Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 11 FRÉTTIR Deilt um lög- sögumörk und- ir Vatnajökli SVEITARSTJORNIR í Skútustaða- hreppi og Jökuldal eru ekki á eitt sáttar um lögsögumörk hreppanna, sem jafnframt eru sýslumörk N- Múlasýslu og S-Þingeyjarsýslu, milli Vatnajökuls og ármóta Jökulsár á Fjöllum og Svartár. Arnór Bene- diktsson, oddviti Jökuldæla, segist þess fullviss að viðræður hreppanna leiði til þess að sátt finnist í málinu. Mismunandi ýtrasta afstaða hrepp- anna ræður því til hvors sveitarfé- lagsins háhitasvæðið í Kverkfjöllurn kann að teljast og mannvirki, ferða- mannaskálar og flugbraut á svæð- inu. Á hinu umdeilda svæði rennur Jökulsá á Fjöllum á sandi og eyrum og er farvegur hennar breytilegur, að sögn Arnórs Benediktssonar, odd- vita Jökuldalshrepps. Hann segir að ágreiningur um lögsögumörkin hafi komið upp á yfirborðið í sumar en í ágúst sendi Skútustaðahreppur Jökuldælingum erindi með ósk um viðræður vegna málsins. Jökuldælir hafa að sögn Arnórs miðað við og hafa taíið að óumdeild hreppamörk til þessa hafi verið þau að dregin væri lína frá Fossi í Svartá í vörðu á Dyngjujökulsaurum. Mý- vetningar hafa hins vegar viljað miða við línu frá Fossi í Svartá að austurbrún Kverkfjalla. Á fundi sem viðræðunefndir sveit- arfélaganna áttu vegna málsins 28. ágúst sl. varð til málamiðlunartil- laga, sem feiur í sér að svæðinu yrði svo að segja skipt í tvennt milli hreppanna en meirihluti hrepps- nefndar Jökuldalshrepps hafnaði þeirri tillögu og sendi fyrir um það bil mánuði Mývetningum bréf og greinargerð með frekari rökstuðn- ingi í málinu. Arnór sagði í samtali við Morgunblaðið aðspurður um framhald málsins að það réðist af svari Mývetninga. „En ég á von á að þetta leysist, ég á alls ekki von á illdeilum." Hann áréttaði að ágreiningur hreppanna sneri eingöngu að lög- sögumörkunum; spurningunni um til hvors sveitarfélagsins þetta land skuli teljst en taki ekki til eignar- halds á landinu. ^ Hreppa-, sýslu- og kjördæmamörk eru G ' dregin að mynni Svart- ár í Jökulsá á fjöllum Holuhraun Únda- hraun DYNGJUJOKULL BRUAR- JÖKULL ) Krafa Jökuldals- hreppinga yj ^ Stækkað svæbi Krafa Skútustaða- hreþpinga Gjafir sem berast forseta íslands Eignaskrá haldin frá 1. ág- úst og reglur í undirbúningi KORNELÍUS Sigmundsson for- setaritari segir að teknar séu alvar- lega athugasemdir Ríkisendur- skoðunar um að nauðsynlegt sé að halda skrá yfir gjafir til forseta íslands og að settar verði reglur um hvetjar skuli teljast eign þjóð- arinnar og hverjar persónuleg eign forsetans. Að sögn Kornelíusar var gerð skrá yfir eignir forsetaembættisins á Bessastöðum við forsetaskiptin 1. ágúst síðastliðinn. „Við munum taka á þessu og þetta verður leyst á komandi vikum og mánuðum. Að sjálfsögðu er til eignaskrá á Bessastöðum yfir allt sem þar er innanhúss, bæði smátt og stórt. Við erum hins vegar að tala um að hefja innan skamms skráningu á öllu því sem við bætist jafnóðum," segir hann. Kornelíus segir ennfremur að skoðað verði hvernig setja megi reglur um gjafir til forseta að feng- inni þessari ábendingu Ríkisendur- skoðunar. Hann segir að oft sé þó erfitt að greina á milli persónulegra gjafa til forsetans og opinberra gjafa sem teljast eign embættisins. „Við getum tekið sem dæmi að þegar forsetinn var á ferð í Bolung- arvík og kom þar inn í hannyrða- verslun var honum færð ullarhúfa að gjöf. Spurningin er sú hvort hún sé eign þjóðarinnar eða hvort ætl- ast sé til að forsetinn beri hana sjálfur? Að sjálfsögðu eru allar