Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR ÞÓREY JÓNINNA STEFÁNSDÓTTIR + Þórey Jóninna Stefánsdóttir var fædd á Brands- stöðum í Reykhóla- sveit 25. nóvember 1916. Hún lést á heimili sínu 3. des- ember siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Jóns- son, bóndi á Hamar- landi í Reykhóla- sveit, og Sigríður Hjálmarsdóttir hús- freyja, þá til heimil- is á Brandsstöðum. Stefán var sonur Jóns í Skeljavík í Steingrims- firði, Einarssonar, b. í Hlíð í Kollafirði, Magnússonar. Móðir Jóns var Anna Guðmundsdótt- ir, b. á Kleifum á Selströnd, bróður Asgeirs, alþingismanns á Kollafjarðarnesi og Torfa, alþingismanns á Kleifum. Guð- mundur var sonur Einars Jóns- sonar, hreppstjóra á Kollafjarð- arnesi. Móðir Stefáns var Sig- ríður Benediktsdóttir, bónda í Gestsstaðaseli, Magnússonar. Sigríður var dóttir Hjálmars Markússonar, bónda á Kolla- búðum í Reykhólasveit, og Guð- rúnar Snæbjörnsdóttur, b. í Vatnshorni i Hrófbergshreppi, Isakssonar. Móðir Guðrúnar var Sigríður Pálsdóttir, bónda í Kaldbak, ættföður Pálsættar- innar, Jónssonar. Bróðir Þóreyjar, sammæðra, er Gunnar Hjálmar Jónsson, tónlistarkennari. Systkini Þór- eyjar, samfeðra, eru Stefanía, Daggrós, Sigríður og Hafliði, sem fórst ungur með togaranum Júní frá Hafnarfirði. Fyrri maður Þór- eyjar var Þórður Andrésson, f. 25. september 1903, d. 20. september 1977, bóndi og oddviti á HjöIIum í Þorska- firði. Þau skildu. Dætur þeirra eru Hjálmfríður, f. 24.2. 1936, starfsmaður Verkamannafél. Dagsbrúnar, gift Halldóri Stef- ánssyni, bókbindara og heild- sala frá Kaldrananesi; Jóna Rut, f. 23.5. 1939, húsmóðir, gift Högna Jónssyni, tónlistar- manni; Sigríður Auður, f. 6.2. 1943, húsmóðir. Dóttir Jónu Rutar er Svanhildur Björk og sonur Jónu og Högna er Þórður Hreinn, tónlistarmaður. Sonur Sigríðar Auðar er Páll Þórir Ólafsson, grafískur hönnuður og tónlistarmaður. Seinni maður Þóreyjar Stef- ánsdóttur var Klemenz Kr. Kris^jánsson, f. 14.5. 1895, til- raunastjóri á Sámsstöðum i Fljótshlíð. Þeirra sonur er Trausti, búfræðingur og raf- virki, kvæntur Sigurbjörgu Óskarsdóttur, bankafulltrúa, og eiga þau tvo syni, Klemenz Kristján og Óskar. Utför Þóreyjar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. t SIGURVIN JÓHANNESSON, Ási, Hveragerði, lést á Sjúkrahúsi Selfoss þriðjudaginn 3. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. • Aðstandendur. t Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTBERG JÓNSSON frá Kjólsvík, Skeljagranda 3, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 5. desember, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. desember. kl. 13.30. Börn, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGRÍÐUR HELGA SKÚLADÓTTIR, Arahólum 2, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum mánudag- inn 9. desember. Jóhannes Konráðsson, Lóa Konráðsdóttir, Levi Konráðsson, Porsteinn Konráðsson, Sigríður Konráðsdóttir, Ósk Konráðsdóttir, Anna Konráðsdóttir, Ebeneser Konráðsson, Jódis Konráðsdóttir, Unnar Reynisson, Þóra Kristjánsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Gylfi Óskarsson, Gisli H. Árnason, Ásmundur Magnússon, Guðrún Gunnarsdóttir, Maria Skúladóttir. barnabörn og barnabarnabörn. Þórey ólst upp á Brandsstöðum í Reykhólasveit hjá móður sinni og bróður og foreldrum hennar í ást og eftirlæti, enda lengi eina barnið á heimilinu. Hún var mikill Breið- firðingur og unni átthögum sínum heitt og sagði þar fallegra og ilma betur úr jörð en annars staðar. Uppvaxtarár hennar munu hafa verið í svipuðu horfi og annarra á efnalitlu sveitaheimili, heyskapur á sumri og snúningar og hirðing skepna að vetri. Þórey var afskap- lega lagin við skepnur, sérstaklega kindur og hesta. Ekki þurfti hún að sækja fé að loknum