Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
fluglemr
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
FLOKKUR16-18 ára dansara í suður-ameriskum dönsum.
PANS
íþróttahúsiö viö
Strandgötu
„ICELAND OPEN“
Dansíþróttasamband Islands
stóð fyrir fyrstu „Iceland Open“
keppninni síðastliðinn sunnudag.
Keppendur voru um 150 frá fjór-
um löndum. Keppnin gekk vel
fyrir sig og var gengi íslenzku
paranna nvjög gott.
FYRSTA „Iceland 0pen“ keppnin
fór fram nú á sunnudaginn að undir-
lagi Dansíþróttasambands íslands.
Þetta er keppni sem áætlað er að
haldin verði árlega, fyrstu helgina í
desember. Þessi fyrsta keppni gekk
vel fyrir sig og rann ljúflega áfram.
Keppendur og gestir voru í hátíðar-
skapi eftir laugardaginn og skemmtu
sér hið bezta. Reyndar fannst mér
alltof fáir gestir í húsinu, því keppn-
in var góð og skemmtileg á að horfa.
Eins finnst mér alltof mikið um það
að pör skrái sig til leiks og mæti svo
ekki á keppnina. Þetta getur valdið
skipuleggjendum mótsins miklum
vandræðum, það er sjálfsögð kurteisi
að láta vita ef maður af einhveijum
orsökum getur ekki mætt til keppni.
Sigurvegarar í flokki 11 ára og
yngri urðu Davíð Gill og Halldóra
Sif. Þau dönsuðu mjög vel á sunnu-
deginum og sigruðu í báðum grein-
unum og áttu sigurinn svo sannar-
lega skilinn, þau stóðu að mínu mati
þónokkuð framar en keppinautar
þeirra í báðum greinum. í öðru sæti
í báðum greinum urðu Toni og Laura
frá Finnlandi. Þetta er mjög kraftm-
ikið og skemmtilegt par. Þau eru líf-
leg og draga til sín athygli áhorfenda.
Eins var með flokk 12-15 ára,
Benedikt og Berglind voru afburðap-
ar, sérstaklega í suður-amerísku
dönsunum. Þau dansa af mikilli inn-
lifun og fágun og samstillingin með
því bezta sem maður sér. Þau sigr-
uðu bæði I suður-amerísku og stand-
arddönsunum. í öðru sæti í suður-
amerísku dönsunum var par frá Sví-
þjóð, David og Linda, kraftmikið og
nokkuð skemmtilegt par. Það kom
mér á óvart að þau komust ekki í
úrslit í standarddönsunum. ísak og
Halldóra héldu uppteknum hætti og
dönsuðu mjög vel og unnu bronsið í
þeim suður-amerísku.
Finnar fóru með sigur af hólmi í
standarddönsum í flokki 16-18 ára,
en Sigursteinn og Elísabet gerðu sér
lítið fyrir og sigruðu í suður-amerísku
dönsunum. Þau dönsuðu betur á
sunnudeginum, heldur en á Norð-
urlandamótinu, reyndar voru þau
svolítið stíf fyrst, en úr því rættist
fljótt. Þau héldu öllum „pósum“ miklu
betur og var heildarsvipurinn mjög
góður, enda eru þarna á ferðinni frá-
bærir, þrautþjálfaðir dansarar. Silfur-
verðlaunin hrepptu Baldur og Karen.
Þau voru nokkuð óskrifað blað fyrir
keppnina, en sýndu það og sönnuðu
að þau eru komin til að keppa um
efstu sætin. Karen er ákaflega sterk-
ur dansari og eiga þau Baldur eftir
að gera það gott í framtíðinni.
Gott gengi ís-
lenzkra danspara
VÍÐIR og Magda sigruðu í flokki 19 ára og BALDUR og Karen dönsuðu af miklum krafti
eldri í suður- amerískum dönsum. og uppskáru 2. sætið í 16-18 ára í suður- amer-
ískum dansi.
DAVÍÐ Gill og Halldóra eru mjög efnilegt par. SNORRI og Dóris dönsuðu vel
Þau sigruðu í flokki 11 ára og yngri, í báðum á sunnudag.
greinum.
Hörð keppni var um efstu sætin
í suður-amerísku dönsunum í flokki
19-34 ára. Að lokum stóðu þó Víðir
og Magda uppi sem sigurvegarar.
Þau eru nýbyijuð að dansa fyrir ís-
lands hönd og er fengur að þeim.
Magda er einstaklega heillandi dans-
ari, sem vinnur ákaflega vel úr því
sem hún gerir. Það sama má segja
um Árna og Erlu. Þau dönsuðu, að
mínu mati, mun betur á sunnudegin-
um, heldur en daginn áður, en það
vantaði neistann í þau.
í flokki 35 ára og eldri sigruðu
Jón Stefnir og Berglind í suður-
amerísku dönsunum, að mínu mati
mjög örugglega, en Finnarnir Jouko
og Helja Leppala fóru með sigur af
hólmi í standarddönsunum.
