Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 39 Einelti loðir við lélega skóla... FRÁ sjónarhóli foreldra er einelti . sem barn þess verður fyrir í skóla verra en flest sem er vont. Einelti ’ er verra en matareitrun, verra en I líkamlegur sársauki. Ef börn fengju matareitrun sem rakinn yrði til skólaeldhússins væri næsta víst að almenn reiði brytist út. Strax yrði farið í leita að orsökinni. Matvæla- eftirlit rannsakaði mál- ið, sýni tekin og rann- sökuð með hraði. ^ Strangar reglur um . meðferð matvæla yrðu ' settar í kjölfarið. Málið I vekti mikla athygli blaðamanna sem gerðu matareitruninni ítarleg skil í útvarpi, blöðum og sjónvarpi. Viðtöl við fórnarlömbinn og skólastjórann sem lof- ar að slíkt komi ekki fyrir aftur. Þolendur } matareitrunarinnar I fengju að sjálfsögðu viðeigandi umönnun og meðul en málið yrði í ekki látið vega salt á milli aumra maga og baktería og lítið gert í málinu þar með. Engum dytti í hug Það verður að foreldra- væða skólana, segir Benedikt Halldórsson, og koma á samkeppni k á milli þeirra. að halda því fram að ástæða þess að sum börn fengu í magann en önnur ekki, þrátt fyrir að öll borð- uðu skemmda matinn, væri við- kvæmir magar þeirra sem veiktust. Að minnsta kosti væri það algjört aukaatriði. Foreldrar barns sem er lagt í } einelti í skóla búa stundum við tvö- | fallt ofbeldi, barn þeirra er lamið, því útskúfað og það niðurlægt sem er meira en nógu slæmt, þótt ekki bætist við sinnuleysi skólans sem er kannski ekki með neinar eineltis- varnir og firrir sig allri ábyrgð með því að segja að hlutverk skólans sé að kenna en ekki að ala upp krakk- ana, það sé hlutverk heimilanna. Frá sjónarhóli foreldra er slíkt við- horf gersamlega óþoiandi, þeir ) verða að treysta því að skólinn sé | ekki bara kennslustofnun sem kennir lestur, skrift og reikning, heldur verður skólinn líka að vera börnunum skjól á meðan þau eru þar, veiti þeim vernd fyrir ofbeldi og einelti. Vorið 1992 lét fræðsluskrifstofa Reykjavíkur gera athugun þar sem 3.198 nemendur í 4.-10. bekk í grunnskólum voru spurðir, m.a. um einelti; fjórum árum seinna eru nið- urstöðum ekki komnar enda er hér | ekki um matareitrun að ræða og ekkert liggur á. Frá sjónarhóli foreldra er sá skóli vondur þar sem barn þess er lagt í einelti. Opinberlega eru engir lé- legir skólar. En þar sem skólar eru misgóðir eins og önnur mannanna verk hafa skólayfirvöld gripið til þess ráðs að leyna fyrir almenningi ^ hvernig skólarnir standa sig á ýms- um sviðum. Þeir þingmenn sem eru á móti því að birtar verði prófniður- stöður úr samræmdum prófum eru þá líka á móti því að aðrar upplýs- ingar berist úr skólastarfi til al- mennings sem gætu bent til „mis- mununar". Þá eru þeir væntanlega á móti eineltiskönnunum og öðrum upplýsingum um líðan barnanna á sömu forsendum, til þess að foreldr- ar komist ekki að því hvernig skól- arnir eru. Bam sem lagt er í ein- I elti hefur ekki sömu tækifæri til að njóta hæfileika sinna og hin. Það verða því að teljast eðlileg mann- réttindi foreldra að fá upplýsingar um hvernig skólarnir standa sig í þessum og öðrum efnum. Réttindi barna í grunnskólalögum verða ekki tryggð með blekkingum. Ef þing- menn vilja tryggja grunnskólabörn- um svipuð gæði þá er það