Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTR Ofanflóða- vamir kosta 9 milljarða Hætta af snjóflóðum er hvergi talin meirí en á íslandi. Á vegum umhverfísráðuneytis- ins hefur nú veríð unnin skýrsla um nauðsyn- legar vamir gegn þessum hamförum og kostnaðurinn metinn. Helgi Þorsteinsson kynnti sér niðurstöðumar. Bolum Flati Patreksl Siglufjörður Upphæðir í milljónum króna Þvergarðar, leiðigarðar Krapa-og Einstakar og upptakastoðvirki aurflóðavarnir byggingar Kostn. v. Verðm. Kostn. v. Verðm. Kostn. v. Verðm. Staður Hættustig varnir eigna vamir eigna vamir eigna Patreksfjörður 1-4 490 1.460 40 910 50 400 Bíldudalur 1-3 80 500 80 550 Flateyri 1 310 1.960 Bolungarvík 2-3 280 930 Hnífsdalur 2-4 330 750 ' ísafjörður 2-4 620 1.520 40 - Súðavík 1-2 140 480 Siglufjörður 1-3 1.990 5.020 Seyðisfjörður 1-2 640 1.230 120 - Neskaupstaður 1-3 1.870 7.690 70 880 Samtals 6.750 21.550 290 1.460 120 1270 Kostnaður við snjóflóðavarnir í SKÝRSLU sem Veðurstofa íslands hefur unnið fyrir umhverfisráðu- neytið er kostnaður við uppbyggingu snjóflóðavarna á hættusvæðum áætlaður um sjö milljarðar króna. Ef teknar eru með varnir gegn krapa- og aurflóðum og kostnaður vegna uppkaupa á fasteignum þar sem varnir koma ekki til greina nær kostnaðurinn níu milljörðum króna. Mest vantar í Neskaupstað og á Siglufirði Ef reiknað er með skekkjumörk- um vegna ýmissa óvissuþátta gæti hann verið alls á bilinu 7-14 milljarð- ar króna. Heiidarverðmæti fasteigna sem gert er ráð fyrir að verði varin er um 24 milljarðar samkvæmt brunabótamati. í skýrslunni kemur fram að mestu þurfi að kosta til snjóflóðavarna á Siglufirði og í Neskaupstað. Um Neskaupstað segir orðrétt að þar sé „við meiri vanda að fást í snjóflóða- málum en víðast annars staðar á landinu. Fjöldi bygginga á hugsan- legum snjóflóðahættusvæðum er óvíða meiri. Skráð snjóflóðasaga og líkanreikningar benda til þess að snjóflóðahætta sé hugsanleg í stór- um hluta bæjarins. Óhagstæð dreif- ing byggðarinnar á langri strand- lengjunni og hið mikla flatarmál upptakasvæða í hlíðinni gera það að verkum að engar einfaldar lausn- ir eru til á vörnum fyrir bæinn.“ Til snjóflóðavarna í Neskaupstað er áætlað að þurfi að kosta 1.870 milljónum króna til að veija eignir sem metnar eru á tæplega 7,7 millj- arða króna. Á Siglufirði þarf enn hærri upphæð til snjóflóðavarna, eða 1.990 milljónir króna. Þar eru eignir sem eru taldar í hættu metnar á rúmlega tvo milljarða. Að sögn Magnúsar Jónssonar veð- urstofustjóra er hætta af snjóflóðum hér á landi meiri miðað við mann- fjölda heldur en nokkurs annars staðar svo vitað sé til. „Sums staðar á landinu eru staðir sem nær ómögu- legt er að verja vegna kostnaðar eða aðstæðna. Víða er einnig ekki hægt að koma vörnum við nema með því að fórna mannvirkjum sem byggð eru þar sem koma verður fyrir snjó- flóðamannvirkjum." Byggð verði varin, ekki flutt Að sögn Guðmundar Bjarnasonar umhverfísráðherra byggir skýrslan á þeirri meginstefnu að byggð verði varin en ekki flutt. Hún var kynnt ríkisstjóminni í gærmorgun og fer til skoðunar í ráðuneytum og sveitar- félögum. Guðmundur leggur áherslu á skýrslan sé ekki endanleg úttekt á ofanflóðavörnum heldur áfangi á lengri braut. Óvissan sé mikil, því kannanir á vettvangi voru gerðar með sjónmæiingum á skömmum tíma. Engar ákvarðanir eða tíma- áætlanir hafa verið teknar varðandi þær framkvæmdir sem þar eru lagð- ar til. „Tvö alvarleg áföll á einu ári hafa sýnt okkur að svona kannanir má ekki láta ofan í skúffu, eins og gerð- ist eftir snjóflóðið í Neskaupstað 1974. Ábyrgðin