Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ^,q ^3 qQ, —.. m iGWuKÍD- GÍSLI, Eirikur, Helgi, faðir vor vill ekki sjá kútinn. Formaður BSRB mótmælir borgarstjóra Stefna sem festir misréttið í sessi BSRB mótmælir harðlega rammafjár- hagsáætlun Reykj avíku rborgar sem er í undirbúningi og hefur m.a. að markmiði að auka frelsi og ábyrgð stjómenda á starfsemi sinni og að forstöðumenn hafi möguleika á að umbuna góðum starfsmönnum, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri greindi frá þessum hugmynd- um í viðtali í Morgunblaðinu á sunnu- dag. Borgarstjóri tók fram að um þetta þyrfti að ræða við stéttarfélögin. „Það er verið að boða sömu starfs- mannastefnu í Ráðhúsinu og í fjár- málaráðuneytinu," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. „Við höf- um gagnrýnt þá stefnu mjög harðlega og sýnt fram á að hún leiðir til auk- ins misréttis og festir misréttið í sessi. Þetta er algerlega óaðgengilegt. Ég tel það vera grundvallaratriði að ekki verði gengið frá kjarasamningum, hvorki við Reykjavíkurborg, Ijármála- ráðuneyti né launanefnd sveitarfélaga fyrr en gengið hefur verið tryggilega frá því hvaða reglur eiga að gilda um þessi svokölluðu viðbótarlaun,“ segir Ógmundur. Sami tónn hjá borgarstjóra og fj ármálaráðherra „Af þessum yfirlýsingum að dæma, og ýmsu sem við höfum verið að heyra að undanfömu, er greinilegt að það kveður við sama tón hjá fjármálaráð- herra og borgarstjóra. Ef dæma skal af þessum yfirlýsingum er starfs- mannastefnan svipuð. í báðum tilvik- um virðast aðilar staðráðnir í að koma á viðbótarlaunum með þeim hætti að forstöðumenn fái tækifæri til að um- buna afbragðs starfsmönnum, eins og það heitir á fínu máli, en allar kannanir hafa sýnt, og ekki síst nýleg könnun sera borgarstjóri kynnti, að launamisrétti karla og kyenna er að- eins að litlum hluta í föstum grunn- launum heldur því sem er þar fýrir ofan. Misréttið byggist ekki á yfir- vinnunni eða vinnuframlaginu sem slíku, heldur á greiðslum þar á ofan, óunninni yfirtíð og alls kyns sporsl- um,“ segir hann. „Það er óskiljanlegt að menn ætli að fara að festa þetta kerfi í sessi. Samningar um þetta hafa verið gerð- ir milli einstaklinga og forstöðumanna stofnana og menn mega ekki gleyma því að þetta eru sömu forstöðumenn og eiga samkvæmt þessum hugmynd- um að ákvarða viðbótarlaunin. Bæði borgarstjóri og fjármálaráðherra tala um að það eigi að vera almennar reglur um þessi efni og það þurfi að rasða um þær við verkalýðsfélögin. Ég vil ganga miklu lengra, það þarf að semja um þetta, vegna þess að að öðrum kosti er verið að festa sporslu- og duttlungalaunakerfi í sessi. Það kerfi sem hefur sannanlega leitt til verulegs misréttis," segir Ög- mundur. Logsuða olli eldsvoða ELDUR kom upp í samkomusal trú- félags á Dalvegi í Kópavogi skömmu fyrir klukkan 16 á sunnudag og urðu talsverðar skemmdir á þaki byggingarinnar, sem er skráð sem atvinnuhúsnæði. Verið var að gera breytingar á húsnæðinu og virðst sem eldurinn hafi kviknað af völdum neista frá logsuðu, þegar súla var fest við stál- bita í lofti. íbúi í nágrenninu varð var við að reyk lagði frá þakinu og tilkynnti um eldsvoðann til lögreglu. Einn með reykeitrun Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík hafði eld- urinn ekki náð mikilli útbreiðslu þeg- ar að var komið. Reykkafarar voru Morgunblaðið/Ingvar SVO virðist sem eldurinn hafi kviknað af völdum neista frá logsuðu, en verið var að gera endurbætur á húsnæðinu. sendir á staðinn og rufu þeir gat á þakið og gekk greiðlega að vinna bug á eldinum að því loknu. Eigend- ur húsnæðisins hófust handa við að ijúfa þakið skömmu áður en slökkvi- liðið mætti til leiks, en sökum reyks áttu þeir við ramman reip að draga. Um hálfan annan tíma tók að slökkva eldinn. Fólk var ekki talið í hættu, en einn maður var fluttur á slysadeild með smávægilega reyk- eitrun. Þjóðaréttur og mannréttindamál Kennum mannrétt indi í fjölda landa GUÐMUNDUR Al- freðsson lagapró- fessor var nýlega skipaður í annað af tveimur sætum Vesturlanda í starfs- hópi Sameinuðu þjóðanna um rétt til þróunar. Guð- mundur hefur síðastliðið ár verið forstöðumaður við Raoul Wallenberg-mann- réttindastofnunina í Lundi í Svíþjóð. Hvert er hlutverk stofn- unarinnar sem þú veitir for- stöðu? „Raoul Wallenberg-stofn- unin er sjálfseignarstofnun, sem á náið samstarf við lagadeild háskólans í Lundi. Við sjáum þar um meistara- og doktorsnám í þjóðarétti og mannréttindum. Aðal- verkefni stofnunarinnar er hins vegar að annast mann- réttindakennsiu og -þjálfun í fjölda landa, til dæmis í Afríku, Asíu og Austur-Evrópu, ýmist í samvinnu við sænsk stjómvöld og sænsku