Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 19 VIÐSKIPTI Hólmadrangur hf. býður út nýtt hlutafé fýrir 15 milljónir króna Tæplega 30 millj- óna tap fyrstu átta mánuðina HÓLMADRANGUR hf. á Hólma- vík hefur boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 15 milljónir króna. Hlut- hafar félagsins keyptu um helming hlutafjárins á forkaupsréttartíma- bili sem lauk sl. mánudag og verða um 7,5 milljónir boðnar til sölu á almennum markaði fram til ára- móta. Gengi bréfanna er 4,50 og nemur söluandvirði útboðins því um 67,5 milljónum króna. Hinu nýja fjármagni er ætlað að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins vegna fjárfestinga á liðnum mánuðum. Hólmadrangur varð alhliða sjávarútvegsfyrirtæki í ársbyijun 1995 þegar fiskvinnsla á vegum Kaupfélags Steingrímsfjarðar og Hraðfrystihúss Drangsness hf. var sameinuð Hólmadrangi hf. Fyrir- tækið starfrækir tvö frystihús, annað á Hólmavík og hitt á Drangsnesi, frystitogarann Hólmadrang ST og togveiðiskipið Víkurnes. Frystihúsin hafa nær eingöngu byggt afkomu sína á rækjuvinnslu og þá fyrst og fremst innfjarðarrækju úr Húnaflóa. Frystitogarinn er með vinnsluleyfi og hefur verið á rækjuveiðum á Flæmska hattinum og þorskveið- um í Smugunni auk hefðbundinna veiða á heimamiðum. Víkurnesið var keypt á síðasta ári og er fyrst og fremst ætlað til rækjuveiða til að tryggja hráefni fyrir vinnsluna. Kvótaeign Hólmadrangs hf. nem- ur um 2.900 þorskígildistonnum, að því er fram kemur í útboðslýs- ingu. Frystihúsið á Hólmavík endurnýjað Framkvæmdir hafa staðið yfir á þessu ári við endurnýjun frysti- hússins á Hólmavík og lauk því verki nýverið. Það er nú í hópi fullkomnustu rækjuvinnsluhúsa landsins og uppfyllir allar kröfur um útflutning á vörum til Evrópu og annarra markaða fyrir hágæða- rækju. í frystihúsinu á Drangsnesi er hins vegar gert ráð fyrir fjöl- breyttari vinnslu m.a. innfjarðar- rækju af Húnaflóa. Tæplega 30 milljóna tap varð hjá Hólmadrangi fyrstu átta mán- uði ársins, borið saman við um 56 milljóna hagnað á öllu síðastliðnu ári. Fram kemur í útboðslýsing- unni að slök afkoma fyrstu 8 mánuðina stafar einkum af verð- falli á rækjuafurðum á mörkuðum á þessu ári. Brugðist hefur verið við þessu verðfalli með því að end- urnýja samninga við rækjubáta og færa niður verðmæti birgða. Framkvæmdirnar við rækju- vinnslu á Hólmavík og frystihús á Drangsnesi hafa einnig íþyngt rekstrinum í ár. Kostnaður vegna þeirra nemur um 80 milljónum og þurfti að loka vinnslunni á Hólma- vík í hálfan þriðja mánuð nú í haust af þeim sökum. Þá hefur rekstur frystitogarans Hólmadr- angs ST valdið nokkrum vonbrigð- um, en úthafsveiðar hans hafa ekki skilað því sem vonast var til á þessu ári. Einkum voru ferðir í Smuguna í sumar rýrar. Fyrirsjá- anlegt er að nokkurt tap verður á þessu ári á rekstri Hólmadrangs hf. en aðgerðir undanfarinna mán- aða miða að því að tryggja rekstr- argrundvöll félagsins í framtíðinni. Hagnaður á næsta ári Gert er ráð fyrir að um 30 millj- óna tap verði á rekstri Hólma- drangs á þessu ári. Áætlanir gera hins vegar ráð fyrir verulega bættri afkomu strax á næsta ári þannig að hagnaður af rekstri verði 40-50 