er hjá sveitarfélögum og sveitarstjórnum og þau þurfa að hafa frumkvæði í þessum efnum, en það er ljóst að sum verkefnin eru of stór fyrir einstök, veikbyggð sveit- arfélög," sagði Guðmundur Bjarna- son. Skýrslan var unnin eftir vett- vangsferðir sem farnar voru í maí og júní síðastliðnum. Veðurstofu- mönnum til aðstoðar voru tveir norskir og einn svissneskur snjóflóð- asérfræðingur auk ýmissa verkfræð- inga og snjóathugunarmanna á hveijum stað fyrir sig. Fleiri fíóð í kólnandi loftslagi Alls hafa 52 farist í snjóflóðum á byggð á árunum 1974-1995, en 107 manns frá byijun aldarinnar. Kóln- andi loftslag frá því um 1965 hefur ieitt til þess að snjóflóðum hefur fjölgað. Tjón af völdum flóða í þétt- býli hefur á árunum 1974-1995 ver- ið um 3,8 milljarðar króna. VIÐ afhendingu viðurkenningarinnar. Rannveig Rist, tilvonandi forstjóri ÍSAL, Elín R. Líndal, formaður Jafnréttisráðs, dr. Christ- ian Roth, forstjóri ÍSAL, og Páli Pétursson félagsmálaráðherra. ISAL veitt jafn- réttisviðurkenning Misskilningur tafði neyðarhjálp Ólafur Jóhann í stjórn Advanta ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, fyrrum forstjóri Sony Interactive Enter- tainment Inc., hefur verið skipaður í stjórn Advanta Information Serv- ices, AIS, nýstofn- aðs dótturfyrir- tækis Advanta Corp. AIS mun starfa að ýmissi upplýs- ingatengdri þjón- ustu við neytend- ur, annast til dæmis beina sölu á bifreiðum, farm- iðum og fleira, en ekki er búist við, að starfsemin verði komin í fullan gang fyrr en í apríl nk. í fréttatilkynningu frá Advanta Corp. segir Dennis Alter, stjórnar- formaður fyrirtækisins, að Ólafur sé kunnur víða um heim vegna alls þess, sem hann hafí fengið áorkað á tiltölulega stuttum ferli. Á aðeins fimm árum hefði hann byggt upp Sony Interactive, sem hefði nú for- ystu á sínu sviði. „Það er okkur mikils virði að fá Ólaf til liðs við okkur. Hann býr yfir mikilli þekkingu á sviði rann- sókna og hugbúnaðarþróunar og einnig á markaðssetningu og sölu,“ sagði Alter. Advanta Corp., sem er einn stærsti útgefandi bankakorta í Bandaríkjunum, hefur meira en sex milljónir viðskiptavina. Annast það alhliða fjármálaþjónustu með 3.400 starfsmenn og eignaumsýsla þess er metin á um 1.200 milljarða ísl. kr. ÍSLENSKA álfélagið í Straums- vík, ÍSAL, hlaut í gær jafnréttis- viðurkenningu Jafnréttisráðs fyr- ir lofsvert framtak í jafnréttis- málum en hún var nú veitt í fimmta sinn. í rökstuðningi lagði dómnefnd áherslu á valið byggði ekki aðeins á því að kona hafi verið ráðin í stöðu forstjóra heldur einnig vegna þess að ISAL hafi um all- langt skeið unnið að því í sam- vinnu við stéttarfélög að auka jafnrétti kvenna og karla. Fyrirtækið hafi unnið að því að fjölga konum í störfum með ýmsum hætti auk þess sem skiln- ings gæti á að sömu laun eigi að veita jafnt konum og körlum fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Elín R. Líndal, formaður Jafn- réttisráðs, sagði í ávarpi við af- hendingu viðurkenningarinnar að með því að velja ÍSAL væri m.a. verið að minna stjórnvöld á að hægt væri að gera störf í stór- iðju aðgengilcg og eftirsóknar- verð fyrir konur. Taldi hún sér- staklega mikilvægt að stjórnvöld legðu lóð sín á vogarskálarnar í ljósi þess að búast mætti við að hundruð starfa sköpuðust vegna aukinna umsvifa í stóriðju og iðn- aði á næstu misserum. Dr. Christian Roth, forstjóri ÍSAL, sagði að fyrirtækið hefði reynt ýmsar leiðir til að fjölga konum í fyrirtækinu en lengi vel með takmörkuðum árangri. Þó hefði tekist að hækka hlutfall kvenna meðal sumarstarfsmanna úr 