Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 11 FRETTIR Kornskurður á Flateyj araurum Suðursveit. Morgunblaðið. Mikil bjartsýni ríkti hér á landi í graskögglagerð á 6. og 7. áratugn- um. Margar graskögglaverksmiðjur spruttu upp og höfðu ærinn starfa. Með breyttum búnaðarháttum, eins og rúllubindingum, urðu þær flestar að draga saman seglin, sumar lögðu niður starfsemina. Upp úr 1970 var graskögglaverk- smiðja sett á laggirnar hér á Mýrum og var rekin af opinberum eða hálfopinberum aðilum til 1987. Þá keypti Óli Óskarsson þessa framleiðslu, hús og jörð og hefur starfrækt graskögglaframleiðslu, auk ferðaþjónustu æ síðan. Nú í ár var byggi sáð 24. apríl í u.þ.b. 25 ha á Fiateyjaraurum. Kornskurður hófst 28. september sl. Uppskeran nam 95 tonnum af þurrkuðu byggi, en það er um 3,8 tonn á hektara og er að kunnugra sögn svipað og tíðkast í Noregi Einnig var byggi sáð í Árbæ, Ein- holti, einnig í Skálafelli og Hala í Suðursveit. Á iendum Flateyjarverksmiðju voru sex aðilar er stóðu að sáningu og uppskeru og hefur grasköggla- verksmiðjan yfirieitt séð um þurrk- un og blöndun á korni. Hálendis- ráðstefna Ferðafélags íslands VEGVÍSIR til framtíðar er heiti ráð- stefnu sem Ferðafélag íslands gengst fýrir laugardaginn 2. nóvember í Mörkinni 6 kl. 13-17. Fjallað verður um skipulag miðhálendisins, göngu- leiðir, ferðaþjónustu, umhverfísvemd og eignarhald. Páll Sigurðsson, forseti FÍ, setur ráðstefnuna. Fyrirlesarar eru sex: Gísli Gíslason, landslagsarkitekt, fjall- ar um skipulag miðhálendisins, Jón Viðar Sigurðsson, jarðfræðingur, greinir frá hugmyndum um uppbygg- ingu nýrra gönguleiða. Sigríður Þor- bjarnardóttir, líffræðingur og formað- ur ferðanefndar FÍ, fjailar um ferða- lög og ferðamennsku og Haukur Jó- hannesson, jarðfræðingur og varar- forseti FÍ ræðir um umhverfis- og skipulagsmál. Þá mun Kristján M. Baldursson, framkvæmdastjóri FÍ, greina frá skipulagi fjallaferða í Nor- egi. Að lokum flytur Sigrún Helga- dóttir, líffræðingur, hugleiðingu um miðhálendið sem þjóðgarð en þjóð- garðar eru sérsvið Sigrúnar. Fýrir- spumir verða að loknum erindum og umræður ! lokin. Ráðstefnustjóri verður Tómas Ein- arsson. Þátttökugjald er 1.000 kr. en kaffiveitingar innifaldar. Ráðstefnan er öllum opin. litinn... DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. n i (• j í^| | • B i Faxafeni 12. Sími 553 8000 Á Flateyjaraurum hefur reyndar áður verið ræktað korn með góðum árangri og hefur það verið notað í fóðurblöndur og má nefna svo- nefnda „gæðaköggla", en þeir eru bættir grasi, þangmjöli og vítamín- um og ætlaðir handa hestum. Þreskivél var fengin frá Ólafi Eggertssyni á Þorvaldseyri og sá hann um kornskurðinn. Ætla má að sáð hafi verið í u.þ.b. 50 ha hér á Hornafirði í sumar og uppskeran hefur verið mjög góð. GRASKÖGGLAVERKSMIÐJAN á Flatey á Mýrum. Morgunblaðið/Einar Jónsson Sestu í þann sem þér þykir bestur! 9.975 kr. Tilboðsverð: 21.760 kr. Tilboðsverð: 34.935 kr. 47.000 kr. Tilboðsverð: 34.720 kr. Tilboðsverð: ^lboðsverð: 29.600 kr. 23.600 kr. með örmi Tilboðsverð: « frá 9.500 kr. Tilboðsverð: 12.900 kr. Tilboðsverð: 22.000 Tilboðsverð: 30.220 kr. JS Á.GUÐMUNDSS0N ehf. húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100 YDDA YI.I3/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.