Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framhald umræðna um veiðileyfagjald á Alþingi Ráðherrar halda sig til hlés FRAMHALD varð á umræðum um veiðileyfagjald á Alþingi á mánu- dag, í fyrsta sinn að hvorum tveggja forsætis- og sjávarútvegsráðherra viðstöddum. Ráðherrarnir kusu þó að tjá sig ekki um tillöguna, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir flutnings- manna. Ágúst Einarsson, fýrsti flutn- ingsmaður að þingsályktunartillögu jafnaðarmanna um veiðileyfagjald, sagði ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra við upphaf lands- fundar Sjálfstæðisflokksins hafa verið allt annað en málefnaleg og hann skuldi því Alþingi rökstuddar útskýringar á þeim ummælum. Skoðanamunur formanna stj órnarflokkanna Jón Baldvin Hannibalsson, sem er einn fiutningsmanna tillögunnar, vakti athygli á þeim skoðanamun sem komið hefði fram hjá forystu- mönnum stjórnarflokkanna tveggja. Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, utan- ríkisráðherra og sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra einn af höf- undum ríkjandi fiskveiðistjórnunar- kerfis, hefði viðurkennt í ræðum, að hann hefði orðið var við verulega óánægju með óbreytt kerfí. Kerfið bjóði upp á misnotkun, sem særi réttlætiskennd almennings. Jón Baldvin sagði þau tíðindi hafa gerzt nú, að Halldór hafi viðurkennt rétt- mæti gagnrýninnar og hafí ekki af neinum grundvallarástæðum lýst sig andsnúinn tillögunni, þó hann segi að hún sé ekki tímabær. Málinu víki öðru vísi við hvað varði forsætisráðherra. Hann hafí aidrei svo kunnugt sé tjáð sig opin- berlega um grundvallarþætti fisk- veiðistjómunarkerfísins. Það hafi því komið mjög á óvart, að hann skyldi kveða mjög fast að orði þeg- ar hann lýsti tillögunni um veiði- leyfagjald á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. í þeim lýsingum hefði hann farið mjög frjálslega með staðreyndir. Athyglisverðust sé þó opinberun verulegs skoðanamunar í þessu máli milli formanna stjórn- arflokkanna. Forsætisráðherra svaraði orðum flutningsmanna engu. Eini þing- maður stjórnarflokkanna, sem tók til máls á þessu stigi umræðunnar, var Árni Johnsen. Bandarískt veiðileyfagjald og auðlindastefna Einnig var sú ákvörðun Banda- ríkjamanna, að taka upp veiðileyfa- gjald í þeirra sjávarútvegi, rædd í fyrsta sinn innan þingsins. Ágúst Einarsson benti á, að Bandaríkja- menn hefðu ákveðið að taka upp gjaldtöku fyrir veiðiheimildir, sem miðast við 3% af aflaverðmæti og er fyrst og fremst ætlað að standa straum af kostnaði ríkisins við sjávarútveginn. Þessi gjaldtaka mun þó aðeins eiga að vera fyrsta skrefið í átt að almennri gjaldtöku á náttúruauðlindir í Bandaríkjun- um. Að sögn Ágústs er þessi stefna Bandaríkjastjómar fyllilega sam- bærileg við þá stefnu sem jafnaðar- menn fylgi með því að leggja til upptöku veiðileyfagjalds í íslenzk- um sjávarútvegi, sem sé ætlað sem liður í því að koma á gjaldtöku fýr- ir nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar almennt. Viðskipta- bannið á Irak verði endurskoðað ÞRÍR þingmenn stjórnarand- stöðuþingflokkanna lögðu fram í gær þingsályktunartil- lögu um endurskoðun á al- þjóðlega viðskiptabanninu á Irak. Tillagan miðar að því, að Alþingi feii ríkisstjórninni að beita sér fyrir því að við- skiptabannið á Irak verði „tafarlaust tekið til endur- skoðunar". Einnig verði mót- uð sú stefna að viðskipta- hindrunum verði aldrei beitt við þær aðstæður að almenn- ingur, ekki sízt börn, líði bein- an skort af þeim sökum. Samhljóðandi tillögur hafa tvisvar sinnum áður verið lagðar fyrir Alþingi, en ekki verið ræddar til fullnustu. Atvinnulausum fækkaði um 589 milli mánaða 320 færri atvinnulausir en í september 1995 SKRÁÐUM atvinnuleysisdögum fækkaði um tæplega 18.000 frá ágúst til september síðastliðins, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytis. Atvinnulausum fækk- ar í heild að meðaltali um 15,4% frá ágústmánuði en hefur fækkað um 6,5% frá september í fyrra. Atvinnuleysisdagar í september jafngilda því að 4.502 hafí verið á atvinnuleysisskrá að meðaltali í mánuðinum. Þar af eru konur 2.845 og karlar 1.657. Þessar töl- ur jafngilda 3,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar, eða 2,1% hjá körlum og 5,1% hjá konum. Að meðaltali eru 823 færri atvinnulausir en í ágúst og um 320 færri en í september í fyrra. Síðasta virkan dag september- mánaðar voru 5.046 manns á at- vinnuleysisskrá á landinu öllu, sem er um 589 færri en í lok ágústmán- aðar. Hlutfallslegt atvinnuleysi i september var 3,3% og 3,8% í ágúst og síðastliðna 12 mánuði voru um 5.898 manns að meðal- tali atvinnulausir, eða um 4,5%. Árið 1995 voru um 6.538 manns að meðaltali atvinnulausir eða um 5%. Skráðum atvinnuleysisdögum fækkaði um 7.000 