Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 15 FRETTIR FRANSKIR vísindamenn koma fyrir mælitækjum um borð í varðskipinu Ægi. Varðskipið Ægir leigt til veðurathugana Rannsókn á myndun lægða yfir Atlantshafi Morgunblaðið/Árni Sæberg VARÐSKIPSMENN sleppa loftbelg búnum tækjum til mælinga í háloftunum. VEÐURSTOFA íslands er einn þátttakenda í umfangsmikilli rannsókn á myndun lægða yfir norðanverðu Atlantshafi og hefur varðskipið Ægir verið tekið á leigu í tvo mánuði í byijun næsta árs til að sinna athugunum. Að sögn Magnúsar Jónssonar veðurstofusljóra er tilgangur rannsóknanna að fá úr því skorið hvort hægt verði að afla betri upplýsinga um veður á þessum slóðum og um leið betri veðurspár, þekkingar og skilnings á lofthjúpnum þeg- ar lægðir myndast og dýpka. Rannsóknarverkefninu er stjórnað af frönsku veðurstof- unni og hafa menn á hennar vegum unnið við að setja upp tækjabúnað í varðskipið Ægi en Veðurstofa íslands hafði milligöngu um að leigja skipið. Sagði Magnús að rannsóknin hér á landi væri hluti af mjög Kjörinn í yf- irskoðunar- nefnd Evrópu- ráðsins •SIGURÐUR Þórðarson ríkis- endurskoðandi hefur verið kjörinn til setu í yfirskoðunarnefnd Evr- ópuráðsins í Strassborg til sex ára frá og með áramótum. Kjör til setu í nefndinni fór fram í síðustu viku og studdu alls 25 af 40 ríkjum, sem greiddu atkvæði, framboð Is- lands. Í yfirskoðunarnefndinni sitja þrír fulltrúar frá jafnmörgum ríkjum. Hlutverk nefndarinnar er að endurskoða reikninga Evróp- uráðsins. í fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu segir: „Telja verður að niðurstaða kjörsins feli í sér ákveðna viðurkenningu, en fimm önnur ríki sóttust eftir full- trúa í nefndinni, þ.e. Þýzkaland, Bretland, Holland, Belgía og Portúgal." Sigurður Þórðarson hefur setið fyrir íslands hönd í endurskoð- unarnefnd Viðreisnarsjóðs Evr- ópuráðsins frá árinu 1995. Nefnd- arsetu hans þar lýkur á næsta ári. umfangsmiklu rannsóknar- verkefni, sem unnið yrði í tveimur áföngum, en fyrri áfangi fælist í veðurathugunum á norðanverðu Atlantshafi allt frá Nýfundnalandi og austur um til Evrópu. Leigð hafa verið fjögur skip sem taka þátt í rannsókninni á hafinu suður af landinu. Verða gerðar athuganir við yfirborð sjávar og sleppt verður tækjum til athugana í háloftunum í 20 km hæð. Athuganir verða gerða fjórum sinnum á sólar- hring en auk þess fara einnig fram athuganir á landi, í Kefla- vík, Grænlandi, Færeyjum, Bretlandseyjum og Noregi. Loks hafa verið leigðar flugvél- ar til verkefnisins og aðrar vél- ar á leið yfir hafið verða fengn- ar til að senda inn veðurskeyti. Magnús sgði að veðurstofan legði fram vinnu við athugan- RIKISSTJORNIN hefur boðist til að ísland hýsi umhverfisskrifstofu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Á skrifstofan að stuðla að aðgerðum til að vernda hafið gegn mengun frá landi. Skrifstofan hefur verið stofnuð á vegum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna og mun fyrst um sinn starfa í Nairóbí í Kenýa. Guðmundur Bjarnason umhverfis- ráðherra segir miðað við að flytja skrifstofuna til einhvers annars aðildarlands stofnunarinnar og hann hafi lagt það til á ríkisstjórn- I hæginda- kjallara for- sætisnefndar FORSETI Alþingis, Ólafur G. Einarsson, bauð nýlega al- þingismönnum og starfsfólki þingsins að skoða hin nýupp- gerðu húsakynni Alþingis við Kirkjustræti 8b og 10, en fram- kvæmduin við endurbætur hús- anna lauk á dögunum. Hér lætur þingforseti fara vel um sig í 117 ára gömlum kjallara Kristjánshúss (Kirkju- stræti 10), þar sem forsætis- nefnd Alþingis mun hafa funda- aðstöðu sína, umkringdur kven- irnar og mun auk þess sjá um athuganir í Keflavík. „Við mun- um einnig aðstoða varðskips- menn og aðra við að koma þessu af stað,“ sagði hann. „Framlag okkar íslendinga er fyrst og fremst fólgið í vinnu manna á veðurstofunni en beinn útlagður kostnaður, tækjabúnaður og leiga á skip- arfundi að ísland byðist til að hýsa skrifstofuna. Á þessa tillögu hefði verið fallist. „Við teljum að þetta