Morgunblaðið - 24.11.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 24.11.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST T ríóið Jetz JET BLACK Joe er öll en eftir lifa liðsmenn hennar og fæst hver við sitt. Leiðtogi Jet Black Joe var Gunnar Bjarni Ragnarsson sem stofnað hefur hljómsveitina Jetz. Sú er skipuð Gunn- ari og tvíburunum Guðlaugi og Kristni Júníussonum. Jetz er tríó en fleiri koma við sögu, því sveitina skipa auk þeirra félaga hljómborðs- leikarinn Þórhallur Bergmann og ann- ar gítarleikari, Ein- ar Hjartarson, aukinheldur sem Móeiður Júníus- dóttir syngur lög á pötunni og væntanlega líka á tón- leikum, „þegar liggur vel á henni“. Heiðrún Anna Björnsdóttir syngur bakraddir á plötunni, en þar sem hún er stödd í Liverpool við nám er Manda Marín Magnúsdóttir í sveitinni. „Það má segja að þetta sé sam- vinnuverkefni frekar en fastmótuð hljómsveit,“ segir Gunnar Bjarni, „í raun gæti nánast hver sem er slegist í hópinn eða þá að við vær- um bara þrír á tónleikum." Gunnar Bjarni segist kunna því vel að vinna með þeim bræðrum og félögum þeirra, en hann segist Morgunblaðið/Ásdís Nýstárlegt Hljómsveitin Jetz, Kristinn Júníusson, Gunnar Bjarni Ragnarsson og Guðlaugur Júníusson. hafa þekkt til þeirra á meðan þeir léku með Tjaldz Gizur. Undanfarið hafa þeir lagt nótt við dag að æfa sig fyrir tónleikalotu haustsins og Gunnar segir að lítill tími sé til að vinna nýtt efni eða hugmyndir. „Við eigum eflaust eftir að fara ótroðnar slóðir þegar við höfum næði til þess,“ segir hann, en bend- ir á að á plötunni nýju sé margt nýstárlegt á seyði og ýmisleg hljóð sem komi á óvart. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Tímamót Bubbi Morthens í Borgarleikhúsinu. UALNETIÐ er til margra hluta nytsamlegt og þá ekki síst til að kynna tónlist. Sífellt bætast íslensk- ar hljómsveitir og tónlistarmenn inn á netið. Nýjasta viðbótin er heimas- íða Stefáns Hilmarssonar á slóðinni http://www.mmedia.is/stefanhilm- ars. Aðrar slóðir íslenskra sveita eru til að mynda Reptilicus á http://this.is/reptilicus/, Mezzo- forte á http://www.centrum.is/ mezzoforte/, Björk Guðmundsdóttir er á slóðinni http://www.bjork- .co.uk/, Todmobile á http://www- .nyheiji.is/todmobile/, Bong á http://www.oz.is/Bong, Unun á http://www.saga.is/BadWeb/un- un.html, P6 hefur slóðina http:// www.vortex.is/Islenska/Notend- ur/P6/ og Hörður Torfason http:// www.itn.is/hordur/. SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 B 13 AAAÐUR DEYR Djörf og áræðin skáldsaga um rithöfundinn Kára Sólberg og konurnar í lífi hans, eftir Ottar Guðmundsson. Erótísk, fyndin og fimlega skrifuð örlagasaga um karlmann í kreppu ástríðna. „... ég held að þessi bók sé biblía karlmanna á íslandi í dag ... lýsing á þessum ofsafengna áhuga karla á kynlífi ... og ég held að konum sem lesa þessa bók líði bara betur og sjái að maðurinn þeirra er ekkert öðruvísi en hinn ... það er viss kvenfyrirlitning í bókinni ..." Jónína Benediktsdóttir í Á elleftu stundu, Ríkissjónvarpinu f ÍÐUNN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.