milljónir. Þessi um- skipti má einkum rekja til hag- kvæmari vinnslu og betri vöru úr hinum breyttu húsum á Hólmavík og Drangsnesi. Stefnt verður á að nýta frystitogarann Hólmadr- ang ST meira í íslenskri landhelgi og leggja minni áherslu á úthafs- veiðar en á þessu ári. Ljóst þykir að aðgerðir þessa árs, ásamt veru- legri aukningu hlutafjár, treysta mjög rekstrargrundvöll félagsins og því þykir ekki óeðlilegt að áætla að reksturinn geti skilað 50-60 milljóna hagnaði eftir næsta ár miðað við núverandi for- sendur. Stærstu hluthafar Hólmadr- angs eru Kaupfélag Steingríms- fjarðar með 45,1% hlut, Hrað- frystihús Drangsness með 17,4%, Hólmavíkurhreppur með 10%, VÍS með 6,4%, Útvegsfélag samvinnu- manna 5,7% og Olíufélagið með 4,2%. ERLENT Hólmadrangur hf. Þróun nokkurra rekstrarstærða árin 1993-1996 Rekstrartekjur Milljónir 829^6 króna Hagnaður 56,o n 1993 1994 1995 1996 Eigið fé Milljónir króna 1993 1994 1995 1996 Milijönir króna 1/1-31/8 I 1993 1994 SSm 1996 I í Veltufé frá rekstri Milljðnir króna 55,8 -154,2 1993 1994 1995 31/8 1996 ■7,2 Reuter Krefjast ógreiddra launa STARFSMENN rússneskra kjarnorkuvera efndu til mót- mæla við fjármálaráðuneytið í Moskvu í gær og kröfðust van- goldinna launa. Er líkt á komið með þeim og hundruð þúsunda opinberra launþega i Rússlandi sem eiga margra mánaða laun inni hjá vinnuveitendum sínum. Á skiltinu lengst til vinstri stendur: „Rússlandi til skammar að vísindamaður - eðlisfræðing- ur svelti.“ Víktor Tsjernomýrd- ín forsætisráðherra hét því í gær, að allar launaskuldir ríkis- ins yrðu gerðar upp í þessum mánuði, nema við hermenn. Krónprinsessa Japans gagnrýnir fjölmiðla Tókýó. The Daily Telegraph. MASAKO krónprinsessa í Japan gagnrýndi íjölmiðla í landinu fyrir að gefa ranga mynd af lífi sínu í keisarahöllinni í viðtali, sem birtist á mánudag. „í heildina hættir þeim til að leggja það mikla áherslu á einn þátt eða atriði að það virðist koma fyrir að þeir vitna í dæmi, sem ekki eru sönn, og draga öfgakenndar álykt- anir,“ sagði Masako í viðtali við jap- anska blaðamenn. Viðtalið er það fyrsta, sem hún veitir frá því að hún kvæntist Naruhito krónprinsi fyrir þremur árum, og veitti útvöldum japönskum blaða- og fréttamönnum einstakt tækifæri til að spyrjast fyr- ir um einkalíf keisarafjölskyldunnar. Það var veitt á föstudag til birtingar á mánudag af tilefni 33 ára afmælis Masako. Er hefðin að láta undan? Hefð er fyrir því að japanskir íjölmiðlar láti keisarafjölskylduna í friði og sýni henni virðingu, en upp á síðkastið hefur gætt tilhneigingar fjölmiðlamanna til að feta í fótspor starfssystkina sinna á Bretlandseyj- um. Hefur sviðsljós þeirra beinst að Masako og virðist mestur áhugi vera á því hvort barn sé í vændum. Þegar Naruhito krónprins gekk að eiga Masako Owada, „alþýðu- stúlku", sem gekk í Harvard og Oxford og var á framabraut í utan- ríkisráðuneytinu, bjuggust margir við því að fersku lofti yrði hieypt inn í japönsku hirðina. En Masako hefui' haldið sig til hlés frá því að hún varð prinsessa, brosir blítt og geng- ur nokkrum skrefum á eftir manni sínum þegar þau sjást opinberlega. Hún viðurkenndi í viðtalinu að hafa átt erfitt með að aðlaga sig nýjum lifnaðarháttum. „Ég á stund- um í erfiðleikum með að ná jafn- vægi milli þess að vera hin hefð- bundna krónprinsessa og hvernig mér líður sjálfri," sagði hún. „Senni- lega blunda í mér bæði hinir hefð- bundnu þættir og nýit' þættir og ég held að ég verði að láta hvora um sig ráða eftir því, sem við á.