Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Frissi köttur hittir Hitler - og önnur ósvífni“ NÚ ÞEGAR sýning á verkum Errós í Hannover hefur staðið í nokkrar vikur er ljóst að verkin hafa vakið miklar og sterkar tilfinningar jafnt meðal almennra sýningargesta sem blaða- manna. Eitthvað hefur verið um misskilning á innihaldi myndanna og má í því sambandi nefna að sjón- varpsstöðin RTL tengdi myndina „Mon aussi“ við afbrotamál í Belgíu og Þýskalandi þar sem upp komst um glæpaflokk sem stundað hefur víðtæka kynferð- islega misnotkun á börnum. RTL ætl- aði að tengja þessa mynd Errós af- brotamálinu og gera það að aðal- frétt en eftir blaðamannafund með listamannin- um sá sjónvarps- stöðin þó að sér. Mikið hefur ver- ið skrifað bæði af smáum og stórum greinum um sýn- inguna og eiga þær flestar það sameiginlegt að byrja á stuttum, sterkum fullyrð- ingum, „Maðurinn ber ekki virðingu fyrir neinu“, „Sig- ur kaldhæðninn- ar“, „Maðurinn er óhugnanlega dug- legur“. Undan- tekningarlaust birtast greinar um sýninguna á áber- andi stöðum í blöð- unum og tímarit- unum og jafn- framt fá ljósmynd- ir af verkunum ekki minna pláss heldur en grein- arnar sjálfar. Myndimar eru oftar en ekki í lit. Sýning Errós hefur því ekki farið framhjá neinum sem á annað borð les blöð eða fylgist með fréttum úr menningarlífinu. Hættuleg völundarhús Neue Presse í Hannover lýsir list Errós sem „ósvífni" og talar jafn- framt um „fullnægingu augans". Fyrirsögn Neue Presse er jafnframt Mikið hefur verið skrifað bæði af smáum o g stórum greinum um sýningu Errós í Hannover, segir Þórarinn Stefánsson, og eiga þær flestar það sameiginlegt að byrja á stuttum, sterkum fullyrðingum um listamanninn. ERRÓ og Ingimundur Sigfússon sendiherra við opnun sýningarinnar í Hannover. fyrirsögn þessarar greinar. Greini- legt er að blaðamaður blaðsins hef- ur orðið fyrir djúpum áhrifum því hann varar í lok greinarinnar „stjórnmálakerlingar hreppapólitík- urinnar" við að sjá sýninguna, „slíkt gæti valdið enn einu úpgerðarmóð- ursýkiskastinu". Hannoversche All- gemeine Zeitung segir m.a.: „Erró gengur hreint ti! verks og lætur sér ekkert óviðkomandi," og í lok grein- arinnar: „Myndir hans eru eins og hættuleg völundarhús, ævintýri með ófyrirsjáanlegan endi.“ Nýyrði tengd nafni Errós Mörg dagskrár- og upplýsinga- tímarit segja frá sýningunni í stuttu máii og vakti þar helst athygli mína grein í Schádelspalter sem gefið er út í Hannover þar sem Erró er sagð- ur franskur. í þessum tímaritum fá Ijósmyndir af verkum hans mun meira pláss heldur en greinarnar enda um glanstímarit að ræða sem leggja meiri áherslu á fallegar lit- prentanir heldur en fleyg orð. Peter Winter skrifar langa og ítarlega grein fyrir tímaritið Kunst. í greininni eru viðtalsbrot við Erró og tilvitnun í ritgerð Gunnars B. Kvaran sem birtist í bók sem gefin hefur verið út í tilefni af sýning- unni. Grein Wint- ers er vel skrifuð og fjallar hún ekki aðeins um verkin á sýningunni held- ur varpar hún einnig Ijósi á lista- manninn Erró í víðu samhengi. Sami höfundur skrifar einnig í Frankfurter Allge- meine Zeitung. í greininni er Erró gagnrýndur fyrir að hafa „flækt myndir sínar um of á síðasta áratug með því að hólfa niður myndrýmið með ferhyrningum og rimlum". Greinarhöfundur skrifar eins og flestir aðrir um söguna á bak við listamannsnafnið Erró en menn eru gjarnir á að búa til nýyrði tengd því, eins og „erró- tík“, „erróman- tík“, og „erróis- mus“. Leiðsögn um