Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 33, . I I > I > ) > ) í I J J R I B I J I ð MINNINGAR + Bjarnheiður Ingimundar- dóttir fæddist í Reykjavík 15. sept- ember 1913. Hún lést á Landspítalan- um 21. október síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Þorbjörg Bjarna- dóttir, f. 29.11. 1879, d. 1966, og Ingimundur Hall- grímsson, f. 6.9. 1875, d. 1962. Þau fluttu sem land- nemar í Laugardal vorið 1919 og nefndu bæinn sinn Litlahvamm. Eftir að Bjarnheiður hóf sjálf búskap bjó hún ásamt fjölskyldu sinni á jörðinni. En Reykjavík stækk- aði ört á þessum árum og hús landnema urðu að vílqa. Þar sem Litlihvammur stóð eru í dag Goðheimar 12. Hinn 11. maí 1946 giftist Bjarn- heiður Jóni Jónssyni, f. 2.11. 1915, d. 24.12. 1981. Foreldrar Jóns voru Jón Benediktsson og Rósa Arnadóttir, búsett að Ein- arsstöðum í Þingeyjarsýslu. Synir Bjarnheiðar og Jóns eru: 1) Ingimundur Þorgrímur, f. 21.7. 1943, var kvæntur Elfu Björnsdóttur, þeirra börn eru Björn B. f. 8.7. 1969, búsettur í París, og Bjarnheiður M., f. Sjáið hvar sólin nú hnígur. Svífur að kvöldhúmið rótt. Brosir hún blítt er hún sígur. Blundar sem foldar húms drótt. Heyrið þér klukkur hún klingir við lágt. Kallar í húsið aftansöng brátt, klukka, ó, fær oss nú fró, friðinn og heilaga ró. (Steingrímur Thorst.) Þessar ljóðlínur voru mikið sungnar á æskuheimili Bjarnheiðar í Litlahvammi. Þess vegna eiga þær vel við þessi fátæklegu kveðjuorð mín. Fundum okkar bar saman fyrir rúmum 30 árum og því eru minningamar orðnar margar á löngum tíma. Við vomm ekki alltaf sammála og greindi stundum á um ýmis mál, enda báðar skapmiklar, en ævinlega greri um heilt að lok- um. Það er mér mikils virði að við skildum sáttar og að hafa getað rétt hjálparhönd í veikindum henn- ar og baráttunni við elli kerlingu þegar viljinn var annar en að láta árin stjórna. Bjarnheiður var kjarn- orkukona sem fékk vel að njóta sín er Jón, eiginmaður hennar, lést skyndilega á aðfangadag árið 1981. Hún hélt sínu striki og fór í myndlistarskólann, en allt frá því hún lærði teikningu hjá Ríkharði á yngri árum hafði hugur hennar staðið til myndlistarinnar. Hún söðlaði þó um og fór að nota olíu- málningu og krít. Bjamheiður fagn- aði áttræðisaldrinum með því að halda málverkasýningu og vissi ég að hún sá eftir þeim myndum sem hún seldi, því hún tengdist myndum sínum sterkum böndum, enda hétu þær allar eftir því fjölmarga sem hafði merkingu í lífi hennar. Hún var góð söngmær og söng til margra ára í Laugameskómum og víðar. Ég er sannfærð um að ef tækifærin hefðu verið öðruvísi í uppvexti Bjamheiðar og hún fengið að njóta sín hefði hún náð langt með sinni sterku sópranrödd, og pensilinn milli sinna fímu fíngra. Heiða var víðlesin og fróð. Hún fylgdist vel með og hafði gaman af sögum, sérstaklega ef einhver vafasöm orð fléttuðust með. Hún var góð eftirherma og tók ýmsa fyrir, en alltaf á léttu nótunum. Hún var góður ferðafélagi og hafði unun af að skoða landið sitt. Hún hafði einnig mikinn áhuga á fortíðinni og sérstaklega frönsku byltingunni. Draumur hennar rættist þegar hún 2.9. 1972, þjúkrun- arnemi, sambýlis- maður Björgvin Sigurðsson. Ingi- mundur átti fyrir Ólaf Svan, f. 2.8. 