Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 35 + Logi Snædal Jónsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1948. Hann varð bráðkvaddur 15. október síðastliðinn um borð í Smáey VE 144 og fór útför hans fram frá Landakirkju 25. október. Þegar mamma sagði mér að afi, eins og ég kallaði hann allt- af, væri dáinn, varð ég mjög Íeið og sár að hann væri ekki hér. Ég var nýbúin að heimsækja hana ömmu, þegar ég kom til Eyja með mömmu og pabba og Hreini og Sylvíu. Þá var hann svo hress og hlakkaði til að sjá mig aftur. Elsku afí, ég gleymi ekki þeim mörgu góðu stundum sem ég átti hjá ykkur bæði dag sem nótt. Oft fékk ég að kúra á milli ykkur ömmu Höllu. Þú varst alltaf svo glaður og góður við mig, og það voru ófá- i_r rúntarnir sem við fórum saman. Ég var búin að vera mikið á heimil- inu hjá ykkur, frá því ég var sex mánaða, þá byijaði Sæbjörg, mín besta barnapía og vinkona, að passa mig. Þið reyndust mér og mömmu vel. Kæri Logi afi. Mikið finnst mér sárt að skilja við þig. Ég kveð þig með söknuði. Elsku Halla, Sæbjörg, Sigrún, Steini, Nonni, Berglind og Halla Björg, megi guð styrkja ykkur í hinni miklu sorg. Héðan sérðu hafið, hvítum ljóma vafið. Það á geymt og grafíð, gull og perluskel, ef þú veiðir vel. En frammi á fjöllum háum, Qarri sævi bláum, sefur gamalt sel. (G.B.) Hafdís Björk Jónsdóttir. Stórt skarð er höggvið í vinahóp- inn þegar heiðursmaðurinn Logi Snædal Jónsson, skipstjóri í Vest- mannaeyjum, er fall- inn frá. Ékki hvarflaði það að okkur að við ættum ekki eftir að sjá Loga aftur þegar hann keyrði okkur út á bryggju fyrir þremur vikum og kyssti Sæ- björgu, dóttur sína, kveðjukossi. Hann tengdist fjölskyldu okkar þegar hann gift- ist ungur föðursystur okkar, Höllu Gunnars- dóttur frá Litla-Hofi. Þau voru alla tíð bú- sett í Vestmannaeyjum fyrir utan þann tíma er þau þurftu að flýja upp á land vegna eldgoss- ins í eyjum 1973. Það árið héldu þau jólin í sveitinni hjá okkur. Við systkinin vorum þá á aldrinum fjög- urra til sjö ára. Þá voru þau búin að eignast tvö eldri börnin, Jón og Sigrúnu, en Sæbjörg fæddist seinna. Frá þessum jólum er fátt minnisvert utan rafmagnsleysið og Logi. Það var svipað með raf- magnsleysið og Loga, að það fór ekki framhjá neinum ef annað hvort var á ferðinni. Logi er minnis- stæður fyrir smávaxið fólk sem og flesta aðra. Þessi maður sem var hátt í tvo metra á hæð og eitthvað á annaðhundrað kíló. A þessum árum var hann skipstjóri á Surtsey og hafði þá um haustið farið í sigl- ingu og til baka úr henni kom hann með handa okkur krökkunum á Litla-Hofi þennan heldur en ekki fína fótknúna bíl sem litlir kallar glöddust mikið yfir og átti hann eftir að koma í góðar þarfír næstu árin. Það var þannig með Loga að krakkar hændust að honum og hann hafði yndi af því að gleðja þá og ekki má gleyma því að mál- leysingjar áttu öruggt skjól hjá honum. Kolur gamli var fljótur að koma hlaupandi þegar hann sá að Logi var mættur því hann vissi að frá honum var alltaf von á súkkul- aðibita eða einhveiju öðru góðgæti. í gegnum árin hefur Logi og hans fjölskylda oft komið í sveitina og alltaf var það tilhlökkunarefni fyrir okkur öll. Hann sat ekki lengi aðgerðarlaus þegar hann kom að Litla-Hofí, það munaði nú um það þegar hann mætti í baggana sem urðu frekar litlir þegar þeir voru komnir í lúkurnar á honum og það var lítið mál fyrir hann að skutla þeim húshornanna á milli. Ekki stóð á Loga að gera eitthvað fyrir krakkana. Oft fórum við með hon- um að leggja silunganet í Breiða- merkurós, en þar var hann sama afiaklóin og úti á rúmsjó. Ófáar ferðir var hann búinn að fara út í Ingólfshöfða og á fjörurnar þar í kring. Það gekk á ýmsu í þeim ferðum (fengu menn sér þá kannski