10% árið 1988 í 34% í ár. Roth sagði að langtímamarkmið ISAL væri að 20% starfsmanna væru konur en nú eru þær 12% fastra starfsmanna. Roth greindi frá því að næsta ár yrðu 70 nýir starfs- menn fengnir til starfa og vonir væru bundnar við að 30 konur yrðu ráðnar. Sagði Roth að fyrirtækið hefði reynt að jafna hlut kynjanna með því að ákveða kvóta. Sú aðferð hefði ekki reynst vel og skapað fleiri vandamál en hún leysti. MISSKILNINGUR milli lögreglu á Húsavík og starfsmanna Neyðar- línunnar í Reykjavík olli því að um 50 mínútna töf varð á því að sjúkra- bíll væri sendur rétta leið til aðstoð- ar manni sem fengið hafði hjarta- áfall. Maðurinn lést skömmu eftir að áfallið reið yfír, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Húsa- vík. Maðurinn var á leið til ijúpna við annan mann og kenndi sér meins þegar þeir stigu úr bíl sínum við Hrossaborgir í Oxarfirði, eftir að hafa fylgt heiðarslóða um 15 kílómetra leið frá þjóðveginum, að sögn Sigurðar Brynjúlfssonar, yfir- lögregluþjóns á Húsavík. Misskilningurinn olli því að sjúkrabíll og læknir frá Húsavík voru sendir um 70-80 km leið að Hrossaborg á Mývatnsöræfum en ekki um 60-70 km leið að Hrossa- borg í Öxarfirði. Að sögn Bergsveins Alfonsson- ar, aðstoðarframkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, barst tilkynning frá nálægum bæ um veikindi mannsins, sem áður hafði átt við hjartveiki að etja, röskum stundar- fjórðungri eftir klukkan eitt síðdegis á sunnudag. Tilkynnandinn gaf upp staðinn Hrossaborgir í Öxarfirði og sagði nánar aðspurður að staðkunnugir þekktu örnefnið. Bergsveinn segir að tafarlaust hafi lögreglan á Húsavík verið látin vita af útkalli í Hrossaborgir, Öxarfírði og henni gefin upp símanúmer tilkynnand- ans og farsímanúmer í bíl sjúkl- ingsins og ferðafélaga hans. Bergsveinn segir að á næstu tíu mínútum hafi starfsfólk Neyðarlín- unnar tvívegis verið i sambandi við vettvang og reyndur sjúkraflutn- ingsmaður í höfuðstöðvum Neyðar- línunnar hafi í seinna skiptið gefið leiðbeiningar í gegnum síma um tilraun til endurlífgunar. Sigurður Brynjúlfsson yfirlög- regluþjónn segir að eftir samtalið við starfsmenn Neyðarlínunnar hafi sá sem tók við útkallinu hjá lög- reglu á Húsavík talið að viðkomandi væri staddur við Hrossaborg á Mý- vatnsöræfum og telji ekki að Öxar- fjarðar hafi verið getið í símtalinu. Sjúkrabíll með lækni var sendur frá Húsavík á Mývatnsöræfí og jafnframt voru menn frá Grímsstöð- um á Fjöllum beðnir að fara á stað- inn. Lögreglan hafí ekki náð sam- bandi við þau símanúmer sem Neyð- arlínan fékk uppgefin. Sigurður seg- ir að Hrossaborgir séu ekki þekkt örnefni í Öxarfírði og Kelduhverfí. Misskilningurinn kemur í ljós Sigurður segir að upphaflegt útkall sé tímasett 13.21 í bækur lögreglu en klukkan 14.10 komu mennirnir frá Grímsstöðum að Hrossborgum og fundu þá engan sjúklinginn. Bíllinn frá Húsavík var þá kominn langleiðina á staðinn. í framhaldi af því kom misskiln- ingurinn í ljós og að númerið sem gefið hafði verið upp var á bæ í Kelduhverfi. Var þá sendur sjúkra- bíll frá Húsavík í Öxarfjörð auk þess sem sjúkrabíll og læknir voru sendir um 55 km leið frá Kópasperi. Maðurinn var látinn þegar hjálp barst og að sögn Sigurðar er talið að hann hafí látist skömmu eftir að áfallið reið yfír, áður en hjálp hefði getað borist. Bæði Bergsveinn og Sigurður lýstu vonbrigðum með að boðin skyldu hafa brenglast með fyrr- greindum hætti. „Við erum miður okkar. Svona á ekki að geta gerst,“ sagði Bergsveinn. Ólafur Jóhann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.