Morgunblaðið - 24.11.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.11.1996, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Pönskveit Q4U haustið 1982. Heildarsafn Q4U - Q2 íslensk poppsaga ÁTTUNDI áratug-urinn var tími mikilla andstæðna í íslenskri dægurtónlist, framan af einkenndist hann af hverri stórsveitinni af annarri og landsliði tónlistar- manna sem flæktist úr einni sveitinni í aðra. í lokin kom svo pönkið og endurnýjaði tónmál og áherslur og bylti gömlu sveitunum af stalli. Fyrir hluti áratugar- ins er viðfangsefni safnara og rokkáhugamanna víða um heim og fenguj' að því fyrir þá að fá í hendurnar safndisk eins og íslenska poppsögu, sem Pétur W. Kristjánsson gaf út fyrir skemmstu. Pétur segir að hugmyndin sé Jóhanns Helgasonar, hann hafi sett saman lagalista en Pétur síðan komið að verkinu fyrir hönd þeirra hljómsveita sem hann var í. Pétur segir að á sínum tíma hafi hljóm- sveitirnar yfirleitt gefið út plöturnar sjálfar sem geri þeim auðveit um vik að gefa tónlistina út í dag. „Við reyndum að taka þau lög sem voru hvað vinsæiust og líka að bæra inn lögum sem voru b-hliðar en hafa verið ófáanleg, við vildum að þetta væri líka plata fyrir safnara," segir hann, en lög á plötunni eru með Pelican, Change, Magnus Thor, Jóhanni G. Jóhans- syni, Pal Brothers, Paradís, Magnúsi og Jóhanni, Svanfríði, Celsíus og Poker. Pétur segir að platan gefi góða mynd af þessum áratug, ekki síst fyrir þá sök að á plötunni eru lög með tveim einna vinsælustu hljómsveitum áranna 1976 og 77, Celcius og Poker, sem ekki hafa áður komið út. „Geoff Calver kom upphaflega hingað að stýra upptökun á vísnaplötu en heyrði í Poker og varð svo hrifinn að hann kom aftur á eigin kostnað til að taka upp lög með henni. Hann fór síðan með þau út og hljóðblandaði, bætti inn strengjasveit og álíka og reyndi síðan að koma sveitinni á framfæri," segir Pétur. Þegar samningstilboðin komu aftur á móti að utan, var hljómsveitin löngu hætt, því menn höfðu ekki nennu til að bíða. Pétur segir áberandi þegar hlustað sé á plötuna að fyrri hluti áratugarins hafi einkennst af góðum lagasmiðum, „en seinni hlutann var lítil endurnýjun og menn orðnir þreyttir, enda náði diskóið yfirhönd- inni. Það var ekki fyrr en með pönkinu að það kom sú endurnýjun sem þurfti, en ég hætti meðal annars í tónlistinni um tíma, þótti þetta ekki spennandi leng- ur.“ Q4U VAR ein helsta pönksveit landsins á sinni tíð. Á síðastliðnu ári tók Q4U upp þráðinn að nýju og var þá meðal annars ákveðið að gefa út heildarsafn af lögum frá níunda áratugnum, sem kom út fyrir skemmstu og kallast Q2 1980-1983. Q4U var stofnuð af Steinþóri Stefánssyni, Gunnþóri Sig- urðssyni, Helga og Ellý. Þannig skipuð starfaði sveitin í tvö ár, frá 1980 til 1982. Þá urðu ýmsar mannabreytingar, meðal annars gekk Kormákur Geirharðsson til liðs við hana og önnur söngkona, Lina slóst í hópinn, en sú útgáfa Q4U er sennilega kunnust í dag, því þannig kom hún fram í Rokki í Reykjavík og tók upp alls 30 lög. Af þeim eru 18 á Q2. Skömmu síðar leystist Q4U upp og nafnið var lagt niður en tekið upp aftur eftir stutt hié undir nýj- um formerkjum, en þá voru í sveit- inni Ellý og Gunnþór líkt og forð- um, en einnig Árni Daníel. Stuttu síðar bættist svo gítarleikarinn Oðinn við og þannig skipuð tók sveitin upp átta lög í æfingarhús- næði sínu með aðstoð trommu- heila. Fjögur þeirra laga eru á disknum. Oðinn hætti við svo búið og Danny Pollock gekk til iiðs við sveitina. Þannig skipuð tók hún upp sex laga skífuna Q1 sem Grammið gaf út. Öll þau lög eru á disknum. Enn urðu breytingar