örlítinn auka göngutúr eins og t.d. ganga frá Ingólfshöfða og heim þegar jeppinn var fastur) en menn höfðu bara gaman af öllu þessu svona eftir á. Alltaf var Logi til í að fara á hestbak með okkur og fengu hross- in að svitna vel í þeim ferðum. Það þótti alveg tilvalið að setja Loga á óþægu hrossin því ef þau reyndu að pijóna þá duttu þau sjálf því ekki var auðvelt að velta honum úr sessi. Við eigum öll eftir að sakna hans Loga og frásagnanna hans, því alltaf sá hann spaugilegu hlið- ina á öllum málum. Það var alltaf var gott að koma á Boðaslóð til þeirra hjóna og setj- ast við eldhúsborðið hjá þeim yfír kaffíbolla og skemmtilegum sam- ræðum um allt milli himins og jarð- ar. Á margri þjóðhátíðinni vorum við líka oft búin að fá lunda eða kjötsúpu. Við systkinin erum búin að vera eins og heimagangar hjá þeim hjónum undanfarið enda búin að vera á sjó í Eyjum meira og minna undanfarin ár. Svavar var búinn að vera á sjó með Loga á Smáey öðru hvoru síðan hann var 16 ára. Það var virkilega eftir- minnilegt að vera á sjó með Loga. Hann byijaði á sjó fyrir 33 árum, þá fimmtán ára gamall, og var þá á saltfísktogara. Hann var alla tíð á sjó fyrir utan þann tíma sem hann var í Stýrimannaskólanum og ungur varð hann skipstjóri, sein- ustu árin á Smáey VE 144. Hann þekkti tímanna tvenna til sjós og hafði gaman af að ræða þau mál eins og svo mörg önnur. Logi var alltaf tilbúinn til að hlusta á mót- rök annarra og virti þau, enda var hann valinn í trúnaðarstörf fyrir sína stétt. Menn vissu að þar fór maður sem þeir gátu treyst. Ekki vorum við hissa þegar við heyrðum að það hefði slegið þögn LOGISNÆDAL JÓNSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salirogmjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÖTEL LOFTLEIIIIR t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hinn mikla hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður og afa, SVERRIS GUÐMUNDSSONAR, fyrrv. aðstoðar- yfirlögregluþjóns. Þórdís Hjaltalín Jónsdóttir, Sjöfn Sverrisdóttir og barnabörn. t Sendum innilegar þakkir öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, GÍSLA BERGVINS BJÖRNSSONAR, Höfðabrekku, Mjóafirði. Stefania Gísladóttir, Sigurborg Gísladóttir, Jóhanna Gísladóttir, Björn Gíslason, Hrefna Zoéga, ReynirZoéga, Hjálmdís Zoéga, Ingólfur Pétursson, Tómas Zoéga, Haraldur Hálfdanarson, Helga Erlendsdóttir, Hrefna Ingólfsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Ida Björnsdóttir og barnabarnabörn. á Vestmannaeyjabæ þegar Logi kvaddi þennan heim enda margs að minnast því hann er með litrík- ari karakterum sem maður kynnist á lífsleiðinni. Við erum þakklát fyr- ir þær samverustundir sem við höfum notið með honum en vildum bara að þær hefðu orðið miklu fleiri. Elsku Halla, Nonni, Sigrún, Sæbjörg og ykkar fjölskyldur, við vottum ykkur innilega samúð. Minning hans lifir í hjörtum okkar allra. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyr- ir allt sem lifað getur og ég þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfír lífínu.“ (Ók. höf.) Gunnar, Svavar og Sólrún, Litla-Hofi. Nú hefur hann Logi verið kallað- ur frá okkur. Það má segja að hann hafi lifað hratt en stutt. Það kom ekki algjörlega á óvart hve brátt varð um Loga, en það hafði orðið vart við einhveija heilsufars- bresti hjá þessum jaxli, en þegar svo er komið er aldrei að vita hve- nær lokaútkall glymur. Þeir sem heppnir eru fá ef til vill einhvern frest. Hún Halla hans Loga og Jórunn konan mín eru ekki aðeins bræðra- dætur, þær eru líka uppeldissyst- ur. Segja má að þær hafi haldið uppi hér í Eyjum óformlegu átt- hagafélagi Oræfinga. Það kom fyrir að við Logi hittumst í fjöl- skylduboðum og við ýmis tæki- færi. Var þá oft