Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR_____________ BÓK UM VON Hugur og hönd LIST OG HÖNNUN llciniilisiönaöarfclag í s I a n d s ÁRSRIT Ritnefnd Gréta E. Pálsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hildur Sigurðardótt- ir, Sæiurn Þorsteinsdóttir, Þórir Sig- urðsson. Ábyrgðarmaður Heiður Vigfúsdóttir. ÁRSRITI Heimilisiðnaðarfélags íslands virðist stöðugt vaxa ásmegin um vel hannað útlit, þannig man ég ekki eftir fegurri kápu utan um það en í ár og hafa þær þó áður vakið aðdáun rýnisins. Er einföld og látlaus en mestu varðar þó hin tempraða heild og samhverfa uppbygging. Um er að ræða ljósmynd Friðriks Frið- rikssonar af verki úr gleri og stein- steypu eftir Ingu Elínu Kristinsdótt- ur og er fyrsta grein ritsins einmitt um listakonuna. Bakhlið kápunnar prýðir svo falleg lopaauglýsing frá Islenzkum textíliðnaði, en ullariðnað- ur í Mosfellsbæ er 100 ára um þess- ar mundir svo sem einnig kemur fram í ritinu. Endurspeglar kápan þannig á báðum hliðum markaða stefnu ritsins, að kynna list og íðir á breiðum grunni. Ritið er fjölþætt að venju, þannig að ekki eru tök á að tína til annað en það er helst vakti athygii. Auk ofanskráðs skai nefna grein um Maríuklæðið á Gljúfrasteini, sem Auður Laxness teiknaði upp og end- urgerði 1955, eftir illa farinni frum- útgáfu á Þjóðminjasafninu frá 16 öld. Vildi hún gera eitthvað eftir- minnilegt og tileinka manni sínum í tilefni nóbelsverðlaunanna, en frum- drögin hafði hún gert á námsárunum í Handíða-_ og myndlistarskólanum 1947-49. Ásdís Birgisdóttir skrifar um fléttumynstur, einkum mýrar- fléttuna, tengsl mynsturgerðarinnar við útskurð og náttúru og rekur sögu þess til keltneskrar og íslamskrar listar. Þá er grein um Alexíus Lút- hersson sem tók upp á því 56 ára gamalla að hefja nám í Myndlista- og handíðaskóla Islands og var þar lengstum viðloðandi, vinsæll og nýtur maður. Hjálparhella nemenda við málmsuðu til hins síðasta, en hann lést á sl. hausti. Mikil vakning hefur orðið á undan- fömum árum um nýtingu íslenzks hráefnis sem hágæðavöru í almennri Kápumynd tímaritsins er Leyndarmálið, verk úr gleri og steinsteypu eftir Ingu El- ínu Kristinsdóttur. hönnun og tízkuiðnaði. I þessu hefti er sagt frá möguleikum hreindýra- leðurs sem mjög hefur sótt fram, einkum þó á Fljótsdalshéraði austur. Þá er grein um þann fræga mann Kaffe Fassett og sýningu hans á pijónlesi og útsaumi í Hafnarborg, en hann tók íslenzkar freyjur með stormi í ársbyijun. Veigamesta fram- lagið er þó grein um innflutta álna- vöru árið 1752, Klæðavefsmiðjur, tauvefsmiðjur og litunarefni á 18. öld eftir þ_ær Áslaugu Sverrisdóttur og Fríði Ólafsdóttur. Að fiska upp slíka þekkingu er ómetanlegt og getur orðið hugmyndaríkum vegvísir til frumlegra vinnubragða sem skilar svo af sér ómældum verðmætum. Margar smærri og upplýsandi greinar eru í ritinu og það á erindi til allra sem unna þjóðlegum fróðleik og áhuga hafa á fremd jarðtengdra vinnubragða í hönnun og listíðum. Loks má vekja athygli á, að heimilis- iðnaður, handíðir og hvunndagur for- tíðar eru orðin að hluta af núlistum dagsins. Allt sem horfið er og eyðist sbr. stórstirnið Christian Boltanski og ýmsa af yngri kynslóð íslenzkra myndlistarmanna. Gerir ritið enn forvitnilegra þannig að eðlilegt væri að það lægi frammi sem víðast þar sem almenningur getur nálgast það. Frágangur ritsins er hinn vandað- asti og hinir metnaðarfullu og hug- umstóru útgefendur hafa reynt að hafa auglýsingar í lágmarki en þeim meira af lesmáli og ljósmyndum. Bragi Ásgeirsson BÓKMENNTIR II a r n a I) ó k MAJA, HVAÐ ER FERÐALAG? Höf. Regine Schindler Myndskr. Sita Jucker. Kristján Oddsson. 