á liðsskipan og Kormákur Geir- harðsson gekk til liðs við hana aftur. Sú gerð Q4U brá sér enn í hljóðver og tók upp fjögur lög í stúdíói Glóru og koma þau lög í fyrsta sinn út á disknum. Árni Daníei segir að þegar farið hafí verið að smaia þessu öllu sam- an og endurvinna fyrir geisiadisks- útgáfuna hafi fundist upptökur frá fyrstu gerð Q4U sem gengið hafi undir nafninu Skaf, en einnig upp- tökur frá 1982, svonefndar Rauða- vatnstökur. Alls eru 34 lög á disknum, en viðbótarlög eru eitt lag með hvorri sveit, T42 og Þetta er bara kraftaverk, sem Árni seg- ir að hafi verið skipaðar sömu liðs- mönnum og Q4U að mestu og verið að spá í álíka tónlist. Árni segir að að sínu mati sýni diskurinn að Q4U hafi sífellt ver- ið að endurnýja sig „og ólíkt mörgum pönksveitum öðrum, sem brunnu tiltölulega hratt út, var Q4U sífellt að bæta sig; var aldr- ei betri en um það leyti sem hún hætti.“ Árni segir að Q4U sé í dag skipuð líkt og forðum, í henni séu auk hans Ellý og Gunnþór, en einnig séu með Guðmundur Þór Gunnarsson trommuleikari og Arnar Davíðsson gítarleikari. Þannig skipuð hyggst Q4U kynna Q2, en á næsta ári verður hafist handa við að taka upp nýja tónlist. Iáttað dnfaldleikanum ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu fyrir skemmstu voru um margt merki- legir, ekki síst vegna þess að á þeim kynnti Bubbi í raun tvær útgáfur sínar á árinu, breiðskíf- una Allar áttir og ljóðadiskinn Hvíta hliðin á svörtu. Á milli þess sem Bubbi lék gömul lög og ný í bland las hann ijóð af disknum sem gaf tónleikunum óneitanlega sérstakan svip. saman ljóðakver, eða fara þá leið sem liggur vel við tónlistarmannin- um og gefa út ljóðadisk. Á tónleik- unum í Borgarleikhúsinu vantaði snillarundirleik Guðna Franzsonar og félaga sem fara á kostum í ein- földum en hnitmiðuðum undirleik á ljóðadisknum. Þannig virkuðu sum ljóðin sem í lausu lofti á sviði Borgarleikhússins, en eru aftur á móti sterk og grípandi á disknum. Bubbi kallar breiðskífu sína Ali- ar áttir og víst er diskurinn allra átta; á honum bregður fyrir flest- um tónlistarstefnum sem Bubbi hefur fengist við um dagana, allt frá New Orleans jarðarfaraijass í gúanórokk. Á tónleikunum í Borg- arleikhúsin hnýtti Bubbi alla þessa ólíku þræði aftur á móti í samfelld- an þráð og sýndi á plötunni nýja hlið, sýndi fram á samhengið í henni. Þó iðulega sé gaman að sjá Bubba Morthens með hljómsveit er hann bestur einn með gítarinn því allt samband við áheyerendur verður persónulegra og hann á hægara með að fara krókaleiðir í lagavali eftir því sem andinn blæs honum í bijóst. Athugasemdir hans á milli laga gera líka sitt til að skapa rétta stemmningu, þó hann hafi farið yfir strikið á köflum í Borgarleikhúsinu. Gaman var og að heyra gamla perlur úr safninu, þar á meðal Svartan Afgan, sem hefur sterka sögulega tilvísun, og Rómeó og Júlía er með helstu lögum Bubba. Kona var Bubba ofarlega í huga, þ.e. breiðskífan Kona, sem undir- strikar kannski hvað hún var mik- 111 vendipunktur á ferli hans, en auk Rómeó og Júlíu söng hann einnig Talað við gluggann, við mikinn fögnuð áheyrenda. Fróðlegt verður að sjá hvaða stefnu tónlist Bubba tekur á næst- unni, hvort hann snýr sé að frek- ari ljóðaútgáfu og framúrstefnu- tónlist, eða hvort hann taki stefn- una á þá tónlist sem hæst ber um þessar mundir, hátæknivædda takttónlist með tilheyrandi tölvu- tólum. Kannski hann leiti bara í átt að einfaldleikanum líkt og í Borgarleikhúsinu, en ljóst að hann stendur á tímamótum í tónlist og textagerð. Ekki er hlaupið að því að semja almennilega texta upp á ís- lensku, eins