Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 31 AÐSENDAR GREIIMAR Reglur um hámarksbið eftir aðgerðum í MBL nýverið var gerð ítarleg úttekt á biðlistum eftir aðgerðum á 1 stóru sjúkrahúsunum. Fram kom | að sparnaðaraðgerðir hafi valdið því að þeir væru sífellt að lengjast. I marz sl. voru á fjórða þúsund manns á biðlista, þar af um 1.300 manns á bæklunardeildir sjúkra- húsanna. Bið kostar Draga verður í efa að sífellt lengri biðlistar feli í sér spamað. Þvert á móti er líklegt að álíta að bið sjúklinga eftir nauðsynlegum aðgerðum feli í sér gríðarleg út- gjöld. Ekki bara fyrir rtkissjóð, heldur líka sjúklingana sem bíða og fjölskyldur þeirra. Varla hverfur sjúkdómurinn þótt fólk sé sett á biðlista. Á meðan sjúklingar bíða eftir aðgerð, kannske mánuðum eða árum saman, þurfa þeir iðulega að vera undir læknishendi og oft á miklum og dýrum lyfjum. Sjúkling- ar á biðlistum eftir aðgerðum þurfa líka oft á að halda heimahjúkmn og heimaþjónustu. Og oft þurfa sjúklingarnir líka að halda vistunar- plássi meðan á biðinni stendur, en sá kostnaður bætist því ofan á að- gerðina þegar að henni kemur. Bið- in kostar því ríkissjóð fjármuni og líka einungis frestun á útgjöldum sem aðgerðinni fýlgja. Oft getur aðgerðin líka orðið umfangsmeiri og erfiðari, og þar með kostnaðar- samari eftir því sem hún dregst. ítarleg úttekt er nauð- synleg á því, segir Jóhanna Signrðar- dóttir, hvað sífellt lengri biðlistar kosta. Biðin kostar líka fyrirtækin fjár- muni, vegna fjarvista og vinnutaps sjúklinganna. Verst er þó biðin fyr- ir sjúklinginn og fjölskyldu hans. Mörg heimili eru þannig stödd fjár- hagslega, að ekkert má útaf bera til að fjármálin fari ekki úr skorð- um. Þannig getur það stefnt heim- ili í gjaldþrot ef framfærandi heimil- Öfremdarástand í inn- 1 flutningi á bifreiðum? Nokkur orð um frjálsan innflutning bifreiða og annarleg sjónarmið Bílgreinasambandsins HALLGRÍMUR Gunnarsson, for- stjóri Ræsis, lætur hafa eftir sér í Morgunblaðinu 15. október sl. að algert ófremdarástand sé að skapast • í innflutningi á notuðum bílum og að eftirlit yfirvalda sé ekki nógn virkt. Svo er að skilja að forstjórinn, sem jafnframt er formaður Bíl- greinasambandsins, telji aukið hlut- fall á innflutningi notaðra bifreiða af hinu slæma. Það er ekki nýtt að forsvarsmenn Bílgreinasambandsins hrópi úlfur, úlfur þegar þeir telja vegið að einokunarhagsmunum bif- reiðaumboðanna. Það kemur raunar ekki á óvart að forstjóri í innflutningsfyrirtæki nýrra bíla telji það slæmt að fluttir séu inn notaðir bílar. Hitt kemur á óvart að nefndur forstjóri er í Morg- unblaðinu einnig að tala fyrir munn Bílagreinasambandsins þar sem miklu fleiri félagsmenn hafa beinan hag af hagstæðum bílainnflutningi heldur en hinir sem hagnast geta á einokun. Enn undarlegra er svo að Morgunblaðið virðist telja einsýnt að Bílgreinasambandið, þar sem bí- laumboðin ráða lögum og lofum, sé fært um að meta hagsmuni íslenskra neytenda í málinu. En lítum fyrst á „ófremdarástand" Hallgríms Gunn- arssonar. Tilefni fréttar Morgunblaðsins eru grunsemdir um tollsvik við innflutn- ing á yfir 100-200 notuðum bílum. Það er full ástæða til að stemma stigu við slíkum brotum. Það sem gerist er að óprúttnir einstaklingar framvísa fölsuðum reikningum við innflutning bílanna til þess að sleppa með lægri tolla. Ég get vel tekið undir með Hallgrími og öðrum for- ystumönnum Bílgreinasambandsins ef þeir eru að tala um hert eftirlit til þess að taka á þessum vanda. En mig grunar að þeirra málflutn- ingur