta uppfyllt væntanlegar skyldur sínar sem fullgildir aðilar að Atlantshafs- bandalaginu (NATO), að því er Aleksander Kwasniewski forseti landsins sagði í fyrradag. Kwasniewski lýsti þessari skoð- un sinni á árlegum fundi með yfír- mönnum pólska heraflans. Búist er við að mjög fljótlega leggi Pól- verjar fram formlega umsókn um aðild að NATO. Árlega er nú varið átta milljörðum zloty til varnar- mála í Póilandi, jafnvirði 181 millj- arðs króna, sem samsvarar 7% heildarútgjalda ríkisins. Forsetinn sagði, að á tímabilinu 1998 til 2002 yrði fjárhæðin að verða tvöfalt hærri til þess að Pólverjar gætu talist í stakk búnir að uppfylla skyldur sem fullgildur aðili að bandalaginu. Pólska þingið samþykkti í fyrra þá stefhumótun, að útgjöld til varn- armála skyldu nema 3% vergrar landsframleiðslu á næsta ári, 1997, en Kwasniewski sagði útilokað að standa við þau áform. Á ársfundi 180 yfirmanna hers- ins voru til umræðu umbætur á heraflanum sem miða að því að skera burt óþarfa. Gert er ráð fyr- ir niðurskurði mannafla og breyt- ingum á stjómskipan, en þeim er ætlað að tryggja betur tök ríkis og þings á heraflanum. Popocat- epetl ræskir sig ELDFJALLIÐ Popocatepetl, sem er skammt frá Mexíkóborg, spýr eldi og eimyrju en sprenging varð í því á mánudag. Aðeins er um öskugos að ræða og segja sérfræðingar að íbúar höfuð- borgarinnar séu ekki í hættu vegna eldsumbrotanna. EINI Norður-Kóreumaðurinn, sem handsamaður var lifandi úr áhöfn kafbáts er strandaði í haust í Suður- Kóreu, sagði í gær að um njósnaför hefði verið að ræða. Nokkrir skipveija fundust skotn- ir eftir strandið og hafa hermenn stjórnvalda í Seoul fellt hina að þrem undanskildum. Segist fanginn telja víst að þeir hafi komist yfír landamærin til heimalandsins. Maðurinn heitir Lee Kwang-soo og var bátsmaður. Sagði hann að mennirnir hefðu fer.gið fyrirmæli um að svipta sig frekar lífí en láta taka sig höndum. Skipveijar áttu að ná í nokkra flugumenn sem sett- ir voru á land til að kanna hugsan- leg skotmörk ef til styijaldar kæmi milli landanna. Lundúnum. The Daily Telegraph. HERTOGAYNJAN af York, Sara Ferguson, sér nú fram á frekari hremmingar á fjármálasviðinu þar sem útgefendur eru teknir að sýna ævisögu hennar takmarkaðan áhuga. Hertogaynjan, sem Bretar nefna gjaman „Fergie" og var gift Andrési prins, hafði vonast til þess að útgáfa bókarinnar gæti orðið til þess að minnka skuldir hennar, sem sagðar eru nema um 400 milljónum króna. Þessi umskipti á högum „Fergie“ má rekja til tveggja bóka sem fyrrum samstarfsmenn henn- ar hafa tekið saman og lýsa fló- knu og stormasömu lífi hennar. Markaðurinn er nú talinn mettur og lítill áhugi á „opinberri" grein- argerð hennar fyrir eigin lífi. Vænlegri söluvara Bækumar em eftir Allan Starkie, sem var í viðskiptasam- starfi við „Fergie“ og konu eina, dulspeking og „heilara" sem nefn- ist Frú Vasso Kortesis. Bækur þessar þykja einkennast af prýði- legu hispursleysi og því vænlegri söluvara en sjálfsævisaga her- togaynjunnar. Á dögunum fóm út um þúfur viðræður um dreifíngarrétt á milli fulltrúa hertogaynjunnar og fyrir- tækisins Associated Newspapers. Átti sá réttur að gefa henni um 50 milljónir króna. Þá er haft fyr- ir satt að „Fergie" hafi orðið að gera sér að góðu greiðslu upp á 10 milljónir króna fyrir birtingar- Enn aukast erfiðleikar Söru Ferguson Engínn áhugí á ævisögunni rétt tímaritsins Hello og telja sérfróðir hætt við að rétturinn er- lendis geti í mesta lagi tryggt henni tíu milljónir króna til við- bótar. Konungsfj ölskyld- an óttaslegin Nú óttast kon- ungsfjölskyldan breska að „Fergie" sæti þrýstingi um að endurgreiða þær 80 milljónir króna sem hún mun hafa fengið sem fyrirfram- greiðslu frá útgáfu- fyrirtæki sínu. Telur hirðin þá hætt við að hertogaynjan bijóti gerða samninga og birti neyðar- legar frásagnir og upplýsingar um Bretadrottningu og ættmenni hennar í þeiri von að þannig megi auka áhugann á skrifunum. Ónefndur maður sem býr yfir sérþekkingu á slíkri bókaútgáfu sagði að hertogaynj- an hefði gerst sek um flestöll