28 blaðsíður. Skjaldborg. ÞÝDDAR bamabækur? Ég efað- ist um gildi þeirra, hvort reynslu- heinur erlendra höfunda ætti eitt- hvert erindi við íslenzk börn. Börn eru fæst orðin svo forfrömuð að þau skilji aðra heima en þann sem þau eru alin upp í. En Alheimsþorpið er alltaf að stækka og reynsluheimun- um að fækka. Maja, hvað er ferðalag er þýdd bamabók, en ég efast ekki. Sagan er um Matta, varla eldri en sex ára, sem býr í borg. Eftir skóla fer hann oft út í eyju sem hann á. Það er reyndar bara venjuleg umferðareyja í miðjum umferðarnið borgarinnar, en eyja engu að síður. Þar hittir hann yfirleitt Maju, vinkonu sína og hundinn hennar, Kol. Maja er eitt- BÆKUR Þýddar frásagnir SÚPA FYRIR SÁLINA Ritstýrð af Jack Canfield og Mark Victor Hansen. Þýðing: Helgi Már Barðason. Vaka-Helgafell 1996. 288 bls. í SÚPU fyrir sálina eru u.þ.b. 80 heilnæmar stuttar sögur og sögu- brot, oft í dæmisagnastíl, Ijóð og heilræði. Bókinni er skipt í tíu kafla og af heitum þeirra má nærri geta um umfjöllunarefni: Kærleikur; Að þykja vænt um sjálfan sig; Uppeldi; Lærdómar; Þú getur það!; Láttu drauminn rætast; Að sigrast á hindr- unum; Speki úr ýmsum áttum; Um dauðann; Óvenjuleg afstaða. Bókinni er ætlað að flytja lesend- um jákvæðan og uppbyggilegan boð- skap. Hversdagsleiki venjulegs fólks er gjarnan settur í sögubúning og reynt að gæða hann almennri speki og siðferðilegum skilaboðum. Oft tekst þetta ágætlega en stundum er siðfræðin málum blandin. Til dæmis í sögunni um Tveggjadalaseðilinn: góðmennskupredikuninni fylgir hvað eldri en Matti, sennilega eitt- hvað kringum sextán ára, og maður fær fljótt á tilfínninguna að hún sé einhvers konar huldustelpa - hún virðist ekki vera neinum háð, hafa skyldum að gegna eða neitt í þá átt. En þegar Matti kemur einu sinni fyrr en venjulega á eyjuna sína verð- ur ljóst hvers kyns er; Maja er fík- ill, eða dópisti eins og það heitir víst á hreinskilnu, gagnorðu máli. Einsog aigengt er með bækur fyrir yngri börn eru myndir stór þáttur í sög- unni. Þær gerir kona að nafni Sita Jucker, oftar af vilja en getu. Mynd- irnar eru vatnslitamyndir, unnar eins og um olíumálverk væri að ræða. Þær em fallegar, margar hveijar, jafnvel þær sem eiga að vera drungalegar (ljótar). Litirnir eru of bjartir og lýsa of mikilii hamingju en samt ekki. Það er líkast því að einhver gegnsæ dula liggi yfír mynd- unum, og sú dula lýsir einhveiju öðru en hamingju. Texti sögunnar er sannur, hann segir eitthvað, er ekki bara orð. Fíkninni er lýst einsog hún er, hún er hvorki fegruð né er hún sögð sem Sæt súpa vænn skammtur af hæpnum mark- aðshyggjuboðskap. Sagan um Poka- kerlinguna þykist hafa biblíulegar skírskotanir en er í mínum huga líka dæmisaga um hvernig við reynum stundum að friða samviskuna, einu sinni á ári eða svo, t.d.með peningag- jöfum til líknarfélaga, en lokum aug- unum fyrir rótum meinsins; hjálp- ræðið skal vera ölmusa, t.d. súpu- gjafir á vegum góðgerðarfélaga, en ekki raunverulegar lausnir sem byggjast á félagslegum réttindum. Sumar sögurnar eru helsti væmn- ar og grátkirtlaertandi. Augu fyllast tárum og hjörtu opnast upp á gátt. Viðlíka tilfinningasemi er ekki fyrir- ferðarmikil í íslenkri sagnagerð. Ekki trúi ég því að hjartnæm að- ferðarfræðin í sögunni Andi jóla- sveinsins ..., um það hvernig skýra gapandi, botnlaus gjá. Það er líkara sem hún sé svipuð fárviðri; enginn kærir sig um það, en engu að síður er það til. Lendi fólk í því getur