Morgunblaðið - 24.11.1996, Side 1

Morgunblaðið - 24.11.1996, Side 1
KVIKMYNPIR Arnaldur Indriðason BLAÐ VEGIRNIR í Zaire voru eitt forarsvað og vegleysur. Hér eru Andri Fannar og Rannveig með nokkrum heimamönnum sem aðstoðuðu þau við að moka bflinn úr eðjunni. laröuriniK Faradje Ruwenzori- KAMPALA tdward- vatn MIÐAFRIKU- LYÐVELDIÐ 200 km A aqero Buma Beni ^Siglufjöröur mm y? f ÁFRÍKA Á Wá ítl Goörar- vonarhöföi RÚANDA -fV 1 Viktoríu- a Z A N I A GOÐRARVONARHÖFÐI ÁTRÖLLASKAGA 7. og 8. áfangi ÆVINTÝRAFERÐ UMAFRIKU Það er ólíku saman að jafna, Uganda og Zaire. Sú er að minnsta kosti reynsla þeirra hjóna Friðriks Más Jónssonar og Birnu Hauksdóttur og barna þeirra Andra Fannars, Stefáns Hauks og Rannveigar, af þessum tveimur afrísku nágrannaríkjum. Nú eru aðrir og betri tímar í Uganda heldur en þegar þar ríkti skálmöld harðstjórans Idi Amins, hagvöxtur hvergi meiri í ger- vallri Afríku, þótt ekki ríki þar algjör friður, því nyrstu héruðum landsins ráða enn skæruliðaflokkar með stuðningi Súdan. En íslenska fjölskyldan gat notið lífsins í-íkulega í nokkrar vikur í þessu landi, oft í félagsskap íslenskra útgerðarmanna við Viktoríuvatn. Öðin vísi var umhorfs þegar komið var yfír landamærin til Zaire, inn í myrkviði Afríku, eins og þau kalla það - stjórnarfarið skelfilegt og vegirnir sömuleiðis, raunar um vegleysur að fara langtímum saman, bæði af völdum óstjórnar manna og regntímans. Þar reyndi fyrir alvöru á faratæki fjölskyldunnar, jeppann sérútbúna. Þau voru rétt mátulega komin í skjól, jsegar styrjöldin í landinu braust út. Frá þessu öllu segja þau í tveimur greinum hér á eftir - í gi-einaflokknum Gróðrarvonarhöfði - Tröllaskagi, sem birst hefur í sunnudagsblaðinu frá því snemma sumars. Eins og flestir muna var lagt upp frá Góðrarvonarhöfða, syðsta odda Afríku, hinn 14. apríl sl. og ætlunin að ferðast sem leið liggur norður Afríku, yfir til Evrópu og til Hamborgar, þaðan sjóleiðina til Reykjavíkur og aka síðan norður á Tröllaskaga. „Draumurinn er að geta lokið þessu ferðalagi á sfldar- ævintýri á Siglufii‘ði,“ sagði í bréfi Friðriks til okkar áður en lagt var af stað. Svo hefur ferðinni seinkað að það ævintýri er að baki, en jólaævintýrið sjálft framundan. Fjölskyldan er nú á leið norður Evrópu. Hér í blaðinu skildum við hins vegar við þau liinn 29. september sl. þegar þau eru í Kenýa um mitt sumar, en hér á eftir segir írá ferö- inni frá 14. júlí og fram í byrjun september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.