þau mistök sem hægt væri í tengslum við útgáfu ævisögunnar. „Það er enginn áhugi á bókinni. Hafí her- togaynjan talið að hún gæti með þessu leyst fjárhagsvanda sinn þá mun hún verða fýrir umtals- verðu áfalli." Vill fresta útgáfunni Fregnir herma að „Fergie" eigi nú í deil- um við útgáfufyrirtæki sitt, Simon & Schuster sökum þess að hún vilji að útgáfunni verði slegið á frest í þeirri von að áhuginn muni þá glæðast á ný og þar með tekjur hennar. Talsmaður útgáfufyrir- tækisins staðfesti að ákveðið hefði verið að bókin kæmi út beggja vegna Atlantsála um miðjan næsta Sara, hertogaynja af York. mánuð. Bókin nefnist: „Sara her- togaynja af York:Saga mín.“ Erfíðleikarnir í tengslum við útgáfu bókarinnar eru ekki þeir einu sem Sara Ferguson hefur þurft að glíma við að undanförnu. Hún vonaðist til þess að bamabók ein sem hún gaf út í Bandaríkjun- um og persóna ein sem hún skap- aði fyrir barnamynd myndu færa henni miklar tekjur en annað kom á daginn. Tilraunir hennar til að hefta útgáfu bóka fyrrum sam- starfsmanna sinna hafa sömuleið- is mistekist. Fyrrum vinir græða Útgefendur hafa á hinn bóginn tekið bókum þeirra Starkies og frú Vasso opnum örmum. Slegist er um útgáfuréttinn á bók Stark- ies í Bandaríkjunum en hún mun koma út í Bretlandi í byijun næsta mánaðar. Sagt er að önefndur bandarískur kvikmyndaframleið- andi sé tilbúinn til að greiða hon- um rúmar 60 milljónir króna fyrir réttinn til að festa söguna á filmu. Sara Ferguson hefur löngum verið vænd um óráðsíu og hams- lausa innkaupagleði. Breska kon- ungsfjölskyldan hefur af þessu miklar áhyggjur ekki síst þar sem hermt er að hertogaynjan hafí á engan hátt tekið sig á í þessum efnum. „Svo virðist sem eyðslu- mynstur hennar hafí engum breytingum tekið - það er enn líkast því sem þekkist eingöngu í skáldsögum," sagði ónefndur starfsmaður hirðarinnar. NÚ SKIPTIR SAMSTAÐAIU IVIÁLI LOKSINS ALVÖRU SAMKEPPNI Vátryggt af IBEX MOTOR POLISIES at LLOYD’S (& 511-6000 Læknir Jeltsíns bjartsýnn SERGEJ Míronov, læknir Borís Jeltsíns Rússlandsfor- seta, sagði í gær að undirbún- ingur hjartaðgerðar forsetans gengi eftir áætlun og gert væri ráð fyrir því að hann yrði skorinn upp við krans- æðastíflu í næsta mánuði eða í byijun desember. Míronov kvaðst ennfremur sannfærð- ur um að Jeltsín gæti gegnt embættinu í fjögur ár til við- bótar eða allt kjörtímabilið. 50 manns far- ast í bílslysi RÚMLEGA 50 manns biðu bana þegar vörubíll með bil- aða hemla ók inn á bílastæði í austurhluta Nígeríu í gær. Meðal fórnarlambanna voru skólabörn, sölumenn og ferðamenn sem biðu eftir rút- um til ýmissa staða í Anambra-ríki. Námsmenn dæmdir í S-Kóreu DÓMSTÓLL í Suður-Kóreu dæmdi í gær 51 námsmann í átta mánaða til þriggja ára fangelsi fyrir aðild að mót- mælum í Yonsei-háskóla í ágúst. 59 námsmenn til við- bótar fengu skilorðsbundna dóma. Námsmennirnir studdu Kim Young-sam for- seta til valda en yfirvöld saka þá nú um að ganga erinda kommúnistastjórnarinnar í Norður-Kóreu með mótmæl- unum. Forsetinn hefur lýst þeim sem „hermdarverka- mönnum“ er ógni öryggi landsins. Jagland boðar baráttu gegn atvinnuleysi THORBJ0RN Jagland, for- sætisráðherra Noregs, ávarp- aði þing landsins í gær og sagði að minnihlutastjórn sín stefndi að því að útrýma at- vinnuleysinu. „Það er sérlega mikilvægt að hafa fulla stjórn á efnahagnum þannig að olíu- gróðinn sem við njótum á næstu árum stuðli ekki að nýjum verðhækkunum sem skaða samfélagið," sagði for- sætisráðherrann. „Þetta er grundvöllurinn fyrir frekari baráttu gegn atvinnuleys- inu.“ Fjórir fórust í kjarnorku- skipinu ÞRÍR menn dóu í gær af völd- um brunasára sem þeir fengu þegar gufupípur sprungu um borð í rússneska kjamorku- knúna beitiskipinu Pjotr Vel- íky á Eystrasalti. Einn maður til viðbótar fórst þegar slysið varð á föstudag og tveir skip- veijar eru enn í lífshættu vegna alvarlegra brunasára. Talsmaður rússneska sjó- hersins sagði að pípumar tengdust ekki kjarnakljúfi skipsins og engin geisla- mengun hefði orðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.