það annaðhvort lagst niður og gefíst upp eða haldið í vonina að það fínni neyðarskýlið. Samræmi milli mynda og texta er mjög gott, þ.e. efni mynda og texta er það sama á sömu opnu. Reyndar er uppsetning textans ekki alls staðar uppá marga físka. Hann er slitinn sundur með löngum, hvít- um eyðum. Tvíræðni titilsins (Mia, was ist ein Trip?) kemst ekki í gegn í þýðing- unni, ferðalag á íslenzku merkir aðeins eitt. Annars er þýðingin nokkuð góð að frátöldu danska sníkiorðinu „ske“ á opnu 5. Er það vitleysa í mér eða á íslenzkan ekki orðið „gerast", sem þýðir nákvæm- lega það sama? Ef ætti að lýsa í einu orði um hvað bókin er þá væri það von. Vonin er alltaf til staðar, ef maður bara nennir að standa upp og opna augun. Heimir Viðarsson á barni sínu frá því að jólasveinninn er ekki „raunverulega" til (en samt ...) gagnist íslenskum foreldr- um. Þetta er einn helsti gallinn við boðskapinn í bókinni: Hann er mið- aður út frá bandarísku þjóðfélagi. Því fer þó víðs fjarri að þarna komi til skjalanna það samfélag kom upp úr kafinu í óeirðunum í Los Angeles 1992. Nei, viðmið og sjónarhorn í þessu tilfelli er bandarísku (hvítu) millistéttarinnar og einkum efri hluta hennar. Margt er þó sæmilega heppnað og af mörgum heilræðanna má sjálf- sagt hafa gagn og gaman. Allur frágangur bókarinnar er til fyrirmyndar og þýðing Helga Más augljóslega lipur og góð. Bókarkápa er í sjálfu sér ágæt, hæfilega „nýald- arleg“ í útliti, en heldur finnst mér ívitnuðu lofi á henni ofaukið. Ekki trúi ég öðru en auglýsingasálfræði sýni einhvers staðar fram á ákveðið mettunarmark svona auglýsinga- brellna og að of mikill ákafi í slíku verki neikvætt. Á enskri tungu er svona lagað kallað „overkill". Á ís- lensku væri hægt að segja „fyrr má nú rota en dauðrota". Geir Svansson FRÆÐIRIT II a n d b ó k INNSÝNí MANNLEGA TILVERU Handbók með tilgátum að vísinda- grein í mótun: „Eðlisfræði mannlega sviðsins" eftir Einar Þorstein. Fjölvi, 1996,239 síður. HEIMSMYNDIR okkar, hvort sem þær byggjast á trúarbrögðum eða vísindum, grundvallast á því að eitt þekkingarform er tekið fram yfir annað. Þær eru því ekki á neinn hátt merkilegri en eldri heimsmyndir heldur túlkun sem handhafar sannleikans á hveijum tíma standa vörð um. í bók Einars Þorsteins, Innsýn í mannlega tilveru, er þessi hug- mynd í brennidepli. Markmið höf- undar er að leggja grunn að nýjum vísindum, sem hann kallar eðlis- fræði mannlega sviðsins, og sett eru fram sem nokkurs konar val- möguleiki við þá vísindahyggju sem tröllriðið hefur vestrænum heimi síðustu tvö hundruð árin eða svo. Bókin skiptist í fjórtán kafla og bókarauka undir fyrirsögnum á borð við „Mannleg tilvera", „Hug- arorkan“, „Ómannleg öfl“ og „Annars konar raunveruleiki“. Hún er sett upp eins og handbók að því leyti að hveijum kafla er skipt upp í efnisgreinar sem hver ber sína fyrirsögn sem jafnframt er uppflettiorð. Auk þess fylgja henni orðskýringar og skrá yfir heimildir og tilvitnanir. Sannleikurinn er þarna úti Grundvöllur hinna nýju fræða er hugtök eins og „grunntilvera", sem Ieysir af hólmi óljós hugtök nýaldarinnar, hið „óefnislega“ og „mannlega sviðið“ sem nær yfir báðar deildir mannlegrar tilveru, efnisheiminn og grunntilveruna. Eðlisfræði mannlega sviðsins sæk- ir hugtök til hefðbundinnar eðlis- fræði, orku, tíðni og flæði, svo nokkuð sé nefnt um leið og hún samþykkir ýmsar kenningar sem útilokunarhættir orðræðunnar hafa fyrir löngu afgreitt sem „bá- biljur“, með réttu eða röngu. Segja má að bókin sé tilraun til að skapa orðræðu um hin svokölluðu