Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þórir Ragnarsson heilaskurðlæknir hættir störfum og flytur til Bandaríkjanna Treystir sér ekki til að starfa hér vegiia launa og aðstöðu ÞÓRIR Ragnarsson heila- og taugaskurðlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hefur sagt upp störf- um eftir níu ára starf og hyggst flytja ásamt íjölskyldu sinni til Ohio í Bandaríkjunum um áramót- in. Ástæðuna segir hann vera margþætta og þetta eigi sér lang- an aðdraganda en kveikjan sé óánægja með launakjör, starfsað- stöðu og starfsumhverfi, bæði innan sjúkrahússins og utan. „Þessi staða í Bandaríkjunum hefur staðið mér til boða í mörg ár og ég hef margsinnis hafnað henni á þeirri forsendu að ég ætlaði að vinna hér áfram,“ sagði Þórir. „En ég treysti mér ekki til þess lengur vegna þeirra að- stæðna, sem mér og mínum starfsfélögum er boðið upp á og á ég þá við starfsaðstöðu, starfs- umhverfi og launakjör." Sagði hann að launakjör sér- fræðilækna væru þannig upp byggð að sjúkrahúslæknar bættu sér upp léleg laun með svokölluðu ferliverki og verkuin utan sjúkra- húsa. Hans sérgrein byði ekki upp á þann möguleika þar sem ekki væri hægt að framkvæma heila- aðgerðir utan sjúkra- húsa. Sagði Þórir að enginn skilningur væri á þvf innan sjúkrahússins né í heilbrigðisgeiranum að ástæða væri til að leiðrétta þetta. Nær óþekkt á Vesturlöndum Þórir tekur fram að þjónustan, sem veitt er veiku fólki sé að mörgu leyti mjög góð og til fyrirmyndar en að þær aðstæður sem starfsfólki sé boðið upp á að vinna við séu nær óþekktar annars staðar á Vestur- löndum, t.d. langvinnur niður- skurður, sparnaður og lokun deilda. „Það sem er sárast við þetta er að þessar aðgerðir bitna á veiku fólki auk þess sem það gerir starf þeirra, sem þó vinna og reyna að leysa úr flóknum málum, mjög erfitt,“ sagði hann. „Það á við um okkar deild eins og víða annars staðar að vegna lok- ana myndast biðlist- ar og öll úrlausn vandamála verður erfið fyrir þær sakir,“ sagði Þórir. Versnað síðustu þijú ár Þórir á að baki um fjórtán ára nám að loknu stúdentsprófi og sem sérfræðingur í heilaskurðlækningum hefur hann í föst mánaðarlaun 204 þús- und krónur. Sagði hann að starfs- aðstæður hefðu alla tíð verið erfið- ar þau tæplega níu ár sem hann hefur starfað hér á landi en hefðu farið versnandi síðastliðin þijú ár. „Stór hluti af okkar leguplássum og skurðstofuaðstöðu er meira eða minna lokaður í fimm til sex mánuði á ári vegna sumarlokana og annarra lokana," sagði Þórir. Sem heilaskurðlæknir sagði Þórir að verkaskipting hefði þt'ó- ast þannig að aðgerðir væru unn- ar í samvinnu og að hann hefði átt gott og farsælt samstarf við Ólaf Bjarnason en Þórir hefur séð um aðgerðir á heiladingli og sagð- ist hann ekki vita hvað tæki við. „Það kemur alltaf maður í manns stað en eftir því sem ég best veit er enginn íslenskur heilaskurð- læknir til, sem hefur lagt sig sér- staklega eftir þessu,“ sagði hann. „Við félagarnir höfum staðið í tveggja og hálfs árs viðræðum við stjórnendur sjúkrahússins um breytingar og lagfæringar. Þær hafa ekki skilað neinu og þar af leiðandi var þessi ákvörðun tekin að vandlega yfirveguðu máli.“ Þórir sagði að hann og fjöl- skylda hans hefði eins og flestir íslendingar ætlað sér að vera ís- lendingar og búa hér á landi. „Það er vissulega eftirsjá og viss söknuður að skilja við félagana í vinnunni, sjúkrahúsið og sjúkling- ana,“ sagði hann. Þórir Ragnarsson Framleiðsla hjá SH eykst um 15 til 20% í ár ÚTLIT er fyrir að framleiðsla fyrir sölukerfi SH verði um 15-20% meiri á þessu ári en í fyrra, en síð- astliðið ár var annað besta ár í sögu SH með tiliiti til framleiðslu. Fari svo verður framleiðslan meiri nú en nokkru sinni áður eða um 120.000 tonn. Mest hefur fram- leiðslan orðið 117.000 tonn, árið 1994. Heildarframleiðsla í lok október var orðin rúmiega 103.000 tonn en heildarframleiðsla allt síðasta ár var 109.000 tonn. Mikil aukning er á framleiðslu síldar- og loðnuafurða, eða um 67%, og er heildarfram- leiðsla þessara afurða nú komin i 30.000 tonn. Einnig eykst framleiðsla á skel- fiskafurðum verulega eða um 43%. Munar þar mestu um aukna rækju- framleiðslu en framleiðslan fer úr 7.100 tonnum í 10.150 tonn sem er rúmlega 40% aukning milli ára. Innlend framleiðsla á botnfiskaf- urðum dregst saman um 5%, var á síðasta ári u.