Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir FÉLAGAR úr tónlistarhópnum Camerarctica, Ármann Helgason, Hildigunnur Halldórsdóttir, Guðmundur Kristmundsson og Sigurður Halldórsson, flytja kvartett pólska tónskáldsins Krzysztofs Pendereckis. Veröld í vændum TONLIST Þjóðleikhúskjallarinn LISTAKLÚBBSTÓNLEIKAR Verk eftir Kjartan Ólafsson, John Frandsen og Penderecki. Pétur Jónasson, Einar Kristján Einarsson, gítarar; Camerarctica (Ármann Helgasonn, klarínett, Hilldigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, vióla og Sigurður Halldórsson, selló); Hilmar Jensson, rafgitar, Kjartan Ólafsson, tölvu- hljómborð og Matthias Hemstock, trommur og slagverk. Þjóðleikhús- kjallaranum, mánudaginn kl. 21. „TÓNLIST í nútímanum" var yfir- skriftin sl. mánudagskvöld, þegar Listaklúbbur Leikhúskjallarins hélt eitt af sínum vikulegu menningar- kvöldum við dágóða aðsókn. Á dag- skrá voru tónverkin „Tilbrigði við jómfrú“ (1984) fyrir einleiksgítar eftir Kjartan Ölafsson, „Twilight" (1992) fyrir gítardúó eftir John Frandsen, Kvartett fyrir klarínett og strengjatríó (1993) eftir Krzyszt- of Penderecki, og í lokin var frum- flutt „Skammdegi" fyrir rafgítar, tölvu, slagverk og klassískan gítar. Pétur Jónasson lék blaðlaust hið 11 mínútna langa Tilbrigði; í senn fram- og aftursækið verk, en hvorugt um of. Eins og vænta mátti fólst aftursæknin í sýnishomum af hefð- bundnum spænskum sláttarhætti, sem er óhjákvæmilega tengdur gít- amum, hvort sem mönnum líkar bet- ur eða verr. „Dag skal að kveldi lofa, en mey að morgni“ stendur einhvers staðar, og af þeirri heitu ástríðu sem spratt fram inni á milli angurværra augnablika í frábærum leik Jónasar mátti grana, að á ýmsu hafi gengið um hýnóttina í huga tónskáldsins, og að þessi yngismærin hafi ekki verið öll þar sem hún var séð, frekar en Billings mey forðum. Ekki er nema tæpur mánuður lið- inn frá þvi er verk hins fertuga danska organista Johns Frandsens fyrir tvo gítara, „Twilight", samið árið 1992, var flutt fyrst hér á landi á Norrænum músíkdögum af sömu hljómlistarmönnum og nú, Pétri Jón- assyni og Einari Kristjáni Einars- syni. Rökkur er á máli höfundar kallað „þursamyrkur“, og hefðu ýmsir staðir í verkinu, þ.á m. á köfl- um þar sem annar gítaranna lá fyr- ir á orgelpunkti með síítrekuðum nótum, vel getað verið einskonar tónaskizzur af álfum og tröllum að fara á stjá. Nokkuð var skroppið fram og aftur milli ólíkra stílpóla eins og spænskrar klassík-rómantík- ur og amerísks jass frá 8. áratug, en þó virtist aftasti hlutinn að þessu sinni ekki alveg jafn sundurlaus og í fyrsta skipti. Þeir Pétur og Einar Kristján léku af miklu öryggi og innlifun. Félagar úr tónlistarhópnum Ca- merarctica, þau Ármann Helgason, Hildigunnur Halldórsdóttir, Guð- mundur Kristmundsson og Sigurður Halldórsson, fluttu þriggja ára gaml- an kvartett hins forðum mikla pólska framúrstefnufrumherja Krzysztofs Pendereckis á klarínett, fiðlu, víólu og selló. „Forðum" er lykilorð, því Pend- erecki er ekki lengur sá múrbijótur framtíðartónlistar sem endurómaði um gjörvalla heimsbyggð framsæk- inna vestrænna tónskálda, gagnrýn- enda og tónvísindamanna kringum 1960 með verkum eins og Harmljóð til fómarlamba