þeirra og sveitarstjórnamanna, að gera það sem þarf að gera til að svo verði. Allir skólar ættu að gangast undir regluleg- ar kannanir, nokkurs konar samræmd gæða- próf . Slíkar kannanir yrðu ekki neinn stóri- dómur, en gæfu miklu betri vísbendingar um ástand hvers skóla en ýmsar sögur sem ganga um þá. Skýringa á slakri útkomu yrði að finna á næsta leiti en ekki einhvers staðar á milli himins og jarðar. í dag er staðan sú að fólk myndar sér skoðun um hvern skóla eftir krókaleiðum og stundum hefur Gróa á leiti tekið að sér að miðla fréttum til almenn- ings. Skólarnir verða að fá njóta sannmælis og það verður aðeins gert með ítarlegum upplýsingum. Með því að birta slíkar kannanir opinberlega verður samkeppni um að uppræta einelti. í hvert sinn sem kannanir um skólana eru birtar opin- berlega verða sveitarstjórnamenn tilbúnir með budduna og gera það sem þarf að gera ef skólinn kemur illa út, til að tryggja íbúunum sam- bærileg gæði við það sem best ger- ist. Skólar sem kæmu vel út í könn- unum og ná árangri í baráttunni gegn agaleysi og fleiri kvillum munu deila aðferðunum með hinum vegna þess að til þeirra verður leitað, ár- angurinn verður öðrum til eftir- breytni. Smátt og smátt munu ýms- ar lausnir gegn aga og einelti líta dagsins ljós. Blekkingar munu víkja fyrir reynslu og samkeppni um gæði. Einelti, ofbeldi, skortur á aga og ýmislegt sem út af ber á sólarbraut skólakerfisins eru allt greinar af sama meiði. Ef tekið væri á einelti með ýmsum fyrirbyggjandi aðgerð- um leysa menn mörg önnur vanda- mál í leiðinni. Til að uppræta ein- elti verður að koma á langþráðum aga og bæta samskipti nemenda með ýmsu móti sem aftur hefur áhrif á vinnuandann og námsárang- ur. Vinnan gegn einelti gæti orðið sá vendipunktur sem snýr þróuninni við. Þá gæti árangurinn orðið meiri en sem nemur aðgerðinni og kostn- aðurinn minni en sem nemur hagn- aðinum. Þegar skólar fara að kepp- ast um að uppræta einelti með hjálp foreldra, hverfasamtaka og fleiri aðila sem ynnu eftir ákveðnu skipu- lagi í anda slysavarna og bruna- varna mun einelti hverfa úr skólun- un og þá munu sálfræðingar þylja upp einkenni þeirra skóla þar sem börnum er hætt við að lenda í ein- elti. En í dag eru það eru bara börnin sem eru misjöfn (aumir magar!), ekki skólarnir. Þá verður hætt þeim ósið að líta á einelti sem persónulegt vandamál einstakra barna og foreldra þeirra og farið að líta á það sem vanda- mál skólans, hverfisins eða bæjarfé- lags sem allir taka þátt í að leysa, sem kemur öllum við því engjnn vill búa í hverfi þar sem ofbeldi er daglegt brauð. Óll börn geta lent í einelti. Þau þurfa aðeins að vera á röngum stað, á röngum tíma. Það er eineltið sjálft sem gerir þau varnarlaus og varnar- leysið sem viðheldur eineltinu. Það verður að foreldravæða skólana og koma á samkeppni milli þeirra og þá munu menn sjá að einelti loðir við lélega skóla eins og skítur við sóða. Höfundur er hnfnarverkamaður og í foreldrafélagi. Benedikt Halldórsson Fjáiniög-nun heilbrigðiskerfisins í DAG, 5. desember 1996, féll í héraðsdómi Reykjavíkur dómur sem er um margt at- hyglisverður. Um var að ræða mál sem nokkrir læknar Landspítalans höfðuðu gegn stofnuninni til innheimtu ógreiddra launa. Læknarnir höfðu gert samning við