Morgunblaðið - 24.11.1996, Síða 26

Morgunblaðið - 24.11.1996, Síða 26
26 B SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ RAÐAUGí YSINGAR Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsmenn athugið! Umsóknir um lán vegna náms á vormisseri 1997 þurfa að berast LÍN fyrir 1. desember nk. Umsóknir, sem berast eftir 1. desember, taka gildi fjórum vikum eftir að þær berast sjóðnum. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur 1996-97 fást í afgreiðslu sjóðsins, hjá náms- mannasamtökunum, lánshæfum skólum hér- lendis, útibúum banka og sparisjóða og í sendiráðum íslands. Auk þess er hægt að nálgast úthlutunarreglurnar á internetinu, slóðin er http://www.itn.is/lin/ Skrifstofa LÍN. Skrifstofa sjóðsins er við Laugaveg 77 í Reykjavík. Hún er opin frá kl. 9.15 til 15.00 alla virka daga. Símanúmer sjóðsins er 560 4000 og grænt númer 800 6665. Bréfasími er 560 4090. Skiptiborðið er opið frá kl. 9.15 til 12.00 og frá kl. 13.00 til 16.00. Starfsmenn lánadeildar veita upplýsingar og ráðgjöf í sima og með viðtölum. Símatími lánadeildar er alla virka daga frá kl. 9.15 til 12.00. Viðtalstími er alla virka daga frá kl. 11.00 til 15.00. Lánasjóður íslenskra námsmanna, Laugavegi 77, 101 Reykjavík. Styrktarfélag vangefinna boðartil fundar með foreldrum/forráðamönnum þeirra, er njóta þjónustu félagsins, starfsfólki sínu og félags- mönnum þriðjudaginn 26. nóvember 1996. Fundarstaður er Kiwanishúsið, Engjateigi 11 (beint á móti Hótel Esju) og hefst fundurinn kl. 20.30. Til umræðu verður fullorðinsfræðsla fyrir fatl- aða, svo og önnur mál er varða stofnanir félagsins. Frummælendur verða: Eygló Eyjólfsdóttir, skólameistari, Borgar holtsskóla. Halldóra Sigurgeirsdóttir, foreldri. María Kjeld, skólastjóri Fullorðinsfræðslu fatlaðra. t Hlynur Steinarsson, nemi í Brautarskóla. Hafliði Hjartarson, formaður félagsins. Kaffiveitingar verða í boði stjórnar og er þess vænst að sem flestir láti sjá sig. Vinsamlegast athugið breyttan fundarstað. 6 I Hundahreinsun Samkvæmt samþykkt um hunda- hald í Garðabæ ber hundaeigendum að mæta með hunda sína til árlegr- ar hreinsunar og greiða hundaleyfisgjald. Ákveðið hefur verið að árleg hundahreinsun í Garðabæ fari fram fimmtudaginn 28. nóv. kl. 17.00-20.00 og laugardaginn 30. nóv. kl. 15.00-18.00. Hundahreinsunarmaður, Einar Guðmunds- son, mun annast hundahreinsun og mun hún fara fram í áhaldahúsi bæjarins við Lyngás 18, (gamla húsið). Fyrirkomulag hundahreinsunar verður með þeim hætti, að hundaeigendur taka númer og koma síðan inn með hunda sína til hreins- unar þegar röðin kemur að þeim. Þetta er gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að hundar safnist saman í hóp. Hundaleyfisgjald hefur verið ákveðið kr. 9.500. Greiðslukortaþjónusta verður á staðn- um. Athygli eigenda óskráðra hunda er vakin á að færa þá til skráningar og hreinsunar. Hundaeftirlitsmaður. KÓPAVOGSBÆR Frá Manntali Kópavogsbæjar Þeir, sem flutt hafa í Kópavog, og eins þeir, sem hafa flutt innan bæjarins, eru beðnir að tilkynna nýtt heimilisfang fyrir 1. des. nk. á þar til gerðum eyðublöðum, sem liggja frammi á bæjarskrifstofunum, Fannborg 2, og á Lögreglustöðinni, Auðbrekku 10. Manntalsfulltrúi. Starfsleyfistillögur fyrir álverksmiðju Columbia Ventures Company, Grundartanga í samræmi við ákvæði 63. gr. í 8. kafla meng- unarvarnareglugerðar nr. 48/1994, ásamt síð- ari breytingum, um starfsleyfi fyrir atvinnu- rekstur, sem valdið getur mengun, liggja starfsleyfistillögur fyrir Columbia Ventures Company, Grundartanga frammi til kynningar frá 11. nóvember til 23. desember 1996, á eftirtöldum stöðum: - Skilmannahreppi, Hagamel 16, Skilmanna- hreppi. - Hvalfjarðarstrandahreppi, Félagsheimilinu Hlöðum, Hvalfjarðarstrandahreppi. - Afgeiðslu Heilbrigðiseftirlits Akranes- svæðis, Stillholti 16-18, Akranesi. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillög- urnar skulu hafa borist Hollustuvernd ríkisins fyrir 23. desember 1996. Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyf- istillögurnar hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá, sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar. Hollustuvernd ríkisins, Mengunarvarnir, Ármúla 1a. KENNSLA ífai FLUGFÉLAGIÐ 'ný'AllAHTA Flugfreyju- flugþjóna- námskeið Flugfélagið Atlanta hf. áformar að halda bók- legt grunnþjálfunarnámskeið á flugvélategundir félagsins. Umsækjendur verða að uppfylla eftirfarandi lágmarkskröfur: Stúdentspróf eða hliðstæða menntun, góða enskukunnáttu auk eins af eftir- farandi tungumálum: Þýsku, frönsku, spænsku eða ítölsku. Æskilegur lágmarksaldur 22 ára. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsins alla virka daga frá kl. 9.00-19.00. Umsóknarfrestur er til 4. desember 1996. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Ungbarnanudd 4ra vikna námskeið fyrir foreldra með börn á aldrinum 1-10 mánaða. Gott fyrir öll börn, m.a. við magakveisu, lofti í þörmum og óró- legum svefni. Upplýsingar og innritun á Heilsusetri Þórgunnu í síma 562 4745 milli kl. 12.00 og 14.00 á virkum dögum. Nám íljósmóðurfræði Af sérstökum ástæðum eru tvö námspláss laus í Ijósmóðurnámi, sem hefjast mun við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla ís- lands 13. janúar 1997. Inntökuskilyrði er próf í hjúkrunarfræði, viður- kennt í því landi þar sem námið var stundað og íslenskt hjúkrunarleyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Til að námsskrá í Ijósmóðurfræði á íslandi sé í samræmi við námsstaðla Evrópusam- bandsins og að kröfur, sem gerðar eru á háskólastigi séu uppfylltar, þurfa hjúkrunar- fræðingar sem ekki hafa lokið BS-prófi, að Ijúka 16 eininga fornámi. Upplýsingar um námið er að finna í kennsluskrá Háskóla ís- lands. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði, Eirbergi, Eiríksgötu 34, dagana 25.-29. nóvember nk. kl. 10-14. Umsóknum og upplýsingum um námsferil og fyrri störf, meðmæli, afrit af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi, ásamt greinargerð um áhuga á námi í Ijósmóður- fræði og hvernig sá áhugi þróaðist, skal skila á sama stað fyrir 29. nóvember 1996. Nánari upplýsingar gefur Lára Erlingsdóttir, fulltrúi náms í Ijósmóðurfræði, sími 525 4217, eftir hádegi alla virka daga. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun nemenda á vorönn 1997 Innritað verður í eftirtalið nám 26.-29. nóv. 1996 kl. 15.00-18.00 í Iðnskólanum í Reykjavík: I. Dagnám Almennt nám Bókiðnir (2. og 4. önn). Framhaldsdeild í húsasmíði. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. Framhaldsdeild í rafvirkjun/rafvélavirkjun. Grunndeild í málmiðnum. Grunndeild í múrsmíði. Grunndeild í rafiðnum. Grundeild í tréiðnum. Hársnyrtiiðn (2.-4. önn). Hönnunarbraut. Klæðskurður/kjólasaumur, 7. önn. Samningsbundið iðnnám (námssamningur fylgi umsókn). Tæknibraut sem lýkur með stúdentsprófi. Tækniteiknun. Tölvufræðibraut. Innritað er gegn gjaldi. Verði einhver innrit- aður eftir 29. nóv., þarf hann að greiða kr. 450.00 aukagjald. Nauðsynlegt er að umsókn fylgi staðfest afrit af gögnum um fyrra nám. Innritað er með fyrirvara um þátttöku í ein- stökum deildum og áföngum. Innritun í meistaranám og öldungadeild 3., 6. og 7. janúar 1997.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.