beitardegi, nægði að hún kallaði það heim. Þannig var það einnig með hesta, hún gat nánast gengið að þeim þótt þeir sýndu öðrum styggð. Ung giftist Þórey Þórði Andréssyni og hófu þau búskap á Hjöllum um 1935. Hjá þeim var móðir hennar og móðurbróðir, sem var heyrnar- laus og mállaus en svo handlaginn að allt lék í höndum hans og hefur það eflaust komið heimilinu vel að hann smíðaði og hirti amboð og dyttaði að öðru sem aflaga fór. Búskapur þeirra Þórðar mun hafa gengið allvel og þau búið við þokka- leg efni og horft til góðrar framtíð- ar. En ský dró fyrir. Þórður átti við nokkra vanheilsu að stríða. Þetta varð til þess að þau hættu búskap á Hjöllum og fluttu til Reykjavíkur 1947. Upp úr því komu brestir í hjónaband þeirra og slitu þau samvistir skömmu síðar. Það er hin sígilda saga að erfiðleikar og ókunnugt umhverfi hafi orðið þeim um megn og þarf oft minna til. Kom þá til sem oftar hjálp Sig- ríðar móður Þóreyjar að halda heim- ili fyrir dæturnar ungar og studdist hún við son sinn, Gunnar, sem þá var kominn um tvítugt. Upp úr 1950 réðst Þórey sem ráðskona til Klemenzar Kr. Krist- jánssonar að Tilraunastöðinni á Sámsstöðum. Mun hún hafa kunnað betur við að hafa gras undir fótum en taka þátt í atvinnulífi höfuðstað- arins. A Sámsstöðum voru fjöl- breytt verkefni og mun henni hafa fundist þar ærinn vettvangur fyrir áhugamál sín enda íjölhæf og áræð- in til allra verka. Góð samvinna tókst með þeim Klemenzi og fyigd- ust þau mjög að í verki og hafði Klemenz oft orða á því hve natin Þórey hefði verið við tilraunareitina og létt sér störfin við hirðingu þeirra. Þótt Þórey hefði ekki kynnst vélvæddum landbúnaði í sinni heimasveit lét hún það ekkert á sig fá, heldur settist upp á traktora af stærstu gerð og vann með þeim jafnt að jarðabótum og heyskap. Fljótlega eignaðist hún bíl og var það sögn manna, að ekki sinnti hún nákvæmlega hraðatakmörkunum, sem í gildi voru. Ekki veit ég til að slys hafi hlotist af. Hún taldi enda ekki eftir sér að fara snúning fyrir hvern sem þurfti á að halda og var hjálpsemi hennar rómuð víða um sveitir. Nokkurn skepnubúskap hafði Þórey á Sámsstöðum, aðallega sauðfé. Var henni mjög annt um kindur sínar og vildi fóðra þær vel. Taldi hún þeim ekki boðlegt annað en úrvals töðu og fóðurbæti við hæfi. Hafði hún uppi svipmiklar yfirlýsingar ef tilraunastjóranum fannst nóg um fínheitin. Einnig áttu þau Klemenz ágæta reiðhesta, sem hún hirti af stakri natni. Þórey átti við langvarandi heilsu- leysi að búa síðasta aldarfjórðung- inn. Margur hefði lagt árar í bát miklu fyrr en Þórey barðist til þrautar og varðveitti sjálfstæði sitt af ótrúlegri útsjónarsemi. Oft út- skrifaði hún sig sjálf af hjúkrunar- stofnununi og fór heim til sín, þótt öðrum henni nákomnum þætti betur fara á að hún nyti aðhlynningar og eftirlits allan sólarhringinn. Þórey átti heima á Óðinsgötu 21b síðustu 19 árin og bjó þar lengst af með Sigríði yngstu dóttur sinni. Ég, sem þetta rita, kynntist Þór- eyju er hún var rúmlega fertug. Ekki tók hún mér sérstaklega vel í fyrstu, mun hafa fundist ég illa verður elstu dóttur hennar, en það breyttist fljótt og urðum við hinir bestu vinir. Sagði hún mér margt frá æskustöðvum sínum og sam- ferðarfólki við Breiðaíjörð. Var eins og nokkur tregi hvíldi yfir þeim frásögnum án þess að um nokkra sút væri að ræða. Öðru vísi voru sögur og sagnir af samtíma atburð- um eða þeim sem gerðust eftir að hún flutti suður. Þá hirti hún ekk- ert um að fara rétt með heldur lag- aði til hveija sögn svo að hún færi betur í munni og naut frásagnarlist- ar af lífi og sál. Ekki var þessi ónákvæmni hennar neinum til skaða enda var það ekki ætlun hennar að leggja illt til nokkurs manns heldur að njóta skemmtunar augnabliksins. Ekki áttuðu sig