1965, hans kona er Emma Gísladóttir, þeirra synir Gísli Olafur og Jón Aðal- geir. 3) Jón Gísli, f. 17.10. 1946, kvæntur Þóru Ein- arsdóttur, þeirra synir eru Jón Heið- ar, f. 5.9. 1973, nemi í Menntaskóla Kópavogs, og Guðmundur Ein- ar, f. 6.8. 1979, nemi í Iðnskóla Reykjavíkur. Systkini Bjarn- heiðar eru: 1) Ingileif, f. 1901, d. 1962, 2) Margrét. f. 1910, hennar maður var Ásgrímur Ágústsson, látinn, þau eignuð- ust fjórar dætur. 3) Guðrún, f. 1915, d. 1977t hennar maður var Hörður Ólafsson, látinn, þau eignuðust einn son, en fyr- ir átti Guðrún eina dóttur, Ingi- björgu Helgadóttur, f. 20.3. 1936. Hennar maður Jón Páll Friðfinnsson. Þau eignuðust tvær dætur; og Þorgrímur, f. 1903, d. 1933, ókvæntur og barnlaus. Útför Bjarnheiðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fór til Parísarborgar og dvaldi í viku- tíma hjá Bjössa, barnabami sínu. Ekki spillti fyrir að nafna hennar og Ingimundur voru með í ferðinni. Hún las fyrir mig ferðasöguna og ánægjan og gleðin skein úr andlit- inu. Hún hafði góðan sögustfl. Þegar við skiljum er margs að minnast. Grýluleikir með bama- börnunum, lestur og sögur að ógleymdum öllum söngvunum og jólalögunum. Það líður mér seint úr minni þegar allir stóðu í hnapp við gamla orgelið og sungu jóla- sálmana, farið var í púkk og dreg- ið í spil. Bjarnheiður var sam- kvæmisdama og alltaf til í sprell. Ógleymanleg em öll böllin hjá Fjár- borg og þorrablótin. Ég er þakklát fyrir okkar kynni og veit að vel hefur verið tekið á móti henni á þeim stað er við öll förum við leiðar- lok á þessari jörð. Ég vil að end- ingu koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir að búa henni gott heimili síðustu mán- uðina og öllum þeim er veittu henni stuðning í veikindum hennar. Elfa Björnsdóttir. Ein af fyrstu manneskjunum sem ég man í æsku var Heiða frænka. Systurnar Magga, Heiða og Dúna bjuggu allar með fjöl- skyldum sínum í Litlahvammi við Engjaveg. Tvær þeirra em nú látn- ar, Dúna fyrir tveimur áratugum og nú Heiða. Þorgrímur, hálfbróðir þeirra, lést 1933 og hálfsystirin Ingileif 1962. Heiða var borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Foreldrar hennar, Ingimundur Hallgrímsson og Þor- björg Bjarnadóttir, voru bæði úr Biskupstungum. Þau reistu sér bæ í Laugardal í Reykjavík og kölluðu Litlahvamm. Litlihvammur var erfðafestujörð og þar var rekinn smábúskapur, nokkrar kýr, hestur og hænur og ræktaðar kartöflur. Ingimundur afi vann alla tíð utan heimilis. í Litlahvammi voru aldrei mikil efni en þar ríkti kærleikur, glaðværð og ást á listum og söng. Því var þar gestkvæmt og það var mikið sunguð í Litlahvammi. í þessu mannbætandi andrúmslofti ólst Heiða upp og það mótaði við- mót hennar og áhugamál alla tíð. í vöggugjöf fékk Heiða vænan skammt af listfengi, prýðilega söngrödd og myndlistarhæfileika. Þegar ég var að alast upp í Litla- hvammi áttu systurnar allar böm á svipuðu reki. Þar ríkti eins konar sameiginleg ábyrgð og umhyggja fyrir börnunum. Ef ein systirin var af bæ gengu aðrar í hennar hlut- verk. Þessi umhyggja og áhugi fyrir velferð okkar krakkanna frá Litlahvammi var mjög ríkur þáttur í hjarta Heiðu alla tíð. Hún hafði alla ævi stóran og ástríkan faðm. Ung fékkst