stærri gjafir eign þjóðarinnar, eins og til dæmis málverk sem forseti fékk í opinberri heimsókn sinni til Danmerkur á dögunum. Það er að sjálfsögðu þjóðareign og hangir nú uppi á vegg á Bessastöðum, merkt sem slíkt. Auðvitað verður erfitt að draga skýra línu þarna en þetta verður allt skoðað á næstunni," segir hann. Skoðunarferðir hópa Að sögn Kornelíusar hefur nú verið opnað fyrir heimsóknir al- mennings til Bessastaða. Er þegar farið að taka á móti einstökum hópum í skoðunarferðir á staðinn, þar sem gestir geta skoðað gjafir sem embættinu hafa borist, húsa- kost og innbú. Þessar heimsóknir hafa ekki verið skipulagðar á ákveðnum dögum heldur er orðið við óskum um skoðunarferðir þegar þykir henta og hafa þó nokkrir hópar nú þegar komið í slíkar ferð- ir, að sögn Kornelíusar. Ferðakostnaður rúmast ekki innan dagpeningamarka í umfjöllun urn forsetaembættið í endurskoðunarskýrslu sinni vekur Ríkisendurskoðun sérstaka athygli á að reglur fjármálaráðuneytisins leyfi ekki greiðslu dagpeninga skv. sérkjörum til annarra en upp eru taldir í reglum ráðuneytisins. Korn- elíus segir að fjármálaráðuneytið hafi ákveðnar reglur um greiðslu dagpeninga til forseta, ráðherra og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Það sem Ríkisendurskoðun eigi við með athugasemd sinni sé að þegar lægra settir embættismenn eru á ferðalagi í fylgd með forseta hafi komið fyrir að ýmiss kostnaður, s.s. gistikostnaður, hafi verið það hár að hann hafi ekki rúmast innan dagpeningamarkanna. „Forseti gistir ef til vill ívið betur en aðrir sem eru einir á ferð og velja sér gististað eftir eigin höfði, og þá hefur verið greitt til viðbótar til þess að bæta fólki þennan mis- mun,“ segir Kornelíus. Störf Evu Klonowski réttarmannfræðings í Bosníu BréfBildts komið til forsætis- ráðherra BRÉF sem Carl Bildt, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, skrifaði tl að óska eftir að Eva Klonowski réttarmannfræðingur fengi leyfi frá störfum til að stjórna uppgreftri ijöldagrafa, hefur nú borist Davíð Oddssyni forsætisráð- herra. Þegar Eva kom heim í stutt leyfi frá störfum í Bosníu í lok októ- ber frétti hún að starf hennar á Landspítalanum verið lagt niður. Hún vakti þá athygli á að Carl Bildt hefði í bréfi til forsætisráðherra sérstaklega óskað eftir að hún fengi leyfi frá störfum á íslandi til að geta haldið áfram rannsóknum í Bosníu. Forsætisráðuneytinu hafði þá ekki borist bréfið. Á leiðtogafundi Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu í Lissabon nýlega óskaði Davíð eftir skýring- um Bildts á erindinu. Bildt útvegaði þá afrit af bréfinu og afhenti for- sætisráðherra. Bréfið er dagsett 25. október. í fréttatilkynningu frá for- sætisráðuneytinu segir að afrit hafi nú einnig verið sent heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. I bréfinu er bent á mikilvægi þess fyrir sættir stríðandi aðila í Bosníu að grafa upp og bera kennsl á líkamsleifar þeirra sem horfið hafa, og að Eva muni leiða tvo þætti þessa starfs. Af þessum sök- um óskar Bildt eftir að „ríkisstjórn- in láni dr. Klonowski til embættis míns til þessara starfa, eða veiti henni átta mánaða leyfi frá störfum við Háskóla íslands til þess að hún geti stjórnað þessum verkefnum." Éfc HúiVvaUli /0) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 *Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - SPENNA, DULÚÐ OG MÖGNUÐ ÚR ÁLÖGUM eftir Stephen King Stephen - einn magnaðasti spennubókahöfundur BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.