Eins og áður sagði gekk keppnin
vel fyrir sig og var skipulagningin
hin ágætasta. Heldur þótti mér þó
verðlaunaafhendingin taka langan
tíma. Skipuleggjendur þessara móta
mega vera ánægðir með helgina, svo
og allt dansáhugafólk á íslandi. Er
það von mín og trú að keppni sem
þessi verði mikil lyftistöng fyrir
dansíþróttina á íslandi.
Úrslit
Flokkur 11 ára og yngri,
suður-amerískir dansar
Davíð G. Jónsson/Halldóra Sif Halldórsdóttir ísl.
Toni Rasimus/Laura Haapaniemi Finnl.
Anton Kurttila/Annika Junnonaho Finnl.
Sigurður Á. Gunnarsson/Guðbjörg Þrastardóttirísl.
Jónatan A. Örlygsson/Bryndís M. Björnsdóttir Isl.
Hrafn Hjartarson/Helga Bjömsdóttir ísl.
Gunnar Már Jónsson/Sunna Magnúsdóttir ísl.
Flokkur 11 ára og yngri,
Standard
Davíð Gill Jónsson/Halldóra Sif Halldórsdóttir fsl.
ToniRasimus/LauraHaapaniemi Finnl.
Anton Kurttila/Annika Junnonaho Finnl.
SigurðurÁ.Gunnars./GuðbjörgÞrastard. _ Isl.
Hrafn Hjartarson/Helga Bjömsdóttir ísland
Gunnar Már Jónsson/Sunna Magnúsdóttir lsland
Flokkur 12-15 ára,
Suður-amerískir dansar
Benedikt Einarsson/Berglind Ingvarsdóttir ísl.
David Marcusson/Linda Johansson Svíþjóð
ísak N. Halldórsson/Halldóra Ó. Reynisdóttir Isl.
Markku Hyvarinen/Disa Kortelainen Finnl.
Snorri Engilbertsson/Dóris Ó. Guðjónsdóttir ísl.
Kai Are Eidheim/Inger Lise Husebö Noregur
Flokkur 12-15 ára, Standard
Benedikt Einarsson/Berglind Ingvarsdóttir Isl.
Markku Hyvarinen/Disa Kortelainen Finnl.
Kai Are Eidheim/Inger Lise Husebö Noregur
Jani Torkko/Emili Kallio Finnl.
ísak N. Halldórsson/Halldóra Ósk Reynisdóttir ísl.
Gunnar H. Gunnars./Ragnheiður Eiriksd. ísl.
Flokkur 16-18 ára,
Suður-amerískir dansar
Sigursteinn Stefánss./Elísabet S. Haraldsd. ísl.
Baldur Gunnbjömsþ/Karen B. Björgvinsd. ísl.
Aleksi Seppanen/Elina Keskitalo Finnl.
Petri Torkko/Caroline Laitala Finnl.
Martin Synnerö/Jessica Samuelsson Svíþjóð
Þorvaldur S. Gunnarss./Jóhanna E. Jónsdóttir ísl.
Flokkur 16-18 ára,
standarddansar
Aleksi Seppanen/Elina Keskitalo Finnl.
Petri Torkko/Caroline Laitala Finnl.
Þorvaldur S. Gunnarss./Jóhanna E. Jónsdóttir ísl.
Hinrik Bjamason/R. Þórunn Óskarsdóttir ísl.
Flokkur 19-34 ára,
suður-amerískir dansar
Víðir Stefánsson/Magda Pozarska ísl.
Árni Þ. Eyþórsson/Erla Sóley Eyþórsdóttir ísl.
JanToreJacobsen/LenaGranaas Noregur
GeirGundersen/IngunnSörlie Noregur
Hans T. Björnsson/Kolbrún Yr Jónsdóttir Isl.
Mikko Kaasalainen/Katriina Puro Finnl.
Flokkur 19-34 ára, Standard
Jan Erik Hansen/Marianne Næss Larsen Noregur
Bjöm Törnblom/Katarina Tömblom Svíþjóð
Michael Burton/Camilla Laitala Finnl.
Sami Yli-Piipari/Karita Lehto Finnl.
Geir Gundersen/Ingunn Sörlie Noregur
Mikko Kaasalainen/Katrina Puro Finnl.
Flokkur 35 ára og eldri,
suður-amerískir dansar
Jón S. Hilmarsson/Berglind Freymóðsdóttir ísl.
Bjöm Sveinsson/Bergþóra M. Bergþórsdóttir jsl.
Ólafur Ólafsson/Hlíf Þórarinsdóttir ísl.
Flokkur 35 ára og eldri,
standard
Jouko Leppala/Helja Leppala Finnl.
Juha Kanto/Leena Kanto Finnl.
Jón S. Hilmarsson/Berglind Freymóðsdóttir ísl.
Bjöm Sveinsson/Bergþóra M. Bergþórsdóttir jsl.
Ólafur Ólafsson/Hlíf Þórarinsdóttir ísl.
Jóhann Gunnar Arnarsson