þróunarsamvinnustofnun- ina eða alþjóðastofnanir. Við höfum samstarf við ýmsa aðila; stundum háskóla, stundum stjómvöld og stundum félagasamtök. Kennslan fer fram fyrir ýmsa markhópa, til dæmis háskólafólk og starfsfólk félagasamtaka, en einnig lögreglu, herlið, fangaverði og stundum fyrir þingmenn. Við kennum ýmist almennar mannréttindareglur, bæði alþjóð- legar reglur og svæðisbundnar reglur, þar sem það á við. Stundum fá ákveðnir markhópar sérhæfð námskeið. Lögreglumenn fá til dæmis fræðslu um gæzlu og með- ferð á föngum. Við kennum mann- úðarrétt, jafnframt mannréttind- um, og fræðum t.d. hermenn og öryggissveitir um þann hluta þjóða- réttarins. Stofnunin stundar einnig rann- sóknir og útgáfustarf, tekur þátt í norrænni samvinnu og starfar náið með Evrópuráðinu og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSE).“ Hvernig gengur að samræma vestrænar hugmyndir um mann- réttindi aðstæðum og viðhorfum í þriðja heiminum? „Við höldum því stíft fram að þetta séu ekki vestrænar hugmynd- ir, heldur alþjóðlegar reglur og í sumum tilvikum svæðisbundnar reglur, til dæmis í Afríku og Aust- ur-Evrópu. Auðvitað hefur gætt vestrænna áhrifa við gerð alþjóð- legra samninga og yfirlýsinga, en afstaðan er víðast sú að um alþjóð- legar reglur sé að ræða. Viðkom- andi ríki hafa flest samþykkt regl- umar og við kennum þær á þeim nótum. Til marks um að því er vel tekið, er námskeiðshald okkar alltaf samkvæmt beiðni frá löndunum sjálfum. Við komum ekki inn með valdi.“ Hvað er átt við með rétti til þró- unar í heiti starfshóps Sameinuðu þjóðanna, sem þú hefur nýlega tekið sæti í? „Arið 1986 samþykkti allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna yfirlýsingu um þróunarrétt. Þetta er vandræðagripur og ekki var samstaða um yfirlýsinguna, meðal annars sat ísland hjá við atkvæða- greiðsluna ásamt fleiri ríkjum. Enn hefur ekki náðst samstaða um það hvað felist í hugtakinu. Tvær kenn- ingar eru einkum á lofti um þýð- ingu þess. Annars vegar að þess skuli gætt í hvívetna að farið sé eftir mannréttindareglunum í öllu þróunarstarfi. Hins vegar halda sum ríki á suðurhveli jarðar því fram að í hugtakinu felist réttur til þróunar, þ.e. réttur til að fá fjár- hags- og tækniaðstoð þannig að þeim sé gert kleift að þróast upp á sama stig og önnur ríki. Sum Guðmundur S. Alfreðsson ► Guðmundur S. Alfreðsson er 46 ára gamall. Hann lauk prófi í lögfræði frá HÍ 1975, meistara- prófi í samanburðarlögfræði frá New York-háskóla 1976 og doktorsprófi í lögum frá Har- vard-háskóla. Hann stundaði ennfremur framhaldsnám við Max Planck-stofnunina í Heidel- berg og við Kaupmannahafnar- háskóla. Guðmundur var þjóð- réttarfræðingur á lögfræði- skrifstofu SÞ í New York 1983- 1985 og á mannréttindaskrif- stofu SÞ í Genf 1985-1995. Frá því í fyrra hefur hann verið forstöðumaður við Raoul Wall- enberg-stofnunina í Lundi. Hann hefur verið gestaprófess- or við háskóla erlendis og stundakennari við HÍ. Gildi reglna fólgið I aðfólk þekki þær ríki hafa notað þessa síðamefndu röksemd sem afsökun fyrir að fara ekki að öðrum reglum og þau skjóta sér oft á bak við sérstöðu í efna- hagslífi, trúarbrögðum eða menn- ingu. Þessi deila hefur ekki verið leyst. Vinnuhópurinn er settur á laggim- ar til að reyna að skýra innihaldið. Eftir að einhver samstaða hefur náðst um það, er honum falið að finna leiðir til að hafa eftirlit með framkvæmd þessa réttar, eins og annarra mannréttindareglna SÞ. Fyrsti fundur hópsins hefst í Genf næstkomandi mánudag og stendur í tvær vikur. Ég á satt að segja ekki von á að nein niðurstaða fáist á þeim fundi, þannig að starfi hans verður eflaust haldið áfram í vor.“ Þú tjáðir þig fyrir tæpum tveim- ur árum um þá endurskoðun mann- réttindakafla stjómarskrárinnar, sem þá stóð fyrir dyrum. Hvemig fínnst þér hafa tekizt til? „Ég hvatti til þess að lengri að- dragandi yrði hafður að stjóm- arskrárbreytingunum og virkari og almennari þátttaka al- mennings yrði tryggð í umræðunum um þær. Mannréttindi snúa að fólkinu og það er nauð- synlegt að hafa almenna umræðu, bæði til að fá hugmyndir og Ieyfa fólki að kynnast réttindum sínum. Gildi mannréttindaregln- anna er í raun fólgið í að fólk þekki þær og þess vegna skiptir kynning á þeim ekki síður máli þegar þær hafa verið samþykktar. Ég taldi einnig ástæðu til að taka tillit til alþjóðlegra skuldbind- inga okkar við stjómarskrárbreyt- inguna og tryggja að sömu reglur og eru í helztu mannréttindasamn- ingum, sem ísland hefur staðfest, séu verndaðar í stjómarskrá. Það er margt gott að segja um það, sem var samþykkt, en það hefði mátt vera ýtarlegra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.