Heiða við teikningar og málun en síðan tók söngurinn öll völd. Heiða hafði mjög góða söngrödd, lærði söng og þjálfaði rödd sína ámm saman. Hún söng nánast alla ævi, í almennum kómm, kirkjukómm, við jarðarfarir og skemmtanir. Og ekki má gleyma Systratríóinu sem þær systur mynduðu á yngri árum og söng víða á skemmtunum sem og í út- varpi. Á efri ámm, þegar röddin fór að gefa sig, sneri Heiða sér að gömlu áhugamáli á nýjan leik og tók að mála af miklum krafti. Hún hélt nokkrar sýningar á verkum sínum við góðar undirtektir og í stofunni hjá mér hangir mynd hennar af Vatnajökli á heiðursstað. Það sem einkenndi Heiðu og er líka einkennandi fyrir flesta niðjana úr Litlahvammi er glaðværðin, hæfi- leikinn til að sjá það spaugilega í tilvemnni og hið skringilega í fari náungans. Þær systur og ekki síst Heiða hermdu miskunnarlaúst eftir fólki sem þeim fannst sérkennilegt á einhvern hátt, sögðu af því skemmtilegar sögur, en allt þó í græskulausu gríni. Þegar við niðjamir úr Litla- hvammi fómm á síðustu ámm að hittast nokkuð reglulega á eins kon- ar ættarmótum var Heiða oft hrók- ur alls fagnaðar og þá var mikið hlegið og sagðar mergjaðar skemmtisögur og hrópað „gomm- ona!“, en það var gleðiheróp Heiðu og þýddi „nú er gaman“. Oft bauð hún til veislu í „Riddarasalnum" sem hún hafði innréttað í húsinu við Álfhólsveg. Það var glæsileg vistar- vera með gylltum þaklistum, mál- verkum af riddumm og hefðarmeyj- um og eftirprentun af Monu Lisu. Þetta vom rómaðar veislur þar sem menn átu, dmkku, vom glaðir og sungu! Heiða hafði þann sið ámm saman að bjóða ættingjum og vinum í jólakakó á aðfangadags- eða jóla- dagskvöldi. Á nokkmm þessum síð- ustu jólum sýndi hún enn einn hæfi- leikann sem hún hafði ekki flíkað fyrr, það, að hún var mjög vel rit- fær. Hún skrifaði stuttar en yndis- legar hugvekjur sem tengdust lífinu og jólunum í Litlahvammi, foreldr- BJARNHEIÐ UR INGIMUNDARDÓTTIR Ma um hennar, Ingimundi og Þor- björgu, og systkinunum. Það mátti stundum sjá blika á tár í augum áheyrenda, þegar þessar hugvekjur vom lesnar við ilm af kakói. Heiða átti við heilsuleysi að stríða framan af ævi. Hún gerði þó alltaf grín að veikindum sínum en heilsuleysi og andstreymi í lífínu kallaði hún „bjak“. Ég er sannfærð- ur um það að glaðværð hennar og æðmleysi var aðalástæða þess að hún náði heilsu á ný. Seinni hluta ævinnar var hún ágætlega hraust og bjó í góðu skjóli sonar sins, Jóns Gísla, og Þóm, tengdadóttur sinnar. Það er með miklum söknuði sem ég kveð nú mína elskulegu móðursystur, Bjarnheiði Ingimund- ardóttur frá Litlahvammi. Farðu vel, frænka mín góð, og málaðu nú sem aldrei fyrr. Steinar Harðarson. Það munu vera um 40 ár síðan við kynntumst Bjarnheiði og Jóni í Litla-Hvammi. Sá kunningsskap- ur hófst vegna vináttu sona okkar, þeirra Jóns Gísla og Kristins, en þeir hófu nám í sama bekk í Lang- holtsskóla sjö ára gamlir. Vinátta þeirra hélst æ síðan. Nánar kynnt- umst við Jóni og Bjamheiði, Heiðu eins og hún var alltaf kölluð, þegar við fluttum í Goðheima 11 og þau í Goðheima 12. Þar sem það hús er var áður bærinn Litli-Hvammur. Þar bjuggu Jón og Bjarnheiður tii ársins 1964 og kenndu sig alltaf við þann stað. Þegar svona stutt var milli