Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 19 Vínsælustu skemmtisiglingar heimsins. Fegursta eyjan - DOMINICANA - allt innifalið Öruggasta vetrarfríið - Jarðnesk paradís fyrir þig og vini þína - klúbbinn - félagið þitt. qá Verð frá kr. 100 þús. ^ ÞÚ GERIR EKKIBETRIKAUP! MÐ Á ÍSLANDI F E R Ð A S'KRI F510|A! É » 8. Á -'Á' ' I HEIMSKLUBBUR íStí^strætl 17, 4. hæð101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 Reuter Bretadrottning í Tælandi ELÍSABETII. Bretadrottning er nú ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins, í opinberri heim- sókn í Tælandi. Mun tilefnið vera að konungur landsins, Bhumibol, hefur nú ríkt í 50 ár eða lengur en nokkur annar núverandi þjóð- höfðingi. Völd konungs sam- kvæmt stjórnarskrá eru ekki mikil en áhrif hans sögð mikil bak við tjöldin og virðist kon- ungsfjölskyldan njóta mikillar virðingar meðal þegnanna. Heimsókn Elísabetar stendur í fimm daga og sést hún hér heilsa upp á íbúa í miðborg Bangkok sem veifa breskum og tælenskum fánum. ERLEIMT Arafat Palestínuforseti í heimsókn í Noregi Vill að Norðmenn á um aðstoð knýi Öslö. Vín. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, hvatti í gær Norðmenn til að knýja á önnur ríki um að standa við lof- orð um fjárhagsaðstoð við svæðin. „Arafat forseti dró upp mjög dapurlega mynd af ástandinu á svæðum Palestínumanna," sagði Kari Nordheim-Larsen, sem fer með aðstoð við þróunarríki í norsku stjóminni, eftir fund með Arafat á öðrum degi heimsóknar hans til Noregs. „Lokanir landamæra koma í veg fyrir að fólk geti unnið og skapa þannig sjálfkrafa mjög erfitt ástand í samfélaginu." Ýmis ríki hafa lofað að veita alls 2,2 milljörðum dala, jafnvirði 146 milljarða króna, í aðstoð við sjálf- stjórnarsvæðin á árinu en aðeins um helmingur fjárframlaganna hef- ur enn komið fram. Norðmenn gegndu veigamiklu hlutverki í viðræðum ísraela og Pal- estínumanna sem leiddu til frið- arsamkomulagsins árið 1993 og þeir fara fyrir sérstakri nefnd sem skipuð var til að samhæfa aðstoð- ina. „Arafat bað okkur að nota for- mennskuna í nefndinni til að spyija hin ríkin að því hvers vegna féð hef- ur ekki enn verið innt af hendi fram og að sannfæra þau um þörfína á aðstoðinni," sagði Nordheim-Larsen. Norðmenn lofuðu jafnvirði 3,9 milljarða króna aðstoð við sjálf- stjórnarsvæðin og hafa þegar reitt hana af hendi. ESB beiti áhrifum sínum Hanan Ashrawi, ráðherra í stjórn sjálfstjórnarsvæðanna, er í þriggja daga heimsókn í Austurríki og hvatti í gær Evrópusambandið (ESB) til að gegna auknu hlutverki í friðarumleitunum í Miðausturlönd- um. Hún sagði að Evrópusamband- ið gæti beitt efnahagslegum áhrif- um sínum til að knýja á Israela um að virða friðarsamningana við araba. Ibúðarblokk hrynur í Kaíró Stolnu Fundust lifandi eftir 36 klukku- tíma í rústunum Kaíró. Reuter. BJÖRGUNARMENN fundu í gær tvær konur, eina egypska og aðra bandaríska, í rústum fjölbýlis- hússins, sem hrundi til grunna í hverfinu Heliopolis í Kaíró á sunnudag. Enn var talið að 90 manns væru innlyksa í rústunum og fóru vonir um að þeir fyndust á lífi dvínandi. Var að skoða íbúð Konurnar fundust 36 klukku- stundum eftir að húsið hrundi. Hefur þá tekist að bjarga 24 manns út úr rústunum. Bandaríska konan, Samantha Miksche, sem er 22 ára, var að skoða íbúð, sem hún hugð- ist taka á leigu, er húsið hrundi. Með henni voru móðir hennar, vin- ur og tveir vandamenn. Önnur frænka hennar, Noha Fawzi, bjargaðist með henni í gær, en hvorki móðir hennar né annað fylgdarfólk hafði fundist. Björgunarstarfi var haldið áfram í gær og biðu ættingjar fólks, sem talið er grafið í rústun- um, á vettvangi. Urðu þeir stöðugt vondaufari eftir því sem lengra leið frá því húsið hrundi. Eigandi blokkarinnar var tekinn til yfirheyrslu í gær, en samkvæmt upplýsingum saksóknara, hafði hann hækkað húsið um sex hæðir í stað einnar sem leyfi hafði verið gefið fyrir. Á endanum var blokkin orðin 11 hæða en hann hafði ein- ungis fengið leyfi til að hækka hana úr fimm hæðum í sex. Byggt í heimildarleysi Ört hækkandi fasteignaverð í Kaíró hefur leitt til þess að húseig- endur hafa oft freistast til að bæta ofan á húsin í heimildarleysi. Fjöldi húsa, sem hækkaður hefur verið með þessum hætti, hefur hrunið í Kaíró á undanförnum misserum. Hús af þessu tagi hafa sömuleiðis orðið illa úti í jarðskjálftum. gulli skilað London. Reuter. SAMKOMULAG náðist í gær um að hálfu öðru tonni af gulli, sem nasistar stálu í Albaníu á stríðsár- unum, verði skilað þangað. Þrefað hefur verið um gullið í 50 ár en það er geymt í Englands- banka. Bretar neituðu að afhenda kommúnistastjórn Envers Hoxha gullið vegna þess að þeir fengu ekki bætur fyrir 44 sjóliða er fór- ust með skipum sínum þegar þau rákust á tundurdufl við Albaníu árið 1946. „ f'"1 ■ Hringdu í kvöld Nýir verðbréfasjóðir Kaupþings í Luxemborg hafa fengið frábærar undirtektir. Vegna mikillar eftirspurnar verðum við í simafæri til klukkan tíu og veitum íslenskum sparifjáreigendum allar náhari upplýsingar um nýjar og spennandi leiðir til öruggrar ávöxtunar. Stmi 5/5 1500-Tilk/. 00.00 Njóttu íslenskrar leidsagnar um alþjódlegan fjármálaheim KAI PÞIXC; III' -þinn fjúvmáUtheinuir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.