Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hækkun á verði áburðar 22 þúsund króna kostnaðarauki fyrir meðalbúið BILL Clinton Bandaríkjaforseti heilsar upp á Gísla Theódórs- son, matreiðslumeistara. Clinton þáði heiðursfélaganafnbót í Club des Chefs des Chefs en meðal annarra heiðursfélaga í klúbbi matreiðslumeistaranna, sem var stofnaður 1977, má nefna má nefna Ronald Reagan, fv. Bandaríkjaforseta, og Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada. Þjóðhöfðingi hittir kokkana BOÐUÐ hækkun áburðarverðs hjá Aburðarverksmiðjunni hf. um 7,25% þýðir kostnaðarauka upp á um 22 þúsund krónur fyrir meðalbúið, sem ver 310 þúsund krónum til kaupa á tilbúnum áburði á vori hverju, að sögn Sigurgeirs Þorgeirssonar, fram- kvæmdastjóra Bændasamtaka Is- lands. „Þetta er umtalsverð hækkun og auðvitað ekkert fagnaðarefni fyrir bændur," segir Sigurgeir. Hann seg- ir að jafnvel þó að innflutningur á áburði hafi verið gefinn frjáls um áramótin 1994-95 hafí sáralítið verið flutt inn af áburði. „Það þýðir vænt- anlega að verksmiðjan hafi verið að bjóða áburð á nokkum veginn sam- keppnishæfu verði undanfarin tvö ár, en nú virðist hún líka vera farin að tapa.“ Hvað varðar fréttir af fyrirhug- aðri sölu Áburðarverksmiðjunnar segir Sigurgeir að jafnvel þó að verk- smiðjan verði seld liggi það ekki endanlega fyrir að hún hætti að framleiða áburð. En ef svo færi að áburðarframleiðslu yrði hætt í land- inu og farið yrði að flytja inn allan áburð er það einkum tvennt sem Sigurgeir telur áhyggjuefni fyrir bændur. „Þetta er mjög lítill markaður, sem þýðir að það er ólíklegt að erlendir áburðarframleiðendur verði tilbúnir að framleiða jafnmargar sérhæfðar áburðartegundir fyrir íslenskan jarð- veg og íslensk tún og Áburðarverk- smiðjan hefur gert. Þannig má leiða að því iíkum að menn fái ekki fylli- lega áburð við sitt hæfi. Hitt er svo það að köfnunarefnisáburðurinn sem framleiddur er hér, sem er köfnunar- efni framleitt beint úr loftinu með vatnsorku, er eins hreinn og ómeng- aður áburður og hægt er að hugsa sér og auðvitað skiptir það miklu máli fyrir ímynd landbúnaðarins. Nú er ég ekki að fullyrða að slíkur áburð- ur sé ekki til annars staðar en það er a.m.k. áríðandi að vera mjög á varðbergi gagnvart því hverskonar áburður er fluttur inn.“ Sigurgeir telur hætt við því að samkeppnin verði fyrst og fremst í verðlagi á kostnað gæða og segir nauðsynlegt fyrir bændur að vera vakandi yfír því að láta ekki flytja inn hvað sem er. Hann segir að auð- vitað væri það bændum mjög að skapi ef verksmiðjan gæti starfað áfram en hinsvegar væru þeir ekki tilbúnir að borga mikinn fómarkostn- að í formi dýrari áburðar. MATREIÐSLUMEISTARAR þjóðhöfðingja hvaðanæva úr heiminum hittast og bera sam- an kokkabækur sínar í félags- skap sem kallast C.C.C., eða Club des Chefs des Chefs. Að þessu sinni var árlegur fundur Club des Chefs des Chefs haldinn í Washington og San Francisco í Bandaríkjunum og þar hittust 27 snillingar í matreiðslu, þar á meðal yfir- kokkar Bretlandsdrottningar, yfirkokkur Bandaríkjaforseta, yfirkokkurinn í höll fólksins í Beijing, yfirkokkur Finnlands- forseta, matreiðslumeistari for- seta Fílabeinsstrandarinnar og Gísli Theódórsson, matreiðslu- meistari forseta íslands undan- farin 12 ár. Heiðursfélagi Fundurinn hófst í Washing- ton, þar sem kokkarnir eyddu heilum degi í Hvíta húsinu og skoðuðu leyndardóma þess og hittu síðan húsráðandann, Bill Clinton Bandaríkjaforseta sem, auk þess að þiggja heiðursfé- Iaganafnbót í C.C.C. og útsaum- aðan kokkajakka sem vegsemd- inni fylgdi, ávarpaði allan hóp- inn og heilsaði síðan mat- reiðslumeisturunum hverjum og einum. Gísli Theódórsson, sagði að þeir Clinton hefðu skipst á kurt- eislegum ávarpsorðum: „Nice to meet you,“ en að öðru leyti hefði þeim lítið farið á milli. Gísli hefur verið í þessum fé- lagsskap í fjögur ár, og tók við sæti íslands þar af Hilmari Jónssyni matreiðslumeistara. Hann sagði að í hitteðfyrra hefðu matreiðslumeistararnir í C.C.C. hist í Tælandi, á síðasta ári í Kanada og næsta ár væri áformað að þeir kollegarnir hittist og ræði málin um borð í skemmtiferðaskipinu Queen Elizabeth. Uppsagnir vegna hráefnisskorts Samningsbrot atvinnurekenda AÐALSTEINN Baldursson, for- maður fískvinnsludeildar Verka- mannasambandsins, lýsir undrun sinni og óánægju með uppsagnir fiskverkafólks fyrir jól og áramót vegna hráefnaskorts. „I febrúar 1995 voru gerðar miklar breytingar á kauptryggingarsamingi verka- fólks til