geti komið íslandi vel og ætti að geta auðveld- að okkur að koma okkar sjón- armiðum á framfæri á alþjóðavett- vangi og einnig að afla upplýsinga um alþjóðleg umhverfísmál. Ef til vill gæti það einnig haft jákvæð áhrif á viðhorf til okkar útflutning- svarnings og auðveldað markaðs- setningu á íslenskum afurðum, ef við erum virkir þátttakendur í þessu starfi," sagði Guðmundur. þingmönnum fjögurra flokka, þeim Bryndísi Hlöðversdóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur, inu er greiddur með styrk úr Vísindasjóði Evrópusambands- ins. Kostnaður við verkefnið í heild er milli 1-1,5 milljarðar en það sem snýr að íslendingum er metið á um 30 milljónir og þar af fáum við um 25 milljónir frá Evrópusambandinu. Fer stærsti hlutinn til að greiða fyrir leigu á skipinu." Á skrifstofunni verður 10 manna starfslið, þar af 6 erlendir sérfræðingar sem Umhverfisstofn- un SÞ greiðir fyrir, 2 innlendir sérfræðingar og 2 almennir starfs- menn. Gert er ráð fyrir að skrif- stofan verði hér á landi í fimm ár og starfsemi geti hafist árið 1998. Guðmundur sagði að áætlaður kostnaður við að koma upp skrif- stofuaðstöðu væri 17-20 milljónir og launakostnaður vegna fjögurra starfsmanna væri áætlaður um 18 milljónir á ári. Guðnýju Guðbjörnsdóttur og Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráðherra. SHR • • Oryggis- varsla háð fjárhag „VIÐ höfum rætt það áður, til hvaða ráða við getum gripið til að auka öryggi á slysadeild. Þá var rætt um að fá öryggis- verði, en ekkert varð þó af því af peningaástæðum. Þetta at- vik fyrir helgi verður sjálfsagt rætt á næsta framkvæmda- stjórnarfundi," sagði Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, í sam- tali við Morgunblaðið. Á föstudag gekk maður í vímu berserksgang á slysa- deildinni og frá svipuðu atviki var greint í fjölmiðlum sl. vor. Jóhannes segir dæmin mun fleiri, þótt þau hafí ekki komist í hámæli. „Þegar við komumst að þeirri niðurstöðu að ekki væru til fjármunir til að ráða öryggisverði var ákveðið að auka samstarf við lögregluna, sem hefur verið gott. Á slysa- deild er lögreglumaður á vakt aðfaranótt laugardags og sunnudags, frá 23 að kvöldi til 8 að morgni.“ Ottast alvarlegri atvik Jóhannes sagði að atburður eins og sá á föstudag kæmi ekki á óvart og menn óttuðust enn alvarlegri atvik, sem gætu orðið hvenær sem er. „Vakt lögreglunnar er góð svo langt sem hún nær, en gallinn er hins vegar sá að vímuefnaneytendur fara hvorki eftir klukku né dagatali. Þeir geta birst hér í annarlegu ástandi hvenær sem er.“ Framkvæmdastjórn Sjúkra- húss Reykjavíkur fundar í dag og kvaðst Jóhannes búast við að atvikið á föstudag yrði rætt sérstaklega. Landsvirkiun Framlög’ eig- enda metin á 7,2 milljarða FRAMLÖG eigenda Lands- virkjunar til fyrirtækisins hafa frá upphafi numið samtals yfir 7,2 miíljörðum króna, miðað við verðlag í árslok 1995. Megin- hluti þessara framlaga hefur verið í formi mannvirkja, en eiginfjárframlög eigendanna voru á sama tímabili 2.149 milljónir kr. Þetta kemur fram í skriflegu svari Finns Ingólfssonar iðnað- arráðherra við fyrirspurn Krist- ins H. Gunnarssonar alþingis- manns um Landsvirkjun, sem dreift hefur verið til þingmanna. Fjárframlög eigendanna þriggja skiptust þannig: Ríkis- sjóður 1.074,5 milljónir; Reykjavíkurborg 956,8 millj- ónir og Akureyrarbær 117,6 milljónir. í svarinu kemur einnig fram, að arðgreiðslur Landsvirkjunar til eigenda sinna, uppreiknaðar með byggingarvísitölu, hafi numið samtals 581 milljón kr. frá upphafí, en árið 1983 voru sett lög um að Landsvirkjun skuli greiða eigendunum arð af eiginfjárframlögum þeirra, með hliðsjón af afkomu fyrir- tækisins. Þessar greiðslur skiptast þannig: Ríkið 288 millj. kr., Reykjavík 261 millj. kr. og Akureyri 32 millj. kr. Frá því árið 1988 hefur árlega verið greiddur jafnliár arður, eða 42 millj. kr., til ríkisins, 38 millj. kr. til Reykjavíkur og 5 millj. kr. til Akureyrar. Island vill hýsa um- hverfisskrifstofu SÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.