miði frekar að því að sverta nafn allra þeirra sem hafa atvinnu af þessum bílainnflutningi. Fram kemur í Morgunblaðsgreininni að ríkistollstjóri telji að rangt verð sé gefið upp við innflutning 10-20% notaðra bíla. Það er vissulega of mikið en það sakfellir ekki hina sem fara rétt að og greiða ríkissjóði það sem honum ber. Sakamálin hafa einnig komið upp hér á landi í tengsl- um við bifreiðaumboð nýrra bíla og enginn talar um að loka þeim! Vaxtarbroddurinn í innflutningi notaðra bíla er í kaupum íslendinga á nýlegum bílum sem lent hafa í Itjóni ytra og eru seldir þar á uppboð- um. Það er skoðun mín að hér sé á ferðinni mjög jákvæð og góð þróun fyrir bæði hag neytenda og þjóðar- búsins. En því fer fjarri að jafnræð- is sé gætt í reglum sem settar eru gagnvart eigendum þessara bíla. I dag gilda þær reglur að við inn- flutning notaðra „tjóna“bíla að þeir eru við komuna inn í landið skoðað- ir og metnir af sérstökum tjónaskoð- unarmönnum Bifreiðaeftirlitsins og leggja verður fram vottorð um burð- arvirkismælingu og hjólastöðu. Að lokinni viðgerð er bifreiðin skoðuð aftur og síðan stimplað í skráningar- vottorð að ökutækið sé tjónabíll. Það er ævilöng refsing þessarar bifreiðar fyrir að hafa lent í sínum skrámum í útlöndum, hefði hún aftur á móti verið svo lánsöm að vera klessu- keyrð hér á íslandi þá mætti hver sem er klastra henni saman og halda áfram að keyra hana án þess að nokkurn tímann væri gerð á henni sérstök skoðun. Það er almennt ekki gert að taka bíla af skrá hér á landi þó að þeir séu mjög illa farnir eftir umferðaróhöpp. I reynd erum við með í landinu tvenns konar „tjónabíla". Annars Þessi bílainnflutningur er, segir Birgir As- geirsson, mjög hag- stæður fyrir neytendur. vegar frekar nýlega bíla, yfirleitt ekki meira en eins til tveggja ára, sem lent hafa í tjóni erlendis og eru keyptir af íslenskum bílainnflytjend- um sem leggja fyrir sig að versla á uppboðum ytra. Þessir bílar fara í gegnum nálarauga skoðunar og eftir- lits og eru síðan alla tíð brennimerkt- ir á markaði sem annars flokks vara vegna stimpils í skráningarskírteini. Hins vegar höfum við „tjónabílana" sem boðnir eru upp hér heima, oft afgamlir og svo illa farnir að enginn keypti þá til að flytja á milli landa en þeir eru keyptir engu að síður og þeim er ekið um götur án þess að fara nokkum tímann í sérskoðun vegna tjónsins. Þessir bílar eru ekki merktir sem tjónabílar í skráningar- skírteinum líkt og hinir. Hér er á ferðinni mismunun sem stenst engan veginn og stríðir gegn hagsmunum neytenda og öryggishagsmunum okkar í umferðinni. Það er mín tillaga að allir tjón- skemmdir bílar á Islandi ættu að fara í skoðun hjá hlutlausum aðila sem myndi ákveða hvort afskrá skuli bílinn meðan á viðgerð stendur. Þetta ætti við um innflutta notaða bíla, bíla sem tryggingafélögin eign- ast eða þurfa að bæta og einnig aðra bíla þar sem eigendur bera tjón- ið sjálfir. Viðgerðirnar færu síðan fram á verkstæðum sem síðan gætu út vottorð um viðgerðina og bæru ábyrgð á henni. Síðan mætti taka stikkprufur frá verkstæðunum og svipta þá aðila sem skila röngum vottorðum og óviðunandi vinnu rétt- indum til að skrifa út vottorð. Ef að menn vilja halda sig við þá brennimerkingu að skrá í skoðunar- vottorðbíla orðið „tjónabíll“ þurfa menn að gera upp við sig hver eigi að bera kostnaðinn af slíkri brenni- merkingu. Tökum dæmi, bíll að verð- gildi 5 milljónir verður fyrir tjóni sem kostar 1 milljón að laga og það er greitt af tryggingafélagi. Eigandinn fær bílinn