sýninguna íslendingum í Hannover og ná- grenni var boðið uppá sérstaka ieiðsögn um sýninguna. Nánast allir mættu sem vettlingi gátu valdið og í boði Ingimundar Sigfússonar sendiherra, sem heimsótti Hannover af þessu tilefni, og Wolfs Griitters ræðismanni var boðið til létts kvöld- verðar á eftir. Sýningin mun standa í Hannover til 3. nóvember en verður síðan opn- uð á ný 19. nóvember í Aktionsfor- um Praterinsel í Múnchen. OLIUR OG VOTN TONLIST Norræna húsið KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Nínu Björk Elíasson og Hasse Poulsen. Tónlistarhópurinn Klakki: Nína Björk Elíasson (söng- ur), Hasse Poulsen (gítar), Aida Rahman (fagott) og Martin Bregnhni (slagverk). Norræna húsinu, laugardaginn kl. 17. ÞAÐ ER sérkennilegt fyrir Dani nútímans, „framandfíknustu" þjóð Norðurlanda, að þá fyrst verður Is- land forvitnilegt, þegar slegið er á ókunnuglega strengi eins og óskilj- anlegt tungumál og óhamda náttúru, en því sem sameinar og kemur kunn- uglega fyrir (sama hversu yfirborðs- lega) er varpað fyrir róða. Hinn norræni sagnaarfur og sam- eiginlegur uppruni orðaforðans þykja nefnilega ekki lengur spenn- andi suður í Danaveldi, hafi þeir þá nokkurn tíma þótt það utan þröngs hóps þjóðlegra rómantískra skákia og fagurkera á 19. öld. Meðan ís- lendingar leita sér upphefðar úr smæð sinni inn á við og aftur í tíma, stefnir hugur Dana jafnan út fyrir andapollinn og til framtíðar; þykir ekki á öðru byggjandi en dug og þor hér og nú. Fyrirbrigði eins og þjóð- ernisvitund er þeim til vandræða, þykir varasöm og líklega úrelt, þó að þeir séu aftur á móti boðnir og búnir að virða slíka frumstæðni hjá fjarlægum þjóðflokkum. Þessar og viðlíka hugsanir brutust um í manni í upphafi tónleika Klakkahópsins í Norræna húsinu á sunnudaginn var, sprottnar af óvenjulegri áhöfn, fjölþjóðlegu útliti hljómlistarmannanna og nýlegu við- tali, af hveiju mátti álykta, að „exó- tískur" kliður íslenzkunnar af vörum Nínu Bjarkar Elíasson hefði aukið dönskum samstarfsmönnum hennar innblástur, enda „einhvern veginn miklu eðlilegra tungumál" en dansk- an, sem hentaði illa til söngs. Al- ræmd skömm Dana á eigin tungu kemur reyndar víða fram, sbr. nýleg orð gospelsöngkonunnar Bebiane Boje um að landar hennar kunni betur við að syngja Guði dýrð á ensku, svo og hinn uppskrúfaða gerviframburð sem enn tíðkast í dönskum ljóða- og kórsöng. Annars er kannski dæmigert fyrir ofalin og viðbrigðasnauð neyzlusam- félög fyrsta heimsins, að sólgnin í óhversdagslegan kraft og áreiti sem höfðar til tilfinninga fólks og kemur því við er ómæld, eins og sést e.t.v. á auknu gengi heimstónlistar og miðaldamúsíkur. Það er því ekki skrýtið að upp komi leitandi hópar tónlistarmanna á við Klakka, þar sem liggja saman straumar frá ís- lenzkum þjóðlögum, norrænum vísnasöng, latnesk-amerískum hryn- heimi og tyrknesk-arabískum flúr- söng, svo fátt eitt sé nefnt. Hið skrýtna er, að allar þessar ólíku olíur og vötn nái að renna sam- an í sannfærandi heild. Eitt af iausn- arorðum tímans er fjölhrif (eklekt- ismi), og eru jafnan fleiri kallaðir en útvaidir til að bræða andstæða heima í listræna samfellu. Útkoman verður því oft í bezta falli skrautleg- ur, í því versta sundurlaus og tilvilj- anakenndur samtíningur. Hjá Klakka gekk dæmið upp, svona oftast nær. Hópurinn er að vísu ekki fullmótaður. Hann er enn leitandi að grunnímynd og stefnu, en hefur þó náð taki á einhveiju réttu, einhveiju sem hefur vantað og sem skiptir máli. Fremst í