Morgunblaðið - 24.11.1996, Page 20

Morgunblaðið - 24.11.1996, Page 20
20 E SUNNUDAGUR ‘24. ■ NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGA R Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Hof/Gullteig Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 75% stöðu frá kl. 11-17. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sigrún Sig- urðardóttir, í síma 553 9995. Gullborg/Rekagranda Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Hjördís Hjaltadóttir, í síma 562 2455. Laugaborg/Leirulæk Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Helga Alex- andersdóttir, í síma 553 1325. Rauðaborg/Viðarás Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu og 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Ásta Birna Stefánsdóttir, í síma 567 2185. Staðarborg/Mosgerði Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sæunn E. Karlsdóttir, í síma 553 0345. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. Reykjavík Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Hjúkrunarfræðingur óskast í 90% stöðu á hjúkrunarvakt vistheimilis. Einnig er laus staða hjúkrunarfræðings á næturvakt, 52% vinna (grunnröðun í lfl.213). Þessar stöður eru lausar frá áramótum. Sjúkraliði óskast í 100% vaktavinnu frá áramótum. Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri, og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrun- arframkvæmdastjóri, í símum 553 5262 og 568 9500. Laust embætti lögreglumanns Embætti lögreglumanns í lögreglunni á Akra- nesi er laust til umsóknar, en það verður veitt frá 1. febrúar 1997. Umsækjendur skulu hafa lokið námi við Lög- regluskóla ríkisins og þurfa umsóknir að berast sýslumanninum á Akranesi, Stillholti 16-18, Akranesi, fyrir 1. janúar 1997 Nánari upplýsingar veitir Svanur Geirdal, yfir- lögregluþjónn. Sýslumaðurinn á Akranesi. 20. nóvember 1996. Kristrún Kristinsdóttir fulltrúi. Vélvirkjar Traust iðnfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu vill ráða: 1. Tig suðumann. 2. Vélvirkja eða vélstjóra. Um er að ræða verkefni úti á landi. Flogið frá Rvíkur-flugvelli á sunnudagskvöld- um og til baka á fimmtudagskvöldum. Mjög góð laun í boði. Nánari upplýsingar veitir Þór Þorsteinsson. mm RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Jón Baldvínsson, Háaleitlsbraut 58-60 Sími 588 3309, fax 588 3659 Verkstjóri Loönufrysting Grandi hf. óskar eftir að ráða verkstjóra til að sjá um loðnufrystingu á komandi vertíð. Um er að ræða tímabundið starf frá byrjun janúar til loka mars. Við leitum að duglegum og ábyrgðar- mikium verkstjóra sem hefur reynslu af verkstjórn í fiskiðnaði og hefur metnað til að skila af sérfyrsta flokks framleiðslu. Öllum fyrirspurnum ber að beina til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Verkstjóri 579" fyrir 4. desember n.k. ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVÍK Lausar stöður Framundan er skipulagsbreyting á Orku- stofnun og verður stofnunin í meginatriðum skipt í orkumálasvið og orkurannsóknasvið. Eftirtalin störf hjá stofnuninni eru laus til umsóknar og verður ráðið í þau frá og með 1. janúar nk., nema um annað semjist. í öllum þremur tilvikum miðast ráðningin við sérfræðingsstarf, en viðkomandi mun falið að gegna hinu auglýsta yfirmannshlutverki í 5 ár í senn. Yfirmenn þessir starfa undir stjórn og í nánu samstarfi við orkumálastjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf og er lögð rík áhersla á frumkvæði og sjálf- stæði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við það