milli ára Skráðum atvinnuleysisdögum í september fækkaði um tæplega 7.000 milli ára. í september síðast- liðnum voru skráðir tæplega 98.000 atvinnuleysisdagar á land- inu öllu, eða 36.000 dagar hjá körlum og tæplega 62.000 dagar hjá konum. Atvinnuástand hefur batnað á öllum atvinnusvæðum frá því í ágúst og er hlutfallsleg fækkun atvinnulausra mest á Austurlandi en fækkun atvinnulausra mest á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslegt atvinnuleysi er enn mest á höfuð- borgarsvæðinu og minnst á Vest- fjörðum. Atvinnuleysi er alls stað- ar minna en í september í fyrra nema á Austurlandi, á Norðurlandi vestra, Vesturlandi og á Vestfjörð- um. Atvinnuleysi kvenna minnkar um 16,6% og atvinnuleysi karla minnkar um 13,3% milli mánaða. Þannig fækkar atvinnulausum konum að meðaltali um 566 á landinu öllu meðan atvinnulausum körlum fækkar um 257. Búast má við að atvinnuleysi aukist nokkuð í október og geti orðið 3,5%-3,9%, segir ennfremur í sam- antekt Vinnumálaskrifstofu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um Reykjavíkurflugvöll Afram miðstöð innanlandsflugs FLUGVÖLLURINN í Reykjavík verður áfram miðstöð innanlands- flugs, á óbreyttum stað, sam- kvæmt aðalskipulagi borgarinnar sem gilda á til ársins 2016, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri. Nýtt aðalskipulag borgar- innar mun nú vera í burðarliðnum hjá Borgarskipulagi og skipulags- nefnd, þar sem kveðið er á um þetta. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar hefur Guðrún Agústsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður skipu- lagsnefndar, átt fullan þátt í undirbúningi hins nýja aðalskipu- lags. Jafnframt eigi Guðrún fulla aðild að bókun í borgarráði, þar sem fagnað sé yfirlýsingu sam- gönguráðherra þess efnis að farið verði í endurbætur á flugbrautum vallarins á næstu þremur árum. Það sé því ekki rétt að Guðrún hafi Iagzt gegn framkvæmdum við endurbætur flugvallarins, eins og skiljast hefði mátt af frétta- flutningi ljósvakafjölmiðla í liðinni viku og Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir heldur fram gegn Guð- rúnu í grein í Degi-Tímanum sl. fimmtudag. Ásta Ragnheiður segir í grein- inni að í hvert sinn sem fram- kvæmdir á Reykjavíkurflugvelli komi til tals „þeysi borgarfulltrú- inn Guðrún Ágústsdóttir fram á völlinn og finni þeim allt til for- áttu.“ Þannig hafi Guðrún talað gegn framkvæmdunum, en „til þess hafi hún ekkert umboð,“ þar sem það sé ekki á stefnuskrá Reykjavíkurlistans að flytja flug- völlinn eða leggja hann niður. Það sem Guðrún hafí verið að tala um í þessu sambandi, að sögn Ingibjargar Sólrúnar, hafí aðallega varðað feiju- og kennsluflug, sem hún vill að flutt verði til Keflavíkur- flugvallar. Þetta segir Ingibjörg Sólrún vera í samræmi við stefnu sem mörkuð var í skýrslu um málefni Reykjavíkurflugvallar, sem unnin var á vegum samgöngu- ráðuneytis, flugmálayfirvalda og borgarverkfræðingsembættisins og kom út fyrir fimm árum. Skiptar skoðanir í þeirri skýrslu var sú stefna mótuð, að flytja bæri æfinga- og kennsluflug frá Reykjavíkurflug- velli. Ingibjörg Sólrún segir nú vinnu vera aftur í gangi milli sömu aðila, þar sem verið sé að fara yfir helztu þætti flugvallarmálsins. I framhaldi af þeirri vinnu verði tekin ákvörðun um þetta atriði. Ingibjörg Sólrún segir ljóst vera að mjög skiptar skoðanir séu um flugvöllinn meðal borgarbúa; nærri láti, að þar skiptist nokkuð jafnt í tvö horn, með og á móti flutningi vallarins, ef marka megi niðurstöð- ur skoðanakannana. Þeir sem vilji flytja völlinn geri sér hins vegar grein fyrir því að það gerist ekki í nánustu framtíð. Fjárfesta þarf fyrir um 1,3 millj- arða króna til þess að gera flug- brautir vallarins þannig úr garði að þær uppfylli gerðar öryggis- kröfur, segir Ingibjörg Sólrún. • • Ollum olíu- tilboðum hafnað LANDHELGISGÆ SLAN hefur ákveðið að hafna öllum tilboðum olíufélaganna um eldsneytissölu sem bárust eftir útboð. Lítill munur var á tilboðunum og að sögn Stefáns Melsteð, lögfræð- ings Landhelgisgæslunnar, var talið að ef tekið væri tillit til skilyrða um lágmarkskaup í ákveðinn ára- fjölda sem fýlgdu þeim væri hag- kvæmara að kaupa áfram _sam- kvæmt eldri samningum. Árleg eldsneytiskaup Landhelgisgæslunn- ar nema um 60 milljónum króna en um ein milljón hefði sparast ef lægstu tilboðunum hefði verið tekið. Friðrik Þ. Stefánsson, forstöðu- maður markaðssviðs hjá Skeljungi, segir að lítill verðmunur í tilboðun- um beri í raun vott um hversu hörð samkeppni olíufélaganna sé. „Það er slegist um sölu á hverjum ein- asta olíudropa, og við teygðum okk- ur eins langt og við gátum í þessu útboði. Landhelgisgæslan hefur hingað til notið bestu kjara."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.