“ Japanskir fjölmiðlar láta hjónin að mestu leyti í friði. Flestar fréttir um Masako snúast um fatasmekk hennar. Fréttaflutningi er að miklu Reuter NARUHITO krónprins Japans og Ma- sako krónprinsessa á brúðkaupsdaginn 9. júní 1993. leyti stjórnað af hirðinni og útvalinn hópur blaðamanna, sem kalla mætti hirðfréttaritara, er mataður á upp- lýsingum. Þá hafa japanskir fjölmiðl- ar ekki úr jafnmiklu að moða og hinir bresku: japanska keisarafjöl- skyldan nýtur ekki sama frelsis og sú breska. Enginn úr keisarafjöl- skyldunni fer hvorki neitt án fylgd- ar, né fær að hitta vini án þess að það hafi verið fyrirfram skipulagt. Því hefur meira að segja verið hald- ið fram að Masako hafi þurft að láta ökuskírteini sitt af hendi þegar hún giftist. „Ýkjur“ og „tilhæfulausar vangaveltur" Masako gagnrýndi fjölmiðla fyrir að ganga of langt. „I einni frétt sagði að ég sæist aðeins þegar ég sæti í lest eða bíl og ég kæmi sjaldan fram opinber- lega,“ sagði hún og virtist eiga við skrif í bandarísku dagblaði. „Er þetta satt? Eru þetta ekki fullmiklar ýkjur?" Hún beindi spjótum sínum einnig að japönskum vikuritum, sem oft og tíðum birta slúður um frægt fólk, einkum og sér í lagi keisarafjölskyld- una. „Oftast virðast mér blöðin halda hlutum fram, sem reistir eru á tilhæfulausum vanga- veltum um keisarara- fjölskylduna, skrifstofu hennar og mig og birta æsilegar fyrirsagnir,“ sagði hún. Talið er að Masako hafi þarna átt við skrif um Akishino prins, yngri bróður krónprins- ins, sem hefur litla náð hlotið fyrir augum fjöl- miðla. I apríl komst á kreik kvittur um að Akishino, sem hefur verið kvæntur í sex ár og á tvær dætur, ætti ástkonu í Tælandi eftir að hann mætti ekki í veislu, sem haldin var til heiðurs Bili Clinton Bandaríkjaforseta. Var það skýrt með því að Akishino væri að fylgjast með fiski- sýningu í Tælandi. Tælenskur fiskur eða kvenfólk? Vikuritið Shukan Shincho steig skrefið til fulls í október og lýsti yfir því að prinsinn hefði meiri áhuga á tælensku kvenfólki, en tælenskum fiski. Yfirumsjónarmaður skrifstofu keisarafjölskyldunnar hélt á fund ritstjóra blaðsins og krafðist þess að þeir bæðust afsökunar. Þegar Akishino átti afmæli í nóv- ember gekk hann að vanda á fund blaðamanna, en nú brá svo við að hann sagði að þessar ásakanir væru úr lausu lofti gripnar á meðan kona hans Kiko stóð við hiið hans og brosti daufu brosi. Það þótti marka tíma- mót að hann prinsinn skyldi svara áburði af þessu tagi. Keisarafjölskyldunni er mjög í mun að koma í veg fyrir að fjölmiðl- ar fjalli um ríkisarfann og fjölskyldu hans með þessum hætti. Orlög kon- ungsfjölskyldunnar á Bretlandi og skilnaður Karls Bretaprins og Díönu eftir opinská viðtöl við fjölmiðla er ein helsta ástæðan fyrir leyndar- hyggju keisarafjölskyldunnar. Slíkt verður að forðast í Japan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.