allir á þessu en aðrir höfðu gaman af. Ekki verður um það dæmt hér hvort Þórey hafi verið hamingjusöm um sína daga en óhætt er að segja, að lengst af hafi hún notið vinsælda og þakklætis margra, sem hana muna, er hún gat veitt af örlæti sínu og drenglund. En þeir gleym- ast fljótt, sem ekki geta tekið þátt í daglegu vafstri samtímafólksins og þeim fækkar jafnöldrunum, sem best mundu með henni liðna tíð. Við, sem stóðum henni nálægt geymum minninguna um fjölhæfa, listelska konu, sem allt gat lært en hélst kannski síður á margháttuð- um hæfileikum. Þórey naut umönnunar Gunnars bróður síns síðustu vikurnar sem hún lifði og fékk hægt andlát. Megi ný vist verða anda hennar hliðholl. Halldór Stefánsson. HALLDOR FANNAR ELLERTSSON + Halldór Fannar Ellertsson fæddist 30. nóvem- ber 1950. Hann lést í Reykjavík 25. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Elsku bróðir minn. Vissulega var mér brugðið er þú varst kallaður i burtu, en gleðst þó yfir að þú sért kominn til hennar mömmu. Ég minnist margra góðra stunda er við systkinin áttum saman í æsku, þó sérstaklega þegar þú spil- aðir fyrir okkur jólasálmana þá aðeins 5 ára gamall. Ég vil kveðja þig með bæninni sem ég kenndi þér þegar þú varst 3 ára. Ó Jesú, bróðir bezti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson) Hvíl þú í friði, elsku bróðir. Þín systir RÍagnhildur. Dóri frændi við kölluðum hann er dáinn. Það sló þögn á alla í fjölskyld- unni þegar hringt var í okkur seinni partinn þann 25. nóvember síðastliðinn, og okkur sagt að Dóri hefði lát- ist um morguninn. Minningar tóku að streyma um hugann um þær góðu stundir sem við áttum með honum. Nú verða sjoppuferðirnar þeirra Önnu Stefaníu ekki fleiri. Við vitum að það hefur verið tekið vel á móti honum hinum megin. Elsku Elli, Sissa, Hrefna, Ragn- hildur, Fanney, Halla og aðrir ást- vinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja ykkur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og mágur, QLAFUR GUÐMUNDSSON stýrimaður, andaðist laugardaginn 30. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í Williams- port, Pennsylvaníu. Minningarathöfn verður í Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 11. desember kl. 13.30. Liz Gudmundsson, Elfrida Johanna Gudmundsson, Erika Jean Gudmundsson, Arnlaugur Guðmundsson, Anna Kristjánsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Björgvin Viglundsson. Friður sé með sálu hans. Friðhelg verði minning hans. Þökk sé honum fyrir allt og allt. Blessuð sé minning Dóra frænda. Jóhannes, Arný, Hanna Gréta, Guðný Lára, Anna Stefanía og Aðalsteína Líf. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum bér, vinur. Far vel á braut. Guuð oss það gefi, glaðir við megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Elsku Dóri minn. Ég kveð þig með þeim orðum sem þú kvaddir mig svo oft með. Guð veri með þér og geymi þig. Drífa. Nú er Dóri frændi minn dáinn. Andlát hans kom mér mjög á óvart. En nú veit ég að hann er á góðum stað, þar sem honurn líður vel því ég veit að vel var tekið á móti honum hinum megin við hæðina. Hann Dóri var hlýr og barngóður maður, en því miður fékk ég ekki að kynnast honum eins vel og ég hefði viljað, örlögin höguðu því þannig. Dóri var mjög góður tón- listarmaður, og þegar ég var lítil spilaði hann oft undir á orgelið heima og ég söng hástöfum með. Mig langar að koma fram þakk- læti til Sigga, Daddý og dætra þeirra fyrir hve vel þau reyndust Dóra síðustu ár hans hér og dyr þeirra stóðu honum ávallt opnar. Góði guð, veittu öllum þeim styrk sem syrgja Dóra nú. Kæri afi, Halla, Jóna Palla, Ragnhildur, Hrefna, Fanney og börn og barnabörn, Guð veri með ykkur öllum. Elena Breiðfjörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.