þ.b. 50.000 tonn en er nú tæplega 47.500 tonn. Þessum samdrætti er að nokkru mætt með aukinni erlendri framleiðslu. ■ Stefnirímetframleiðslu/Cl Þrír fá fimm millj- ónir hver ÞRÍR fengu 5 milljónir króna þegar dregið var í 12. flokki Happdrættis Háskóla íslands í gær. Þetta var hæsti vinningurinn í drættinum og kom hann á miða 10779. Þrír miðar með því númeri reyndust seldir og fengu eigendur miðanna því 5 milljónir hver. Einn miðanna var seldur á Akureyri, einn í Hafnarfirði og einn í aðalum- boðinu í Reykjavík. Langar ermar á stuttum degi Morgunblaðið/Golli FULL ástæða er til að klæða sig kappsamlega þegar dagarnir styttast óðum og kalt er í veðri. Pilturinn sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á við Kirkju- sand virtist að minnsta kosti sannfærður um nauð- syn þess að halda hita á höndum, ef marka má erma- sídd peysunnar. Vinur hans og snjóhúsasmiður studdist við aðrar aðferðir og hefðbundnari til að klæða af sér vetrarsvalann. 100 milljónir bætast í Lánasjóð námsmanna RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt til við fjárlaganefnd Alþingis að útgjöld vegna Lánasjóðs íslenskra náms- manna hækki um 100 milljónir á næsta ári. Fjárlaganefnd er nú að leggja síðustu hönd á breytingartil- lögur fyrir 2. umræðu um fjárlaga- frumvarpið og er stefnt að henni í vikulokin. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að lausn væri að nást í ágreiningsmáli stjórnar- flokkanna um LÍN þótt samkomulag um málið mundi ekki ná að komast í frumvarpsform fyrir jólahlé Alþing- is. Jón Kristjánsson formaður fjár- laganefndar skýrði einnig frá því að nefndinni hefði á mánudag borist bréf frá fjármálaráðuneyti varðandi Lánasjóðinn og væri gert ráð fyrir 100 milljóna kr. viðbótarútgjöldum til hans á næsta ári. Erfiður niðurskurður Meirihluti fjárlaganefndar sat á fundi í gærkvöldi og í dag mun nefndin öll hittast á fundi. Að sögn Jóns munu breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið liggja fyrir í stórum dráttum í dag þannig að 2. umræða um fjárlög geti farið fram fyrir helgina. Á fundinum í gærkvöldi var eink- um rætt um skiptingu á stofnkostn- aði, svo sem í heilbrigðismálum, hafnamálum og menntamálum. Jón sagði að einnig væri verið að skoða framlög til samgöngumála og fjár- festingarliði í heild, en miðað er við að dregið verði úr opinberum fram- kvæmdum á næstu tveimur árum verði nýtt álver á Grundartanga að veruleika. Jón sagði að verið væri að athuga hvort einhveijir möguleikar séu á að fresta ljárfrekum framkvæmdum í samgöngumálum. Þá kæmi einnig til greina að fresta að einhverju leyti fyrirhuguðum framkvæmdum við stækkun og breytingar á Leifsstöð. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er nokkuð vandasamt að draga úr fyrirhuguðum framkvæmd- um á næsta ári, m.a. vegna þess að í mörgum tilfellum liggja þegar fyr- ir samningar sem erfitt er að rifta mnÁ fill/ncfmiríi Mecklen- burger kærir út- hlutun í Barentshafi ÞÝSKA útgerðarfyrirtækið Meckl- enburger Hochseefischerei, sem Útgerðarfélag Akureyringa á stór- an hlut í, hefur kært ákvörðun embættismanna um úthlutun fisk- veiðiheimilda í Barentshafi. Út- gerðarfyrirtækið Deutsche Fisch- fang Union (DFFU), sem Sam- heiji á Akureyri á helmingshlut í, fékk úthlutað mun meiri veiðiheim- ildum en Mecklenburger á þessu ári. Bæði útgerðarfélögin Mecklen- burger og DFFU hafa haft karfa- kvóta á Reykjaneshrygg, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins lýtur óánægja Mecklenburger að því, að félagið hafi borið skarðan hlut frá borði þegar úthlutað var úr kvóta Evrópusambandsins í Barentshafi. Telur félagið sig eiga rétt á meiri þorskkvóta og grá- lúðukvóta. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Mecklenburger kært ákvörð- un um skiptingu kvótans til stjórn- sýsludómstóls. Málið verður tekið fyrir þar hinn 18. desember. Guðmundur Túliníus, fram- kvæmdastjóri Mecklenburger sagði í gær að félagið hefði gert athugasemdir við kvótaúthlutanir nú, líkt og undanfarin ár. Niðurstaða stjórnsýsludómstóls- ins skiptir DFFU miklu, því fái Mecklenburger aukinn kvóta minnkar kvóti DFFU að sama skapi. Þorsteinn Vilhelmsson, einn eigenda Samherja, kvaðst í gær ekki vilja tjá sig um málið. BLAÐINU í dag fylgir íjögurra síðna auglýsingablað frá BYKO. Heppnir Islendingar skipta milljónum í desember! BLAÐINU í dag fylgir sextán síðna auglýsingablað frá Happ- drætti Háskóla íslands. Ath. í þessu auglýsingablaði eru birt öll vinningsnúmer í desemberútdrætti, en dregið var í happdrættinu í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem skráin kemur í heild sinni fyrir al- menningssjónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.