að eyða þeim tilefnum til uppsagna vegna hráefnisskorts sem tíðkaðar höfðu verið í fiskiðnaði. Þeir lofuðu okkur í kjölfar þess munnlega að ekki þyrfti að koma til slíkra uppsagna. Atvinnurekend- ur hafa brotið þennan samning,“ segir Aðalsteinn. „Síðastliðið sumar upplifðum við að fyrirtæki voru að senda fólk heim í launalaus frí vegna hráefn- isskorts. í þessum hópi voru jafnvel þau fyrirtæki sem eiga hvað mestan kvóta og flest skip á landinu. Það er ekkert samhengi milli kvóta og þess hvort tekst að halda vinnslu allt árið. Það eru til fyrirtæki með lítinn kvóta sem tekst að skipu- leggja sig þannig að aldrei verði hráefnisskortur. Ónnur, sem hafa aðgang að miklum kvóta, eru jafn- vel orðin hráefnislaus um mitt sum- ar,“ segir Aðalsteinn. „Með uppsögnum fyrir jól og áramót verða menn fyrir mikilli tekjuskerðingu og oft á tíðum er ekkert auglýst hvenær vinna hefst aftur. Þetta er ömurlegasta jólagjöf sem fyrirtæki geta gefið starfsfólki sínu. Auk þess er það að okkar áliti skýrt lögbrot ef fyrirtæki sem eiga eftir kvóta loka vegna hráefnis- skorts." Ekki rétt að tala um uppsagnir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, telur ekki rétt að tala um uppsagnir í þessu sambandi. Hann segir að samkvæmt síðustu kjarasamning- um sé ekki lengur heimilt að segja kauptryggingunni upp sérstaklega, en að áfram sé inni ákvæði frá eldri samningi þess efnis að fyrirtækjum sé heimiit að tilkynna vinnslustöðv- un með eins mánaðar fyrirvara. Þá sé um tvennt að ræða, annars vegar að starfsfólk sé áfram á launaskrá í fyrirtækinu og hins vegar að það fari á atvinnuleysis- skrá meðan á vinnustöðvuninni stendur. Arnar segir fyrmefnda möguleikann mun meira notaðan nú, eftir síðustu kjarasamninga. Hann segir vissulega rétt að eitt- hvað sé um vinnslustöðvanir víðs- vegar um land en þó sé heldur minna um slíkt nú heldur en oft áður. „Sumstaðar hefur sú hefð skap- ast að starfsfólk fer i nokkurs kon- ar jólafrí, í kringum 18. desember og er vel fram yfir áramót. í ein- staka tilfellum er þetta fram í miðj- an og allt til loka janúar en það eru undantekningartilvik. Víða er þetta þannig að tveggja vikna tímabil í kringum jól og ára- mót er lítið unnið enda skip ekki mikið á sjó. Þannig hefur þetta verið víða um land til margra ára. Svo er alltaf eitthvað um það að fyrirtæki tilkynni vinnslustöðvun með mánaðar fyrirvara og hún get- ur staðið allt frá hálfum mánuði upp í mánuð og jafnvel sex vikur, en það er frekar sjaldgæft," segir Arnar. Hann kveðst búast við því að flest fiskvinnslufyrirtækin verði komin í gang aftur um miðjan janúar og að sum þeirra stoppi ekki nema rétt yfir jól og áramót. Hjá þeim sem aðeins stöðvi vinnslu í stuttan tíma verði starfsfólk áfram á lauría- skrá en þar sem vinnustöðvunin sé langvarandi fari starfsfólkið á at- vinnuleysisbætur á meðan. Lítið tekjutap Arnar segir tekjutap fiskvinnslu- fólks ekki mikið þó að það fari á atvinnuleysisbætur um stundarsak- ir, þar sem það sé oftast aðeins á tímavinnutöxtum og bónuslaust á þessum árstíma hvort eð er vegna lítils hráefnis. Hann segir það al- þekkt í kringum jól og áramót að sjósókn sé lítil og hráefni af skorn- um skammti. Hvað varðar þá gagnrýni Aðal- steins Baldurssonar að ekki sé sam- hengi milli kvóta og þess hvort tak- ist að halda vinnslu allt árið segir Arnar alþekkt að fyrirtækin hafí kvóta í einhveijum tegundum en öðrum ekki og að sumar fisktegund- ir sé erfitt að ná í á ákveðnum tím- um. • / Jólatilboðsven 4.900 kr. Landmælingar og, kortagerð Dana á íslandi Upphaf Landmælinga íslands Vönduð bók sem fjallar um sögu eins mesta stórvirkis Dana á stjórnarárum þeirra hérlendis. ^ . 7Álstf-í1hn&ctr'u>*Á ólatilboðsverð 2.400 kr. . Upphleypt íslandskort Falleg og áþreifanleg gjöf fyrir alla aldurshópa, ívandaðri gjafaöskju. _ Fróðlegar og nytsamar gjafir Jólatilboðsverð 2.900 kr. Norðurlandakort Geisladiskurmeð kortum í mælikvarða 1:2.000.000 af Norðurlöndum og Grænlandi. Auðvelt er að mæla fjarlægðir og finna örnefni. r Islandskort Yfirlitskort, jarðfræðikort og gróðurmynd. Þrír disklingar í pakka, fyrír PC og Macintosh tölvur. LAINIDMÆLINGAR ÍSLANDS Söludeild, Laugavegi 178, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9-17 og laugardaga í desember kl. 10-16. Sími 533 4000. ^ Jólatilboðsverð m 5.400 kr. Kortasafn í möppu Níu hlutakort af öllu landinu Kærkomin gjöf fyrirferðamanninn. Önnur kortasöfn einnig fáanleg í möppum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.