stofn- unina um að þeir sæju sjúklinga á göngudeild utan síns vinnutíma og stofnunin innheimti greiðslur og skipulegði starfsemina gegn því að fá hluta þóknunar- innar. Um var að ræða samning sem var til hagsbóta fyrir alla aðila. Stofnunin fékk arð af húsnæði og rekstri sem annars nýttist lakar, læknarnir komust hjá því að eyða dýrmætum tíma sínum í að stjórna rekstri og sjúklingarnir gengu til læknis síns á göngudeild þar sem viðbúnaður er hvað bestur. En þegar koma átti til greiðslu var kröfum hafnað á þeirri forsendu að fjárveit- ing væri ekki til staðar. Þó lá fyrir undirskrifaður samningur og skýr fyrirmæli heilbrigðisráðherra um að greiðslu skyldi inna af hendi. En nú hefur héraðsdómur kveðið upp þann dóm, eftir þriggja ára þóf, að greiða skuli læknunum launin með vöxtum og dráttarvöxtum, fyrirsjáanlega samtals á fjórða tug milljóna. Hluta upphæðarinnar hefði mátt spara með eðlilegri afgreiðslu málsins. Þetta mál er ekki síst athyglisvert þegar haft er í huga að víða í heil- brigðiskerfmu eru gerðir samningar um svokölluð ferliverk þar sem heil- brigðisstofnanir og læknar gera í sameiningu út á Tryggingastofnun. Oft er um að ræða tilraunir til að auka nýtingu á húsnæði og dýrum búnaði. Dæmi eru um að læknar stórauki tekjur sínar í vinnutímanum með ferliverkum. Þetta eru lýsandi dæmi um þann glundroða sem ríkir í fjármögnun kerfisins. Heilbrigðisstofnunum er gert að afla sértekna en ekki til ákveðinna nota. Algengt er að sér- tekjur séu innheimtar fyrir rekstur sem rekinn er með fastri fjárveitingu en sértekjurnar síðan notaðar til annars. Dæmi eru síðan um að rekst- ur dragist saman vegna þess að verkefnin flytjist annað en fjárveit- ingin haldist svipuð eftir sem áður. Nýjasta dæmið úr þessum frumskógi er afsláttur, sem stofnanirnar krefj- ast af lyfjaheildsölum. Stofnanirnar halda sjálfar afslættinum en rukka síðan Tryggingastofnun um fullt verð. Um er að ræða háar upphæð- ir. E.t.v. er markmiðið að hvetja stofnanir til þess að ganga hart fram í lækkun lyfjakostnaðar. Um það er allt gott að segja en jafnframt vakn- ar sú spurning hvort heppilegt sé að stofnanirnar hafi beinan hag af því að sem mest sé notað af dýrustu lyfjunum. Fálmkenndar fjármögnunarað- ferðir í heilbrigðiskerfinu koma verulega að sök með því að torvelda allt skipulag. Allir sem fylgst hafa með rekstri stóru spítalanna í Reykjavík á undanförnum árum vita hve illa hefur gengið að skipuleggja starfsemina. Aftur og aftur, stund- um oft á ári, hefur orðið að draga saman starfsemi með litlum fyrir- vara með þvi að loka deildum. Aug- Ijóst er, að ef ekki er sagt upp starfs- fólki, spara slíkar lokanir aðeins litla fjármuni en valda auknum kostnaði með því að minnka framleiðni við- komandi stofnunar. Glundroðinn, sem lýst er hér að ofan á meðal annars rætur að rekja til óheilbrigðs rekstrarumhverfis og sífellds flats niðurskurðar. Óheil- brigt rekstrarumhverfi birtist í skorti á þarfagreiningum og kostnaðar- greiningum og þar af leiðandi óraun- hæfum áætlunum. Síendurtekinn flatur niðurskurður með of þröngum fjár- hagsramma veldur því að stjórnendur draga úr starfsemi án þess að tekið sé nægilegt tillit til áhrifa á framleiðni. Leiða má að því rök að aðhald og niður- skurður síðustu