and- legu málefni þegnrétt með því að veita henni i farveg viðurkenndrar orðræðu vísindanna og gera hana um leið marktæka. Talað er um að nýir tímar séu í aðsigi; dreginn er fram rykfallinn boðskapur frá öllum tímum í því skyni að „leiða okkur nær hugsanlegum nýjum raunveruleika" (20). Lýst er lækn- ingum sem minna á töfralækning- ar frumstæðra þjóða, áhersla lögð á lífheildarhyggju og sagt frá reynslu geimmanna eða þeirra sem komist hafa í kynni við verur frá öðrum hnöttum í því skyni að færa rök fyr- ir því að við, maður- inn, séum miklu frem- ur andlegar en efnis- legar verur. Ekki ætla ég að leggja mat á hug- myndagrundvöll Ein- ars sem slíkan en á hinn bóginn virðist mér sem í fræðum hans búi ákveðin þversögn því þau byggja að einhveiju leyti á orðræðu þeirra vísinda sem hann hafnar á þeim forsendum að þau séu „hvorki hlutlaus né [bygg- ist] eingöngu á þorsta mannsins í að fræðast meira og meira um til- veru sína“; að þau séu „hagsmuna- tengd og kreddufull valdastofnun" (161). Hann seilist einkum eftir niðurgröfnum jarðlögum þekking- arinnar og nefnir fjölmörg dæmi um kenningar sem orðið hafí und- ir vegna „sannleiksvilja" vísind- anna, svo vitnað sé í hugtak Ni- etzsches. Ejallað er um vísinda- menn sem áttu undir högg að sækja og fengu ekki viðurkenningu af þeim ástæðum að hugmyndir þeirra, hversu góðar sem þær annars voru, sam- ræmdust ekki ríkjandi hugsunarkerfum. Það er í raun ekki nýtt að orðræða um manninn leiti skjóls hjá raun- greinum á þennan hátt, þær voru jú að vissu leyti fyrirmynd mann- vísindanna þegar þau urðu til á nítjándu öld. Ef marka má bók Ein- ars erum við þá komin í hring: nú þegar mannvísindin, með sálfræð- ina í broddi fylkingar, ráða ekki lengur við tilvist mannsins skal farið í orðaforða raungreinanna til að útskýra óefnislega tilvist mannsins og tilkallið til sannleik- ans undirstrikað. Eldri hugsunar- kerfi eða „forrit" menningarinnar, eins og Einar nefnir þau, skulu jafnframt klædd í þennan sama búning. Slík viðleitni er svo sem góð og gild en því miður fer hún fyrir ofan garð og neðan í þessari bók. Hér ægir saman undarlegum frá- Elnar Þorsteinn Ásgeirsson sögnum og loftkenndri speki sem afar erfitt er að henda reiður á. Bókin er að nokkrum hluta tilvitn- anir í „meistara" sem fundið hafa sannleikann og þar er lítið rúm fyrir efasemdir eða hlutleysi af nokkru tagi. Sannleikurinn er lagð- ur í munn geimvera sem við eigum að geta náð sambandi við ef við bara viljum: hann er „þarna úti“. Framundan er einhvers konar „hreinsun jarðar" sem leiðir af sér þúsund ára tímabil friðar og rétt- lætis. Það má vel vera að tími sé til kominn að endurskoða þekkingar- grundvöllinn og vissulega er guð víðar en í Görðum, eins og einu sinni var sagt. Þeir sem halda því fram munu þó ekki endilega taka þessari bók fagnandi því fyrir utan það að vera afar ómarkviss er texti hennar víða óvandaður. Handbók- arformið gengur heldur ekki alveg upp því einstök efnisorð eru ekki nægilega upplýsandi um innihald hverrar efnisgreinar; í sama kaf- lanum eru til að mynda klausur undir fyrirsögnum (stikkorðum) á borð við „Nýtt orð“, „Lokan“, „Efsti dagur“, „Saga“, „Guðdóm- urinn“ og „Hjálpa“ (107-110). Bókin einkennist af álíka sann- leiksvissu og höfundur sakar for- svarsmenn vísindahyggjunnar um og er þar af leiðandi ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til þess fallin að ljúka upp mannlegri til- veru eða kveikja hugsanir um hinstu rök. Eiríkur Guðmundsson ) ) > : í I I >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.