Hísrósjímu. Óx veg- ur hans í þeim merkismannahópi mjög á næstu tveim áratugum, eða þar til hann sneri við blaðinu og fór að semja „rómantíska" tónlist - að eigin sögn vegna þess að hann treysti sér orðið til að semja gömlu framúrstefnuna upp úr svefni. Síðan hafa gagnrýnendur talað heldur niðrandi um Penderecki í er- lendum blöðum. Hann er ekki lengur innundir, frekar en dátinn í Eldfær- unum, þegar hann varð blankur. Hvort áhugi almennings hafi aukizt á móti er undirrituðum ókunnugt, en hvað sem því líður var Kvartett- inn hið áheyrilegasta verk, ljóðrænt, já, allt að því pastóralskt, og hafði yfír sér blæ idyllískrar kvikmynda- tónlistar við segjum breiðtjaldsmynd af gríska Eyjahafinu á heiðskírum morgni. Þeir fjórmenningar löðuðu slíkar og álíkar stemmningar fram í sérlega áferðarfallegum samleik. Það sem væntanlega flestir biðu eftir þetta kvöld var framflutningur Skammdegis, hins nýja verks Kjart- ans Ólafssonar fyrir rafgítar (Hilmar Jensson), trommur og slagverk (Matthías Hemstock), klassískan gítar (Pétur Jónasson) og tölvu. Tónleikaskráin var því miður þögul sem gröfin um hvað fælist í hinu síðastnefnda, en tilgreindi reyndar, að höfundur léki sjálfur á tölvu- hljómborð. Að hve miklu leyti sá þáttur tónsmíðarinnar var svokölluð „lifandi elektróník" í stað niðursoð- innar rafeindatónlistar á segulbandi skorti frekari upplýsingar um, en hitt kom óðara fram, að rafeinda- hljóðin og „effektarnir", er flest bára hugartengsl við misfjarlæg þrumuveður, fallaxarhljóð og flug- tök og lendingar geimskipa, voru í meira lagi áhrifamikil, jáfnvel um of,_miðað við dijúga lengd verksins. I tónverkum af þessu tagi eru heyranleg mörk milli hins skrifaða, spunna eða aleatóríska oft næsta óljós. Hin hefðbundnu hljóðfæri virt- ust þó að mestu leyti tjá sig af fingr- um fram, þó að vera kunni, að sá spuni hafi verið stýrður eða tak- markaður með einhveijum fyrirmæl- um. Heildaráhrif verksins voru að mestu á nótum hrikaleika og óhugn- aðar, og hefði án efa komið að góð- um notum í hryllingsmynd eins og „Alien“. Þó brá undir lokin fyrir blíð- legra tónaumhverfi og kunnuglegum hljómgerðum, aðallega mollkyns og minnkuðum, er mynduðu einskonar hlaupkenndan þokuhjúp, líkt og umlyki hafgúuhóp á letilegu svamli við framandi furðuströnd. Tónverkið bar með sér að vera enn að hluta á tilraunastigi, og því ekki ósennilegt að birtast muni næst í afmarkaðri og styttri gerð. Fram- lag hefbundnu hljóðfæraleikaranna til heildarinnar var hlutfallslega lítið - mest kvað að litríkum leik Matthí- asar Hemstocks á trommusettið - og í síðasta þriðjungi bar tölvu- gervillinn algeran sigur úr býtum. Kannski táknrænt fyrir það sem koma skal, eða alltjent þangað til vér tökum inn tónlistina í töfluformi. Ríkarður Ö. Pálsson Blátt áfram verðlaunasögur Skúli Björn Gunnarsson Sólarmegin í Aratungu BÓKMENNTIR Smásögur LÍFSKLUKKAN TIFAR eftir Skúla Bjöm Gunnarsson. Vaka- Helgafell, Reykjavík, 1996.101 bls. SMÁSAGNASAFN Skúla Björns Gunnarssonar, Lífsklukkan tifar, vann Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í síðustu viku. Þetta er frumraun Skúla Björns á ritvellinum en bókin ber þess ekki mörg merki. I henni eru tólf smásögur sem skipt er í fjóra kafla sem