skrafað um allt milli himins og jarðar, en við vor- um ágætir mátar og bar aldrei nokkurn skugga þar á. Logi var fæddur Reykvíkingur og ólst upp í Kleppsholtinu, en fór í sveit á hverju sumri vestur í Dali á milli sex og tíu ára aldurs. Logi gekk í Langholtsskólann, en lauk skyldunámi frá Laugarnesskóla 1963. Daginn sem Logi tók síðasta prófið hélt hann á Grænlandsmið á salt, túrinn tók þijá mánuði. Hann var sjóveikur í sólarhring. Þar með var það búið. Það var mikil vinna á saltinu, en nógur matur, enda tók Logi vel við sér. Hann var þriðji minnstur af skips- höfninni þegar túrinn hófst, en næststærstur þegar honum lauk. Næstu tvö árin var Logi á ýmsum Reykjavíkurtogurunum. Teningun- um hafði verið kastað. Logi var orðinn fullgildur sjómaður. Vorið 1965 slæddist Logi hingað úr í Eyjar og fór að vinna í salt- fiski hjá Ársæli Sveinssyni, en fljót- lega fór hann að vera á bátunum hjá Sæla. Síðan var Logi á Suðurey í tvö ár háseti og vélstjóri á undan- þágu. Nú, það fór ekki milli mála að Logi var mikið sjómannsefni og kom það af sjálfu sér að leiðin lá í Stýrimannaskólann haustið 1967, en Ixigi útskrifaðist 1969 og gerð- ist þá stýrimaður á hraðfrystistöðv- arbátnum Hellisey. Logi var svo á ýmsum bátum, eins og Gullbergi með Guðjóni Pálssyni og á Viðey og jneð Érlingi Péturssyni. Árið 1972 byijar Logi á Surtsey þegar hún kom ný, ýmist stýrimað- ur eða skipstjóri, en eingöngu skip- stjóri eftir 1975. Árið 1983 kemur Smáey til sögunnar, en eftir það var Logi þátttakandi í útgerðinni og skipstjóri til dauðadags. Öllum má vera ljóst að Logi hefur átt glæsilegan feril sem farsæll stjórn- andi og hefur stundað sjóinn fast og fært þessu byggðarlagi mikla björg í bú. Eins og margt hugsandi fólk hefur Logi haft áhyggjur af þróun og stöðu fiskvinnslu og útgerðar í landinu og bar þar einkum vel- ferð byggðarlagsins okkar fyrir bijósti. Kæmi það fyrir að Logi ætti frí frá sjónum var hann óðara búinn að finna sér einhver verkefni, jafn- vel rokinn austur í Öræfi til að hjálpa til við búskapinn á Litla Hofi eða út í Elliðaey. Logi var um tíma í stjórn skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Verðandi og var í Hrekkjalómafélaginu. Log kynntist sinni eftirlifandi konu, Höllu, á þjóðhátíð 1965 og hafa þau rekið sitt heimili með myndarbrag og komið upp mann- vænlegum börnum. Halla og börnin, Sæbjörg, Sigrún og Jón og aðrir ættingjar og vensla- fólk. Ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Bjarni Jónasson. 0 Fleiri minningargreinar um Loga Snædal Jónsson bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Húsvernd í Rnykjavík Húsverndarnefnd Reykjavíkúr boðar til málþings um nýja stefnumörkun Reykjavíkurborgar i húsverndarmálum. Málþingið verður haldið i Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 2. nóvember, kl.10.OQ-16.00 10.00-10.15 10.15-10.30 10.30-12.00 12.00-13.00 13.00-14.30 14.30- 14.45 14.45-15.30 15.30- 15.50 15.50-16.00 16.00 Dagskrá Skráning þátttakenda Setning málþings, ávarp Kynning á nýrri stefnumótun: Inntak, uppbygging, aðferðafræði Guðrún Ágústsdóttir, formaður Húsverndarnefndar Reykjavíkur Varðveisla byggðar innan Hringbrautar Miðbær og Vesturbær Kynning á tillögum starfshóps - fyrri hluti Matarhlé Varðveisla byggðar innan Hringbrautar Austurbær: Þingholt, Skólavörðuholt, Skuggahverfi Kynning á tillögum starfshóps - seinni hluti Kaffihlé Fagleg viðhorf, gagnrýni Fyrirspurnir Samantekt Margrét Hallgrimsdóttir Borgarminjavörður Málþinginu slitið Fundarstjóri: Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis Þátttökugjald til greiðslu á hádegisverði og kaffi er kr. 500. Húsverndarnelnd Reyhjavíkur i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.