aftur en þá er kominn stimpill í vottorðin sem lækkar markaðsverð bílsins um kannski 20% eða 1 milljón. Hver á að bera þann skaða? Átti tryggingafélagið að greiða eigandanum eina milljón í viðgerðakostnað og aðra í miskabæt- ur eða er kominn tími til að menn átti sig á að bifreið sem lendir í tjóni og er lagfærð af viðkomandi iðn- aðarmönnum verður í langflestum tilfellum jafn góð og hún var áður. Hún heldur ekki áfram að vera „tjóna“bifreið og öll slík brennimerk- ing er því út í hött. Með skeíjalausum áróðri gegn innflutningi notáðra tjónabíla hafa forystumenn Bílgreinasambandsins sett sjálfa sig í undarlega stöðu. Þeir eru um leið að vinna gegn hags- munum eigin félagsmanna, okkar bílaiðnaðarmanna, og gera starf okkar torkennilegt. í Bílgreinasambandinu eru bí- laumboðin, varahlutainnflytjendur og bílaverkstæði, þ.m.t. réttinga- og sprautuverkstæði. Þetta er óraun- hæf samsetning. Félagið berst á móti innflutningi á notuðum, tjón- skemmdum bílum og einnig gegn því að aðrir en skráðu bílaumboðin flytji inn nýja bíla. Þessi innflutning- ur er samt mjög hagstæður fyrir neytendur sem fá nýja og nýlega bíla á verði sem er allt að 30% und- ir verði umboðanna. Tjónskemmdu bílarnir skapa iðnaðarmönnum vinnu og spara gjaldeyri. Bílgreinasambandið hefur svo langt aftur sem ég man verið undir forystu fulltrúa bílaumboðanna, við hinir fáum að borga félagsgjöldin og mæta í kaffi einu sinni á ári. Höfundur er bifvélavirki. is, þó ekki sé nema annar þeirra, er frá vinnu um lengri tíma. Sé viðkomandi algjör- lega óvinnufær um lengri tíma vegna veik- inda sinna bíður hans fljótlega mikið tekj- utap. Sjúkradagpen- ingar - um 17 þúsund krónur á mánuði, taka við af föstum launum, sem bitnað getur mjög harkalega á fram- færslu heimilisins. Ofan á þjáningar sjúkl- ingsins fylgja því ekki einungis mikið álag fyrir heimilið, heldur einnig miklar fjárhagsáhyggjur. Reglur um biðtíma Nauðsynlegt er að fram fari ítar- leg úttekt á því hvað sífellt lengri biðlistar kosti fýrir ríkissjóð, heimil- in og samfélagið allt. Hvaða áhrif hefur löng bið á sjúkdóminn og sjúkdómseinkennin? Hvar liggja öryggismörkin í þessu efni? Víða erlendis hafa verið settar regl- ur um hámarksbið eft- ir aðgerðum og heil-. - brigðisþjónustu. Má þar nefna að í Svíþjóð voru settar reglur um þriggja mánaða há- marksbiðtíma eftir þjónustu varðandi að- gerðir tiltekinna sjúk- dóma. Svipaðár reglur voru einnig settar i Danmörku. Nauðsyn- legt er að settar verði hér á landi reglur um hámarksbiðtíma eftir þjónustu. Slíkar reglur geta bæði auðveldað skipulagningu ® í heilbrigðisþjónustunni og leitt til sparnaðar fyrir samfélagið allt. Að ekki sé minnst á að lina þjáningar sjúklinga og óvissu sem þeir hafa þurft að búa við sem bíða eftir að- gerðum. Höfundur er formaður Þjóðvaka. Jóhanna Sigurðardóttir Helgi Hálfdanarson Leikrit þýdd og flutt EINHVER, sem ég veit ekki þess að þeim þætti hún fallegri. hver var, flutti nýverið í Ríkisút- varpið svofelldan boðskap til þjóðarinnar: „Sýningarhandrít skal það heita. Þessi endalausa vitleysa, sem ég held að hann Helgi Hálf- danarson hafi komið af stað hér á sínum tíma, að verið er að tala um leikgerð þessa og þessa leik- stjóra! Nú má aldrei segja leikrít eftir Shakespeare, heldur verður þetta að vera leikgerð Guðjóns Pedersen byggð á því. Þessi enda- lausa þvæla! Nú má aldrei segja að þetta sé leikrit eftir Shake- speare nema það sé flutt óstytt og allir séu í sokkabuxum. Og Helgi vill ekkert láta kenna sig helzt við það þegar