bera heiti árstíð- anna; haust, vetur, vor og sumar - í þessari röð. Umfjöllunarefnið er maður og náttúra, náttúra manns- ins, ástir mannsins, iíf og dauði. Þetta gætu virst stór efni fyrir ung- an höfund og það mætti kannski spyija: Hvað hefur ungur maður að segja okkur um eðli lífs og dauða sem ekki hefur verið þrástagast á áður? Svarið er auðvitað: í sjálfu sér ekki neitt! En það er svo sem engin nýlunda. Það er langt síðan menn höfðu eitthvað nýtt að segja um þessa hluti. Það er alvanalegt að nota árstíð- irnar sem tákn um æviferil manns- ins; vorið táknar æskuna, sumarið unglingsárin, haustið manndómsárin og veturinn ellina. En þótt titill bók- ar Skúla Björns vísi til hinnar ófrá- víkjanlegu rásar náttúru og tíma hefur hann valið að bijóta upp þessa hefðbundnu táknun eins og bent var á hér að framan; bókin hefst á kafla um haustið og endar á kafla um sum- arið. Hver kafli hefst á stuttri sögu samnefndri kaflanum sem táknger- ir þá árstíð sem fjallað er um; laufblað verður eldi að bráð í sögunni „Haust“ og „í einni svipan verður litskrúð- ugt ævintýri að grárri ösku“, mús sem leitar inn í hlýju mannabú- staðar að vetri til og verður gildrunni að bráð er umfjöllunarefni sögunnar „Vetur“, sagan „Vor“ seg- ir frá hvítri fjöður af rúpu sem ferð- ast með leysingarvatni ofan af heiði og alla leið niður í fjöru þar sem tvær litlar hendur strjúka af henni bleytuna og þurrka í vorvindinum og sagan „Sumar" segir frá kónga- fiðrildi sem skríður úr púpu sinni og flýgur út í heiminn þar sem það er fangað í hendur drengs eina ör- skotsstund. Sögur þessar fjalla allar á sinn hátt um manninn og náttúr- una og sækja kannski fyrirmyndir sínar í svokallaðar dýrasögur sem Þorgils Gjallandi, Þorsteinn Erlings- son og fleiri skrifuðu nokkuð af um síðustu aldamót. Það er rómantískur hugblær yfir þessum sögum, bæði efnistökum þeirra og stíl, og það sama á við um aðrar sögur bókarinnar; kannski væri réttast að segja að þær væru ofur melankólískar. Þetta eru stuttar sögur sem hverfast um eitthvert eitt atvik, allar rekja þær sig að örlagastund sem birtir þemað, birtir einhvern boðskap. Oft- ast kallast boðskapur- inn á við kaflaheitin; sögurnar í fyrsta kafl- anum fjalla til dæmis um dauðann og ástina á tímum eyðninnar og í öðrum kaflanum er meðal annars fjallað um böl eitur- lyfja. Vor-sögurnar boða báðar bjartsýni og lífsgleði en umfjöllun- arefni þeirra beggja er Iíkamleg fötl- un. Sumar-sögurnar víkja svo aftur að dauðanum. Það er augljóst að Skúli Björn hefur gott vald á smásagnaforminu. Byggingin er iðulega markviss og stíllinn hnitmiðaður og knappur í samræmi við það. Og þótt sögurnar séu ósköp blátt áfram að efni verður ekki annað sagt en að heildarsvipur þeirra sé sterkur; hann er megin- styrkur bókarinnar. Að lokum skal Skúla Birni óskað til hamingju með verðlaunin. Þröstur Helgason SÖNGHÓPURINN Sólarmegin heldur tónleika í Aratungu í kvöld, miðvikudag 30. október kl. 21.00. Á efnisskrá tónleikanna verður sitthvað af efni nýs geisladisks sem sönghópurinn er að gefa út um þessar mundir, en einnig ný lög og eldri. I Sönghópnum Sólarmegin eru 10 söngvarar. Söngstjóri er Guðmundur Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.