flokki fór söngkonan Nína Björk Elíasson, búsett í Danmörku síðan um tvítugt og eins og karlamir í hópnum m.a. með bakgrunn úr FÍH-tónskóla þeirra Dana, Rytmisk Musikkonservatorium. Gerði það lík- lega að verkum, að söngkonan gat ekki aðeins teflt fram ágætum vísna- söng, heldur líka stöku sinni bryddað á „útopnum" rokkstíl, og gerði sú fjölbreytni að verkum, að maður saknaði vart ekta íslenzkra kvæða- mannstilþrifa (íslenzku þjóðlögin voru sungin meira á skandinavískum vísnatónum), þó að sú sérstæða söng- landi yrði án efa akkur fyrir sveitina og skemmtilegur mótpóll við arabe- skumar úr austrænum barka fagott- leikarans, sem nýlega leysti sellóleik- ara hópsins af hólmi. Þótt hijáð væri af kvefi, kom samt vel fram, að Nína Björk er fáguð og fjölhæf söngkona og góður lagasmiður í lögum sínum við ljóð nöfnu sinnar Ámadóttur og Sigurðar Pálssonar. Keflavík Guðný og Delana leika í Tónlistar- skólanum GUÐNÝ Guðmundsdóttir, kon- sertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, leikur á tónleik- um á sal Tónlistarskólans í Keflavík miðvikudagskvöldið 30. október og hefjast þeir kl. 20. Með Guðnýju leikur Delana Thomsen á píanó. Á fyrri hluta tónleikanna flytur Guðný konsert eftir Benjamín Britten en þennan sama fiðlukonsert mun hún leika sem einleikari með Sinfó- níuhljómsveitinni síðar í vetur. Á síðari hluta efnisskrárinnar munu þær Guðný og Delana gefa áheyrendum kost á að velja sér lög af „matseðli" sem þær munu leggja fyrir tónleika- gesti. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Tónlistarskólann í Keflavík. „Haust- sýning“ í Listakoti MARGRÉT Guðmundsdóttir opnar „Haustsýningu" í Gall- eríi Listakoti, Laugavegi 70, á laugardag kl. 15. Margrét lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1993 og hefur unnið við grafík og vídeó-list síðan, en áður starfaði hún sem inn- anhússarkitekt og kenndi með- al annars fagteikningu við Iðn- skóla Hafnarfjarðar. Margrét er ein af 13 starf- andi listamönnum úr hinum ýmsu greinum myndlistar, sem reka Listhús 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Vinnustofa hennar „Mamma Gagga“ Graphic Studio er á Strandgötu 50, Hafnarfirði. Sýningin í Gallerí Listakoti stendur til 18. nóvember og er opin virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14 og er aðgangur ókeypis. Hinn aðaltónsmiður hópsins, gít- arleikarinn Hasse Poulsen, átti líka innan um góð lög, sum við dönsk ljóð eftir Simon Grotrian, þó að leik- ur hans væri ekki alltaf nógu útfærð- ur til að skapa næga fyllingu í jafn- lítilli og ósamstæðri sveit. Sama gegndi um bæði hina skrifuðu og spunnnu kafla fyrir fagottið, sem gat varla til lengdar réttlætt sig músíklega með sérkennilegum tóni sínum einum. Hér hefði því ekki sakað að hafa eitt blásturshljóðfæri í viðbót, t.d. klarínett eða flautu. Slagverksleikurinn var víða frumleg- ur, sérstaklega „etníski11 slátturinn á djúpri tíðni og MIDI-„tablas“, en fremur stirður á hefðbundna trommusettið. Tilkomuminnst þótti manni atriði í seinni hlutanum eins og Nýtt ár (HP) og Undarlegt er að spyija (NBE), þar sem rokk-kennt hjakk tók yfirhöndina og varð langdregið. En í heild mátti skynja, að hópur- inn, sem á köflum gat minnt ýmist á samvinnu samísku söngkonunnar Mari Boine við Jan Garbarek eða á tilraunadeild hins sárt saknaða ís- lenska Þursaflokks, er kominn með nýstárlegar hugmyndir, sem for- vitnilegt væri að vinna frekar úr. Ríkarður O. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.