verið er að birta verkin; enda skilst mér að menn séu famir að fria sig þessu böggi Helga Hálfdanarsonar með því að nota yfirleitt aðrar þýðing- ar, ef þær finnast. Ég veit að Guðjón er farinn að leita í Matta Jokk miklu frekar en Helga, af því að Matti Jokk er dauður og getur ekkert verið að setja sig upp á móti því sem hann gerír. “ Svo mörg voru þau orð. Þarna er á ferðinni stórbrotinn misskilningur. Mér hefur aldrei dottið í hug að skipta mér af neinu sem sérstaklega varðar flutning á þýðingum mínum, hvorki styttingum á leikriti, til- færslu í tíma, flutningi leikatriða fram og aftur, annarlegu vali búninga, búnaðar og leiksviðs, eða neinu slíku, sem iðulega hef- ur viðgengizt, heldur aðeins ósk- að þess að fá að vera með í ráð- um, ef æskilegt þætti að breyta sjálfum textanum; en það hygg ég að allir leikritaþýðendur hlytu að gera. Sé einhverjum mínum texta breytt án samráðs við mig, vil ég ekki lengur kalla hann minn texta, og heimila þar með fyrir mitt leyti öll not hans hveij- um sem hafa vill. Og mér er spurn: Er hægt að ganga lengra í afskiptaleysi? Ástæðan til þess, að Guðjón Pedersen valdi á sínum tíma þýð- ingu Matthíasar Jochumssonar til flutnings á Macbeth, var ekki sú, að ég hafí sett einhver fráleit skilyrði fyrir notkun á minni þýð- ingu. Mín þýðing kom þar aldrei til tals. Guðjón og þeir þremenn- ingar lýstu því yfir opinberlega, að þeir ætluðu að nota þýðingu Matthíasar Jochumssonar vegna Sú ástæða var eðlileg. Og aldrei dytti mér í hug að andmæla því, að hin merka þýðing síra Matthí- asar væri fallegri en mín. í mesta lagi kynni ég að kalla svo, að það væri smekksatriði. Og sízt af öllu lái ég Guðjóni Pedersen og þeim félögum að vilja kunngera sinn eigin góða bókmenntasmekk með sérstakri yfirlýsingu i fjölmiðlum. Hann verður þá aldrei framar dreginn í efa. Eg hygg að fáum muni ljósara en mér, að sígilt leikrit verður ekki þýtt í eitt skipti fyrir öll. Reyndar hef ég haldið því fram, að æskilegast væri að til kæmu sem flestar þýðingar á merkilegu skáldverki, því engin ein gæti verið fullnægjandi. Það á ekki sízt við um sígild leikrit, sem flutt eru hvað eftir annað. Sú hefur líka orðið raunin um leikrit Shakespeares. Hér hefur Mac- beth verið leikinn að undanförnu í þýðingu minni og tveimur öðr- um þýðingum, og var önnur þeirra yngri en mín, en hin eldri. Á þessu hefur farið mætavel. Hitt er svo annað mál, að ég hef hvað eftir annað fjargviðrazt út af því opinberlega, að leikstjór- ar leyfi sér að breyta stórlega í flutningi verkum látinna höf- unda, og það í þeirra nafni. Mátti þá einu gilda hver þýtt hafði. Slíkar aðfarir hef ég kallað sið- leysi, nema sá, sem þann verknað fremur, gangist við honum og kalli verkið sína leikgerð. (Orðið „sýningarhandrit" hef ég aldrei fyrr heyrt eða séð.) Ljóst er að þarna hef ég rætt um höfundar- verk, en hvorki þýðingar mínar né neins annars. En með þessum afskiptum hef ég því miður ekki komizt hjá að styggja viðkvæma leiklistar- menn, sem kjósa að vera á öðru máli; enda hef ég verið hispurs- laus um slík vinnubrögð og ýmist kallað þau skemmdarverk eða vítaverðan hégómskap, nema hvorttveggja væri. Fyrr greindur útvarpsræðumaður þykist hafa hugmynd um að einhveijir leik- stjórar telji eðlilegast að afgreiða þennan málflutning minn með því að útskúfa þýðingum mínum öllum framvegis, þó að samband- ið þar á milli kynni að vefjast fyrir einhveijum. Um slík vinnu- brögð er mér ekki kunnugt. En sé svo — þá það!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.