ára hafi skilað nokkrum raun- spamaði með því að flýta fyrir nauðsynlegri endurskipulagningu á rekstri. Einnig má leiða að því rök að ef haldið verður áfram á sömu braut muni það hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Á næstu átta árum, eða fram til ársins 2005 mun rekstur Ríkisspítala kosta um 55 til 60 millj- arða, þ.e.a.s. ef það tekst að koma Endurskipuleggja þarf fjármögnun heilbrigðiskerfísins frá grunni, segir ----------------------- Olafur Steingrímsson, og byggja í kerfið hvata til hámarksnýtingar fjármagns, mannafla og búnaðar. í veg fyrir aukinn rekstrarkostnað. Eina leiðin til að koma í veg fyrir hækkun kostnaðar er að leggja áherslu á hagræðingu og aukna framleiðni. Leiðir að markinu eru einkum þijár. í fýrsta lagi þarf að endurskipuleggja fjármögnun heil- brigðiskerfisins frá grunni og byggja inn í kerfið hvata til hámarks nýting- ar fjármagns, mannafla, húsnæðis og tækjabúnaðar. Nýlega var flestum ferliverkasamningum á sjúkrahúsum sagt upp og vonandi er það upphaf endurskipulagningar fjármögnunar- aðferða í heilbrigðisþjónustunni. I öðru lagi þarf að leggja aukna áherslu á að riýta framfarir í upplýs- ingatækni. Á sjúkrahúsum er enn pappírsflóð og mikill hluti af vinnu- tíma heilbrigðisstarfsfólks fer í öflun, miðlun og aðra meðhöndlun upplýs- inga. Ef að líkum lætur mun engin fjárfesting skila meiri hagnaði, krónu fyrir krónu, en fjárfesting í öflugum pappírslausum upplýsinga- og sam- skiptakerfum á sjúkrahúsum. í þriðja lagi er endurnýjun hús- næðis ein megin forsenda þess að böndum verði komið á kostnað í heil- brigðisþjónustunni. Af einhveijum furðulegum ástæðum hefur á undan- förnum árum myndast pólitísk sam- staða um að koma í veg fyrir eðlilega uppbyggingu og endurnýjun hús- næðis á lóð Landspítalans. Þegar verst hefur kreppt að hefur gjarnan verið leitað lausna utan spítalalóðar- innar. Nú er svo komið að húsnæði spítalans er orðið úrelt og óhag- kvæmt í rekstri. Viðhald og breyting- ar kosta of fjár. Árlega þarf að veija 750 til 800 milljónum til reksturs, viðhalds og breytinga á húsnæði Rík- isspítala. Með sama áframhaldi mun ; upphæðin á átta ára tímabilinu til ársins 2005 verða meira en sex millj- arðar. Brýnt er að yfirvöld horfist í augu við þá staðreynd að til þess að nýta vel þau mannvirki sem nú eru í notkun og halda rekstrarkostnaði í lágmarki þarf að leggja til nýbygg- inga á Landspítalalóð í það minnsta sömu upphæð, þ.e.a.s. sex milljarða, á næstu átta árum. Fyrsta skrefið í endurskipulagn- ingu byggingamála er að koma á einni yfirstjórn. Nú eru byggingamái - á Landspítalalóð undir stjórn þriggja mismunandi aðila. Takmarkaðar fjárveitingar sem dreift er til þriggja aðila nýtast ekki sem skyldi. Ef ekki tekst að ná fram þeim markmiðum sem lýst er hér að ofan, má telja víst að kostnaður við heil- brigðisþjónustu muni vaxa óhóflega eða þjónusta versna til muna á næstu árum, nema hvort tveggja verði. Höfundur er yfirlæknir & sýklafræðideild Landspítalans og framkvæmdastjóri sýkla- og veirvfræðisviðs Ríkisspítala. R^mingar- sala Stórlækkað verð á gardínuefnum og smávörum. 4^1 f . % ■f B %m) * Allt á að seljast. * Alnabúöin Suðurveri, s. 588 9440. Ólafur Steingrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.