stéttarfélag opinberra starfsmanna sem við á og aðilar sammælast um. Framkvæmdastjóri orkurannsóknasviðs Verksvið orkurannsóknasviðs er m.a.: • Orku- og auðlindarannsóknir á grundvelli verksamninga aðallega á sviði jarðvísinda. • Markaðsfærsla á þekkingu Orkustofnunar. • Þróun aðferða og tækja til rannsókna á orkulindum landsins. Starf framkvæmdastjórans er einkum fólgið í • stjórnun og rekstri orkurannsóknasviðs sem sjálfstæðrar rekstrareiningar, • gerð verksamninga við orkumálasvið og aðra verkkaupa um orku- og auðlinda- rannsóknir og • faglegri yfirstjórn á starfi sviðsins. Krafist er menntunar á sviði náttúruvísinda eða verkfræði og reynslu af rannsóknum á ofangreindu sviði. Ennfremur reynslu af verk- efnastjórnun í rannsóknum eða annarri hlið- stæðri stjórnunarreynslu. Deildarstjóri auðlindamála á orkumálasviði Verksvið auðlindadeildar er m.a.: • Umsjá gagnasafna um orkulindir. • Áætlanir um nýtingu orkulindanna. • Skilgreining á rannsóknaverkefnum. • Gerð verksamninga um slíkar rannsóknir. • Eftirlit með framvindu rannsóknanna og mat og túlkun á niðurstöðum. • Ráðgjöf til stjórnvalda. Deildarstjórinn hefur umsjón með og ber ábyrgð á starfi deildarinnar, einkum þó sam- ingsgerð um rannsóknir. Æskileg menntun er á sviði náttúruvísinda eða verkfræði, en þekking eða reynsla á sviði tölvufræða, tölfræði eða annarra reikni- fræða er gagnleg. Krafist er reynslu af rann- sóknum. Deildarstjóri orkubúskaparmála á orkumálasviði Verksvið orkubúskapardeildar er m.a.: • Yfirsýn yfir orkubúskap landsmanna, þ.m.t. orkuspár og áætlanir um orkunýtingu. • Ráðgjöf til stjórnvalda og almenn miðlun upplýsinga um orkubúskaparmál og út- gáfustarfsemi í því sambandi. Deildarstjóranum er ætlað að leiða starf deildarinnar og móta nýjar áherslur. Æskileg menntun er á sviði náttúruvísinda, verkfræði eða auðlindahagfræði, en þekking eða reynsla á sviði tölvufræða, tölfræði eða annarra reiknifræða er gagnleg. Umsóknir í umsóknum um stöðurnar þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Frekari upplýsingar veitir orkumálastjóri í síma 569 6000 eða á tölvupóstfangi thh@os.is. Umsóknir berist til starfsmannastjóra Orku- stofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, í síðasta lagi 9. desember 1996. Öllum umsóknum verður svarað. Orkumálastjóri. Hagvangur hf Ske'rfan 19 108 Reykjavík Sfmi: 581 3666 Bréfsimi: 568 8618 Netfang hagvang@tir.skyrr.is Heimasíöa http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR W»USm Réttþekking á réttum tíma -fyrír rétt fyrirtæki Fjármálastjóri Við erum áræðinn 60 manna hópur kvenna og karla á öllum aldri. Markmið okkar er að byggja upp öflugt, íslenskt matvælafyrir- tæki, sem hefur sterka stöðu á heimamark- aði og stundar útflutning. Við framleiðum, seljum og dreifum ýmiskonar feitivörum og drykkjarvörum. Vegna aukinna umsvifa vantar okkur dugmik- inn og ákveðinn fjármálastjóra. Umsækjendur þurfa að hafa brennandi áhuga á öllu, er viðkemur fjármálastjórn, og búa yfir reynslu og þekkingu, sem gerir þeim kleift að bera ábyrgð á og stjórna fjármálum ört vaxandi fyrirtækis. Um er að ræða krefjandi starf, þar sem áhersla er lögð á skipuleg vinnubrögð og árangur í starfi. Nauðsynlegt er að umsækj- endur geti hafið störf eigi síðar en eftir tvo til þrjá mánuði. í umsóknum þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og verður öllum umsóknum svarað. Umsóknum, merktum: „Sól hf. - Gagn og gaman“, ber að skila til afgreiðslu Mbl. fyrir 5. desember nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.