og sannast kannski einan best á því hve margir fara ódýrustu leið og semja allt á ensku, en Bubbi hefur glímt við texta- gerð frá því hann hrinti af stað deil- um um „guano- texta“ snemma í lok áttunda og upphafi níunda áratugarins. Það má kannski segja að eðlilegt framhald sé að setja eftir Árna Matthíasson Fyrstu útgáfuskrefin FJÖLMARGIR stíga fyrstu út- gáfuskrefin fyrir hver jól, og fyrir þessi jól er að vonum margt ólíkra tónlistarmanna að þreyja frumraunina á plasti. Það á meðal er ungur maður, Valgeir Sveinsson, sem hefur þrátt fyrr ungan aidur starfað að tónlist í áratug og samið grúa laga. Valgeir segist ævinlega hafa ætiað sér að taka upp plötu en verkið hafi fyrst komist á rekspöl þegar hann hitti að máli Björgvin Gíslason og spilaði fyr- ir hann prufuupptökur af nokkr- um lögum. „Hann tók mér vel og vildi fá með sér þá Ásgeir Óskarsson og Harald Þorsteins- son og þeirra vinna var svo góð að ég ákvað að gefa plötuna út og gefa ágóðann af henni ef einhver verður til styrktar krabbameins- sjúkum börnum," segir Valgeir en leggur áherslu á að hann vilji ekki gera of mikið Ódeigur Valgeir Sveinsson. úr því, hann vilji að fólk kaupi plötuna ef það kann að meta tónlistina en ekki af einhverri samúð. „Það er þvi miður allt of mikið um það að menn séu að gera út á samúð almennings, en ég vil það alls ekki; ég vona að einhver ágóði verði af útgáf- unni sem runnið geti til barn- anna, en það er fráleitt ástæðan fyrir útgáfunni." Vaigeir segist litið hafa feng- ist við hljóðfæraslátt og laga- smíðar síðan vinna hófst við breiðskífuna, en hann sé að snúa í gang til að fylgja plöt- unni eftir og þannig standi fyr- ir dyrum útgáfutónleikar á Gauki á Stöng fjórða og fimmta „Þar kem ég fram með hljóm- desember. sveit, með þeim Björgvin, Ásgeir og Har- aldi, en ég verð líka duglegur í að koma fram einn með kassagítarinn í haust,“ segir hann ódeigur að lokum. Rúnar Þór snýr aftur RÚNAR Þór Pétursson hefur ekkert sent frá sér alllengi, eða frá því hann gaf út disk með píanóútgáfum á lögum sínum fyrir löngu. Fyrir skemmstu kom síðan út ný plata frá honum sem heitir einfaldlega Rúnar Þór. Rúnar Þór segir ýmsar skýr- ingar á því að hann hafi ekki gefið út plötu þetta langan tíma, en hann hefur þó verið á fullu að spila víða um land, leik- ur um hveija helgi. Rúnar segist kominn í samstarf við Axel Ein- arsson í Stöðinni sem byggist á að vinna plötu fyrir Norðurlanda- markað með meiru og það hafí meðal annars tafið vinnuna. Á plötunni eru ný lög utan eitt, sem var fyrsta lagið sem Rúnar Þór samdi á ævinni, þegar hann var í hljómsveit á fjórtánda ár- inu. „Mér fannst það þyrfti að vera eitthvert frumsamið lag á fyrsta skólaballinu og við HRÁTT Rúna Þór Pétursson. sömdum þetta lag, ég og Örn Jónsson. Það er á plötunni óbreytt frá því sem var, einfalt lag og einfaldur texti," segir Rúnar Þór. Önnur lög á plötunni eru eftir Rúnar Þór einan, en texta alla á Heimir Már, utan einn sem Jónas Friðgeir á og annan á Ö.G.P. Ýmsir leggja Rúnari Þór lið á plötunni, þar á meðal Þorsteinn Magnússon, Eiður Arnarson, Jó- hann Hjörleifsson, Jóhann Birg- isson og Þórir Úlfarsson, aukin- heldur sem tríó Rúnars Þórs kem- ur mjög við sögu, þeir félagar hans Sigurður Árnason bassa- leikari og Jónas Björnsson trommuleikari. Rúnar segist munu bæta við sig mannskap á útgáfutónleikum plötunnar, en annars muni þeir kynna plötuna þrír. „Það verður skemmtilega hrátt fyrir vikíð, en við þekkjum þessi lög út og inn, höfum verið að spila þau áður en við tókum þau upp.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.