heimilanna myndaðist mikill samgangur sem í upphafi var vegna vináttu drengjanna. Þau hjón Jón og Heiða héldu í mörg ár þorrablót á heimili sínu. Buðu þau þá nánustu vinum og vandamönnum og vorum við hjónin venjulega í þeim hópi. Spilað var á gítar, sungið og skemmt sér fram eftir nóttu. Heiða var þar hrókur alls fagnaðar, enda hafði hún yndi af söng og söng í kirkjukór. Gaman var að fá þau Jón og Heiðu í heimsókn í sumarbústaðinn okkar í Grímsnesinu. Þau höfðu bæði ákaflega gaman af að koma á slíka staði og komast í snertingu við náttúruna. Eftir kvöldmat skemmtum við okkur fjögur við söng og rabb fram eftir nóttu. A aðfangadag jóla 1981 andaðist Jón eiginmaður Heiðu, en hann hafði átt við vanheilsu að stríða í nokkur ár. Eftir lát Jóns bjó Heiða ein í íbúð slnni við Álfhólsveg 43 í Kópavogi í skjóli sonar síns og tengdadóttur, sem bjuggu í sama húsi. Eftir lát Jóns fór hugur henn- ar að hneigjast að myndlist og fór hún að prófa sig áfram á því sviði. Eftir að hafa fengið tilsögn í mynd- listarskóla fór hún að mála myndir»^_ af ýmsum gerðum. Meðal annars málaði hún mynd af sumarbústað okkar og gaf okkur. í tilefni af átt- ræðisafmæli sínu efndi Heiða til einkasýningar á málverkum sínum. Aðra sýningu hafði hún haldið áður. Að endingu þökkum við hjónin Heiðu áratugalanga vináttu og all- ar skemmtilegu samverustundirnar og sendum sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Stefanía og Jón. Okkur langar með þessum fáu orðum að minnast ömmu okkar, Bjarnheiðar Ingimundardóttur, eða Heiðu eins og hún var kölluð. Amma bjó í sama húsi og við alveg frá þvi að við munum eftir okkur. Það var okkur ómissandi, sérstak- lega á okkar yngri árum. Það var aldrei svo að við gætum ekki leitað til hennar í hvaða erindagjörðum sem var. Amma var ekki bara amma, heldur mikill vinur okkar og félaga okkar. Hún hafði sérstak- lega gaman af því að bjóða okkur til sín i mat eða kaffi og óskaði oft eftir því að vinir okkar fylgdu með. Hún hafði alltaf jafngaman^ af því að vita hvað á daga okkar hafði drifíð og hvað við værum að bralla í það og það skiptið. Ommu var margt til lista lagt og það heillaði okkur alltaf þegar hún æfði sig í söngnum og eins þegar hún bar fyrir sig pensilinn við að mála. Heimilið hennar ömmu ein- kenndist mikið af áhugamálum hennar og þar voru listaverkin, málverkin mjög áberandi. Ekki getum við bræður kvatfe** ömmu án þess að minnast á það hversu félagslynd hún var. Þegar við vorum strákar var hún með veislusal i kjallaranum heima sem kallaður var Riddarasalurinn og þar var oft glatt á hjalla og mann- margt. Mjög spennandi var að koma þangað inn. Við vissum að eitthvað skemmtilegt var í vændum þegar amma fór þangað niður til að strjúka af húsgögnunum. Elsku amma, við vonum að þér líði vel á nýjum og framandi slóðum og minningarnar um þig munu lifa með okkur alla tíð. Þínir sonarsynir, Jón Heiðar og Guðmundur Einar. RADCREKJSLUR LEGSTEINAR A GOÐU VERÐI 10% staðgreiðslu afsláttur Stuttur afgreiðslufrestur Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði Gronil HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 LEiiap TIL ALLT AO II MÁNAOA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.