Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 9 FRETTIR Ungir karlmenn jafnréttissinnaðir 'SALA á fatnaði .,. „ til snjósleðaferða "f%. UNGIR karlmenn eru mjög jafn- réttissinnaðir og er það mun al- gengara að þeir taki sér fæðingar- orlof en talið hefur verið til þessa. Þetta kom fram í erindi sem Ing- ólfur V. Gíslason, félagsfræðingur og starfsmaður karlanefndar Jafn- réttisráðs, hélt á Jafnréttisþingi, sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík s.l. föstudag. Þar kynnti hann niðurstöður ítarlegrar við- horfskönnunar, sem hann hefur gert á skoðunum ungra íslenzkra karla til kynhlutverkanna með svo- kölluðum djúpviðtölum við hóp karl- manna á aldrinum frá tvítugu til 35 ára. Ingólfur sagði að það sem komið hefði sér mest á óvart eftir könnun- ina væri hversu mjög jafnréttissinn- aðir þessir ungu karmenn væru, af viðhorfum þeirra að dæma. Hann komst einnig að því, að miklu al- gengara væri en almennt væri kunnugt, að íslenzkir feður tækju sér fæðingarorlof. Svo til hver einn og einasti faðir er nú viðstaddur fæðingu bams síns, og þarf hann í flestum tilvikum að taka sér frí Laugarvatnsvegur Dalverk með lægsta tilboð DALVERK sf. á Selfossi var með lægsta tilboð í framkvæmdir við Laugarvatnsveg frá Reykjavegi að Úthlíð. Dalverk bauð 25.228.200 kr. í verkið en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðar upp á 33.060.338 kr. og er tilboð Dalvíkur því 76,3% af kostnaðaráætlun. Annað lægsta tilboðið kom frá Vörubílstjórafélaginu Mjölni í Ar- nessýslu og var það 25.426.850 kr., eða 77,1% af kostnaðaráætlun. Alls bárust Vegagerðinni 12 til- boð í verkið og voru átta þeirra undir kostnaðaráætlun. Hæsta til- boðið var frá Héraðsverki hf. sem bauð 49.750.034 kr. í verkið. til þess. Auk þess tækju þeir marg- ir einnar, tveggja eða þriggja vikna frí fyrst eftir fæðinguna, sem þeir gerðu sér kleift með uppsöfnuðu sumarfríi. Það væri því nú þegar orðið staðreynd, að ekki þyrfti að þvinga íslenzka feður til að taka fæðingarorlof. .. .blabib - kjarni málsins! Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa Sniðin að mismunandi þörfum sparifjáreigenda • Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa sem uppfylla óskir fjárfesta um ávöxtun, lánstíma, öryggi, verðtryggingu o.fl. • Ríkisverðbréf eru markaðsverðbréf, skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru því auðseljanleg hvenær sem er á lánstímanum. • Ríkisverðbréf eru boðin út vikulega. Ríkisvíxlar Ríkisvíxlar Ríkisvíxlar Ríkisbréf Ríkisbréf ECU-tengd Argreiösluskírteini Spariskírteini Spariskírteini Spariskírteini I 3 mánuöir ■ 6 mánuöir ■i 12mánuöir 3 ár I Óverðtryggö ríkisverðbréf l Verötryggö ríkisveröbréf Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustu- miðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. 5 ár 20 ár ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð, sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.